Morgunblaðið - 11.08.1962, Side 8

Morgunblaðið - 11.08.1962, Side 8
8 MORGUISfí* IÐlfí Laugardagur 11. ágúst 1962 Vetrarkápur &ÆNSK þjóðsaga hermir, að í þá tíð, er Drottinn Allsherjar var að skapa Svíiþjóð, bað hann vin sinn og náinn samstarfs- mann, Sankti Pétur, að létta nndir með sér og skapa Smá- lönd. Það gerði Sankti-Pétur, en honum fórst verkið með af- britgðum klaufalega úr hendi. Þegar Drottinn Allsherjar sá, hverjar ógnar skyssur Pétur hafði gert, tók hann fram fyrir hendur honum og bjargaði því við, sem bjargað varð — og akapaði íbúana sjálfur. Þessi hluti Svíþjóðar, þar sem skiptast á blásnar hæðir, þúsundir vatna, sendinn jarð- vegur og víðáttumiklir dimmir skógar, var lengi áður fyrr Ikallaður „Smálönd hin dökku“, en ýmsir vilja halda því fram, að af öllum íbúum Svíþjóðar og að öðrum ólöstuðum, hafi Smá- lendingar reynzt dugmestir og hugvitssamastir. Ekki skal á það lagður dómur, en svo mikið er víst, að þeir ruddu sér eitt sinn land með berum höndum, sóttu sér járn í vötnin, hjuggu birki og furu til húsagerðar. Sérhvert heimili varð vettvangur margra iðngreina, hver bóndi hagur smiður og hver kona kunni að- ' skiljanlegar listgreinar. Og áður en langt um leið varð fram- leiðsla Smálendinga þekkt um allt landið — og þegar fyrir átta öldum var járnið frá Kal orðið þekkt víða um Evrópu. Við suðurenda stöðuvatnsins mikla, Vattem, liggja iðnaðar- bæirnir Jönköping og Husqu- ama, i skógi vöxnu landi. Morg- uninn, sem ég ók með áætlunar- vagninum inn til Husquarna, var sumar í Svíþjóð, fyrsti reglu legi sumardaginn á árinu, þótt komið væri fram í júni. Sólin glampaði á vatninu, margradda fuglakliðurinn barst inn um bíl- glugcinn og gladdi hjörtu far- þeganna, sem voru að stikna í sólarhitanum. Rauðu húsin, grænir skógarnir, tært og kyrrt vatnið og heiðblár himininn, allt skartaði sinu glaðasta í sólskin- inu. Fólkið var vonglatt — var nú loksins vorið komið? Þó voru aðeins tvær nætur frá því nætur frostið ógnaði gróðri í Jönköp- ing og örfáir dagar síðan gekk á með hryðjum í Stokbhólmi. 1 Husquarna búa 12—13 þús- und manns, og þar af vinna hátt í fjórða þúsund manns hjá stór verksmiðjunni Husquarna, sem bærinn ber nafn af. Husquarna Tvistkápa með fjórum fell- ingum úr grábláu Tweedefni. er heimsþekkt vörumerki, og þar eru framleiddar allskyns vél ar, — allskonar vélar til heim- ilishalds, handsláttuvélar, skelli- nöðrur og mótorthjól svo ekki sé rifflunum gleymt, sem. niú eru eingöngu framleiddir fyrir veiði menn, en upphaflega var verk- smiðjan vopnaverksmiðja. Bygg ingar Husquarna standa á fall- egum stað í skógi vaxinni hlíð, rétt eins og sérstakur bær í bæn um, en ef lýsa ætti því að gagni, sem fram fer innan hliðsins stóra þyrfti að dveljast þar daga fremur en klukkustundir. 1 þess stað skal hér lítillega getið klæðaverksmiðjunnar í Hus quarna, sem nefnist Jimex, en hún er ein af fimm verksmiðj- um þess fyrirtækis og aðalverk- smiðjan. Þar eru eingöngu saumaðar dömukápur og herra- frakkar úr ullarefnum. Efnin eru yfirleitt sænsk, eða flutt inn frá Englandi, Frakklandi og ítalíu. Þennan morgun var unn- ið að kappi að því að sauma vetrarflíkurnar, svellþykkar vetrarkápur og herrafrakka, sem að mínum dómi virtust hæfa ákaflega vel þeirri ágætu árstíð — vetrinum. Minnist ég þess ekki að hafa séð svo hlýlega herrafrakka í íslenzkum verzlunum, enda má víst segja, að íslandsúlpan sé sú flík, er freistar helzt Islendinga þá árstíðina. Fyrsta Junex verksmiðjan tók til starfa í Jönköping árið 1927, en byggingin í Husquarna var reist níu árum síðar. Þar vinna nú um 400 manns, þar af 220 Ríkharður Ellert Þórður Þórólfur Bjarni Árni Hörður EKKERT SMEYKI Á MORGUN er landsleikurinn í knattspyrnu milli íra og ís- lendinga. Leikurinn fer fram á Dalymount Park vellinum og hefst kl 2.30 eftir ísl. tíma. Það hefur vakið athygli hve sterku liði írar tefla fram í þessum leik, sem er liður í keppninni um „þjóðabikar“ Evrópu. Kalla írar heim 11 leikmenn sem allir eru at- vinnumenn hjá enskum félög um. Það munu því vera fáir sem trúa á ísl. sigur eða jafn- an leik. Og vegna þess er ekki ófróð- legt að vita hvernig íslenzku liðsmönnunum sjálfum var innanbrjósts fyrir þessa för. Mbl. brá sér því á fund nokk- urra þeirra til að fa stutt alit þeirra á frlandsferðinni og leiknum á morgun. Rikharður Jónsson fyrir- liði sagði: Ég er eiginlega undrandi hvað þeir ná í marga menn til Englands og ekki er annað sýnna en þeir tefli fram sínu sterkasta liði. Þetta ætti því að verða eitt sterkasta lið sem við höfum mætt. Það eru því kannski ekki háar vonir okk- ar — en ég vona það bezta. Og oft er það nú svo, að þegar minnstar eru vonimar, þá kernur stundum það bezta út úr öllu saman. Við höfum ailt að vinaa — engu að tapa. Það eru bara vandræði hvað lítið er hægt að gera til undir búnings ísi liða fyrir svona' leik. En hvað um það. Við förum ekkert svartsýnir, þó við ofur efli sé að etja. Ellert Schram sagði: Mér lízt bara vel á þetta: Ég er aldrei kvíðinn, alltaf bjartsýnn. Ég hef alltaf trú á að hlutimir muni ganga vel. Hins vegar verður auðvitað að taka tillit til staðreynda. Þetta er geysisterkt lið. En knattspyrnuleikur er aldrei unninn fyrrifram — allt getur skeð. Geir Kristjánsson sagði: Ég held að þetta muni ganga vel. írarmr eru ekki eins góð- ir og af ei látið. Markmaður- inn er reynslulítill móti Helga, eiginlega lærlingur. Og eigin- lega er ekkert „mjög fínt“ eða sterkt í þessu liði nema mið- vörðurinn Hurley. Miðherjinn er gamall bakvörður sem skipt ir lítið út á kanta og kant- mennii-nix eru engir Stanley Matthews. ísland hefur ekki fyrirfram tapað þessum leik og ég ætlast til að strákarnir standi sig vel gegn þeim. Ég hlakka til að horfa á leikinn, sagði Geir varamarkvörður að lokum, en auðséð var að hann vildi miklu heldur leika með. Ámi Njálsson sagði: Mér lízt svona sæmilega á þetta. Það er kannski ekki við miklu að búast. Við munum áreiðanlega reyna allt. Það þarf ekkart að verða neitt burst. En hins vegar er það min skoðun að ekki fari sam- an knattspyrna áhugamanna og atvinnumanna. Þetta er svo gerólík aðstaða. Hörður Felixsson sagði: Ég hlakka nú bara til, en 'Vs M Geir Guðjón þó er ekki laust við að kvíði sé til — svona innst inni. Þetta er sterkt lið, en það verður að líta björtum augum á þetta. Það er nú oft gert meira úr hlutunum en efni standa til og kannski er það svo með þetta írska lið. Enginn veit hvað verður er á hólminn kem ur. Það eitt veit ég, að það er góður „humör“ í liðsmönn- um. Helgi Daníelsson markvörð- ur sagði: Þetta er ekkert sterkt lið. Ég hef að vísu ekki séð þá. Nöfnin eru svosem glæsileg, en ég kvíði þessu ekkert. Það má enginn fara inn á völlinn með annað fyrir augum en að vinna leikinn. Ég skil minnsta kosti ekki þann hugs- unarhátt að fara inn á fullviss um tap. Það er enginn leikur tapaður fyrr en búið er að „flauta af“. Við höfum staðið í ýmsu fyrr. En hirxs vegar er aðstað- an misjöfn. Þeir æfa daglangt á kaupi. Við erum kallaðir hver af okkar vinnustað og fáum eina æfingu saman fyrir leikinn. Strákarnir voru sem sagt ekkert hræddir. Sennilega líta þeir hvað björtustum augum á leikinn allra Islendinga. En á morgun verða án efa margir semhugsa til þeirra — og létta undir með þeim. — A. St. saumakonur. Á viku hverri eru framleiddar á þriðja þúsund káp ur og frakkar en útflutningur er um 10%. Helztu viðskipta- löndin eru England, Kanada, Danmörk og Noregur. ^ Við vorum nokkrar konur frá ýmsum löndum, er heimsóttum Junex þennan dag. Þegar okk- ur höfðu verið sýndar allar deild ir verksmiðjunnar, allt frá rann Kragalaus regnkápa með löngum trefli og hlýju ull- arfóðri. Litur kápunnar er steingrár, en fóðursins skær- rauður, — sá litur er einnig öðrum megin á treflinum. . Í S sóknarstofunni, þar sem efnin eru skoðuð nákvæmlega áður en byrjað er að sníða úr þeim, teiknistofu, og öll stig - fram- leiðslunnar, þar til fötin eru mátuð, var boðið upp á kaffi og dálitla tízkusýningu, þar sem sýndar voru haustkápur fyrir- tækisins, við góðar undirtektir. Að vísu var ekki um neinar nýj ungar i tízkunni að ræða, sem ekki höfðu áður komið fram hjá stórlöxum tízkunnar 1 Paris, London og New York, en þarna voru nýjustu línur og sígild snið útfærð með ýmsum hætti og oft afar skemmtilegum. Litaval var fjölbreytt og efnin sérlega fall- eg. Regnkápur voru tvöfaldar, kragalausar, með löngum trefl- um, hárri klauf í baki eða hlið- um. Breytt var út af sígildum frakkasniðum, með breytilegri ísetningu erma,' mismunandl krögum, tölum og þess háttar. Margar kápurnar voru með skinnkraga og skinni framan á ermum og jafnvel á trefilendum — og voru ráðandi skinn með sérkennilegum löngum hárum, afar fallega unnin. Og ekki má gleyma tvistkápunum, svoköll- uðu, sem þarna gat að líta i ýmsum skemmtilegum útsetn- ingum. Alls fengum við að sjá nokkuð yfir tuttugu kápur, sera voru hver annarri fallegri — en það sem einkenndi þær allar voru hin fallegu efni og vandað, stilhreint yfirbragð. Tilbúinn fatnaður Svía er oft tilnefndur sem dæmi hinna góðu lífskjara þar í landi, en víða var mér þó sagt, að konur og ungar stúlk- ur reyndu eftir megni að sauma fatnað sinn sjálfar. Til þess að auðvelda þeim þetta, hafa marg- ar verzlanir tekið upp þann hátt, sem hlýtur að vera eftir- breytnisverður — að hafa í sinni þjónustu vel lært fólk, er sníð- ur úr efnunum um leið og við- skiptavinu-ina kauDÍr þau. mbj. •

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.