Morgunblaðið - 25.07.1962, Side 12

Morgunblaðið - 25.07.1962, Side 12
12 MORGHNBLAÐtÐ Miðvikudagur 25. júlí 1962 Rennibekkur Lítið notaður rennibekkur 1 metra til 1.50 rennilengd óskast. Þeir sem kynnu að vilja selja slíkan bekk sendi tilboð til afgr. Mbl. merkt: „Strax — 7586“. Þakka skyldum og óskyldum gjafir, símskeyti og önnur vinahót, mér sýnd á 75 ára afmæli mínu Atli Guðmundsson. Innilega þakka ég óllum þeim sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 75 ára afmæli mínu. Guð blessi ykkur öll. Kristjana Þorvarðardóttir, Bárðarbúð, Hellnum. Konan mín SOFFÍA M. ÓLAFSDÓTTIR Vesturgötu 26 B, andaðist aðfaranótt 23. júlí í Farsóttarhúsinu. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Kristinn Sveinsson. Föðurbróðir mxna JÓHANN HENNING HAVSTEEN andaðist að sjúkrahúsinu Sólheimum 23. júlí. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 27. þ.m. kl. 10,30 árdegis. F. h. fósturdóttur og vandamanna. Jóhann Hafstein, bankastjóri. Jarðarför móður, tengdamóður og ömmu okkar MARÍU GUÐNADÓTTUR fer fram frá Fossvogskirltju, fimmtudaginn 26. júlí kl. 10,30. Úndína Sigurðardóttir, Jón Ólafsson, Anna Hannesdóttir, Guðbjörg María Hannesdóttir. Maðurinn minn BHtlSTJÖN JÓNSSON trésmiður, andaðist þriðjudaginn 24. þessa mánaðar. Fyrir hönd vandamanna. Guðrún Einarsdótlir, Skólavörðustíg 26. Jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu ANDREU GUÐNADÓTTUR frá Þingeyri, fer fram "rá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 26. júlí n.k. kl. 3 e.h. — Blóm afbeðin, en þeim sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Hknarstofnanir. Böm, tengdabörn og barnaböm. Útför EGGERTS JÓHANNS JÓNSSONAP bæjarfógeta í Keflavík, er andaðist 18. þ.m. fer fram frá Dómkirkjunni, föstudaginn 27. júlí kl. 10,30 f.h. Kirkjuathöfninni verður útvarpað. Blóm afþökkuð en þeim, sem vildu minnast hans er vin- samlega bent á líknarstofnanir. Sigriður Árnadóttir og börn, Jónína og Jón Pálmason. VEGNA ÚTFARAR EGGERTS JÓNSSONAR bæjarfógeta, verður ferð frá Sérleyfisstöð Keflavíkur kl. 9 f.h. föstudaginn 27. júlí. BÆJARSTJÓRI KEFLAVÍKUR. Eiginmaður minn BJÓRN MAGNÚS ARNÓRSSON verður jarðsunginn frá F ossvogskirkju föstudaginn 27. júlí kl. 1,30 e.h. Eiginkona. Þökkum sýnda samúð við jarðarför SVEINS ÞÓRÐARSONAR fyrrverandi kaupmanns, Óðinsgötu 3. Guðríður Tómasdóttir Sigríður Benediktsdóttir Venzlafólk. Guðríður Tomasdóttir Sigríður Benediktsdóttir NOKKUR orð um mæðgurnar frú Guðríði Tómasdóttur og dóttur hennar, frú Sigríði Bene diktsdóttur. Frú Guðríður Tómasdóttir var fædd 18. sept. 1840. Dáin 20. jan. 1923. Frú Sigríður Benediktsdóttir var fædd 15. maí 1881. Dáin 10. maí 1962. Frú Guðríður Tómasdóttir var fædd að Brúsastöðum í Ása hreppi í Vatnsdal. Faðir henn- ar var Tómas bóndi Jónsson Illugason Tómassonar bónda að Hjallalandi og konu hans, Gróu Tómasdóttur. Guðríður Tómas- dóttir giftist 28. nóv. 1877 Bene dikt Samsonarsyni, bónda og járnsmið að Víðidal í Dýrafirði. Þau fluttu til Reykjavíkur 1881, keyptu þar húsið Skálholtskot við Laufásveg, þar sem nú er stórhýsið Glæsir og bjuggu þar saman til 1896, að Benedikt flutti til Selkirk í Manitoba í Kanada. Þar andaðist hann 11. nóv. 1925. Hann var vel gefinn og merkur maður að mörgu leyti. Heimkringla gat hans lof- samlega er hún sagði lesend- um sínum frá láti hans. Þegar Benedikt Samsonarson flutti til Ameríku, fór kona hans ekki með honum. Guðríð- ur Tómasdóttir bjó áfram með dætrum sínum í Skálholtskoti. Þær voru allar á ungum aldri. Hún ól þær upp, frá þeim tíma, ein og hjálparlaus, að kalla. En En þá var hér hart árferði og atvinnuleysi. Þá sýndi Guðríður Tómasdóttir hvað í henni bjó, og að hún var vandanum vax- in. — f ættarskrá frú Guðríðar Tómasdóttur, er til lýsing af henni og mun þó fágætt vera, að slíkt finnist af konu, sem ekki lét á sér bera utan heim- ilis. En lýsingin er svona: Guðríður Tómasdóttir var lít- il vexti, fíngerð, vel greind, glaðlynd, mjög dugleg, óeigin- gjörn, hjálpfús og gestrisin. Þetta eru falleg orð og at- hyglisverð lýsing. 1 litla hús- inu, Skálholtskoti við Laufás- veg, bjó einstæð kona með fjór- um dætrum sínum ungum. Þær voru að vaxa upp og þurftu sinna muna með. Faðirinn var kominn til Vesturheims, af hon um var engrar hjálpar að vænta. Móðirin varð að vinna — og vinna mikið — nótt með degi, og það gjörði Guðríður Tómasdóttir með heiðri og sóma. Hún tók menn í fæði og þjónustu. Það gaf að vísu eitt- hvað í aðra hönd, en þó munu misbrestir hafa verið á því. Það var lítið um peninga í þá daga. En hjá frú Guðríði í Skálholts- koti léið öllum vel. í húsinu hennar lágu tíðum sjúklingar, sem komu til Reykjavíkur til lækninga, en áttu þá ekki all- ténd mikla peninga fyrirsjúkra húsvist. Guðríði í Skálholtskoti munaði um hvern eyririnn, sem hún gat unnið sér inn sér og börnum sínum til framfæris. — Ekki var hún éigingjöm, segir í ættarskrá hennar. í hennar húsi nutu sjúkir og særðir hjálpar hins mikla lækn is, prófessors Guðmundar Magnússonar. Hjúkrun og um- hirðu annaðist Guðríður Tóanas- dóttur undir eftirliti og umsjá prófessorsins. En Guðríði mátti treysta, hún var afburða dug- leg, hreinleg, góð og skyldu- rækin. Við þessar aðstæður, og í þessu andrúmslofti, ól hún upp dætur sínar. Hún vakti yf- ir andlegri og líkamlegri vel- ferð þeirra. Hún ól þær upp í guðsótta og góðum siðum, og guð blessaði störf hennar. Dætur frá Guðríðar Tómas- dóttur og Benedikts Samsonar- sonar eru þessar: Guðrún, gift- ist Pétri Ingimundarsyni slökkvi liðsstjóra í Reykjavík, Svan- laug, giftist Guðmundi Sigurðs- syni, klæðskerameistara í Rvík, Sigríður, giftist Stefáni Gunn- arssyni, kaupm í Rvík, Kristín, giftist Axel Meinholt, kaupm. í Reykjavík. Allar voru þær Skálholts- kotssystur vel gefnar og á sín- um tíma eftirsótt húsfreyjuefni. Fengu og góða kosti. Nú eru þær allar látnar. Frú Sigríður Benediktsdóttir giftist 28. júní 1902 Stefáni Gunnarssyni. Foreldrar hans voru Sesselja Jónsdóttir bónda að Brunnastöðum á Vatnsleysu- strönd og Gunnars bónda að Litlabæ, Stefánssonar bónda að Brekku í Biskupstungum, Gunn arssonar bónda og hreppstjóra að Hvammi í Landsveit og konu hans Helgu Jónsdóttur hrepp- stjóra og bónda að Vindási í Landsveit Bjarnasonar, Halldórs sonar að Víkingalæk og konu hans Guðríðar Eyjólfsdóttur. —• Frá þeim er Víkingslækjarætt komin. Föðuramma Stefáns Gunnars- sonar var Oddbjörg Hákonar- dóttir Vilhjálmssonar lögréttu- manns í Kirkjuvogi í Höfnum. Sigríður Benediktsdóttir missti mann sinn 17. apríl 1948 eftir tæpra 46 ára sambúð. Þau eign- uðust 7 börn. Þrjú dóu ung, ein stúlka, Kristín að nafni, mjög efnileg, lézt um tvítugt. Á lífi eru: Frú Guðríður, gift Col. Kirby Green í USA, Gunn ar stórkaupmaður í Reykjavík og Sesselja, bæði í heimahús- um. Heimili Stefáns Gunnarssonar og Sigríðar Benediktsdóttur að Sóleyjargötu 31 var stórt og gestakoma mikil, bæði inn- lendra og útlendra og öllum tekið af alúð og rausn. Heimil- ið var eitt hið fegursta hér í borg, utan húss sem innan. Frú Sigríður var vel gefin kona, bæði til munns og handa. Hún las mjög mikið, einkum á efri árum, og eingöngu úrvals bæk- ur, hvort sem um var að ræða bundið eða óbundið mál. Á heimili hennar var gott bókasafn og hafði hún því úr góðu að velja, enda notaði hún það óspart. Hún las mikið fornar bók- menntir, fslendingasögurnar, Eddukvæði og Sólarljóð, sem hún — ef fáir voru viðstaddir ,— vitnaði þá gjarnan í. Sagði þá brosandi: „Æ koma mein eftir munað“ og „Gott er vamm- lausum vera.“ (Sólarljóð). Ég held, að fáir hafi vitað hvað Sigríður Benediktsdóttir var bókhneigð, lesin og minnug á það, sem hún las. Um margra ára skeið háði henni heyrnar- leysi, svo að hún fór oft á mis við það, sem talað var í kring- um hana, en það segir sína sögu. Þó bjargaðist það furðan- lega, fyrir atbeina barna henn- ar, sem öll báru hana á hönd- um sér. Sigríður Benediktsdótt- ir var og mikið gefin fyrir blómarækt, átti einn fegursta blómagarð hér í borg. Þar dvaldi hún löngum við að hlúa að og rækta ný og ný blóm. Þannig var frú Sigríður Bene- diktsdóttir. — Nú er hún farin á fund síns guðs, eiginmanna og barna. Margir munu sakna hennar, og lengi minnast, sakir hjartagæzku, höfðingsskapar og trygglyndis. K. ó. Ij Verkamenn vanir byggingavinnu óskast. Uppl. hjá verkstjóranum. Sími 35064. Bygigmgariðjan b.f. íbúðarhusið Jaðar í Dalvík ásamt útihúsum til sölu. Tilboðum sé skilað fyrir 15. ágúsl til Sveins Jóhannssonar, Karlsrauðatorgi 16, Dalvík, er gefur nánari upplýsingar. Útboð Tilboð óslcast í holræsalögn í Suðurbraut á Seltjarnar- nesi. Útboðslýsing er afhent á skriístofu hreppsins gegn kr. 500.— í skilatryggingu. Tilboðsfrestur er til föstudags 3. ágúst n.k. Sveitarstjóri Seltjarnarneshreppj.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.