Morgunblaðið - 11.08.1962, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 11.08.1962, Qupperneq 19
f t,augardagur 11. águst 1062 MORGUNBT AÐIÐ 19 EINS og frá var skýrt í Morg- unblaðinu í fyrradag vann Ármann K.R. í útihandiknaU- leikskeppni kvenna í leik ís- landsmótsins nú fyrr í vi'k- * unni í marki K.R. var, eins og skýrt var frá 13 ára gömul telpa, Hansína Melsted, og er það einkum góðri frammi- stöðu hennar í __ markinu að þakka, að sgiur Ármanns varð ekki stærri en raun varð á. En Morgunblaðið fregnaði einnig, að Hansína hefði ný- lega afrekað fleira en að standa sig vel í marki K.R., því að um miðja síðustu viku f bjargaði hún litlum dreng frá I drukknun í flæðarmiálinu vestur við Sörlaskjól. Dreng- urinn, sem Hansína bjargaði, heitir Ólafur Rósantsson og er 6 ára gaimall. Fréttamaður Mbl. og ljós- myndari löbbuðu í gær með þeim Hansínu og Óla litla nið ur í flæðarmálið og báðuim við Hansínu að segja okkur svolítið nánar frá atburði þessum. — Ég var á gangi í fjör- unni, sagði Hansína, rétt hjá, Hótað a-þýzkri leyni- lögreglu í Finnlandi! 8 a-þýzkir flóttamenn skýra frá ,,heimsmóti æskunnar" i Helsingfors Hansina og Óli í flæðarmálinu „Hansína komdu Óli er að drukkna44 þar sem nokkrir krakkar voru að veiða fiska, og þá heyrði ég krakkana kalla Óli, Óli, náðu í spýtuna, en þeir veiða þannig, að þeir setja öngul og band á spýtu. Fyrst hélt ég bara, að krafek arnir hefðu misst spýtuna í sjóinn og væru að segja Óla að sækja hana, en þá bölluðu þeir, „Hansína komdu, hann Óli er að drufekna.“ Auðvitað hljóp ég strax til þeirra og óð út á milli stein- anna og gat svo synt, þangað til ég greip í Óla, og síðan dró ég hann til lands. — Varð yfekur efekert meint af volkinu? — Nei, nei, við fengum efeki einu sinni kvef, en auðvitað varð Óli dauðhræddur. — Varðst þú ekkert hrædd? — Það held óg ekki, svar- aði Hansína og brosti. — í hvaða skóla ertu, Hans ína? — Síðastliðinn vetur var ég í 12 ára bekk í Melaskólan- um, og næsta vetur fer ég í Hagaskólann. .— Hvað finnst þér skemmti legast að læra í skólanum? — Dýrafræðin er lang- skemmtilegut, það “er lika svo auðvelt að læra hana. — Hvað starfa þú í sumar? .— Ég gæti litlu systur minnar, hennar Rutar, sem er á 3ja ári og hjálpa mömmu. — Áttu mörg syetkini? — Við erum 6 talsins. — Og í frístund'um æfir þú handbolta? — Já, og fer í sundlaug- arnar. — Hefurðu keppt oft? — Ég keppti í öllum leikj- um með 2. flotoki B á Reykja- víkurmótinu síðasta, og svo hef ég keppt með meistara- flofeki á fslandsmótinu. — Strax í Meistaraflokki? — Já, það fá oftast þrjár stelpur úr 2. flokki A að keppa með meistaraflokki, og ég varð ein af þeim, sem urðu fyrir valinu. Hansína er dóttir hjónanna Elsu og Páls Melsted múrara að Sólbafeka við Nesveg. Bonn, 10. ágúst — NTB. ÁTTA ungir A-Þjóðverjar,' ,sem beiddust hælis sem póli tískir flóttamenn, meðan á stóð friðarmóti kommúnista í Helsingfors, skýrðu frá því í Bonn í dag, að a-þýzkum þátttakendum hefði verið sagt, fyrir hrottförina, að þýðingarlaust væri að heið- ast hælis í Finnlandi. Finnar myndu eikki veita neinum flóttamönnum viðtöku, held- ur senda þá aftur til síns heima. Flóttamennimir 8, sem eru á aldrinum 18—23 ára, komu í gær fram á blaðamannafundi í Bonn. Þeir eru fyrstu flótta- mennirnir frá A-Þýzkalandi, sem koma til V-Þýzkalands, eft- ir að hafa flúið af mótinu í Finnlandi. Alls munu um 37 af 550 a-þýzkum þátttakendum hafa leitað hælis á Vesturlönd- um. Allir munu hafa tekið á- kvörðun um að flýja löngu áður en þeir komu til Finnlands. Flóttamennirnir skýrðu svo frá, að eftir að Berlínarmúrinn var reistur, fyrir tæpu ári, hefði þeim verið Ijóst, að eina leiðin til undankomu hefði legið um Finnland. Þátttakendum frá A-Þýzka- landi var sagt, að a-þýzk leyni- lögregla myndi hafa stöðugt eftirlit með þeim, meðan á mót- inu stæði, þannig að hver flótta- tilraun væri fyrirfram dauða- dæmd. Þeir 8, sem nú eru komnir til V-Þýzkalands, leituðu allir til v-iþýzka verzlunarfulltrúans í Finnlandi, þar sem Finnland og V-Þýzkaland hafa efeki stjórn- málasamband. Sögðu flótta- mennirnir, að ef þess ótta hefði ekki gætt, að finnsk yfirvöld myndu senda þá til baka til A-Þýzkalands, er reyndu flótta, þá hefði tala þeirra, sem flúið hefðu, orðið miklu hærri. Flóttamennirnir lýstu von- brigðum .yfir mótinu í Helsing- fors. Þeir kváðust hafa verið neyddir til að sýna alls konar gleðilæti, s. s. að klappa saman höndunum og syngja, til þess að móti fengi á sig svip af gleði æskumanna. Danskir fiskframieiðendur undir- búa stofnun heildarsamtaka — Tel/o stíkt nauðsynlegf, vegna fyrir- sjáanlegrar þróunar í markaðsmálum Kaupmannahafnarblaðið „Berlingske Tidene“ skýrir frá því, að uppi séu í Dan- mörku áform um að sameina alla fiskframleiðendur lands- fns í ein stór samtök. Segir blaðið, að yngri menn í röð- nm fiskútflytjenda hafi for- göngu um málið. Danskir fiskframleiðendur hafa til þessa einungis haft með »ér mörg fámennari samtök, í einstöfeum greinum fiskfraxn- leiðsiunnar. Yngri fiskframleiðendur eru nú, að sögn „Berlingske Xid- ene“, eindregið þeirrar skoð- unar, að þörf sé stærri og öfl- ugri samtaka, ekki hvað sízt vegna Sameiginlega ir.arkað- arins og breytinga, sem hann mun fyrirsjáanlega hafa í för með sér á næstunni. Áætlanir þær, sem nú eru á döfinni í þessu efni, fela í sér, að „Danmarks Fiskehandels- og Havfiskeriformening", sem eru gömul og lótgróin samtök, verði stækuð og þau gerð að aðaltökum fiskiðnaðarins. — Mun þessi hugmynd verða rædd á landsfundi samtakanna, sem fram á að fara í Esbjerg hinn 1 september nk. Algeirsborg, 10. ágúst — NTB. 4 MEÐLIMIR Frönsku útlend ingahersveitarinnar voru í dag drepnir í Suður-Alsír, segir í fréttum í dag. Munu serkneskir hermenn valdir að dauða þeirra. Atburðinum hefur verið mótmælt sem broti á Evian-samningnum. Rekkjuflokkur- inn fyrir vestan Stykkishólmi, 10. ágúst. f GÆRKVÖLDI heimsóttá Rekkjuflokkurinn úr Reykjavík Stykkishólm. — Sýndi hann „Rekkjuna" með Herdísi Þor- valdsdóttur og Gunnari Eyjólfs- syni. Sýningin var vel sótt og hin ánægjulegasta. Henni var vel fagnað af áhorfendum. — Héðan fer flokkurinn til Grafarness og sýnir þar í kvöld, en í Ólafsvík verður sýning á laugardag og á Logalandi í Reykholtsdal á i sunnudag. .— Fréttaritari. i — Austurvibskipti Framhald af bls. 11. einnig þráfaldlega fyrir að svikn ar eru afgreiðslur sem lofað hef- ur verið. Þannig eru þess dæmi, að afgreiðslur hafa dregizt upp undir tvö ár. Afgreiðslufrestur á skófatnaði er t.d. í Vestur-Evrópu yfirleitt 6—8 vikur en fyrir austan tjald 5—7 mánuðir, og jafnvel þótt ís- lenzkir innflytjendur hafi viljað sæta því, hefur stundum komið fyrir að sumarskór hafa ekki kom ið til íslands fyrr en að hausti og skóhlífarnar um vorið! Hug- leiðingar um tízkuna skulu látn- ar liggja á milli hluta. Hreinlætistæki voru yfirleitt flutt inn frá Tékkóslóvakíu, en WC-kassar eyðilögðust yfirleitt og ollu oft miklu tjóni. Tékkar lofuðu að bæta ráð sitt, en gerðu ekkert í því og nú er meirihluti iþessarar vöru fluttur inn af frjálsum mörkuðum. Þilplötur, múrhúðunarnet og gólfdúkur Eins og áður hefur tcííó skýrt frá, hafa pnpioíur yíirleitt verið fluttar inn frá Tékkóslóvakíu og Póllanidi, en verðmismunurinn hefur verið allt upp í 30% og gæðin yfirleitt lélegri en í Vest- ur-Evrópu. Enn er þessum við- skiptum þó haldið áfram, en „global-kvótinn“ hefur nokkuð verið aukinn. Múrhúðunarnet hafa verið flutt inn frá Xékkósiovakíu og Póllandi en hafa verið upp í 40% dýrari í þessum lömdum en öðrum. Frá Tékkóslóvakíu hafa verið fluttir inn ,,golfdúkar", sem raun ar eru þau ekki eiginlegt linole- um, heldur nokkurs konar gólf- dukslíki, sem naumast hefur ver- ið notandi, þar sem mikið mæðir á. Pappir og gler Frá Austur-Þýzkalandi hefur verið fluttur allmikill pappír, en erfiðleikar hafa fyrst og fremst stafað af því að afgreiðslufrestur hefur verið mjög langur, er nú um 6 mánuðir, en hefur verið allt upp í eitt ár. Reynt hefur verið að kaupa sem mest af gleri frá Tékkósló- vakíu, en stundum hefur svo far ið að ekkert hefur fengizt af- greitt, en auk þess er þar einung is um B-gler að ræða, sem ógjör legt er að nota þegar um tvöfalt gler er að ræða, því að það stend ur langt að baki því gleri, sem hægt er að fá í Vestur-Evrópu. Afstaða kommnnista skiljanleg Fyrst eftir að viðreisnarráð- stafanimar vom gerðar reynd ust kommúnistaríkin Ul viðskiptis. Erindrekar þeirra trúðu því sýnilega ekki að viðreisnin mundi takast, held- ur mundi aftur síga á ógæfu- hliðina fyrir fslendingum, þannig að þeir væm tilneyddir að kaupa vömr á hvaða verði sem þær vom og hversu léleg ar sem þær væru. í seinmi tið hefur það haft nokkur áhrif til bóta, að kommúnistaríkin gera sér ljósara, að við eigum annarra kosta völ en að binda viðskiptin við þau, þannig að á sumum sviðum höfum við náð sanngjamari samningum. En afstaða „íslenzkra" kommúnista er skiljanleg með hliðsjón af þessum staðreynd- um. Þeir vinna fyrir hags- muni kommúnistarikjanna en gegn hagsmunum fslands. — Þess vegna er beim mest í mun að reyna að kollvarpa viðreisninni, svo að við verð- um áfram að sæta óhagkvæm um viðskiptakjörum fyrir aust an járntjald. En að óreyndu hefðu menn ekki haldið að Framsóknar- flokkurinn styddi kommúnista í þessari iðju, en sú hefnr því miður orðið rauniib.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.