Morgunblaðið - 16.08.1962, Side 20
r 20
f MORCVyBLAÐlE
Fimmtudagur 16. ágúst 1962
_ HOWARD SPRING:__ 15
RAKEL ROSING
á Sinaifjalli, og hún bað innilega
með sjálfri sér: Ó, guð! Láttu
þetta haldast.
En um leið og orðin urðu til
í huga hennar, brosti hún að
fánýti þeirra, vel vitandi, að
annað en það, sem hún fram-
kvæmdi sjálf, yrði aldrei fram-
kvsemt.
3.
Hún kveykti á öllum lömpum,
til þess að horfa á sjálfa sig í
háa speglinum. Jú, þetta var allt
í lagi. Hún var í kjó'num, sem
hún hafði verið í þegar hún borð-
aði með Maurice, með rauða
blómið yfir vinstra eyranu. Blá-
svarta hárið var sléttgreitt, til
beggja handa frá skiptingunni í
miðjunni og undið í þéttan hnút
undir hnakkanum. Hún brosti og
fann til ánægju með glitrandi
hvítar tennurnar milli rauðra
varanna. Þú ert fallegri en
nokkru sinni áður, sagði hún við
sjálfa sig. Með örþunnan vasa-
klút dinglandi í annarri hendi,
gekk hún niður stigann og bar
sig eins og henni fannst drottn-
ing eiga að bera sig.
Julian Heath stökk upp úr
sæti í forsalnum, er hún gekk
framihjá.
Guð minn góður, sagði hann.
Þér eruð stórkostleg! Hvílík opin
berun!
Það var rétt eins og hann vildi
kasta sér fyrir fætur hennar.
Hún varð hissa, Og sjálf varð
hún ekki vör við þennan virðu-
leika í eigin fasi, er hún sýndi,
þegar hún leit niður á hann.
Ekki bjóst ég við yður hér sagði
hún.
Ef ég mætti svo segja ....
stamaði Julian, þá bjóst ég held-
ur ekki við þessari fegurðar-opin
berun, sem ég nú sé fyrir augum
mér.
Hún lét sem hún heyrði ekki
gullhamrana. Jæja, hvað eigum
við að segja um það?
Julian togaði vandræðalega í
'hálsbindið sitt. Mér mundi líða
betur ef ég hefði jafna aðstöðu
Einmitt, svaraði hún drembi-
lega.
Nei, skrattinn hafi það, ung-
frú Rosing, sagði hann hreinskiln
islega. Líklega mundi mér ekki
líða neitt betur. En það sem ég
átti við var það, að ef ég hefði
farið í skárri garmana .... Þér
trúið því ekki, hvað ég er glæsi-
legur í kjólfötum ....
Hún gerði ekkert til að létta af
honum áhyggjunum. Hann var af
skaplega dauflegur á svipinn, og
hélt áfram: Þér skiljið — ég
vissi, að hr. Bannermann mundi
ekki geta borðað með yður, svo
að ég greip tækifærið. Charlie
Roebuck fór með lestinni ti,l
Preston og skildi trogið eftir hjá
mér. Hann er góður drengur og
skilur hvernig á stendur.
En það geri ég ekki.
Hún kunni vel við hann. Bæði
var hann snyrtilega til fara og
svo gat hann roðnað eins og
krakki. En þá kOm skynsemin
til sögunnar hjá henni og skipaði
henni að fara sér að öllu var-
lega. Maurice mundi ekki líka
þetta vel. Hann mundi einhvern-
veginn frétta það, og Julian
Heath var þannig maður, að
hann mundi ekki láta sitja við
eitt kvöldverðarboð. Hann hafði
verið fulkomlega hreinskílinn um
fátækt sína: að hann lifði á fyr-
irframgreiddum ritlaunum —
hvað sem það nú kynni að vera.
Nei,"það gæti ekki gengið, hvern
ig svo sem því væri velt Og
snúið. Hún ætti að þekkja land-
ið eins og það var, og ekki
reyna að fara kring um Maurice
Bannermann, sem nú lá uppi með
löppina eins og óbleiktan lérefts-
stranga.
Hún hélt því áfram að horfa á
Julian með kuldalegu augnaráði
og sagði: Það var víst ákveðið
mál, að við gætum ekki borðað
saman, var ekki svo?
Það er ekki nema satt, en þér
vitið nú, hvernig þetta gengur.
Hvernig vonin endist manni
fram úr öllu valdi ....
Hún gerði ekki annað en hrista
höfuðið, en svo komst hún ofur-
lítið við af neyð hans og sagði:
Það var afskaplega fallega gert
af yður að hjálpa okkur í dag,
en ef yður væri sama, þá ætla ég
að borða ein. Þér skiljið ekki,
hvernig í því liggur.
Julian tók upp hattinn sinn,
sem hann hafði fleygt á stól og
sagði: Jú, ég held ég skilji það.
Ætli nú það? hugsaði Rakel.
Hann lítur ekki út fyrir að vera
nein bjáni.
Jæja, sælar á meðan, sagði
Julian. En þér munið eftir stefnu
mótinu okkar í London. Og eftir
að hafa séð yður aftur í kvöld,
hlakka ég til þess meir en nokkru
sinni áður.
Hún rétti honum höndina. —
Góða nótt.
Þetta eigið þér að eiga, sagði
hann. Hann lagði bók á borðið
hjá henni, lyfti hendi eins og til
að heilsa á hermannavísu, og
var farinn út.
Rakel gekk í hægðum sinum
inn í borðsalinn, með bókina í
hendinni „Súlur Heraklesar“. —
Maurice hafði ekki svikizt um
að skipa nákvæmlega fyrir. —
Yfyrþjónninn stóð þegar bukt-
andi við borðið hennar. Hann
sagði henni hvaða vín Mauriee
hefði bent henni á að drekka og
hvaða mat eta. Hún lét kunnáttu
mennina algjörlega um þetta
hvort tveggja, en opnaði bókina
hægt og rólega, en las um leið
lesninguna á hlífðarkápunni. Þar
stóð, að höfundurinn væri „yngri
sonur Upavon lávarðar .... “
Hún lagði bókina frá sér aftur
og alls konar efasemdir gripu
'hana. En þá mundi hún, að hún
mundi bráðum koma til London,
og þar var auðveldara að skjót-
ast við og við úr öllu örygginu,
sem Maurice gat veitt henni. —
Nei, það var öllu óhætt. Hún
hrósaði happi að hafa hagað sér
eins og hún gerði.
Hún horfði á vínið glitra er
hvíthönzkuð hönd hellti því í
glasið.
IX.
1.
Hver er Upavon lávarður?
spurði Rakel.
Maurice svaraði ekkp alveg
strax. Hann hélt áfram að lesa
bréfið — eitt úr heilli hrúgu,
sem Mike Hartigan hafði sent frá
Portmantorgi. Hann var í kon-
unglegum skrúða. Sloppur úr
hárauðu sliki með breiðu belti
með svörtum skúfum í, utan yfir
náttfötum, sem virtust vera úr
gulldúk. Annar fóturinn var í
hárauðum inniskó. Hinn var enn
A ég að pakka honum inn?
eins og óbleiktur léreftsstrangi.
Legubekkur hafði verið dreginn
upp að arninum í setustofunni
í íbúð hans og hann hallaði sér
út af á honum og fleygði jafnóð-
um flestum bréfunum í eldinn,
eftir að hafa lesið þau. Loks tók
hann af sér hornspangagleraug-
un og leit á Rakel. Upavon? O,
hann er svo sem ekki neitt.
Stjórnarlimur í hinum og þessum
fyrirtækjum. Eg hef hitt hann á
slíkum stjórnarfundum. Almenni
legheita kall, en hálfgerður
bjáni. Það má segja, að hann sé
nafn, sem getur látið fyrirtæki
líta vel út á pappírnum. Hvers
vegna spyrðu?
Hún rétti honum bókina góðu
og benti á umsögnina á kápunni.
Þessi bók er eftir annan unga
manninn sem ók á okkur.
Maurice setti upp gleraugun
aftur. Hm! Hefurðu lesið hana?
Já.
Nokkurt gagn í henni?
Ég veit ekki. Ekki þótti mér
neitt í hana varið.
Lánaðu mér hana. Eg hefði
gaman af að líta í hana. Jæja,
maður ætti víst að fara að svara
þessum bréfum.
Hann tók að lesa fyrir og Rak-
el settist við lítið borð og tók
að skrifa eftir honum. Daginn
eftir slysið, hafði Maurice viljað
senda til London eftir einkarit-
ara og vélritara og guð má vita
ihverju fleiru.
Þú getur fengið allt þetta hérna
á staðnum, hafði Rakel bent hon
um á, og með réttu. En þarftu
þess? Get ég ekki gert þetta?
Eg efast um, að þú getir það,
hafði Maurice svarað. Og hvers-
vegna ættirðu líka að vera að
þræla í því.
Af því að þá hef ég eitthvað
fyrir stafni, sagði Rakel. Mér
skildist, að þegar þú ákvaðst, að
ég skyldi búa hérna, þá ætti það
að vera til þess að ég gæti hjálp-
að þér eitthvað ef með þyrfti.
Það var eins gott, hugsaði hún,
að leggja strax fyrir hann spurn
inguna, sem hann mundi bráð-
lega verða að svara hvort sem
var. Maurice sjálfur sá þetta
einnig glöggt og til þess að draga
ákvörðunina á langinn í stað
þess að ljúka henni, lét hann það
gott heita, að ungfrú Rosing væri
'honum nauðsynleg — sem einka-
ritari.
2.
Þannig leið hálfur mánuður og
veturinn skall á snögglega. Gest-
irnir þyrptust frá Blackpool. ■—
Jafnvel skrautlýsingarnar hættu
að gera borgina að einu ljóshafi
á kvöldin. Það kom rok og rign-
ing og þá sjaldan Rakel hætti
sér út fékk hún hroll af kuldan-
um, blautu götunum og dimmu
skýjunum. Sjórinn var farinn að
ganga yfir Strandvegginn og
HETJUSÖGUR
íslenzkt myndablað
fyrir börn 8 - 80 ára
HRÓI HÖTTUR
og kappar hans
ahefti komið
\ blaðsölur
og kostar aðeins 10 krónur.
X- X- >f
GEISLI GEIMFARI
>f >f >f
rr's no use,
FLEMIN6/ ,
PRACO'S GOT TOO
MUCH OF A HEAD
_ STA KTJ --
ATTEHT/ON, PUBSU/T
SQUAPPON// SCUAMBLE/
OVEgTAKE KARZ SPACE .
I'VE THOUöHT OF THAT, DR.
HUERAND THERE /S i
WAV TO STOP HIM
pepmanentl y/
ONE
BUT, PROF SENölN ,,, DRACO
OBVIOUSLY HAS THE COMPLETE
SECPET OF YOUR MISSILE'
> NO TELLINÖ WHAT HE'LL
k DO ONCE HE öETS HOME/
6>COkV
TtfSk*
— Hlustið, eltingasveitH Allir um
borð. Eltið uppi geimfarið frá Karz.
— T>að þýðir ekkert, Fleming
ofursti.
Draco hefur fengið of mikið for-
skot.
— En, próf. Gengin. Dracco hefur
allt leyndarmálið um eldflaugina og
ekki þarf að fara í grafgötur með
hvað hann ætlar sér, þegar hann
kemst heim.
— Ég hef hugsað um það, dr. Hjalti,
og aðeins ein leið er fær til að
stöðva hann .... uxn aldur og ævi.
spýttist nú alla leið upp í lágu
skýin, sem vindurinn feykti á
land, svo að hvein í. Þetta varð
að stórkostlegum ljósmyndum 1
dagblöðunum, en Rakel var mein
illa við það. Hún var farin að
hata Blackpool og allt, sem þeim
stað tilheyrði. Nú voru ekki einu
sinni svitugir öskuraparnir frá
sumrinu til tilbreytingar og til
þess að vekja meðaumkun henn-
ar. Hún óskaði þess heitast, að
Maurice gengi nú eitthvað að láta
sér batna, en svo þegar hún sat
alein við kaffi í veitingasal, sem
var að öðru leyti manntómur,
skammaði hún sjálfa sig fyrir
þessa óþolinmæði. Flýta sér þó,
Iþó! Nei, það var ekki allt unnið
við flýtinn, ef eitthvað skyldi
framkvæma. Þolinmæði og þraut
seigja og vinna, það var þetta
sem gaf árangur. Jafnvel þessi
bölvaða Blackpool mátti ekki
gera henni þungt í skapi eða um
of óþolinmóða. Hún lagaði á sér
andlitið, borgaði veitingarnar,
fór í skjallhvíta regnkápu og
sneri síðan aftur að þessu þolin-
mæðiverki sínu: að bíða.
Og næsta dag skánaði veðrið.
Vindurinn gekk niður og himinn
inn varð aftur blár og silkifagur.
Rakel var í góðu skapi þegar
hún fór upp til Maurice eftir
morgunverð, með blöðin og póst-
inn.
N-ú verðurðu að fá þér ofur-
lítið frí sagði hann. Horfðu bara
á veðrið. Eg vil ekki hafa þig
innan dyra í dag! Hvert viltu
fara? Eitthvað verðurðu að fara.
Hún hikaði og Maurice hélt
áfram: Eg skal panta bíl handa
iþér, þá geturðu farið eitthvað út
x sveit.
Þakka þér fyrir, Maurice,
sagði hún, en mig langar ekkert
út í sveit. En ég veit hvað ég
vil. Eg vil skreppa til Manchest-
er.
SHUtvarpiö
Fimmtudagur 16. ágúst.
8.00 Morgunútvarp (Bæn. — Tón«
leikar — 8.30 Fréttir. — 8.35
Tónleikar — 10.10 Veðurfregnir).
12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. —
12.25 Fréttir og tilkynningar).
13.00 „Á frívaktinni" sjómannaþátt*
ur (Kristín Anna Þórarinsdótt*
ir).
18.30 Óperulög. — 18.45 Tilkynniíigar.
19.20 Veðurfregnir.
19.30 Fréttir.
20.00 Vísað til vegar: Um Eyjafjöll
(Jón A. Gissurarson skólastj.).
20.20 Atriði úr ..Útskúfun Fausts**
eftir Berlioz. — Nicolai Gedda,
Rita Gorr og Gérard Souzay
syngja með kór og hljómsveit
Parísaróperunnar. — André Clut
ens stjórnar.
20.40 Þýtt og endursagt: Maude
Gonne; síðari hluti. (Sigurlaug
Björnsdóttir kennari).
21.15 Aría og tíu tilbrigði í ítölskum
stíl eftir Bach. — Rosalyn Ture-
ck leikur á píanó.
21.35 Úr ýmsum áttum (Ævar R.
Kvaran leikari).
22.10 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Kvöldsagan: „Jacobowsky og
ofurstinn“ eftir Franz Werfel;
V. (Gissur Ó. Erlingsson).
22.30 Harmonikuþáttur: Henry J,
Eyland annast þáttinn. — Krist-
inn S. Kristjánsson á Akureyri
leikur.
23.00 Dagskrárlok.
Föstudagur 17. ágúst.
8.00 Morgunútvarp (Bæn. — Tón-
leikar — 8.30 Fréttir. — 8.35
Tónleikar. — 10.10 Veðurfregnir)
12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. —
12.25 Fréttir og tilkynningar),
13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
13.25 „Við vinnuna': Tónleikar.
15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk,
— Tónleikar. — 16.30 Veðurfr.
— Tónleikar. — 17.00 Fréttir. -»
Endurtekið tónlistarefni).
18.30 Ýmis þjóðlög. — 18.45 Tilkynn.
19.30 Fréttir.
ingar. —• 19.20 Veðurfregir.
20.00 Efst á baugi (Björgvin Guð-
mundsson og Tómas Karlsson),
20.30 Frægir hljóðfæraleikar; Xj
Hornaleikarinn Dennis Brain.
21.05 Upplestur: Kristín Anna Þórar-
insdóttir les Ijóð eftir Kristján
Árnason.
21.15 „Helgun hússins' forleikur op.
124 eftir Beethoven. — Hljómsveitin
Phiilharmonia leikur. — Otto
Klemperer stj.
21.30 Útvarpssagan: „Fná vöggu til
grafar" eftir Guðmund G. Haga-
lín; III. Höfundur les.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Kvöldsagan: „Jacobowsky og of-
urstinn" eftir Franz Werfel; VL
(Gissur Ó. Erlingsson).
22.30 Tónaför um víða veröld:
Kvöld við Miðjarðarhaf (ÞorkeU
Helgason og Óla>vr B^gnar
Grímseon). ^
23.00 Dagskrárlok.