Morgunblaðið - 16.08.1962, Qupperneq 8
8
MORGVNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 16. ágúst 196ii
I
I
i
I
Um fyrsta fund Vínlands
segir í sögunni, að Leifur
heppni hafi verið á leið til
Græniands frá Noregi, þegar
hann „hitti á lönd þau,er hann
vissi áðr enga ván til. Váru
þar hveitiakrar sjálfsánir ok
vínviðr vaxinn. Þar váru þau
tré, er mösurr heita, ok höfðu
þeir af þessu öllu nökkur
merki, sum tré svá mikil, at í
hús váru lögð“.
Síðar segir, að í Grænlandi
Þessa mynd tók Þórhallur Vilmundarson, prófessor, yfir svæðið, þar sem uppgröfturinn fór
fram. — Rústirnar eru í nágrenni tjaldanna á miðri mynd, en þorpið Lance-aux-Meadows er
úti við ströndina. í baksýn er Little Sacred Isiand (Straumey?). ,
„gerðist orð mikit, at menn
myndi leita lands þess, er
Leifr hafði fundit. Var þar
formaðr at Þorsteinn Eiríks-
son, fróðr maðr ok vinsæll“.
Þorsteinn var bróðir Leifs.
Síðart segir frá leiðangri, er
gerður var út frá Grænlandi
til landaleita, en hann mis-
tókst. „Þá velkði úti lengi í
hafi, ok kómu þeir ekki á þær
slóðir, sem þeir vildu. Þeir
kómu í sýn við ísland, ok svá
höfðu þcir fugl af írlandi. Rak
þá skip þeira um haf innan,
fóru aftr um haustit ok váru
allmjök væstir ok þrekaðir,
koma við vetr sjálfan á Eiríks
fjörð“.
— xxx —
Styttan af Þorfinni Karlsefni.
Ekki gáfust Grænlendingar
upp við svc búið. Nokkru síð
ar segir: „í Brattahlíð hófust
miklar umræður, at menn
skyldi leita Vínlands ins góða,
ok var sagt, at þangat mýndi
vera at vitja góðra landkosta".
Var nú gerður út fjö'lmennur
leiðangur, sem 160 manns tóku
þátt í. Fyrir leiðangrinum
voru þessir helztir: Þorfinnur
karlsefni, íslenzkur kaupmað-
ur, Snorri Þorbrandsson, ís-
lenzkur maður úr Álftafirði,
Bjarni Grímólfsson, breiðfirzk
ur að ætt, Þórhallur Gamla-
son, austfirzkur maður, Þor-
varður, sem átti Freydísi, dótt
ur Eiríks rauða, laungetna,
Þorvaldur. sonur Eiríks rauða,
og Þórhallur veiðimaður, sem
lengi hafði verið með Eiríki
rauða.
Skipin sigldu fyrst til Vestri
byggðar „ok þaðan til Bjarn-
eyjar. Þaðan sigldu þeir tvau
dægr í suðr. Þá sá þeir land
ok skutu báti ok könnuðu land
it, fundu þar hellur stórar ok
margar tólí álna víðar. Fjölði
var þar ínelrakka. Þeir gáfu
þar nafn ok kölluðu Hellu-
land.
Þaðan sigldu þeir tvau
dægr, ok brá til landsuðrs ór
suðri, ok fundu land skógvax-
it ok rnörg dýr • á. Ey lá þar
undan í landsuðr. Þar drápu
þeir einn björn ok kölluðu þar
síðan Bjarney, en landit Mark
land.
Þaðan sigldu þeir suðr með
landinu langa stund ok kómu
at nesi einu. Lá landit á stjórn.
Váru þar strandir langar ok
sandar. Þeir reru til lands ok
fundu þar á nesinu kjöl af
skipi ok kölluðu þar Kjalar-
nes. Þeir kölluðu ok strandirn-
ar Furðustrandir, því at langt
var með at sigla. Þá gerðist
landit vágskorit. Þeir heldu
skipunum 1 einn vág“.
Þá voru settir á land tveir
menn skozkir, sem Ólafur kon
ungur Tryggvason hafði gefið
Leifi, og voru þeir dýrum
skjótari. Hét karlmaðurinn
Haki en konan Hekja. Voru
þau látin hlaupa suður á land
og leita landkosta. Þau komu
aftur eftir þrjú dægur, og
„hafði annat í hendi vínberja-
köngul, en annat hveitiax sjálf
sáit. Gengu þau á skip út, ok
sigldu þeir síðan leiðar sinn-
ar“.
-- XXX -----
Síðan segir í sögunni:
„Þeir tíigldu inn á f jörð einn.
Þar lá ein ey fyrir útan. Þar
um váru straumar miklir. Því
kölluðu þeir hana Straumey.
Svá var mörg æðr í eynni, at
varla mátti ganga fyrir eggj-
um. Þeir kölluðu þar Straum-
fjörð.
Þeir báru farm af skip-
um sínum ok bjuggust þar
um. Þeir höfðu með sér alls
konar fénað. Þar var fagrt
landslag Þeir gáðu einskis út
an at kanna landit. Þeir váru
þar um vetrinn, ok var ekki
fyrir unnil um sumarit. Tók-
ust af veiðarnar, ok gerðist illt
til matar.
Þá hvarf brott Þórhallr
veiðimaðr. Þeir höfðu áðr heit
it á guð til matar, ok varð
eigi við svá skjótt sem þeir
þóttust þurfa. Þeir leituðu
Þórhalls um þrjú dægr ok
fundu hann á hamragnípu
einni. Hann lá þar ok horfði
í loft upp ok gapði bæði munni
ok nösum ok þulði nökkurt.
Þeir spurðu, hví hann var þar
kominn. Hann kvað þá engu
þat varða. Þeir báðu hann
fara heim með sér, ok hann
gerði svá
Litlu síðar kom þar hvalr,
ok fóru þeir til ok skáru, ok
kenndi engi maðr, hvat hvala
var. Ok er matsveinar suðu,
þá átu þeir, ok varð öllum
illt af.
>á mælti Þórhallr: „Drjúg-
ari varð inn rauðskeggjaði nú
en Kristr yðvarr. Hefi ek
þetta nú fyrir skáldskap minn,
er ek orta um Þór, fulltrú-
ann. Sjaldan hefir hann mér
brugðizt".
Ok er menn vissu þetta,
báru þeir hvalinn allan á kaf
ok skutu sínu máli til guðs.
Batnaði þá veðrátta, ok gaf
þeim útróðra, ok skorti þá síð
an eigi föng. þvi at þá var dýra
veiðr á landinu, en eggver í
eynni, en fiski ór sjónum".
Nú er sagt frá því, að Þór-
hallur veiðimaður vill fara
norður fyrir Furðustrandir og
fyrir Kjaiarnes en Karlsefni
vill fara suður fyrir landið.
Fór Þórhallur við níunda
mann sína leið. Segir sagan,
að hann hafi viljað beita vest-
ur fyrir, er hann kom norður
fyrir Kjalarnes. „Þá kom móti
þeim vestanveðr, ok rak þá
upp á írlandi, ok váru þeir
barðir ok þjáðir, ok lét Þór-
hallr líf sitt, eftir því sem
kaupmenn hafa sagt“,
-- XXX —.
Næst segir sagan frá því, er
Karlsefni og félagar hans bú
ast í „Hópi“ og komast í kynni
við „Skrælinga“.
„Nú er at segja af Karls-
efni, at hatn fór suðr fyrir
landit ok Snorri ok Bjarni
með sínu fólki. Þeir fóru lengi
ok allt þar til, er þeir kómu at
á einni, er fell af landi ofan
ok í vatn eitt til sjóvar. Eyrar
váru þar miklar, ok mátti eigi
komast í ána útan at háflæð
um.
Þeir Karlsefni sigldu í ósinn
ok kölluðu í Hópi. Þeir fundu
þar á landi sjálfsána hveiti-
akra, þar sem lægðir váru, en
vínvið allt þar, sem holta vissi.
Hverr lækr var þar fullr af
fiskum. Þeir gerðu grafir, þar
sem mættist landit ok flóðit
gekk oftast, ok þá er út fell
sjórinn, váru helgir fiskar í
gröfnunum. Þar var mikill
fjöldi dýra á skóginum með
öllu móti. Þeir váru þar hálf
an mánuð ok skemmtu sér ok
urðu við ekki varir. Fé sitt
höfðu þeir með sér.
Ok einn morgin snemma, er
þeir lituðust um, sá þeir mik-
inn fjölða húðkeipa, ok var
veift trjám á skipunum, ok lét
því líkast sem í hálmþúst, ok
var veift sólarsinnis.
Þá mælti Karlsefni: „Hvat
mun þetta hafa at teikna?“
Snorri Þorbrandsson svar-
aði honum: „Vera kann, at
þetta sé friðarmark, ok tökum
skjöld hvítan ok berum at
móti“.
Og svá gerðu þeir. >á reru
þeir í mót ok undruðust þá,
sem fyrir váru, ok gengu á
land upp Þeir váru svartir
menn ok illiligir ok höfðu illt
hár á höfði. Þeir váru mjög
eygðir ck breiðir í kinnum.
Dvölðust þeir of stund ok
undruðust þá, sem fyrir váru,
ok reiu síðan brott ok suðr
fyrir nesit.
Þeir Karlsefni höfðu gert
búðir sínar upp frá vatninu,
ok váru sumir skálarnir nær
vatninu, en sumir firr. Nú
váru þeir þar þann vetr. Þar
kom engi snjór, ok allt gekk
fé þeirra sjálfala fram“.
í næsta kafla segir frá því,
að Karlsefni og menn hans
eiga kaupstefnu við Skræl-
ingja, sem koma til þeirra á
húðkeipum. „Vildi þat fólk
helzt hafa rautt skrúð. Þeir
höfðu móti at gefa skinnvöru
ok algrá skinn. Þeir vildu ok
kaupa sverð ok spjót, en þat
bönnuðu þeir Karlsefni ok
Snorri“. Lyktaði þessum kaup
um með því, að griðungur, er
þeir Karlsefni áttu, hljóp úr
skógi „ok gellr hátt. Þetta fæl-
ast Skrælingar“ og reru þeir í
burtu.
— X X X ---
Þremur vikum síðar komu
þeir aftur, og þá ekki í frið-
samlegum erindagerðum.
Komu þeir margir saman „ok
ýla upp allir mjök hátt“. Tókst
þarna hörð orrusta, en hjátrú
og hræðsla við óþekkta hluti
virðist helzt hafa stjórnað
gangi hennar. Fyrst urðu hinir
norrænu menn ótta slegnir
vegna þess, „at Skrælingar
færðu upp á stöng knött stund
ar mikinn . . . ok fleygðu af
stönginni upp á landit yfir lið
þeira Karisefnis, ok lét illi-
liga við, þar sem niðr kom“.
>á þótti þeim lið Skrælinga
drífa að sér öllum megin og
flýðu „til hamra nökkurra ok
veittu þar viðtöku harða“.
>á breytir kvenskörungur-
inn Freydís gangi orrustunn
ar:
„Freydís kom út ok sá, at
þeir Karlsefni heldu undan, ok
kallaði: „Hví rennið þér und-
an þessum auvirðismönnum,
svá gildir menn sem þér eruð,
er mér þætti sem þér mættið
drepa niðr svá sem búfé? Ok
ef ek hefða vápn, þætti mér
sem ek skylda betr berjast
en einnhverr yðvar“,
Þeir gáfu engan gaum henn
ar orðum. í’reydís vildi fylgja
þeim ok varð seinni, því at hon
var eigi heil. Gekk hon þó
eftir þeim l skóginn, en Skræl
ingar sækja at henni. Hon
fann fyrir sér mann dauðan.
Þar var Þorbrandr Snorrason,
ok stóð hellusteinn í höfði
honum. Sverðit lá bert hjá hon
um. Tók hon þat upp og býst
að verja sik. >á kómu Skræl-
ingar at henni. Hon dró þá
út brjóstit undan klæðunum
Framhald á bls. 14.
EINS OG kunnugt er af frá-
sögn frá leiðangri Helge Ing-
stads til Nýfundnalands og
uppgrefti við þorpið Lance-
aux-Meadows, þykir ýmislegt
benda til þess, að fundizt hafi
minjar um vist norrænna
manna á þessum slóðum. Er
þá hel/.t haldið, að hér sé um
að ræða Straumf jörð eða Hóp,
sem Eiríks saga rauða (Þor-
finns saga karlsefnis) nefnir
svo. Verða hér á eftir raktar
lýsingar sögunnar á þessum
stöðum.