Morgunblaðið - 28.09.1962, Qupperneq 23
Föstudagur 28. sept. 1962
MORCVNPf 4 f> IÐ
23
Þúsundir pölitískra fanga
enn í haldi í Ungverjalandi
en áslandið þar fer heldur batnandi
Vígður til
ÁKVBÐXÐ hefur verið að setja
Ingólf Guðmundsson, oand. the-
ol., prest í Húsavíkurprestakalli
í vetur, en prestskosning mun
fara þar aftur fram í vor, eiras
og áður hefur verið frá skýrt.
Ingólfur er 32 ára gamall, ætt-
aður frá Laugarvatni, sonur Guð-
mundar Ólafssonar, kenraara og
Ólafar Sigurðardóttur. Hann var
stúdent frá M. A. 1951 og var
við guðfræðinám við safnaðar-
háskólann í Oslo árið eftir og
seinna lauk hann prófi í upp-
eldisfræði við háskólann í Oslo.
Einnig lauk hann prófi í ýmsum
greinum við íþróttaskólann á
Laugarvatni. Guðfræðipróf við
Háskóla Xslands tók Ingólfur sl.
vor.
—Jemen
Framh. af bls 1
Síðustu fregnir frá Sanaa
herma, að allir pólitískir fangar
hafi verið látnir lausir. Jafn-
framt hafi verið tilkynnt, að
hver sá, er grípi til vopna gegn,
uppreisnarmönnum, verði látinn
gjalda með lífi sínu og fjölskyldu
sinnar allrar.
Konungsfjölskyldan brann
Inini í höllinni
í fyrstu var ekki vitað, hvað
hefði orðið um Imaminn og fjöl-
skyldu hans. Bárust óstaðfestar
fregnir af því snemma í dag, að
hann hefði verið myrtur ásamt
fjolskyldu sinni, en 1 yfirlýsingu
hershöfðingjanna sagði aðeins
„við höfum losað okkur við kon-
unginn“. Voru íbúarnir hvattir
til að sýna ró og stillingu og
hlýða fyrirmælum byltingarráðs
ins, er komið yrði á fót. í kvöld
var síðan tilkynnt um útvarpið í
Sanaa, að Imam Mohammed fjöl
skylda hans og nánustu stuðnings
menn hefðu látið lífið. Hefði
herinn gert skothríð á höll-
ina, eftir að Imam
Mohamimed hafnaði úrslita-
kostum hershöfðingj anna um að
gefast upp og ganga þeim á
vald. Höllin brann til grunna
og allir, er þar voru innan veggja
grófust í rústunum.
Þáttur í uppreisninni virðist
vera að valdataka Imam Mo-
hammed hafi verið álitin ólögleg.
Samkvæmt grísk kaþólskum lög
um á elzti bróðir Imamsins að
taka við krúnunni, að honum látn
um. Þau iög mun Imam Amhed
hafa brotið með því að skipa son
sinn ríkiseríingja. Þegar Imam
Mohammed tók við embætti hélt
hann ræðu og lofaði margvísleg
um þjóðfélagsumbótum og lýsti
því yfir, að stefna hans í utan-
ríkismálum yrði „jákvæð hlut-
leysisstefna“. Var búizt við að
Imaminum yrði gefinn kostur á
að framkvæma heit sín, áður en
gripið yrði til byltingar. En óá-
nægja með stjórn gamla Imams-
ins var orðin almenn og megn.
Talið er líklegt að Násser forseti
Egyptalands hafi hvatt til upp-
reisnar í Jemen. Herma
óstaðfestar fregnir að hann hafi
lýst stuðningi sínum við bylting
armenn og varað við erlendri
íhlutun í málefni landsins. Á hinn
bóginn hafa 19 sovézk herskip
verið ýmist skammt undan
strönd Jemen eða legið við akk-
eri í Hodeida, meðan á uppreisn
inni stóð. Höfðu þau farið um
Súezskurð fyrir nokkrum vikum.
Upplýsingar um byltinguna
hafa allar boriat um útvarpið í
Sanaa, sem hershöfðingjar hafa
á sínu valdi. í fregnum frá Ad-
en segir, að síðustu upplýsingar
sem þangað hafa borizt um her-
styrk í Jemen hermi, að herinn
telji samtals 20.000 manns. Hafi
hann verið búinn vopnum og her
búnaði frá Sovétríkjunum frá
því árið 1956 og sovézkir og eg-
ypzkir herfræðingar dvalizt þar
langdvölum. í landinu er lítill
flugfloti, mest sovézkar og tékk-
neskar flugvélar. Eitthvað mun
vera þar af sovézkum skriðdrek
um og brynvögnuxn.
Húsavíkur
Ingólfur hefur starfað við
kennslu í unglingaskóla og einnig
verið lögregluþjónn í Reykjavík
og starfað að fræðslu og unglinga
m;——m hjá lögreglunni.
Mbl. náði snöggvast tali af
Ingólfi í gærkvöldi. Hann kvaðst
hafa gert ráð fyrir að starfa
áfram að unglingamálum hjá
Ingólfur Guð'mundsson
lögreglunni í vetur og verið ráð-
inn til kennslu í Kennaraskólan-
um, en kirkjustjórnin óskaði eft-
ir að hann færi norður í vetur
og mundi hann gera það. En ekki
væri gert ráð fyrir að hann tæki
við embættinu. Sagði hann sér
ekki óljúft að fara til Þingey-
inga. Hann væri sjálfur af þing-
eyskum ættum og héti eftir al-
þingismanni Þingeyinga, Ingólfi
í Fjósatungu. Aðspurður um
áhugamál innan hins kirkjulega
starfs kvað hann fyrst og fremst
vera æskulýðsmál og uppeldis-
mál.
Nýr gerfilinöttur
Kosmos 9.
Moskvu, 27. sept.-AP.
Tass-fréttastofan skýrir frá því
í dag, að rússneskir vísindamenn
hafi skotið á loft nýjum gervi-
hnetti með vísindatækjum.1 —
Gervihnötturinn kallast „Kos-
mos 9“. Mesta fjarlægð hans frá
jörðu er 353 km og minnsta fjar-
lægð 301 km.
—Sfór skemma
Frh. af bls. 24.
garði gerð, að siðar verði hægt
að setja í hana alla milligólf, ef
æskilegt þykir, en þannig
mundu fást tvær hæðir. Fyrir
útgerðina yrði slíkt a.ö.l. miklu
heppilegra, því að hún hefur
í fæstum tilfellum þörf fyrir
mikla lofthæð. í upphafi verður
milligólf aðeins á 14 m kafla í
öðrum enda skemmunnar, þar
sem verða mun matsalur og af-
drep fyrir verkafólk.
Væntanlega fullgerð í marz
Á fundinum var hafnarstjóra
falið að halda áfram samninga-
umleitunum um byggingu
skemmunnar. Tjáði hann Mbl. í
gær, að teikningarnar mundu
verða lagðar fyrir byggingar-
nefnd Reykjavíkur á næsta
fundi hennar eftir hálfan mán-
uð. Líkur væru til, að byrjað
yrði að smíða hluta til skemm-
unnar um mánaðamótin októ-
ber/nóvember. Ef vel gengi ætti
að verða hægt að reisa hana í
febrúar og taka í notkun upp
úr þvi. Þó væri varlegt að gera
ráð fyrir einhverjum töfum
vegna veðurs og máske einnig
á afgreiðslu efnis til skemmunn-
ar og gæti slíkt auðveldlega
seinkað framkvæmdum um allt
að mánaðartíma eða svo.
Aðstaða fyrir fiskiskipin
Eins og fyrr er að vikið, hef-
ur fyrir alllöngu verið ákveðið,
að fiskiskipaútgerðin hafi í
framtíðinni aðalstöðvar á Granda
garði og í vesturhluta Reykja-
víkuhafnar. Eru engin áform
uppi um að breyta þeirri á-
kvörðun á nokkurn hátt.
New York, 27. september.
— AP — NTB —
• Ný-Sjálendingurinn Les-
lie Munro, sem er sérstakur
fulltrúi Sameinuðu þjóðanna
og formaður nefndarinnar,
sem rannsakað hefur ástand-
ið í Ungverjalandi, eftir því
sem tök hafa verið á, segir,
að þar haldi áfram að miða
til hins betra, þótt hægt fari.
• Enn eru þó þúsundir póli
tiskra fanga í haldi og ein-
stöku hópar manna verða
fyrir ofsóknum — einkum
—Skipasmlói
Frh. af bls. 24.
báturinn nerna hvað honum er
fyrst og fremst ætlað að flytja
vörur, en Djúpbáturinn flytur
jöfnum höndum fólk og vörur.
Mestur áhugi á 150—200 tonna
skipum.
Þá spurðum við Hjálmar hvað
væri um byggingu annarra skipa
að ræða. Hann kvað langmestan
áhuga á skipum, sem nota
mætti til siidveiða og þá fyrst og
fremst af stærð 150—220 tonna.
Enn væri oí snemmt að fullyrða
hver yrði endanleg ákvörðun
margra þeirra, sem gert hafa til
hans fyrirspurnir. Þó er nú þegar
vitað um mörg skip, sem ákveðið
er að gerð verði eða eru í smíð-
um. Það hefir t.d. verið samið um
Hjálmar R. Bárðarson
20 fiskiskip, sem smíðuð verða
erlendis, sum þeirra alllangt á
veg komin. Velflest eru þetta stál
skip, nema 4 eða 5.
Þá eru 10 fiskiskip í smíðum
hér heima, allt tréskip, nema eitt,
sem Stálsmiðjan er að smíða. —
Stærð þeirra er allt upp að 50
tonnum. Hið minnsta 16 tonn.
Tvö skip fyrir SÍS
Af öðrum skipum, sem ýmist er
verið að smíða eða kaupa tilbúin,
má nefna flutningaskip SÍS 2700
brúttólestir að stærð, sem er í
smíðum í Noregi, olíuflutninga-
skip SÍS, sem verið er að smíða
í Vestur-Þýzkalandi og verður
800 brúttólestir. Þá er á leið til
landsins lftið olíuskip, keypt not
að í Grikklandi, um 150 tonn að
stærð eign Olíufélagsins hf. og
kemur í stað Haskel, sem sökk í
Hvalfirði.
Þetta sýnir að mjög mikil
gróska er i skipasmíðum eða 30
fiskiskip og 5 flutninga- og far-
þegaskip. Allar líkur eru þó til að
mikið verði byggt til viðbótar af
fiskiskipum fyrst og fremst.
bitna þær hart á rómversk-
kaþólskum prestum.
Munro segir í skýrslu sinni,
sem er hin fjórða er hann legg-
ur fram fyrir SÞ um ástandið í
Ungverjalandi eftir uppreisnina
1956, að ógnarstjórnin, sem setti
svo sterkt svipmót á allt líf í-
búa Ungverjalands fyrstu árin
eftir uppreisnina, fari nú minnk-
andi. Þó segir hann, að ýmsir
afmarkaðir hópar manna búi
enn við verulega kúgun, eink-
um þó rómversk-kaþólskir prest-
ar. —
Enn segir hann, að ungverska
stjórnin sé háð stuðningi og
nærveru sovézku hermannanna,
sem komu sér upp bækistöðv-
um í landinu í nóvember 1956.
Ennfremur séu ennþá þúsundir
pólitískra fanga í haldi — senni-
lega milli átta og fimmtán þús-
und, en fjölda þeirra hefur ekki
verið unnt að rannsaka gaum-
gæfilega, þar sem ungverska
stjórnin neitar allri samvinnu
við nefndina.
daga utivist með 200 lestir. sem
var mikið til karfi. Þegar í stað
var byrjað að skipa upp aflan-
um til vinnslu í öllum frystihús-
um staðarins. Það er vel af sér
vikið hjá Hans Sigurgeirssyni og
skipshöfn hans að vera nú búinn
að afla á Víking rúml. 1000 lest
ir á tæpum 2 mánuðum. — O.
• Nauffsynlegt aff
heimurinn viti
Það var árið 1958, að Les-
lie Munro var skipaður formað-
ur Ungverjalandsnefndarinnar,
en hvorki hann né aðrir nefnd-
armenn hafa fengið leyfi til að
koma til Ungverjalands. Á hinn
bóginn segir hann ástandið enn-
þá þannig þar í landi, að mikil-
vægt sé, að heimurinn fái um
það vitneskju og geri sér grein
fyrir ýmsum staðreyndum þar
að lútandi. Telur Munro, að það
hafi verið hinn mesti hnekkir
fyrir samtök hinna Sameinuðu
þjóða, að komið skyldi í veg
fyrir íhlutun þeirra í málefni
Ungverjalands.
• Loks segir Munro telja
ástæffu til aff ætla aff flestir
meiri háttar rithöfundar og
menntamenn Ungverjalands
séu enn í fangelsi — og enn
séu þess dæmi, aff einstöku
manneskjur séu ofsóttar og
fangelsaffar aftur og aftur.
menn enga.
Árni Helgason.
Notað |
mótatimbur óskast til kaups
strax. Upplýsingar í síma
3—28—56
Balleftskóli
Sigríðar Ármann
KENNSLA HEFST í BYRJUN
OKTÓBER.
SKÓLINN VERÐUR TIL HÚSA
í STÓRHOLTI 1.
INNRITUN OG UPPLÝSINGAR
í SÍMA 3-21-53 kl. 2—6 dag-
lega.
Sigríður Ármann.
Fyrsta Eimskipaiélagsskipið
leggur að í Grímsey
í GÆRMORGUN lagði í fyrsta
sinn skip Eimskipafélagsins að
bryggju í Grímsey. Það var
Tungufoss, sem kom til að taka
1475 tunnur af síld frá Norður-
borg hf. Telja Grímseyingar
þetta merkan áfanga, því hing-
að til hafa þeir þurft að flytja
síld sína með bát í land, og
skapar það bæði erfiði og kostn-
að. —
Skipstjóri á Tungufossi er
Stefán Guðmundsson, en Qli
Bjarnason lóðsaði skipið inn.
Gekk allt vel, þó þyngri sjór
væri en venjulega að sumrinu,
að sögn fréttaritara blaðsins.
1 sumar hafa Grímseyingar
saltað í um 4 þús. tunnur af síld
og er vaxandí áhugi þar á sölt-
Rúmar 1000
lestir á 2 mán
AKRANESI, 27. sept. — Togar-
inn Víkingur kom hingað í heima
I höfn árla í morgun, eftir 17—18
un. Er Grímsey vel sett hvað
það snertir að stutt er þangað
af ýmsum síldarmiðum.
Ágúst B. Eyjólfs-
son fimmtugur
ÁGÚST 3. EYJÓLFSSÖN, bak-
arameistari í Stykkishólmi á
fimmtugsafmæli í dag. Eg hefi
þekkt hann um árabil, eða frá
því hann kom hingað til Stykkis
hólms fyrir um það bil 14 árum
og tók við rekstri brauðgerðar-
hússins hér og hafa þau kynni
verið á ein. lund. Hann er dreng
skaparmaður og þarf ekki að
skjalfesta loforð hans og stendur
því fullkomlega fyrir sínu. Hann
er tilfinningamaður og ótrauður
að rétta þaim hjálparhönd, sem
hann veit at: eru þurfandi og sit
ur þá eigin hagur oft á hakanum.
Kvæntur er hann Þórheiði Jó-
hannsdóttur og eiga þau tvær upp
komnar dætur Margir hlýir hugir
stefna til nans á þessum degi, því
marga á hann vinina, en óvildar