Morgunblaðið - 28.09.1962, Síða 12

Morgunblaðið - 28.09.1962, Síða 12
12 MORGVNBTAÐ1Ð Fðstudagur 28. sept. 1962 Ctgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrír Þórðarso' Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. f lausasölu kr. 3.00 eintakið. „BYGGINGAE HAFA AUKIZr 17ins og kunnugt er hefur^ það verið uppistaða í áróðri Framsóknarmanna, að hér væri samdráttur og kreppuástand og yfirleitt mestu erfiðleikar hjá öllum almenningi, því að auðurinn safnaðist á fáar hendur, en fjöldinn væri að verða öreig- ar. Menn hafa brosað í kamp inn, þegar þeir hafa lesið slíkar frásagnir og blekking- ar, enda gengur Tíminn nú almennt undir nafninu „fréttafölsunarblaðið“. Það er því áreiðanlega ekki af sannleiksást, sem blaðið hefur nú hætt sam- dráttaráróðrinum, heldur vegna þess að því er loks ljóst, að hann er hið mesta aðhlátursefni. í gær stynur Tíminn því og segir í rit- stjómargt-ein: „ymsar byggingar hafa aukizt á þessu ári aftur eftir stöðnunina og * samdráttinn fyrstu ár þessarar ríkisstjórn ar, því þörfin rekur menn til að öyggja, hvað sem það kostar.“ Þar með er fengin viður- kenning á því, að „stöðnunin og samdrátturinn" — sem raunar var aldrei fyrir hendi — sé nú umliðið. Og síðan bætir blaðið við: „Þegar á allt þetta er litið hlýtur mönnum að vera það ljóst, að hér hlýtur að vera meiri en nóg atvinna, hvern- ig sem stjórnarfarið er.“ Þar með er þá líka fengin staðfesting á því að í „móðu- harðindunum“ sé meiri en nóg atvinna. NÝ EÐA GÖMUL STJÓRNAR- STEFNA Enda þótt Framsóknarmenn viðurkenni, að hér sé meiri en nóg atyinna og byggingar aukizt, boða þeir samt, að aftur eigi að hverfa til hinnar gömlu og úreltu stjórnarstefnu, stefnu upp- bóta, hafta og spillingar, sem þeim og félögum þeirra í kommúnistaflokknum er kær ust. Og þeir segja, að hér hljóti að vera nóg atvinna, hvemig sem stjórnarfarið sé. Setjum svo, að sú skoðun sé rétt, að stjórnarstefnan hafi engin áhrif á atvinnu-_ ástandið. Þá er a.m.k. hrun- inn til grunna allur áróður Framsóknarmanna gegn við- reisninni, því að ekkí hafa þeir treyst sér til að telja henni það til lasts, að við höfum nú treyst gjaldeyris- stöðu okkar og rekum halla- lausan þjóðarbúskap. En hvers vegna í ósköpun- um ættum við þá að hverfa aftur til ofstjórnar efnahags- lífsins, ef allir eru sammála um, að það myndi ekki verða til þess að auka atvinnu eða bæta lífskjör en hins vegar liggur fyrir, að sú stefna leiddi til þess að við urðum skuldum vafðir vanskila- menn. Framsóknarmenn svara þeirri spurningu fyrir sig méð því, að það sé eina leið- in til að komast til valda og áhrifa. En fólkið svarar fyrir sig, og það velur stefnu við- reisnar og framfara. Meginatriðið er, að öllum er nú ljóst, að viðreisnin hef- ur tekizt og fórnirnar hafa verið minni en stjórnarflokk arnir boðuðu í upphafi. Nú eru menn byrjaðir að upp- skera og mimu gera það í stöðugt ríkari mæli, eftir því sem efnahagurinn treystist. VERÐLAGS- ÁKVÆÐIN ¥Tér í blaðinu hefur marg- sinnis verið á það bent, að óheilbrigð verðlagsákvæði væru sízt líkleg til þess að bæta hag almennings, þegar til lengdar léti. Þau drægju oft beinlínis úr afköstum og miðuðu þannig að kjara- skerðingu, en ekki kjarabót- um. Þetta hafa flestar ná- grannaþjóðirnar gert sér ljóst, og þess vegna hafa verðlagsákvæði víðast verið afnumin eða þá a.m.k. höfð þannig, að vel rekin fyrir- tæki hefðu nægan rekstrar- afgang til endurbóta og upp- byggingar. > Hér eru enn við líði verð- lagsákvæði, sem á sumum sviðum eru fráleit og óhætt er að fullyrða að ekki gera gagn heldur ógagn. í gær víkur Alþýðublaðið að því, að kaupmenn býggi ekki verzlanir í nýju hverf- urtum nægilega hratt. Síðan segir blaðið: „Kaupmenn og kaupfélög í matvöru munu vafalaust svara, að. álagningin sé svo lág í þeim vöruflokkum, að þeir hafi ekki ráð á nýjum Barattan gegn blindu GREIN þessi birtist í banda- ríska stórblaðinu New York Times hinn 15. apríl s.l. Höf- undur hennar er aðstoðarrit- stjóri við blaðið, Howard A. Rusk, sem er einnig læknir að menn' BARÁTTAN GEGN BLINDU. Af um 300 milljón íbúum jarðar er áætlað, að 10 til 15 milljónir séu blindir. I Bandaríkjunum og Vest- ur-Evrópu er tala blindra tveir af hverjum 1000, en ann ars staðar í heiminum er tal- an a.m.k. helmingi hærri. Samt sem áður er sjónleysj enn eitt af höfuð vandamál- um Bandaríkjanna, og er á- ætlað, að hún kosti þjóðina um 350 millj. dala á ári. Árið 1940 voru 230.000 skráðir blindir í Bandaríkj- unum. Með þessu er átt við þá, sem vegna sjóndeyfu voru óverkfærir til starfa, þar sem sjónar þarf við. Árið 1950 var tala blindra komin upp í 297,000 og hafði því aukizt um 6,700 á ári að meðaltali. Enn fór talan vaxandi, og árið 1955 var tala blindra í Bandaríkj- unum áætluð 356.000. Ástæð- an fyrir þessari aukningu er sú, að meðalaldur fólks hefur hækkað að mun. Nú er vitað, að unnt hefði verið að lækna tvo af hverjum þremur blindra í heiminum, hefði það verið gert í tíma. Sjónleysi af völdum sumra , sjúkdóma er enn ólæknandi, en í flestum algengari tilfell- um er háegt að bjarga sjón- inni. Þannig er hægt að lækna sjónleysi, sem orsakast af slys um, trakóma, bólusótt og onc- hocerciasis. Hinn síðast nefndi er að vísu landlægur víða í Afríku, en hægt er að stemma stigu við honum með tiltölu- lega litlum kostnaði. — Þá or- sakast sjónleysi víða af víta- mínskorti. En sá sjúkdómur, sem einn veldur sjóndeyfu eða sjón- leysi víðast í heiminum er tra kóma (egypzt augnkvef). Sjúk dómur þessi er smitandi, og samkvæmt skýrslu frá heil- brigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna, er einn af hverjum sex íbúum jarðar smitaðir af sjúkdómi þessum, þ.e. um 500 milljónir manna. Allur þessi fjöldi á það á hættu að verða sjóndaprir eða jafnvel missa sjón af völdum hans. Víða í Norður-Afríku smit- ast níu af hverjum tíu af tra- kóma í barnæsku. í flestum tilfellum er hægt að lækna veikina með smiteyðingum í líkamanum eða fúkalyfjum, og er kostnaðurinn mjög lítill fyrir hvern sjúkling. Þannig tókst heilbrigðisstofnuninni að lækna þúsundir skólabarna í Marokkó, sem gengu með sjúk dóminn. Sjúklingarnir voru að visu undir læknishendi í hálft ár, en flesta þeirra tókst að lækna að fullu. Kostnaðurinn við hvern sjúkling nam að- eins tólf sentum, eða rúmum fimm ísl. krónum. Læknavísindunum hefur fleygt mjög fram á síðastliðn- um árum. Einn þáttur þeirra er baráttan gegn blindu. Varnir gegn augnsjúkdómum í nýfæddum börnum með vít- issteini og öðrum efnum, hafa næstum útilokað möguleik- ann á smiti meðal ungbarna. Um þessar mundir vinna heilbrigðisyfirvöld Bandaríkj anna að því að bólusetja 400 bandarízk Indíánabörn f tll- I raunaskyni gegn trakóma. | Beri tilraunir þessar árangur ^ er sennilegt, að takast megi að útrými þessum sjúkdómi, I sem er einna hættulegastur \ augnsjúkdóma í heiminum \ um þessar mundir. Notkun fúkalyfja, þar á með al penicillin og chloromycetin, hafa borið sérleg góðan árang- I ur í baráttunni við augnsjúk- | dóma, svo sem glærubólgu, ( hornhimnubólgu og fleiri bólgusjúkdóma. Þá hafa nýj- 1 ar og fullkomnari aðferðir við , takmörkun á glákubólgu einnig borið árangur. Þó hef- J ur ekki tekizt að stemma I stigu við þessum sjúkdómi enn sem komið er, þar eð or- sök hans er enn ókunn, en verði hans vart í tæka tíð, 1 má í flestum tilfellum koma í | veg fyrir blindu. Heilbrigðis- J stofnun eirf í New Yorkborg, l sem vinnur að rannsóknum á | glákubólgu í samvinnu við 1 heilbrigðisyfirvöld borgarinn- i ar og sjúkratryggingar félög, ( hafa nú í hyggju að stofna með sér félagsskap, er starfa ' skal eingöngu að rannsókn- um til útrýmingan veikinni. , Cortisone og önnur skyld , meðul, sem upphaflega voru notuð við liðagigt, hafa borið 1 góðan árangur við ýmsa augn- sjúkdóma, þar á meðal lit- himnubólgu og æðahýðis- bólgu. Hinar ýmsu stofnanir i Bandaríkjunum, sem vinna að útrýmingu á augnsjúkdóm- um, verja árlega um 6,3000,000 dölum til rannsókn arstarfa. Þannig eru rannsókn ir á sviði læknavísinda undir staðan í baráttunni gegn sjón- leysi í heiminum. t < i Þe uri Þetta eru þýzku flugfreyj- urnar á Lufthansa-vélunum, sem lentu á Keflavíkurflug- velli sl. miðvikudag. — Þær voru broshýrar og gárung- arnir sögðu þær vera einu sprengjurnar — kynbomburn ar — sem með vélinni voru. byggingum. Ef svo er, verð- ur að koma þeim málum í eðlilegt horf, svo fólkið fái þá þjónustu, sem nauðsyn- legf er.“ Þetta er rétt skoðun hjá blaðinu, og hið „eðlilega horf“ er komið, þegar búið er að afnema algjörlega verð lagseftirlit, því engin ástæða er til að ætla, að samkeppn- in verði ekki nægileg milli einstakra einkaverzlana og við kaupfélögin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.