Morgunblaðið - 01.09.1962, Page 13

Morgunblaðið - 01.09.1962, Page 13
fí Laugardagur 1. sept. 1962 MORCUNBL AÐlít 13 í noröurhlíö Skorradals hafa veriö grdður- settar nær 400 þús. trjáplðntur á 10 árum Þar er Stálpastaðaskógur framtíðarinuar að rísa FÖSTUDAGINN 24. ágúst sl. var fulltrúum á aðalfundi Skógræktarfélags íslands boð ið að skoða Stálpastaðaskóg í Skorradal. Þar hafa sl. 10 ár verið gróðursettar nær 400 þúsund trjáplöntur við gróðr arskilyrði, sem talin eru ein hin beztu hérlendis. Stálpastaðir liggja norðan megin Skorradalsvatns, um það bil fyrir miðju vatni. Sömu megin vatnsins, eða vestan Stálpastaða er býlið Dagverðarnes, en austan þeirra Háafell. Skorradalsvatn er um 17 km »ð lengd og röskur km á breidd Þórarlnn Þórarinsson, skóla- stjóri á. Eiðurrt. — Skorra- dalsvatn í baksýn. við Stálpastaði. Hallar öllu landi jarðarinnar niður að vatn- inu og er þar víða all-brattlent. Nokkur lækjardrög og gilskorn- ingar skera sig inn í hlíðina og eru Merkisgil og Stóragil þeirra stærst. Heita má að allt land Stálpa- staða sé kjarri vaxið nema næst bænum og hæst í hlíðunum. Yfirleitt er kjarrið kræklótt, um 2—3 metrar á hæð, en þar sem jarðvegur er góður verður það nokkru hærra og beinvaxn- ara. Undirgróður kjarrsins er all-fjölskrúðugur, blóm og gras- gróður. Ber mest á heilgrösum ásamt hrútaberjalyngi, blágresi, brennisóley, maríustakki, fjall- dalafífli og mjaðurt. Þar sem kjarrlendinu sleppir ber mest . á lynggróðri, nema þar sem rak- lendast er. Talið er að Stálpastaðir hafi ávallt verið fremur rýr jörð. Voru þeir notaðir sem bújörð fram til ársins 1943. Þá keypti Haukur Thors, forstjóri í Reykja vík jörðina, en 4. júlí árið 1951 ánafnaði hann Skógrækt ríkis- ins jörðina til skógræktar. Árið eftir var land Stálpa- staða girt með 3,8 km langri girðingu út Skorradalsháls og á mörkum Dagverðarness og niður að Skorradalsvatni. Á mörkum við Háafell er mæði- veikigirðing um 1 km að lengd. Með vatninu er landið 2,5 km. Gróðurlendi innan girðingarinn- ar er röskir 100 hektarar. Skógrækt ríkisins hóf árið 1952 eða árið eftir að Haukur Thors gaf henni jörðina gróður- setningu í Stálpastaðalandi. En auk þess fjár sem Skógrækt rík- isins hefur varið til skógræktar á Stálpastöðum hafa aðrir aðil- ar látið fé af hendi rakna til gróðursetningar. Árið 1952 gáfu hjónin Ingi- björg og Þorsteinn Kjarval Skóg rækt ríkisins 25 þús. kr. til skóg- ræktar. Því fé var varið til gróðursetningar á Gtálpastöðum, í svonefndum Kjarvalsskógi, sem er fyrir innan Stóragil. — Lokið var við að gróðursetja í lundinn árið 1956 og standa þar nú um 36 þús. plöntur á 7 hekt- urum lands. Milli Stóragils og Merkigils er Braathens-skógur. En í það land hefur að mestu verið gróð- ursett fyrir gjafafé frá Ludvig G. Braathen, stórútgerðarmanni í ósló. 1 Braathens-skógi var gróðursett. árin 1955—1960, sam- tals 127 þús. plöntur í 27 hekt- ara lands. Fyrir utan Stóragil og heim undir bæ á Stálpastöðum er að vaxa upp minningarskógur Hall- dórs Vilhjálmssonar, skólastjóra á Hvanneyri. Þar var gróður- sett fyrir fé, er gamlir nemend- ur Halldórs gáfu til minningar um hann og varið skyldi til skógræktar. Þar var gróðursett á árunum 1958—1961 samtals 85 þús. plöntur í 18 hektara lands. Auk þess sem hér hefur verið frá greint hefur Skógrækt ríkis- ins gróðursett í land Stálpa- Haukur Thors og Einar G. Sæmundsen (t.h.) — Haukur Thors gaf Skógrækt ríkisins Stálpastaði til skógræktar. staða 140 þús. plöntur í 30 hekt- ara. Alls hefur því verið gróð- ursett í 82 hektara í Stálpa- staðalandi. Langmest hefur ver- ið gróðursett þar af sitkagreni og rauðgreni eða í röska 50 hekt ara. Furutegundir hafa verið gróðursettar í tæplega 20 hekt- ara og öðrum tegundum í röska 10 hektara. Samtals hafa verið gróðursettar 386 þús. plöntur í Stálpastaðaskóg hinn nýja. — Skiptast þær þannig milli hinna einstöku trjátegunda. Sitkagreni 161 þús., rauð- greni 95 þús., skógarfura 34 þús., stafafura 18 þús., bergfura 28 þús., lerki 11 þús., blágreni 7 þús., bastarður 11 þús., hvít- greni 5 þús., fjallaþöll 3 þús., Kínagreni 1 þús., Douglasgreni 3 þús., fjallaþinur 1 þús., hvít- þynur 500, balsamþynur 150, Sypress 200, gráfura 75, elri 1000 og Alaska-aspir 350. Gengið um Stálpastaðaskóg Það var mjög ánægujlegt að ganga um Stálpastaðaskóg og sjá, hve góðum þroska trjáplönt urnar hafa tekið þar. Þarna mun á næstu árum vaxa upp stór og fjölbreyttur trjágróður, sem setja mun nýjan svip á hinn hlýja og gróðursæla Skorradal. Því fé er vissulega vel varið, sem gefið hefur verið til skóg- ræktar á þessum stað. Á laugardaginn skoðuðu full- trúar á aðalfundi Skógræktarfé- lags Islands einnig Jafnaskarðs- skóg við Hreðavatn undir leið- sögn Daníels Kristjánssonar. — Einnig þar er gamall kjarrskóg- ur, sem staðið hefur af sér sókn sauðkindarinnar og rányrkju liðins tíma. Hefur undanfarin ár verið plantað þar þúsundum trjáplantna. Þorsteinn Kjarval og Hákon BJarnason, skógræktarstjóri hjá Kjarvalssteini. í Jafnaskarðsskógi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.