Morgunblaðið - 16.08.1962, Page 6

Morgunblaðið - 16.08.1962, Page 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Fimmfudagur 16. ágúst 1962 Isl. þjóöin hefur möguleika - - ekki fyrir afl sitt heldur kosti - - Vibtal v/ð Urban Hansen, yfirborgarstjóra Kaupmannahafnar — ÞAÐ er stórkostleg þró- un, sem átt hefur sér stað í Reykjavík síðustu 10 árin. T. d. eru báruj árnshúsin, sem áður settu sterkt svipmót á borgina, að heita má horfin í hinum miklu þyrpingum nýrra og glæsilegra bygg- inga úr steini, sem risið hafa um alla borgina á þessum stutta tíma. Það, að fólk vill leggja að sér til að eignast góð híbýli, er glöggt merki um heilbrigðan hugsunar- hátt. — Á þessa leið mælti yfirborgar- stjóri Kaupmannahafniar, Urb- an Hansen, er tíðindamaður Mbl. hitti hann að máli síðdegis á mánudagimn, skömmu fyrir brottför hans af íslandi eftir 10 daga dvöl hér, sem áður hefur verið drepið á í fréttum. Ein ósk — og hún hefur rætzt — Ég kom hingað fyrst árið 1952, til að sitja ráðstefnu hjá samtökum norrænna beifkla- sjúklinga, sem ég var þá for- maður fyrir. Hún var haldin að Kristnesi í Eyjafirði. Þetta var áður en ég varð borgarstjóri í Kaupmannahöfn. Við þetta tæki færi kynntist ég landinu lítils- háttar og það varð til þess, að þegar við fórum heim, sagði ég við konu mína, að hér eftir ætt- um við eina ósk: Að heimsækja ísland aftur. Sú ósk hefur nú rætzt, og dvölin orðið jafnvel enn ánægjulegri en okkur hafði órað fyrir — og er þá mikið sagt. Náttúran og fólkið — Hvað viljið þér sérstaklega nefna af því, sem fyrir augu hefur borið og yður er eftirminni legt? — Fjöl'breytni náttúrunnar og fólkið sjálft. Við höfðum ferðazt talsvert um landið þessa daga; fórum t.d. vestur á Snæfellsnes strax á öðrum degi; gengum að vísu ekki á jökulinn. Gistum í Bifröst og héldum síðan áfram 1 til Akureyrar. Þaðan var farið til Mývatns og um nálægar slóð- sem eru hver annarri fallegri. Eftir að við komum suður aft- ur, fórum við einn daginn til Gullfoss og Geysis og annan dag á Þingvöll, að Sogi og til Hvera gerðis. Náttúrufegurðin á mörg- um þessara staða fannst okkur stórfengleg og við munum lengi minnast hennar. Marg- breytileiki jafnvel fjallanna einna þótti okkur líka furðu- legur. Að sjá sama staðinn t.d. í þurru og svo aftur eftir rign- ingarskúr skammri stundu síð- an var gjörólíkt, litirnir allt aðr ir, bæði steinar og gróður — allt. Ég ætla ekki að gagnrýna, en mér er ljóst, að vegamálin hljóta að vera hér — ekki síður en víða annars staðar — höfuð- vandamál, og lausn þeirra hér eins erfið og hugsazt getur: Vega lengdirnar meiri, jarðvegurinn erfiðari viðfangs og féir til að borga. En svo er það fólkið. Það er gestrisnara og vinátta þess á sér dýpri rætur en ég hefi kynnzt í nokkru öðru landi, sem ég hefi komið til. Og meira en það, það er manna hjálpsamast og virðist lifa lífi sínu út frá því lögmáli, að þegar náunganum líði vel þá sé það stærsta gleð- in. Fjölskylduböndin virðast líka vera mjög fast knýtt. Sá.larkraftarnir mikilvægastir — Þér hafið haldið uppi bar- áttu fyrir bættum lífskilyrðum öryrkja og flutt fyrirlestur um þau mál hér. Hvað viljið þér helzt segja um verkefnin á því sviði? — Það er eitthvað öðruvísi en það á að vera, þegar þeir, sem lent hafa á köldum klaka, eru látnir sitja þar einir og yfir- gefnir. Það vita þeir bezt, sem slíku hafa kynnzt af eigin raun. Og starfsemi t. d. SÍBS hér hef- ur sýnt, að margt er hægt að aðhafst í þessum efnum. Það er bæði þjóðhagslega hagkvæmt og nauðsynlegt — en hefur þó fyrst og fremst mannúðlegt gildi, að gefa þessum málum góðan gaum. Fyrir þá einstaklinga, sem í hlut eiga, getur þetta ger- breytt bókstaflega öllu — gefið lífi þeirra nýtt og aukið gildi. Og þetta getur orðið með mörgu móti. Á sviði iðnaðar hefur t.d. orðið sú bylting síðasta áratug- inn, að starfsorku öryrkja má nýta í mun ríkara mæli en áð- ur. Iðnaðurinn byggist ekki leng ur á líkamlegri þrælkun — held ur er árangurinn að mun meira leyti, jafnvel öllu, kominn und- ir sáiarkröftum einstaklinganna. Lík viðhorf — og ólík — Það er mikill munur á stærð Kaupmannahafnar og Reykjavíkur. Að hve mikluleyti munduð þér segja, að stærðar- munurinn ylli breyttum viðhorf- um á sviði borgarstjórnar? — í borg eins og Reykjavík, sem aðeins er að stærð til 1/10 hluti af Kaupmannahöfn, eru viðhorfin á mörgum sviðum önnur. En hitt er þó miklu fleira, sem sama máli gegnir um. Sem dæmi um ólíka aðstöðu má taka íbúðabyggingarnar. Þó að gífur- lega mikið hafi verið byggt í Reykjavík á undanförnum árum og byggðin teygi sig langt út í allar áttir, eru stækkunarmögu- leikar borgarinnar enn næstum óþrjótandi að sjá. f Kaupmanna- höfn er hins vegar svo komið, að naumast er hægt að reisa nýtt hús nema rífa fyrst niður eitthvert hinna gömlu. óbyggð svæði til húsbygginga er varla að finna lengur innan borgar- markanna. Þetta leiðir af sér húsnæðisvandræði, sem bitna fyrst og fremst á unga fólkinu og valda því, að það blátt á- fram hrökklast burt úr borg- inni. Eldra fólkið, sem búið er að koma sér vel fyrir, situr hins vegar eftir — og eykst því stöð- ugt hlutfallstala aldraðs fólks, sem aftur leiðir til nýrra verk- efna fyrir borgaryfirvöldin. Annað dæmi má.taka, sem að vísu á ekki nema að litlu leyti Borgarstjórarnir Geir Hallgrímsson og Urban Hansen að rekja til stærðarmismunar borganna. Það er aðstaðan til vatnsöflunar. Hitaveitan hér á sér engan líka og sparar Reyk- víkingum mikinn kostnað. Svip- aða sögu er að segja um kalda vatnið. í Kaupmannahöfn verð- ur að leiða vatnið, sem sótt er í jörðu, um 100 km vegalengd til borgarinnar. Og af því að það er ekki eins tært og hér, verður að hreinsa hvern dropa af því vatni, sem' borgarbúar neyta. Ekki einu sinni með þessu er þrautin unnin, því að líka verð- Framh. á bls. 14. • Skeljasand við Ægissíðu „Bráðlátur framtaksmaður á Ægissíðu skrifar: „Ens og getið hefur verið um í útvarpinu og blöðum, hefur Björgun h/f. eigendur m/s. Sandey, gefið Reykjavíkurborg skeljasand í Nauthólsvík, sól- og sundbaðstað borgarinnar. Því ekki einnig að fá slíkan sand í fjöruna við Ægisíðu og rennandi heitt vatn út í sjó þar, og skoipræsin í burtu með það sama? Og það nú þegar. Samþykkja þetta nú strax á næsta borgarstjórnarfundi, síð an nokkrar símahringingar og þá er þetta komið í kring. Hrist um af okkur seinaganginn. Málið er augljóst, kostnaðar- lítið og snjallt. Engar teikn- ingar, engin plön eða margra ára undirbúning og drátt. Það getur allt beðið. Framkvæmum nú eitthvað strax. Þótt gerðar verði síðar áætlanir þar um framkvæmdir og skipulag, ætti eitt skipshlass af sandi þarna í fjöruna ekki að hafa neinn aukakostnað í för með sér, eða tefja framkvæmdir síðar. Og þó svo væri! Hótel Saga gæti einnig notið góðs af framtakssemi þessari fyrir sína innlendu og erlendu ferðamenn og gesti, þar sem það er staðsett örskammt frá ströndinni" Ekki veit ég hversu fram- kvæmanleg þessi hugmynd er, þó skemmtilegt sé að sjá í huganum hvíta strönd, framan við fallega breiðgötu og hand an við hana íbúðarhús með fallegum görðum. Það yrði rétt eins heimsfræga „Prom- enade des Anglais" í Nissa, sem fólk úr öllum heimshornum hef ur gengið um og dásamað í ára- tugi. En mér er sagt að í raun- veruleikanum þurfi svo skelfing leiðinlegur hlutur eins og skolp að komast frá bæ með mörg- um íbúum. Og ekki veit ég um eðli straumanna og skapið í öld unum framan við Ægissíðuna. Stundum vi!ja leiðnlegar stað- reyndir koma í ljós, þegar farið er að athuga hlutina. Og eitt ráð er kannski að látast ekki vita af neinu slíku. E. t. v. gæti það gefizt vel í þessu tilfelli, eins og bréfritari segir. • Ekki brengla fornum nöfnum Hreiðar E. Geirdal skrifar frá Reykhólum: Á sama tíma og verið er að halda til haga mörgum illa gerð um örnefnum, þá finnst mér það ekki eiga við að brengla r i i > | & Á'ý-V-'.V fc T~ ; ®! e) c«c c ur ©PIB V.Sr fögrum og fornum nöfnum frá landnámstíð, þannig að úr verði leiðinlegt rugl. Bærinn Reykhólar er gamalt höfuðból, eins og kunnugt er, og getur því nokkurn veginn þolað slíkt brengl, en það geta ekki allir, bæir þótt gamlir séu. Á Reykhólum var snemma byggð kirkja, því Illugi Arason, bróðir Þorgils á Reykhólum, var hirðmaður Ólafs konungs helga, og hafði Illugi út með sér við, sem kirkja og skáli voru byggð af. Varla hefðu þeir bræður viljað samþykkja það að þeir væru að byggja kirkju vestur á Barðaströnd Á Stað á Reykja nesi vígði Jón biskup Halldórs- son kirkju árið 1330 eftir að önnur kirkja var brunnin (1315). Báðir þessir staðir eru því kuunir frá fornu fari, reynd ar f/rst undir nöfnunum Reykjahólar og Bólstaður, en sleppum þvi. Við skuíum nú athuga hvernig ýmsir aðrir staðir þola svona brengl. Tökum t. d. Stað, sem er á sama nesi og Reykhól- ar. Ég held að fáir þekktu Stað á Barðaströnd. Næst tökum við Bæ í Króksfirði, sem er í Reyk- hólasveitinni, og skrifum Bær á Barðaströnd. Ég hugsa að allir teldu það vera Bæ á Rauða- sandi. Nú skulum við skreppa norður í land og þá skrifum við Grenjarðarstaður í Þingey. Suð urlandinu gleymum við ekki og skrifum Hruni í Árnesi. Svona geta villurnar læðst smátt og smátt inn í málið. p. s. Það sem Hreiðar vill leggja áherzlu á, er að ekki sé rétt að kalle. alla strandlengjuna í Barðastrandasýslunni Barða- strönd, eins og ókunnugum hætt ir til, heldur aðeins hina eigin- legu Barðaströnd, sem er að- eins hluti af strandlengj unni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.