Morgunblaðið - 25.07.1962, Side 13

Morgunblaðið - 25.07.1962, Side 13
< Laugar.dagur 21. júlí 1962 v MORGUNBLAÐ1Ð 13 Svar trésmiða við greinargerð meistara STJÓRN Meistarafélags húsa- smiða hefur sent frá sér greinar- gerð, hina furðulegustu smíð, um kjaradeilu Trésmiðafélags Reykja yíkur við Meistarafélagið og yinnuveitendasamband íslands. í>ar sem í greinargerðinni er ýmist farið rangt með, ellegar þagað yfir staðreyndum til hag- ræðis þeirra „málstað“ þykir okkur rétt að fara um hana nokkrum orðum, án þess að við teljum slík blaðaskrif vænleg til lausnar kjaradeilu, en skorumst heldur ekki undan framhaldi þeirra ef óskað er. Áður en til auglýsingar kaup- taxta kom, höfðu samningavið- ræður staðið nokkuð á annan mánuð, án þess að nokkuð þok- aðist í samkomulagsátt, og hafði Trésmiðafélagið veitt vinnuveit- endum frest á aðgerðum af sinni hálfu. Það er fyrst að þeim fresti loknum, að okkur er tjáð að framkvæmdanefndarfundur Vinnuveitendasambandsins, ekki Meistarafélagið, hafi samþykkt að vísa deilunni til sáttasemjara, og buðu Trésmiðafélaginu sam- flot þar um. Til þess töldum við ekki ástæðu, né vænlegt til lausn ar meðan meistarar sýndu engan vilja í samkomulagsátt. í greinar- gerð sinni birta meistarar tilboð sem þeir segjast hafa gert Tré- smiðafélaginu meðan á samninga viðræðum stóð, en hversvegna að birta rangt boð, þegar bæði Trésmiðafélagið og sáttasemjari hafa rétta tilboðið í höndum, en það er þannig. 25.66 x 46.28 = 1.187.54 1.187.54 x 110 = 1.306.29 (10%) 1.306.29 x 106 = 1.384.67 (lífeyrissjóður) Verkfæragjald 1.20 + 10% = 1.32 1.32 x 46.28 = 61.09 Kaup og lífeyrissjóður 1.384.67 Verkfæragjald 61.09 1.441.76 Eftir þrjú ár, 1.369.77 + 6% = 1.451.96, + 61.09 = 1.513.05. Eftir fimm ár, 1.401.51 + 6% = 1.485.61 + 61.09 = 1.546.70. Tímakaup er 3.56% hærra. Margföldun tímakaupsins, kr. 25.66 með 46.28 er boð um að selja okkur helgidaga ársins fyrir 1.72 klst. á viku, eða með öðrum orðum að deila árslaunum tímakaupsins á 49 vikur á ári. Sömu aðferð nota þeir við út- reikning á auglýstum kauptaxta Trésmiðafélagsins, og verður út- koman eftir því. Meistarar leggja áherzlu á að þeir vilji semja við okkur um sömu hækkun í prósentu sem samið hefur verið um við aðra, og segja hana hæsta 8 og 10%. Sjálfir vita þeir þó vel, að samn- ingar hafa verið gerðir um miklu meiri hækkun, og væri hægt að birta tölur þar um ef tilefni gefst. Á sáttafundi á fimmtudag, og í greinargerð sinni, hafa meist- arar hækkað verkfæragjald úr kr. 61.09 á viku í kr. 67.11. Sú hækkun er fengin með því að taka í krónutölu sömu hækkun og samið var um við múrara, og er það gott dæmi um þeirra róm- uðu sanngirni, að ef prósentu- hækkun er trésmiðum óhagstæð vegna lægra tímakaups skal hún ráða hækkuninni, en sé hún hag- stæð, skal hækkun í krónutölu ráða. í samanburði við önnur félög iðnaðarmanna, sem vinnukaup hafa, treysta meistarar sér ekki í samanburð á kaupi, heldur bæta við það lífeyrissjóðshlunn- indum, og greiðslu fyrir hand- verkfæri, og bera útkomu þess saman við kaup annarra. Slíkri hundalógik efumst við um að áður hafi verið beitt í samning- um, eða myndu t. d. meistarar telja leigu á vélum vera hluta af sínu kaupi. Að lífeyrissjóður og gjald fyrir verkfæri er ekki kaup sést einnig á því, að af hvorugu greiðist orlof og sjúkrasjóður, þó skýr ákvæði séu um, að hvorutveggja reiknist prósentvís af öllu kaupi, og í ákvæðisvinnu greiðist lífeyr- issjóður aldrei af hærra en gild- andi tímavinnukaupi í dagvinnu. Það er staðreynd, sem reikn- ingskúnstir fá engu um breytt, að tilboð meistaranna hljóðar upp á kr. 1 306.29 á viku, eða á klst. kr. 28.18, sem er 9.8% hækk- un frá kr. 25.66, sé alls ekki 10%. Það er einnig staðreynd, að vinnu vika trésmiða er í dag, og einnig samkvæmt tilboðinu, 48 klst. en ekki 46.28 klst. (hjá mörgum stéttum er sumartími 43 V2 klst. á viku). Skrif þeirra um ákvæðisvinnu og samþykkt Trésmiðafélagsins frá 7. maí s 1. um að vinna ein- göngu ákvæðisvinnu í nýbygg- ingu er slík, að samþykktin er slitin í sundur, og aðeins seinni hlutinn birtur, svo hún falli betur að efninu. Við teljum því rétt að birta fyrri hlutann, sem meistarar sleppa, og er þannig. „Við gerð kaup og kjarasamn- Fram/hald á bls. 19. Viljum ráða pressumann, handsetjara 0 s. vélsetjara Góður handsetjari getur komizt að við nám í véísetningu. Prentsmiðja JÓNS HELGASONAR Bergstaðastræti 27. •íMitoiiíaBBgaaSiiiai llllllliliiUUaBBmMBBMBMBBBPBMMMI VREDESTEIN H0LLENZKU HJÚLBARDARNIR FYRIRLIGGJANDI IP EF DIÐ GETIfl 520 x 13/4 kr. 582,20 520 X 14/4 — 654,75 640 x 15/6 999,20 560 x 13/4 — 651,00 560 X 14/4 — 712,70 670 x 15/6 — 1.039,00 590 x 13/4 — 707,10 590 X 14/4 — 765,60 670 x 15/6 hvít 1.230,80 590 x 13/4 hvít — 848,50 750 X 14/6 — 1.045,50 710 x 15/6 — 1.152,60 640 x 13/4 — 819,90 750 X 14/6 hvít — 1.235,45 710 x 15/6 hvít — 1.363,90 640 x 13/6 — 935,60 800 X 14/6 hvít — 1.376,00 820 x 15/6 — 1.573,75 640 x 13/6 hvít — 1.133,10 560 X 15/4 — 744,60 525 x 16/4 __ 720,50 670 x 13/4 — 842,75 560 X 15/4 hvít — 883,20 600 x 16/6 — 1.030,00 670 x 13/6 — 963,90 590 X 15/4 — 802,20 600 x 16/6 gróf — 1.076,50 670 x 13/6 hv:'t — 1.141,60 590 X 15/4 hvít — 949,40 600 x 16/6 Special — 1.092,40 650 x 16/6 — 1.170,40 900 x 16/10 gróf — 3.595,60 750 x20/10 Special — 3.267,15 825 x 20/12 Special — 3.791,85 900 x 20/14 Special — 4.824,25 1000 x 20/14 Special — 5.746,85 1100 x 20/16 Special — 7.278,65 Geymið auglýsinguna og gerið samanburð á verð- um. Einkaumboð: Brautarholti 20 — Sími 15159 H F Söluumboð í Reykjavík Umboðia KR. KRIST TÁNSSON H.F. SuðuriandsDiaut 2 — Sími 35300 BÍLASALAN H.F. Laufásgötu 5 Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.