Morgunblaðið - 19.07.1962, Page 10

Morgunblaðið - 19.07.1962, Page 10
10 Fimmtudagur 19. Júli. Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. UMRÆÐUR UM EFNA- HAGSBANDALAG Að undanfömu hafa blöðin ■** rætt allmikið um Bfna- hagsbándalag Evrópu og er ekki nema gott eitt um það að segja, að rætt sé um við- kvæm vandamál, að svo miklu leyti sem þær umræð- ur eru málefnalegar og í þeim tilgangi að komast að réttum niðurstöðum. Aftur á móti má segja, að sá útúrdúr sem stjómarand- stöðublöðin hafa valið frá málefnalegum umræðum deilunnar um það hvað Adenauer kanslari hafi sagt, sé ekki sérlega uppbyggileg- ur. í stuttu máli em þær deilur á þennan veg: „Þjóðviljinn“ birti sl. laugardag fréttaskeyti frá NTB-fréttastofunni, þar sem segir að Adenauer kanslari hafi sagt að íslendingar hafi sótt um aðild að Efna- hagsbandalaginu. Morgun- blaðið fékk einnig þetta skeyti en vegna tmflana var það svo óglöggt að blað- ið taldi ekki irnnt að birta það án þess að kanna máhð nánar. Morgunblaðið hefur eitt íslenzkra blaða fréttasam- band við stærstu frétta- Stofu heims, Associated Press, sem er einhver áreið- anlegasta fréttastofnun, enda hefur 1 t.d. Ríkisútvarpið fréttasamband við hana, eins og Morgunblaðið. Svar AP var á þá leið, að rækileg athugun á ræðu Adenauers sýndi, að hann hefði hvergi minnzt á fs- land. — Aðrar fréttastofur segja hinsvegar, að Aden- auer hafi vikið að íslandi og skal Morgunblaðið ekki eyða mikið fleiri orðum að þeim ágreiningi, enda skipt- ir hann ekki meginmáli. Það liggur fyrir, að í hin- um opinbera texta af ræðu Adenauers er að minnsta kosti ekki rætt um ísland. Hafi hann nefnt það af mis- skilningi eða mismæli, má þessi deila liggja milli hluta. Aðalatriðið er, að ísland hefur ekki sótt um aðild að Efnahagsbandalaginu í neinu formi, eins og marglýst er yfir, og síðast af forsætis- ráðherra. Málið verður ekki útkljáð fyrr en Alþingi hef- ur fjallað um það og Ólafur Thors, forsætisráðherra, ger- ir raunar ráð fyrir að það verði ekki fyrr en einhvern tíma á næsta ári sem málið komist á það stig að við þurfum að gera upp hug MORCVNBLAÐIÐ _______ okkar. Stjómarandstæðingar virð- ar telja að slíkar yfirlýsing- ar, þótt ótvíræðar séu, geti ekki talizt fullnægjandi, og Morgunblaðið getur sjálf- sagt ekki sannfært þá. Hins- vegar hljóta. allir að sann- færast á næstu mánuðum, þegar þeir sjá að Islending- ar eru ekki meðal þeirra, sem rætt er við í Brussel sem umsækjendur. AFSTAÐA TIMANS Pn afstaða Tímans til deil- ^ unnar um það, hvað Adenauer kanslari hafi sagt er sérstakur þáttur í ís- lenzkri blaðamennsku. Frá laugardegi til mið- vikudags minnist blaðið ekki á þetta mál, en rýkur síðan upp til handa og fóta með fimm dálka fyrirsögn, sem þannig hljóðar: „Stórfeld fréttafölsun'*. Að sjálfsögðu er tekin af- staða með sjónarmiðum kommúnista í þessum mál- um eins og öðrum. Síðan er vitnað til tveggja merkra erlendra blaða, en gallinn er þó sá að þeim ber ekki vel saman um ummæli Aden- auers. Tímanum finnst hins veg- ar ekkert til koma fregnar- innar sjálfrar, heldur bíður blaðið þess að geta notað málið í pólitískum tilgangi hér innanlands. Er þetta í nákvæmu samræmi við „fréttamennsku" Tímans. — Blaðið er rekið í þeim eina tilgangi að þjóna valda- draumum Framsóknarforingj anna og rekur þá stefnu, að fréttimar eigi að vera liður í þeirri valdastreitu. Sérstaklega gætir Tíminn þess vandlega að minnast ekki einu orði á skýlausa yf- irlýsingu Ólafs' Thors, for- sætisráðherra, um það, að alls ekki verði sótt um neina aðild íslands að Efnahags- bandalaginu fyrr en Alþingi hefur fjallað um málið. Þótt leitt sé til þess að vita, að annað stærsta blað landsins skuli sífellt snið- ganga allar reglur heiðar- legrar blaðamennsku, þá er þó það gott við þessa ann- ars einkennilegu deilu, að menn eiga nú auðveldara með að átta sig á því að blaðamenn Tímans fá ekki Strauss yfir- heyrður í september Bonn, 17. júlí — NTB — ÞINGNEFND, sem vinnur að rannsóknum ákærunnar á hendur Franz Josef Strauss, varnarmálaráðherra V-Þýzkalands, um að hann hafi misnotað vald sitt til að hygla einkafyrirtæki, hef- ur ákveðið að kalla ráð- herrann til yfirheyrslu í september nk. Strauss hef- Hammarsk]ölíl lézt af slysförum N D O L A , N-Rhodesíu, 17. júlí — AP —• Rannsókninni á dauða Dag Hammarskjölds, aðalritara Sameinuðu þjóð- anna, er nú lokið og F. Selan dómari kvað upp þann úrskurð í Ndola I dag, að Hammarskjöld hafi látizt af slysförum. Sama gilti einnig um mennina 15, sem voru með honum í flugvélinni. Eins og kunnugt er fórst Hammarskjöld í september si. er flugvél hans, sem var á leið til Ndola, hrapaði. ur neitað þessari ákæru. ★ Þetta var tilkynnt í Bonn í dag og sagt, að þingnefndin, sem kölluð er Fibag-nefndin, eftir byggingarfyrirtækinu, sem Strauss er sakaður um að hafa aðstoðað, hefði komið saman til fundar í dag í fyrsta skipti síðan 28. júlí. Strauss er sakaður um að hafa, fyrir tveimur árum, beitt áhrifum sínum tii að aðstoða byggingarfyrirtækið Fibag við að ná samningi við bandaríska herinn. Fibag-nefridin hefur áð- ur gefið skýrslu, sem hreinsar Strauss af ákærunni, en þingið sendi skýrsluna til baka til nefndarinnar og lagði fyrir hana að afla nánari upplýsinga. Fibag-nefndin hefur nú kall- að Strauss til yfirheyrslu 4. september nk. og auk hans mun hún yfirheyra 10 vitni. í dag átti Strauss viðræður við Konrad Adenauer, kanzl- ara V-Þýzkalands, og vestur- þýzk fréttastofa skýrði svo frá, að kanzlarinn hefði ráðið Strauss til að gegna áfram embætti varnarmálaráðherra í stað þess að taka sæti í stjórn Bayerns. En Strauss skýrði frá FRAMKVÆMDIR eru fyrir nakkru hafnar við nýja brú á Gljúfurá í Borgarfirði. Er búið að slá upp að mestu fyrir brúnni, sem mun liggja beint yfir gljúfrið rétt fyrir neðan gömlu brúna. Myndin Ívar tekin sl. fimmtudag og sýnir framkvæmdirnar. Gamla, brúin er í baksýn. (Ljósm.: Mbl. HH). því fyrir skömmu, að honum ■ hefði borizt tilboð um að taka við embætti héraðsstjóra í Bayern. Fréttastofan segir, að Strauss muni ekki taka ákvörðun um þetta fyrr en að rannsóknum Fibag-nefndarinnar er lokið. Rússar trnfla flug tit Berlínor Berlín 17. júlí (NTB-AP) Sovézk þota flaug í dag inn á eina af flugleiðum þeim til Ber- línar, sem Vesturveldin nota. Flaug þotan í gegnum flugleið- ina 120 metrum fyrir framan flugvél, sem var á leið milll Hamborgar og Berlínar. Þetta er í fyrsta skiptl, sem flugvél frá vesturveldunum hef ur orðið vör við sovéska flugvél á þessari leið frá því 1 febrúar. Það var bandarísk flugvél, er varð sovézku flugvélarinnar vör og hafa bandarísk yfirvöld í V.-Berlín sent Sovétstjórninni mótmæli vegna þessa. leyfi til að gegna eðlilegu hlutverki blaðamannsins, þ.e. a.s. að segja fréttimar sem réttastar, alveg óháð því, hvort þær eru þægilegar eða óþægilegar. LÁN TIL ÍBÚÐABYGGINGA ■JVTaumast kemur svo út blað af Tímanum að þar sé ekki vikið að- lánum til íbúðahúsabygginga, og venju lega er vinstri stjóminni sálugu hælt í leiðinnL Enn er því rétt að rifja það upp, að á tímum vinstri stjómarinnar lækkuðu mán- aðarlegar lánveitingar úr hinu almenna veðlánakerfi úr 8,7 millj. kr. í 3,9 millj. og lán veitt út á hverja í- búð lækkuðu að meðaltali úr 55 þúsundum í 36 þúsund krónur. Á þessum sama tíma hækkaði byggingarkostnað- ur venjulegrar 100 fermetra íbúðar úr 280 þúsund krón- um í 375 þús. kr. Þetta voru afrek þeirrar stjórnar, sem allra vanda ætlaði að leysa. Vinstri stjómin hafði sem kunnugt er gert sjóði land- búnaðarins gjaldþrota og ó- stjómin leiddi til þess, að stöðugt var minna fé til ráð- stöfunar í þágu húsbyggj- enda. Nú hefur tekizt að rétta svo við að landbúnað- arsjóðimir munu stóreflast og á sama tíma er unnt að hækka lán til íbúðabygg- inga í allt að 150 þúsund kr. Auðvitað þyrfti að vera unnt að lána meira og það verður líka von bráðar, vegna viðreisnarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.