Morgunblaðið - 19.07.1962, Síða 11

Morgunblaðið - 19.07.1962, Síða 11
Fimmtudagur 19. júlí. MORGVTSBL AÐIÐ 11 STALÍN hefur verið af- neitað. En áhrif hans eru enn við Uði. Sovétríkin eru enn lokað þjóðfélag. Saga Aleg Lensjefskí sýn ir hvað kemur fyrir, enn þann dag í dag, ef sovét- borgari reynir að hugsa og framkvæma sjálfstætt. Fyrir réttu ári ákvað sovézkur vísindamaður, Ol- eg Lensjefskí, sem var á ferð í Bretlandi í opinber- um erindagerðum sökum starfa síns, að snúa ekki aft ur til Sovétríkjanna, enda þótt hann yrði að skilja konu sína og tvær dætur eftir sem gísla. Eftir árangurslausar við- ræður við starfsmenn sov- ézka sendiráðsins í London, ákvað Lensjefskí að biðja Krúsjeff í einkabréfi að leyfa konu sinni og dætrum að heimsækja hann í Bret- landi á eigin kostnað, svo að hann gæti rætt við þær um framtíðina. Eftir nokkurn tima, þegar ekkert svar var komið, var ákveðið að prenta bréf hans í „The Ob- server“ ásamt stuttri frá- sögn af málinu. Við spurð- um þá hvort það væri of mikið að vona að fjöl- skyldu Lensjefskís yrði leyft að koma til Englands. En það var greinilega of mikil bjartsýni. Síðan hefur Lensjefskí sent Krúsjeff tvö önnur bréf, bæði án árangurs. Hann hefur oft skrifað fjöl- skyldu sinni, en þau bréf hafa ekki öll komizt á leið- arenda. Hann hefur aðeins fengið eitt einkabréf frá fjöl skyldu sinni, og fylgir það á eftir. Orffsendingar. En upp á síðkastið hefur hann fengið frá þeim nokkr ar stuttar orðsendingar, sem öryggislögreglan hefur greinilega lesið þeim fyrir. Þar er hann hvattur til að snúa til baka, „áður en það verður of seint", og enn- fremur til „að iðrast af heil um huga'* og játa „villu“ sína. 1 einni þessara orðsend inga segir, að þó hann kynni að fá þungan dóm, verði dómurinn „mannúðleg ur“ en komi hann ekki aft- ur neyðist kona hans og börn til að afneita honum sem eiginmanni og föður. Lensjefskí hefur ritað Krú sjeff fjórða bréfið, sem loka tilraun, og þetta bréf varpar ekki aðeins skýru ljósi á afstöðu hans sjálfs, heldur og alla samlanda hans. —. Þessi afstaða er enn við líði, þótt hún hafi myndazt á liðnu tímabili. Eftir stutta endursögn á því, sem gerzt hefur í mál- inu til þessa, ásamt umsögn um síðustu kröfur, sem sagt er að komi frá fjölskyldu hans, heldur Lensjefskí á- fram: „Nikita Sergeievitjs! Merg urinn málsins er sá, að ég hef ekkert til að iðrast fyr- ífeftiv-: .,..-.._^-jSícáiu#í&itöA Lensjefskí. ir. Þegar ég les allt það, sem ég hef ritað yður áður, finn ég ekkert í því, sem ekki er rétt, og ekkert sem ég gæti dregið til baka án þess að vera óheiðarlegur. Ástæðan til að ég dæmi sjálfan mig í útlegð er ein- mitt sú, að ég gat ekki hald ið lengur áfram að vera ó- heiðarlegur og samþykkja á yfirborðinu allt, sem þér segið, en vera í vafa um það eða andstæður því hið innra með mér. 1 þessu efni get ég ekki að mér gert. Til eru hlutir, sem ég gat ekki þagað um lengur. Eg hef þegar skrifað yður um suma þeirra. En mig lang- ar til að segja einu sinni enn, að því fer jafn fjarri og fyrr að ég vilji fordæma allt sovézkt en lofa allt hið erlenda. Maður getur aðeins misst en ekkert öðlast við að flýja föðurland sitt, og ég held að allir viti þetta fyrirfram. Efnalega leið mér stöðugt betur heima. Eg var nýbú- inn að fá ókeypis ágæta íbúð í nýrri húsasamstæðu; ég var búinn að ljúka við doktorsritgerð mína. Fram- tíðarhorfur mínar í vísinda grein minn-i voru hinar beztu . , . Eg skulda landi mínu allt, og ég get ekki svikið það. Eg vildi óska, að ég gæti gert yður skiljanlegt, hversu mjög mig langaði til að losna við þennan sjálfvirka, innbyggða heila, sem sí og æ starfaði einhversstaðar Utlagi skrifar Krúsieff En ég get ekki heldur: — látist vera trúleysingi,' þegar ég trúi á guff. — litiff svo á, aff heimsbylt- ing kommúnismans og ó-| rofa stéttastyrjöld séu ó- hjákvæmilegar, því ég sé, aff hugir venjulegra1 manna hér eru opnir fyr- ir umbótahugmyndum og verkalýffsfélögin eru mátt ug, en heima fyrir hefur risiff upp yfirráffastétt, sem á sér engan sinn líka í veraldarsögunni. — trúaff að sönn, friff samleg sambúff ríkja sé möguleg, ef samtímis er rekin miskunnarlaus hug sjónastyrjöld og einan- grun. — búist viff algjörri og almennri afvopnun, meff- an viff gefum „réttlátum“ styrjöldum blessun okk- ar. — samþykkt ríkulega affstoff viff affrar þjóffir, meffan fjöldi manna af okkar eigin þjóff hafa ekki nóga fæðu. — álitiff, aff afleiffing- unum af persónudýrkun Stalíns hafi veriff út- rýmt í landi okkar, meff- an alvöld ógnarstjórnar- tæki og hugsanaeftirlit, sem Stalín skapaði, eru hvarvetna tii staffar. um við að aðskilja leyfileg ar og óleyfilegar hugsanir og tilfinningar. Mig langaði svo mikið til að rífa hann út og fleygja honum frá mér, svo að ég gæti verið ég sjálfur, hugsað án ótta, talað hiklaust við konuna mína, börnin mín, vini mína og samverkamenn — og einnig við yður. Mér nægði ekki að segja aðeins „þetta er rétt“ og „ég er sammála“. Eg vildi einnig segja „þetta er rangt, ég er ekki á sama máli“, án þess að eiga á hættu að verða talinn til ein hverrar flokksféndakliku, eða lenda með „sníkjudýr- um, sem eru alin upp að nýju í heimsskautshéruðun- um“. Þetta tókst mér aldrei, og þér munuð taka undir, þegar ég segi, að það sé ekk ert líf að búa við eilífan ótta í föðurlandi sinu. Nikita Sergeievitjs! Að heimta af mér, að ég „játi villu mína“, er að krefjast tvöfeldni og yfirdrepsskap- ar. Hvað eru margar ræður fluttar í landi okkar til að Krúsjeff. fordæma þessar syndir? Og hvað myndi nokkur maður græða á að ég geldi sjálfan mig, siðferðislega? Það er margfaldur mann- úðarskortur að neyða konu mína og börn til að skrifa mér að koma aftur, svo að mér verði „refsað réttlát- lega“ og hóta að afneita mér, ef ég geri það ekki. Þær hvorki vissu, né gátu vitað um þær orsakir, sem urðu til þess að ég flúði land þeim að óvörum. Þeg- ar ég var heima, lét ég þær aldrei renna minnsta grun í efasemdir mínar. Það hef ég heldur ekki gert í bréf- um mínum, því ég minnist þar aldrei á neitt annað en einkamál okkar. Eigi að síð ur hafa þessi bréf — og meira að segja símskeyti til þeirra — ekki komizt til skila. Nikita Sergeievitjs! Mig langar til að vona, að þeg- ar til lengdar lætur muni ósk yðar um að vinna bug á kreddufestunni fyrir fullt og allt, ásamt skilningi yðar á staðreyndum í síbreytilegum heimi, sætta skoðanir okkar á mörgum málum. En þangað til leyfi ég mér að biðja þess, að saklaus fjöl skylda mín, sem búin er að þjázt mikið, verði losuð undan eftirliti öryggislögregl unnar og leyft að hafa frjáls bréfaviðskipti við mig, fá efnalega aðstoð frá mér og koma til London til að heimsækja mig. Margt fólk í þessu landi á erfitt með að skilja, hvers vegna mér er stöðugt neit- að um þessar smávægilegu bænir, sem nú myndu ekki vera neitt vandamál í lönd um eins og Póllandi og Júgó slavíu, sem hafa þó sama þjóðskipulag og við. Neitun yðar getur aðeins orðið til að auka á svartsýni þeirra manna, sem efast um að raunveruleg friðsamleg sam- búð sé möguleg í heimi, sem er svo gegnsýrður hatri og ótta, að ekki er einu sinni unnt að finna friðsamlega lausn á vandamálum fjöl- skyldu, sem er svo ógæfu- söm að vera aðskilin af járn tjaldinu. Eg mun gleðjast af öllu hjarta, þegar fjölskylda mín er komin til mín, þakka yð- ur og játa fyrir öllum heim inum, að svartsýni mín hafi verið röng. Mig langar mest af öllu til að hafa sannanlega rangt fyr ir mér!“ Engin von. Hér fylgir eina einkabréf- ið, sem Lensjefskí hefur fengið frá ástvinum sínum. Það er dagsett 11. júlí 1961: „Elsku pabbi. Við erum búnar að fá bréf ið þitt, þar sem þú segir, að þú ætlir að senda okkur farmiða fyrir milligöngu Intourist, og þegar við sé- um búnar að fá þá eigum við að fara til utanríkisráðu neytisins og fá brottfarar- leyfi. Elsku pabbi, okkur langar til að koma til þín og tala um framtíðina við þig. En það verður erfitt, og við sjáum enga von til að geta það. En við skulum samt reyna að koma málum svo fyrir að við fáum að hitta þig. Við erum allar svo áhyggjufullar, því að við vit um ekkert hvað um okkur verður. Við verðum að hittast og tala um framtíðina. Hún skelfir okkur svo mikið. Við fáum ekki brottfararleyfi til að fara til London, því að yfirvöldin eru hrædd um að við komum ekki aftur. En þú skrifaðir okkur og sagð- ir, að við gætum komizt aft- ur heim til Sovétríkjanna. Þess vegna ætlum við að reyna að sannfæra stjórnina um, að við ætlum að koma aftur. Elsku vinur, við eigum af- ar erfitt sem stendur. Okkar beztu ástarkveðjur Konan þín, Anja og Masja'*. (Observer, öll réttindi áskilin). 1 — Ljóðlisf Framhald af bls. 6. halda þessum fjársjóðum í Dan- inörku í þágu vísindanna. Nú verður það hins vegar æ ljósara meðal alls þorra manna, að bæði út frá siðferðilegum og sögu- legum sjónarmiðum á að flytja eafnið heim til íslands. — Hafið þér í hyggju að senda aðra sýnisbók á markaðinn, áð- ur en höfuðritið kemur? — Já, reyndar hefur mér dottið f hug að gefa út lítið kver í haust með úrvali úr ljóðum Steins Stein ers — þau yrðu kringum 90 tals ins, en þetta er ekki afráðið enn- þá. Það sem hvetur mig til þess eru hinar góðu viðtökur sem sýn- isbókin fékk í fyrrahaust og svo hitt að ég verð aldrei þreyttur á •tð lesa ljóð Steins. Þau eru •amanþjöppuð í öllum sínum ein faldleik og mjög skýr í öllu sínu óræði. — Haldið þér að Norðurlönd geti staðið fyrir sínu í Evrópu framtíðarinnar, þegar haft er í huga hvað Efnahagsbandalagið felur í sér? — Það er auðvitað undir hverju einstöku landi komið, en íslenzk ljóðlist hefur öldum saman sann- að að hún hefur lífsþrótt til að standa af sér hvers konar stór- viðri og lifo við margs konar kjör. Eg held að ísland og Svíþjóð geti horft fram á veginn með bjart- sýni. í Danmörku hefur nýlega verið myndað sérstakt ráðuneyti fyrir menningarmál, og eru bundnar við það miklar vonir. Eitt af meginverkefnum þess verð ur að greiða fyrir betri þýðingum á bókmenntum fjarskyldra eða fjarlægra þjóða. Eg held að póli- tískir ráðamenn geri sér fulla grein fyrir þessu mikilvæga verk efni en óskandi væri að opinberir embættismenn hefðu meiri skiln ing á þeim vandamálum sem þessu eru samfara. Það væri menningunni mikil lyftistöng ef embættismenr. kæmu líka auga á hinn leinda mátt menningarinnar Eg minnist þess að Andreas Möll er, ráðuneytisstjóri í forsætisráðu neytinu, sem var forstjóri Kon- unglega leikhússins á erfiðu skeiði í sögu þess, sagði eitt sinn við mig, að allt væri undir því komið að sjá mannlegu eða mennsku hliðina á hverju máli. Það ætti að vera markmið allra góðra embættismanna. Eg hef síð ustu árin skrifað allmikið um póli tísk málefni, ekki sem flokksmað ur, heldur sem áhorfandi. Eg held að pólitísk menning sé eitt af frumskilyrðum þess að við eign umst frjósama andlega menningu. Það ríki, sem lætur sér á sama standa um skáldskap og listir, hlýtur að eiga erfitt uppdráttar í Evrópu framtíðarinnar. Djúprætt ari pólitísk menning og ríkari skilningur almennings á eðli stjórnmálanna væri æskilegur í mínueigin landi og sennilega einnig hér á landi, með allri virðingu fyrir fslendingum. 3 kindur fyrir bíl í gærmorgun var sandibill á leið yfir Elliðaárbrú. Sveigði 'hann út fyrir bifreið, sem var að stanzt, en rétt í því skauzt kind með 2 lömb upp á veginn og fyr ir bílinn. Lenti bíllinn á öllum kindunum þremur. Kindin drapst strax, annað lambið fót- brotnaði og hitt lamaðist. Bíl- stjórinn hringdi á lögregluna og lömbin voru aflífuð. Tveir út af á sama stað AKRANESI, 17 júlí — Lítill fólksbíll frá Galtarholti í Skil- mannaihreppi ók út af síðdegis á sunnudaginn á vegamótunum uppi á Lamibhagamelum. 4 voru í bílnum og sakaði þá ekki, en bíllinn skemmdist. í gær var Reykjavíkurjeppi á suðurleið með 2 mönnum í og ók hann út af þarna á vegamótun- um, nákvæmlega á sama stað og fólksbíllinn var um daginn. Varð hann fyrir nokkrum skemmdum en mennirnir sluppu heilir eftir því sem ég bezt veit. — Oddur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.