Morgunblaðið - 29.07.1962, Page 6

Morgunblaðið - 29.07.1962, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 29. júlí 1962 Þ E G A R fréttamaður Morgun- blaðsins var staddur á ísafirði nölcga, heimsótti hann hinn mikla athafna- og dugnaðar- mann Marselíus Bernharðsson, skipasmíðameistara og hæjarfull trúa í skipasmíðastöð hans á ísafirði. Marselíus er nú að byggja dráttarbraut í Suðurtang anum, rétt fyrir neðan skipa- smiðastöð sína. Dráttarbrautin í byggingu í Suðurtanganum á ísafirði. Marselíus Bernhardsson bygg- ir nýja dráttarbraut á ísafiröi Marselíus Bernharðsson, skipasmíðameistari, þar sem hann stendur við hlið hinn- ar nýju dráttarbrautar, sem er í byggingu. XEKUR UPP 400 ÞUNGATONN — Hve stór skip getur hin nýja dráttarbraut tekið upp? — Hún á að geta tekið upp 400 þungatonn, segir Marselíus. Við byrjuðum á byggingu henn- ar í ágúst sl. og unnum að fram- Gefur tekið upp stærstu skip á Vestfjörðum kvæmdunum nokkuð fram á haustið. Síðan byrjuðum við aft- ur í enduðum júní sl. — Hve löng er dráttarbraut- in? — Hún er 140 metra löng. Er búið að byggja brautina á landi. Ennfremur er búið að reisa spil- hús og fylla upp allmikið land beggja megin brautarinnar. Er nú unnið að því að leggja braut- ina fram í sjóinn, en við það er mikil köfunarvinna. KOSXAR UM 5 MlX.I.j. — Hve mikið er gert ráð fyr- ir að þetta mannvirki kosti? — Heildarkostnaðurinn er á- ætlaður um 5 millj. kr. Hefur ríkisábyrgð verið tryggð fyrir ánum að upphæð 3 millj kr. — Hvenær er gert ráð fyrir að mannvirkið verði tekið í notk un? — Væntanlega fyrir lok þessa árs. — Er ekki mikil bót að þessu fyrir útgerðina hér vestra? (Ljósm. Árni Matthíasson). — Jú, mjög mikil. Hin nýja dráttarbraut mun geta tekið upp til viðgerðar öll skip á Vest fjörðum. Er að því stórmikið hagræði fyrir útgerðina í þess- um landsfjórðungi. — Hvað hafa verið byggð mörg skip hér í skipasmíðastöð- inni — Þau eru samtals 38 og stærð þeirra er 5—92 tonn, segir Marselíus Berharðsson að lok- um. Hóloflatilraun mistdkst HONULULU, 26. júlí (AP/NTB) — Bandariskt Thor-flugskeyti sprakk á jörðu niðri rétt áður en það átti að hefja sig á loft meS kjarnorkuíhleðslu upp í báloftin yfir Johnston-ey. lúogaði síðan eldur í skeytinu um hríð. Þetta er þriðja háloftatilraunin af fjór um, sem fer út um þúfur, vegna þess að flugskeyti bregat. -- XXX -- Ekki er kunnugt um nein meiðsli á mönnum og samkvæmt upplýsingum þeirra, er fyrir til raununum standa, sþrakk kj'arn orkuhleðslan ekki. ' — x x x — Sprengingin átti að fara fram i 50—65 km hæð og átti sprengju krafturinn að jafngilda 20,000 til einnar milljónar lesta af TNT sprengiefni, — XXX --- Hugsanlegt þykir, að enn eW tilraun verði gerð til hálofta<? sprengingar, en nú er komið að lokum þess 3 mánaða tímabils, sem Kennedy, forseti Bandaríkj anna lýsti í upphafi yfir að tii. raunirnar mundu standa yfir. 4 Séð upp eftir dráttarbrautinni. (Ljósm. Árni Matthíasson). ★ Munur á kvikmyndaleik og leiksvíðsleik? Undanfarið hefur staðið yfir kvikmyndun á íslenzikri sögu ,,79 af stöðinni“, sem leikin er af íslenzkum leikurum, sem kunn- ugt er. Mun þetta vera í fyrsta skipii, sem íslenzkir leikarar fá hlutverk í kvikmyndum, sem teknar eru eins og aðrar kvik- myndir, er sýndar eru á almenn um markaði. Það hlýtur að vera nokkuð framandlegt verkefni fyrir leikara, sem vanur er að standa á leiksviðinu, að leika fyrir framan kvikmyndavél. Ég sneri mér því til aðalleikarans, Gunnars Eyjólfssonar, og spurði hann: Er munur á að leika á leiksviði og í kvikmynd, og’ef svo er, hver er hann? Hann sagði: Leikur er leikur Þar sem þetta er í fyrsta skipti sem ég leik í kvikmynd, er dálítið erfitt að svara þessu, en í fljótu bragði mundi ég segja að það væri enginn mun- ur á þessu tvennu, því leikur er leiikur, hvort sem hann fer fram á leiksviðinu fyrir framan kvik- myndsvélina, í sjónvarpi eða útvarpi eða í prívatlífinu. En svo er annað mál, að það hlýtur að vera undir hverjum einstökum leikara kómið hvaða túlkunaraðferð honum hentar bezt í sínum leik. Við höfum séð afbragðs kvikmyndaleikara á tjaldinu, sem aldrei hafa kom- ið á leiksvið og aldrei fundið það sem leiksviðsleikarar finna og þarfnast, en það er samiband við lifandi áhorfendur. Þar sem ég hefi einungis leik- ið á leiksviði, þá hefur þáttur áhorfenda alltaf verið þýðingar- mikið atriði. Núna, þegar ég er að leika fyrir framan kvik- myndavél, þá finnst mér að leik stjórinn, Erik Balling, komi að vissu leyti í þeirra stað. jafn- framt því sem hann leiðheinir okkur á undan hverju atriði, - • •• sem leika á og vitanlega, þar sem okkur skortir alla þekk- ingu og reynslu í kvikmynda. leik, þá hljótum við að hlíta leiðsögn hans í blindni, þar sem hann sér fyrir sér heildarmynd- ina eða verkið allt sem listræna heild. Auðvitað eru vinnuaðferðir gjörólíkar. í leiklhúsinu fær leikarinn að lifa með persón- unni og skila henni á einu sýn- ingarkvöldi. en í kvikmyndinni er þetta slitið í sundur. Það er byrjað í miðri mynd og síðan farið fram og til baka eftir því sem þurfa þykir og hentugt er. Hvert atriði- er filmað aftur og aftur frá ýmsum hliðum. Því fyrr sem leikarinn venur sig á að nota hverja stund á milli atriða og upptöku til að slappa af, þá finnur hann sig heima í þessari grein leiklistar. Einnig er þetta spursmál um að ein- beita sér í stuttan eða langan tíma. Kvikmyndun krefst þess að leikarinn einbeiti sér í leik allt frá nokkrum sekúndum upp í kannski 5 mínútur, en leiksviðsleikur getur krafizt ein beitingar upp í 4 klukkustundir samfellt. Það er undir leikurun- um sjálfum komið hvort á betur við þá. Við slíka eimbeitingu kemur ýmislegt fram, samaniber þegar verið var að kvikmynda á öðr- um degi næstsíðasta atriði í ,,79 af stöðinni“, þar sem bíl- stjórarnir heyra í útvarpinu að Ragnar bílstjóri, sem ég leik, hafi farizt í bílslysi, þá sat ég úti í horni og horfði á meðan atriðið var æft og tekið nokkur skipti. Loks sagði einn leikar- anna: Við ættum kannski auð- veldara með að einibeita okkur að þessari sorgarfrétt, ef líkið sæti ekki þarna úti í horni og horfði á okkur. Svo ég fór heim að sofa. Við höfðum verið að filma alla nóttina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.