Morgunblaðið - 09.08.1962, Side 8
8
MORGUNBL 4Ð1Ð
Fimmtudagur 9. ágúst 1962.
„Það hefði ekki líkzt Mari-
lyn að fremja sjálfsmorð",
segir Arthur IViiller, fyrrver-
andi eiginmaður leikkonunnar
„Ég er sannfærður um, að
þetta var hræðilegt slys. Ég
veit, að Marlyn svipti sig ekki
lífi af ásettu ráði.“
Þannig fórust Arthur Mill-
er, fyrrverandi eiginmanni
leikkonunnar, orð við frétta-
ritara „Scottislh Daily Ex-
press“, Robin Stafford, í sim-
tali, er frétzt hafði um anddét
Marlyn Monroe.
„Ég hef ekki staðið i beinu
sambandi við hana í rúmt ár,
eða frá því við skildum (Mill-
er hefur gifzt á ný).
Þetta var mikið áfaU fyrir
mig. Eftir því sem ég hef les-
ið, þá var tómt pilluglas við
hlið hennar. Það kann vel að
vera, að hún hafi tekið pill-
urnar, en ég held hún hafi
ekki stytt sér aldur af ásettu
ráði.
Þegar fólk getur ekki sofið,
þá kemur það oft fyrir, að
eftir að réttur skammtur hef-
ur verið tekinn, þá ruglast
það og heldur áfram að taka
pillur.
Þetta held ég að hafi gerzt.
Það hefði ekki líkzt Marlyn
að fremja sjálfsmorð.
Sumir við hafa margþvæld
orðatiltæki við slik tækifæri,
en sjálfur veit ég ekki hvað
ég á að segja.
Ég fer ekki til Kaliforníu
til að vera við jarðarförina.
Ég reikna með, að hún muni
mest líkjast sirkus. Hvers
vegna ætti ég líka að fara —
ekki verður hún þar.
Ég vU minnast hennar eins
og hún var í lifanda lífi, þeg-
ar ég þekkti hana. Nú, á þessu
augnabliki og undir þessum
kringumstæðum, þá finnst
mér ég ekki geta gefið ná-
kvæma lýsingu á henni.
Það væri hægt að fara þess
á leit við mig, að ég lýsti
henni sem rithöfundur, ókunn
ugur áhorfandi eða einhver,
sem hefði unnið með henni.
En ég var einnig giftur
henni. Þessar tvær hliðar er
ekki hægt að skilja að. Raun-
verulega þekkti ég hana allt-
of vel, tU þess að segja nokk-
ur „Iokaorð“ um hana.
Ég get ekki dregið saman
í fáeinum orðum neina lýs-
ingu á henni. Síðustu endur-
minningar mínar um Marilyn
eru ársgamlar, og það eru
minningar, sem ég vil eiga
sjálfur.“ •
Marilyn Monroe hafði verið
undir handleiðslu sálfræðings
undanfarið ár.
Frægð hennar varð fyrir
skakkaföllum síðustu árin.
Tvær síðustu myndir hennar,
„Let's Make Love“ og „The
Misfits“ gáfu ekki þær tekjur,
sem búizt hafði verið við.
8. júní sl. var hún rekin frá
störfum, er verið var að
taka myndina „Sometings Got
to Give.“
Skömmu síðar var henni
stefnt fyrir samningsrof, og
þess krafizt, að hún greiddi
500.000 dali í skaðabætur. Síð
ar beiddist hún þess af Twent
iet'h Century Fox, að hún
fengi að halda áfram vinnu
við myndina.
Síðast bjó hún í húsinu við
12305 Helena Drive, sem var
mjög ólíkt því umhverfi, sem
flestir hefðu talið, að hefði
hæft henni — hótelin í Ber-
verly Hills.
Heimsblöðin hafa rætt and-
lát leikkonunnar, og margir
af vinum hennar og samstarfs
mönnum hafa látið orð falla
um hana.
Predikarinn Billy Graham
sagði: „Fólk er ekki skapað
til að lifa því lífi, sem hún
lifði. Það, að vera fræg og
„kynbomba“, fullnægir ekki
sálinni. Hún hefði getað fund-
ið allt, sem hún leitað að,
hjá Kristi.“
BiUy Wilder, leikstjórinn,
sem stjórnað hefur noikkrum
myndum hennar, sagði: „Lát
um vera, þótt erfitt hafi ver-
anlegir, þá held ég, að hún
hafi hræðzt að vera leikkona.
Það var erfitt að vinna með
henni. Ég held ekki, að kast-
að sé skugga á minningu
hennar, þótt það sé sagt.“
Frankie Vaughan, meðleik-
ari hennar í „Let's Make
Love“: „Hollywood ein ber á-
byrgðina. Hún var gerð að
stjörnu, en persónuleg hlið
hennar gleymdist. Veslings
Marilyn. Hún lék alltaf einu
hlutverki of mikið.“
Dean Martin: „Ég skil
það ekki. Hún var svo yndis-
lega hlýleg stúlka. Ég hafði
vonað, að við myndurn síðar
ljúka við „Something's Got to
Give“. (Martin átti að leika á
móti henni, en myndinni varð
ekki lokið — vegna þess, að
Marilyn rnætti ekki til
vinnu).
Martine Carol, franska leiik-
konan: „Hún var meira en
leikkona, hún var „séní“.
Izvestia, rússneska blaðið:
f S jóstangveiðimót
í Keflavík
UM NÆSTU helgi, dagana 11.
og 12. ágúst, verður haldið sjó
stangaveiðimót í Keflavík á veg
um Rod Fishing Club of Kefla-
vík, sem er sjóstangaveiðifélag
Ameríkumanna á Keflavíkurflug
velli.
Þátttakendur utan Keflavíkur
flugvallar munu gista á Flugvall
arhótelinu, en veitingar fram
bornar í Civilian Club. Róið
í verður laugardag og sunnudag
kl. 10 að morgni til kl. 18 að
kvöldi.
Þátttakandur verða um 50 tals
ins frá Keflavíkurflugvelli, Vest
mannaeyjum og Reykjavík. —
Keppt verður um marga fagra og
eigulega verðlaunagripi bæði í
einstaklings- og flokkakeppnL
Reynt verður að útvega nýjum á
hugamönnum fullkomin veiði-
tæki að láni, en eins og kunnugt
er þarf sérstök tæki til þvílíkrar
sportveiði, sem sjóstangaveiði er.
Öllum kostnaði er mjög í hóf
stillt*
Forstöðumenn mótsins eru þeir
Stanley Roff í Civilian Club á
Keflavíkurflugvelli og Halldór
Snorrason, Aðalbílasölunni, —
Reykjavík.
Þessi mynd var tekin skömmu eftir giftingu þeirra Marilyn
Monroe og Arthur Millers.
ið að vinna með henni. Bara
það, að fá þriggja mínútna,
yndislega „senu“ með henni
á léreftið, var þess virði, að
erfiðað væri í heila viku. Það
hefur verið reynt að skapa
nýjar M. M. Það heppnast
ekki. Það verður aldrei nein
eins og hún.“
Sir Lawrence Olivier: Hún
hræddist starf sitt. Þótt hæfi-
leikar hennar væru óumdeil-
„Hollywood skapaði hana til
að drepa hana. Hún mun fljótt
gleymast. Hollywood-vélin
snýst áfram. Nýjar stjörnur
munu koma og nýir harmileik
ir.“
Útvarpsstöð Vatikansins
(sem oft hefur fordæmt hana)
„Fólk getur orðið fyrir eitur-
áhrifum af umhverfinu, en
frá því tekur það andlega og
líkamlega næringu."
Breytlng á innheimtu raf-
magns- og hitaveitug jalda
NÚ UM mánaðamótin verður
breyting á ínnheimtufyrirkomu-
lagi vegna rafmagns- og hitaveitu
gjalda.
Breytingin er í því fólgin að
þeir, sem ekkí greiða reikninga
sína við framvísun, geta nú greitt
þá í Landsbankanum og öllum
útibúum hans. en þurfa ekki að
fara með greiðslu í skrifstofu
Rafmagnsveitunnar.
Þessi ráðstöfun nær aðeins til
þeirra reikninga, sem koma til
innheimtu eftir 1. ágúst, eldri
ógreidda reikninga verður að
greiða í skrifstofu Rafmagnsveit-
unnar í Hafnarhúsinu við
Tryggvagötu, vesturenda, neðstu
hæð.
Sérstaklega er bent á, að til
þess að ur.nt sé að taka við
greiðslum á þennan hátt, verða
ógreiddir reikningar afhentir hlut
aðeigandi, með viðfestum
greiðsluseðli. ókvittaðir, og verð-
ur að framvísa hinum ókvittaða
reikningi á greiðslustað, til þess
að gjaldkerar geti tekið við
greiðslu.
Reikningur gildir ekki sem
kvittun fyiir gjöldunum, nema á
honum sé greiðslustimpill.
Frá 1. ágúst verður hægt að
greiða hina nýju reikninga á þess
um stöðum:
Landsbanka íslands, Austurstr.
Útbúi Laiidsbankans,
Laugavegi 77
Útbúi Landsbankans,
Laugaveg 15
Útbúi Landsbankans,
Langholtsvegi 43
Sparisjóði Kópavogs,
Skjólbraut 6
Innborgunarskrifstofu Raf-
magnsveitunnar, Hafnarhús-
inu, Tryggvagötu.
Leiðbeiningar um þetta eru
prentaðar á hina nýju reikninga,
og er þess vænzt, að notendur
rafmagns- og hitaveitu noti þann
greiðslustað, sem hverjum hent-
ar bezt. .
Leiðréttíng
í GREIN, sem Guðbrandur ís
berg ritaði í Mbl. í gær um töku
og sölu stóðhesta, slæddist inn
sú villa að greinin var dagsett
3. júlí í staðinn fyrir 3. ágúst.
Leiðréttist þetta hér með.
— Síld
Framh. af bls. 24.
út með kvöldinu. Allt hefur geng
ið eins og í sögu í þessari land-
legu og ekkert borið til tíðinda.
— Veður hefur verið hér kalt
undanfarna daga og rigning.
Hefur fólk því haldið sig inni
við. Mjög imkið af aðkomufólki
er nú farið héðan. — Einar.
Néskaupstaður: — Bátarnir eru
nú að tínast út héðan og er talið
að flest skipin verði farin út í
kvöld, en héi hafa legið 50—60
skip. Ekki bar mikið á ölvun, og
var landlegan róleg.
Veðrið er nú sæmilegt sér en
kalt. Á rniðunum mun veðrið
vera að skána og veðurspáin er
góð. Sjólag er þar þó ekki gott
ennþá, en batnandi, og munu
mörg skipanna komin á miðin.
— Svavar.
Eskifjörður- — Eskifjarðar-
bátar liggja ailir hér inni og eitt
aðkomuskip. Bátarnir eru ekki
farnir út ennþá en einhver hreyf
ing er á þeim og má búast við
að þeir fari að halda út. Hér
hefur verið kalt og á dögunum
snjóaði héi niður í miðjar hlíð-
ar. — Gunnar.
Vopnafjörður: — Átta skip
liggja hér inni og eru ekki farin
að hugsa ti: hreyfings ennþá,
enda mun veður lítið batnandi,
norðan sterkkingur úti fyrir
þótt lygnara sé hér inni. Er óvíst
hvort bátarnir halda út í kvöld.
Á morgun verður lokið við
bræðslu úr þrónum og hafa þá
samtals 130,000 mál verið brædd
hér. Eftir tvo sólarhringa verður
nýi löndunarkraninn tekinn
notkun og á þá að vera hægt
að landa hér í þrærnar 20 þúsund
málum á rúmum tveimur sólar-
hringum. — Miklar skipakomur
hafa verið hér. í síðustu viku
var skipað út síldarmjöli fimm
daga samfleytt, samtals 1850
tonnum og um helgina lestaði
Askja hér 500 tonn. Einnig er
búið að skipa út tveimur förm-
um af lýsi, um 1100 tonnum en
lýsisskip er væntanlegt innan
skamms. Hefur þetta orðið til
þess að ekki hefur þurft að flytja
lýsi héðan til Hjalteyrar eins og
undanfarin ót. Hér er nú búið
að koma upp lýsisgeymi, sem
tekur um 2,500 tonn, og hefur
runnið í hann í þrjá sólarhringa.
— Sigurjón.
Reyðarfjörður: — Hér liggja
5—6 skip og eru ekki farin að
hugsa sér til hreyfings enn.
Veður er hér kalt, aðeins 8 stiga
hiti og 5 stig í gær. Snjór er
hér í öllum íjöllum. — Arnþór.
Seyðisfjörður: — Veðrið er hér
heldur að ganga niður og hafa
skipin verið að tínast út eitt og
eitt. Mörg skip liggja þó enn
inni. Þau skip, sem út hafa farið,
munu ætla að athuga með síld
innan við biæluna í skjóli ef
eitthvað væri að hafa þar, en
ekkert hefur frétst um veiði.
— vig.
Erlendar
fréttir
I STUTTU MALI
Washington, 8. ágúst.
— (NTB — Reuter) —
BANDARÍSKA kjarnorfeu
málanefndin skýrSi fráþví
í dag að Rússar hafi í gær
sprengt kjarnorkusprengju
— í þetta sinn í Siberíu.
Sprengja þessi var lítil, á
við nokkur þúsund lestir
af TNT-sprengiefni.
Helsingfors, 3. ágúst — NTB.
í DAG hófust í Helsingfors
viðræður Rússa og Finna um
mögulega afhendinigu Saima-
skurðarins til Finna, en mikill
hluti hans er i höndum Rússa.
Formaður finnsku nefndar-
innar er Kauno Kleemola, og
sagði hann í viðtali við frétta-
menn í dag, að viðræður færu
vinsamlega fram; hefði í dag
verið rætt um ýmiss land-
fræðileg atriði. Formaður
sovézku viðræðunefndarinnar
er V.G. Bakajev, ráðherra sá,
er fer með málefni, er varða
verzlunarflota Rússa.
Wasihington, 8. ágúst —
NTB - Reuter.
• TILKYNNT var í Washing-
ton í dag, að Lyndon John-
sons varaforseti Bandaríkjanna
muni í ágústok leggja upp í ferða
lag til ftalíu, Grikklands, Tyrk-
lands, Kypur og Iran, en ríkis-
stjórnir þessara landa hafa boðið
honum til viðræðna. Eiginkona
Johnsons verður með í förinni.
Haag, NTB, Reuter í gær.
UPPLÝST var í Hollandia í Vest
ur-Nýju Guineu í gær, að um það
bil eitt þúsund konur og börn
hefðu verið flutt til Hollands
síðustu vikur og álíka margt biði
fars frá eyjunni.
London, 8. ágúst — NTB —
Reuter. Sextki þingmenn
brezJka veitkaimannafloklksina
hafa sent Nilkita Krúsjeff for-
sætisnáðherra Sovétníkjanna
símskeyti *g mótmælt kjara-
orkutilraunuim Rússa. +*