Morgunblaðið - 11.08.1962, Qupperneq 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 11. ágúst 1962
Framleiðsla bónd-
ans hefur aukizt
Bændur munu njóta góðs af hinum
trausta efnahag þjóðarinnair
Spjallad við Einar / Lækjarhvammi
TIÐINDAMAÐUR Mbl. hitti
Einar bónda Ólafsson í Lækj-
arbvammi að máli fyrir
nokkrum dögum. Einar er
öllum kunnur fyrir marg-
háttuð störf sín í þágu bænda
stéttarinnar, en hann hefur
eins og alþjóð vei' átt far-
sælan þátt í framgangi ým-
issa nytsömustu mála land-
búnaðarins.
Talið barst m a. að samþykkt
þeirri, sem gerð var á almenn-
um bændafurdi í Víði'hlíð ekki
alls fyrir löngu, þar sem gerð-
ar voru tillögur um ýmsar
breytingar á land' '"aðarlög-
gjöfinni.
Aldrei meiri framfari
— Hvað segir þú um núgild-
andi löggjöf á sviði landbúnað-
arins og þörfina á breytingum?
— Ég held því afdráttarlaust
fram ,sagði Einar, — að þann
tíma, sem Framleiðsluráð land-
búnaðarins hefur starfað, og það
er einmitt um þessar mundir 15
ára gamalt, hafi framfarir í
land!búnaði verið meiri en
nokkru sinni áður — og afkoma
bænda borin saman við aðrar
stéttir vart verið betri í annan
tíma. Hins vegar tel ég, að vinna
þurfi markvisst að því að köma
landbúnaðarlöggjöfinni í það
horf, að bóndastaðan verði sér-
staklega eftirsóknarverð meðal •
ungra manna.
Lagabreyting óþörf
— í>ví er stundum hreyft, þ.
á m. í ályktun bændafundarins
í Víðihlíð, að ekki sé tekið
nægilegt tillit til vinnustunda-
fjölda bænda í verðiagsgrund-
vellinum. Hvað er að segja um
það og launa- og samamburð við
aðrar stéttir yfirleitt?
— í lögunum er beinlínis tek-
ið fram, að bændum skuli tryggð
ar sambærilegar tekjur við aðr-
ar stéttir — og þarf því ekki að
breyta þeim, þótt einlhverjum
þætti að svo væri ekki. Um til-
Ktið til vinnustundafjöldans er
avo það að segja, að árið 1961
eru vinnutekjur verkamanns í
Reykjavík taldar vera usn 55
þúsund krónur — en launatekj-
ur bænda eru í verðlagsgrund-
velli frá haustinu 1901 reiknað-
ar rúmlega 86 þúsund krónur.
Eru þarna um 31 þúsund krón-
ur, sem bændum eru ætlaðar
fyrir eftir- og helgidagavinnu,
umfram 8 stundir á virkum dög-
iatnandi gögn
— Það er amazt við því, að
ögn þau, sem verðlagsgrund-
völlurinn'er byggður á, séu ó-
fullnægjandi.
— Nokkuð er rétt í því. Ég er
því sammála, að gögnin séu að
nokkru leyti ófullnægjandi, þó
að alltaf sé verið að bæta úr
iþeim. Þarna er að sjálfsögðu við
ýmsa erfiðleika að etja, sem
halda verður áfram að reyna að
vinna bug á.
Hins vegar er það skoðun min,
að telja megi eðlilegt, að hlunn-
indatekjur, sem eingöngu eru
leigutekjur af verðmætum en
fela ekki í sér neinar vinnu-
tekjur bóndans ,séu teknar með
í hlunnindatekjulið.
Vafasamur ávinningrur
— I ályktununni úr Víðihlíð
er gerð tillaga um að breytt
verði til þess fyrirkomulags, að
„ríkisstjórnin sé á hverjum
tíma samningsaðili við bændur
um verð á framleiðsluvörum
þeirra“.
— Ég tel mjög vafasamt, að
sú breyting væri bændum til
hags, því að með þessum hætti
mundu þeir verða mun háðari
hinum pólitísku viðhorfum ríkis
stjórnarinnar, eins og þau eru á
hverjum tíma. >að er mikið
vafaatriði að slíkt mundi reyn-
ast affarasælla en að hafa úr-
skurðarvaldið í höndum hlut-
lauss embættismanns, eins og nú
er.
Baráttumál framleiðenda
— Er það eitthvað fleira, sem
írW,y'/" ' ■'•■¥•• v
Fyrir skömmu hittust fslenzka skipið María Júlia, kanadiska rannsóknarskipið A. T. Cameroi
og brezka rannsóknarskipið Ernest Holt á Akureyri, en öll skipin taka þátt í rannsóknum til
ákvörðunar á möskvastærð. Tók stýrimaðurinn á Maríu Júlíu þessa mynd af hinum skipunum
tveimur.
!þú sérð ástæðu til að taka fram
um ályktunina?
— Ég tel annars að þessi fund
arsamþykkt sé í aðalatriðum
hógvær og að hún gefi ekki til-
efni til neinna róttækra breyt-
inga. Sumt af því, sem þar kem
ur fram, eins og t. d. krafan um
að bændum séu reiknaðir vextir
af sfcofnfé og eðlilegar fyrning-
ar af vélum og mannvirkjum,
er að sjálfsögðu ekki annað en
það, sem er og verið hefur bar-
áttumál fulltrúa framleiðenda í
sex-manna nefndinni.
— Hvað vilt þú segja um kaup
mátt framleiðsluvara bænda og
afkornu þeírra og aðstöðu ai-
mennt?
Góðs að vænta
— Ég tel að það muni rétt
vera, að kaupmáttur h-verrar
framleiðslueiningar hafi minnk-
að — en þar kemur á móti,
að framleiðslueiningunum hefur
fjölgað. Ástæða er líka til að
hafa það hugfast í þessu sam-
bandi, að efnaihaglíf þjóðarinn-
ar stendur nú traustari fótum
en verið hefur um langa hrið —
og munu bændur áreiðanlega
njóta góðs af því í framtíðinni
ekki síður en aðrir landsmenn.
Nú hefur og sú breyting orðið
á, að bændur geta fengið fyrir-
varalaust allar þær vélar, sem
iþeir þarfnast. Einnig a)la vara-
hluti til véla sinna. Þetta er
mikil breyting til bóta frá því
sem áður var.
Hálfrar aldar afmæli
Vatnsfjarðarkirkju
ÞÚFUM, 3. ágúst. — Áður hefur
verið sagt frá afmæli Vatnsfjarð
arkirkju. En við má bæta, að eft
ir að guðsþjónustu lauk var sezt
að myndarlegu veizluborði í sam
komuhúsi sveitarinnar, er hús-
freyjúr sveitarinnar sáu um og
veittu. Undir borðum fluttu ræð
ur próf. Sig. Kirstjánsson, sr.
Baldur Vilhelmsson, sr. Þorsteinn
Jóhannesson, Páll Aðalsteinsson,
skólastjóri, Bjarni Hákonarson,
gamall sóknarmaður, kom frá
Reykjavík, svo og formaður sókn
arnefndar Pál) Pálsson. Söng í
kirkjunni annaðist góður kór
sveitarmanna og fleiri undir
stjórn kirkjuorganistans Ásgeirs
Svanbergssonar, Þúfum.
Við þessi tímamót bárust kirkj
unni hlýjar kveðjur og gjafir.
Þrír elztu sóknarbændur gáfu fal
legan dúk á gólf kirkjunnar. —
Áður höfðu kirkjunni verið gefn
ir ýmsir góðir hlutir. Kvenfélag
sveitarinnar hefur sýnt kirkjunni
mikla rausn og hlýhug. Kirkjan
Varsjó, 8. ágúst - NTB-Reuter
í GÆR dæmdi hæstiréttur
Varsjá borgar 25 manns til
1—6 árs fangelsisvistar og
mikilla sekta fyrir að hafá
prettað viðski-ptavini á veit-
ingastofu í borginni er Prag
nefnist, en þar var sjálfsaf-
greiðslufyrirkomulag ráðandi.
Allt starfsfólk véitingastofimn
ar var bendlað við málið.
var blómum skreytt við þetta
tækifæri, öll máluð að utan og
innan og er hið fegursta hús. —
Var mikil ánægja ríkjandi meðal
þeirra er þátt tóku í þessu af-
mælishófi óg hátíðarguðsþjón-
ustu. — P.P.
Fundur
Síálfstæðismanna
á Bíldudal
HINN 31. júlí var fundur hald-
inn í Sjálfstæðisfélagi Arnar-
fjarðar. Fundurinn var haldinn
á Bíldudal. Hjálmar Ágústsson,
formaður félagsins, setti fund-
inn og stjórnaði honum; fundar-
ritari var Jón Hannesson.
Axel Jónsson, fulltrúi fram-
kvæmdai’stj óra Sj álfstæðisflokks
ins, flutti erindi um skipulags-
mál flokksins; ræddi hann sér-
staklega um flokksstarfið í Vest-
fjarðakjördæmi. . i
Á fundinum voru kjörnir full
trúar í Fulltrúaráð Sjálfstæðis-
félaganna í Barðastrandarsýslu
í Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokks
ins í Vestfjarðakjördæmi.
Stjórn Sjálfstæðisfélags Arnar
fjarðar skipa' Hjálmar Ágústs-
son, formaður, Jón Hannesson og
Sigríður Pálsdóttir.
^ Úrskurður gerðardóms
Alfreð Steinar Rafnsson
skrifar:
í blaði yðar þann 2. ágúst birt
ið þér skýrslu frá LÍÚ um kaup
og kjör sjómanna á 12 síld-
veiðiskipum. er sendu mótmæli
sín til sjávarútvegsmálaráð-
herra varðandi úrskurð gerðar-
dóms.
Er útgerðarmenn sögðu kjara
samningum sinum lausum við
sjómenn, var það á þeim for-
sendum að þeir teldu sig ekki
geta keypt nauðsynlegustu fisk
leitartæki til síldveiða. (Er þar
átt við sjálfleitara og kraft-
blökk). Er úrskurður gerðar-
dóms vai loks birtur, brá sjó-
mönnum heldur en ekki í brún,
er þeir sáu að hlutur þeirra
hafði verið lækkaður úr 40% í
35,50%, en það þýðir að á bát,
sem búinn er áð fiska 4.500 inál
og tunnur, mun hlutur á hvern
háseta kr. 4.447,00. Getur hver
sá sem með réttsýni vill hug-
leiða þetta séð, hve gífurleg
lækkun á sér stað samhliða því,
sem allar aðrar stéttir eru að fá
kauphækkun.
Eitt er það, sem sjómenn eiga
erfitt með að skilja, var grein
gerðardóms, sem hljóðaði upp á
það að aðeins bátar, sem hafa
kraftblökk og sjálfleitara, fái á
sig kauplækkun. Og svo kemur
það, að nóg sé að bátur hafi að
eins annað nvort þessara tækja.
En útgerðarkostnaður getur
breytzt talsvert ef aðeins annað
tækið er í bátnum eða um allt
að 300 þús. kr. Svo virðist sem
hæstvirtur gerðardómur hafi
haldið að tæki þau sem hér um
ræðir séu eingöngu gerð fyrir
sjómenn og beri þeim einum að
bera kostnað af þeim. Enda er
svo komið að aflahæstu skipin
í sumar eru komin langt með að
fá upp í kostnaðinn af tækjum
þessum, sem þeir svo geta notað
í mörg ár.
Háar tölur.
Mörgum munu hafa blöskr
að hinar háu tölur, er settar
voru upp í biaðinu 2. ágúst. En
■Æpand
y>
ef tekin væru laun þessara
manna sl. 10 ár og síðan væru
reiknuð árslaun þeirra, hver
væri útkoman? Einnig verður
að taka tillit til þess að sjómenn
verða að lifa á tekjum þeim er
hér um ræðir, meiri hlutann af
árinu, v því oftast eru talsverð
hlé milli úthalda nema núna
síðasta ár, sem er bezta aflaár
sem komið hefur lengi. Er þá
endilega nauðsynlegt að ráðast
á sjómannastéttina í eina skipt
ið, ,sem hún hefur haft mögu-
leika á að afla sér tekna og
draga bjóðinni björg í bú? Því
spyr ég, er það aetlunin að
hrekja sjómennina í land aftur?
Hvernig fer þá þjóðarbúið? Ef
gjaldeyrisstaða þjóðarinnar er
það góð, að hægt er að flytja
inn 444 lúxusbíla á mánuði, get
ur ríkisstjórnin þá ekki lækkað
innflutningatolla á nauðsynleg-
ustu fiskleitartækjum, sem svo
mikils virði eru þjóðarbúinu?
Loks ætla ég að spyrja fyrir
mig og hönd starfsbræðra
minna hvort þið gætuð ekki
líka birt álíka kaupskýrslu ráð
herra okkar og aðalstjórnarer-
indreka, eins og gert hefur ver
ið um kaup sjómanna, og þá
launin í aðalstarfi og öllum
þeim nefndum, sem þeir taka
laun hjá.
Fastalaun þyrftu
að hækka.
Ekki er okkur kunngt um
laun ofangreindra embættis-
manna í nefndum, en oft hefur
því verið haldið fram í blaðinu
að fastalaun þeirra þyrftu að
vera mun hærri en þau eru. -