Morgunblaðið - 02.10.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.10.1962, Blaðsíða 2
2 MORGUNBL AÐIÐ ÞriSJudagur 2. október 1962. 200 hvalir hlupu á land á Barðaströnd PATREKSFIRÐI, 1. okt — f gær hlupu á land á Siglunesi á Barða Sumarsýningunni í Ásgrímssafni að ljúka UM mánaðamótin maí-júní var opnuð sumarsýning í Ásgríms- safni. Skoðuðu sýninguna m.a. margt erlendra gesta. Nú er þess ari sýningu að ljúka. Verður hún aðeins opin- 3 daga ennþá, þriðjudag, fimimtudag og næst- komandi sunnudag. Safnið verður síðan lokað í 2—3 vi'kur meðan komið er fyrir nýrri sýningu. Ásigrimssafn er opið frá kl. 1,30—4. strönd upp undir 200 marsvin allt upp í 8—10 m að stærð þau stærstu. Er óvíst að hægt verði að nýta hvalina. Þetta gerðist fyrir hádegi. í»á komu allt í einu hvalir að strönd inni við svonefnda Ulugakletta og hlupu upp í fjöruna. En hval irnir breyta ekkert stefnu, þótt þeir finni iand undir sér. Fjaran er þarna illfær á jeppum og ekki fær alla leið að hvölunum, og því erfitt að nýti hv.iina. Á Siglunesi búa tveir bræður. Kosið til ASÍ-þings. Hér er lokið kosningu í verka manna"’aginu til alþýðusam- bandsþings. Voru kjörnir Her- mann Finnbogason, Marteinn Jónsson og Snorri Gunnlaugs- son — Trausti. ISarÖur áreksiur við Engidal HAFNARFIRÐI — Rétt fyrir klukkan sjö á laugardagskvöldið Starfandi sjómenn gegn gerðardómsmönnum // 44 SVOHLJÓÐANDI fyrirsögn birt- | Sjómannasambandsins telja sig ist með stærsta letri á forsíðu I sig nú, sem endranær vera hina Þjóðviljans fyrir skömmu. Fyrirsögn þessi lýsir að nokkru ofsalegum tilraunum kommún- ista til að vinna fulltrúa Sjó- mannasambandsins á næsta Al- þýðusambandsþing, en kosning- ar fara fram um næstu helgi. Ef kommúnistum tækist að vinna fulltrúa þessa ynnu þeir fyrst og fremst tvennt: 1. Þeir næðu í þessum einu kosningum fleiri fulltrúum, en þeir hafa tapað til lýðræðissinna í yfirstand'tndi ASÍ kosningum. 2. Með þessum fulltrúum og með því að beita verzlunar og skrifstofumenn áframhaldandi of beldi og halda þeim utan heildar- samtakanna þá hafa kommún- istar ásamt framsóknarmönnum möguleika á því að breyta lög- um A.S.Í. en til þess þarf % allra fulltrúa, á þann veg, að næsta þing A.S.Í. yrði ekki fyrr en að 4 árum liðnum, í stað 2 nú. —II— Það sem kommúnistar ætla að ríða muni baggamuninn nú, er óánægja sildarsjómanna með bráðabirgðalög ríkisstjórnarinn- ar, til lausnar síðdveiðideilunni. Eins og mönnum er kunnugt töldu allir aðilar — fulltrúar sjó;- manna og útgerðarmanna auk sáttasemjara, að tilgangslaust væri að haida samningatilraun- um áfram. y Fyrirsjáan’eg var því 'áfram- haldandi stöðvun síldveiðiflotans, sjómönnum, útgerðinni, land- verkafólki og þjóðarheildinni til stórtjóns, ef ekki væri gripið í taumana. Þetta gerði ríkisstjórnin og nú tryllast kommúnistar yfir því að flotinn skyidi leysa landfestar og færa þjóðarbúinu meiri afla en áður getur urn í sögu þjóðarinn- ar, og öllum sem að unnu meiri tekjur en áður hafa þekkzt. Helzt virðist fara í taugar kommúnista sú ábyrga afstaða stjórnar Sjomannafélags Reykja- víkur, að virða landslög í þessu máli sem öðrum. Þeir ráða sér ekki af vonzku yfir því að stjórn S. R. skyldi hafa þá skoðun, að gerðardómur, sem varð til vegna bráðabirgða- laganna, eftir að ítrekaðar samn- ingaumleitanir fóru út um þúfur, að sá gerðardómur, sem ætti að kveða á um kaup og kjör á síld- veiðiflotanum yfir sumarið, hefði innan sinna vébanda mann, er gæti túlkað vilja og kröfur sjó- manna, og væri auk þess þaul- kunnugur þeim samningaumleit- unum, sem fram hefðu farið. Kommúnistar í Sjómannafélagi Reykjavíkur og öðrum félögum einu sönnu „starfandi sjómenn“. Fyrirlitningu sína á sjómönn- um, með þessu glamri sýna þeir bezt, ef litið er á frambjóðenda- lista þeirra, en þar má m. a. sjá sölumann hjá einu stærsta heild- sölufyrirtæki þjóðarinnar. Einnig má líta þar bónda vestan úr Dölum, sem hóf þar búskap 1958. Bóndi þessi er hreppsnefndarmað ur í Laxárdalshreppi fyrir komm únista og fy’gifiska þeirra. Á síðasta vetri setti þessi frambjóðanði kommúnista í Sjó- mannafélagi Reykjavíkur, á, um 100 kindur, 2 kýr og 4 hross! —II— Sjómenn sjá í gegnum grímu kommúnista og fylkja sér til varnar félagi sínu um næstu helgi. Þeir kjósa ábyrga og raun- sæja forystumenn, en ekki ekki spriklkarla mðurrifsaflanna. (Sjómaður). — Mississippi Framh. af bls. 1. fréttamaður, sem allir eru hættu- lega særðir. Er óeirðirnar höfðu staðið í nokkrar klukkustundir lýsti Ross Barnett því yfir, að frekari mótstaða væri þýðingar- laus, við ofurefli liðs væri að etja, — en óeirðunum hélt samt áfram, undir stjórn Walkers. Haft er eftir Robert Kennedy, dómsmálaráðherra, að Barnett hafi hringt til hans og lýst yfir uppgjöf sinni og heitið samvinnu við hermennina um að koma á reglu í borginni. Um þrjú ieytið í nótt, að stað- artíma, fyrjrskipaði Billingslea, hershöfðingi að hermenn beittu nauðsynlegu valdi til að koma á lögum og reglu í borginni. Hjöðnuðu átökin upp úr því og fólkið drefðist en umhverfis háskólann og var allt á tjá og tundri. Flöskur, grjót og múr- steinar og hálfbrunnar bifreiðar á víð og dreif. Fyrst í morgun var allt með kyrrum kjörum, en svo fór að koma til slagsmála milli hvítra manna og lögreglu hingað og þangað um borgina. Eftir hádeg- ið kom enn til óeirða og þá á aðaltorgi borgarinnar og fyrir framan dómshúsið, þar sem taka átti til meðferðar mál þeirra, er handteknir höfðu verið, en þeir voru á annað hundrað. Mikill mannfjöldi safnaðist saman og hóf enn griotkast. Lauk svo að miklu magni af táragassprengjum var varpað og mannfjöldinn dreifðist. Eftir það var öllum aðalgötum lokað. • Suðurríkjafáninn í hálfa stöng f kvöld var Oxford eins og her tekinn bær. Táragaslyktin ang- aði um allt og brunnin bílflök voru á víð og dreif. Suðurríkja- fáninn, sem notaður var í borgara styrjöldinni blakti í hálfa stöng á nokkrum stöðum, sem tákn ósigurs fylkisins gagnvart sam- bandsstjórmnni. Þessi átök eru hin mestu, sem orðið hafa í Bandaríkjunum vegna skólagöngu blökkumanna frá því næstiréttur úrskurðaði órið 1954, að þeim skyldi heimil skólavist til jafns við hvíta í opin berum skólum. Meredith er fyrsti stúdentinn er innritast í háskól- ann í Oxford, sem starfað hefur í 114 ár. Innritun hans fór fram í morgun, og síðan sótti hann fyrirlestra í fylgd vopnaðra lög- reglumanna. Þegar hann kom í fyrsta fyrirlesturinn mættu hon- um ókvæðisorð stúdentanna. Lýstu þeir sök á hendur honum fyrir blóðsúthellingarnar í gær og kölluðu tií hans ýmis slagorð svo sem „komdu þér heim niggari, þú ert með blóð á hönd- unum“ og „hvernig er að hafa blóð á höndunum". Lögreglu- menn brugðu við og handtóku nokkra æstustu stúdentana. Er viðbúið, að Meredith njóti fylgd- ar vopnaðra manna fyrst um sinn. • Alvarlegustu innanrikisdeilur í USA Ágreiningur þessi er hinn al- varlegasti sem upp hefur komið milli fylkisstjórnar Mississippi og sambandsstjórnarinnar í hundrað ár, eða frá því í borgara styrjöldinni — og jafnframt er hér um að ræða alvarlegustu inn anríkisdeilur í Bandaríkjunum á þeim tíma. Er viðbúið, að þær dragi einhvern dilk á eftir sér, því að ágreiningur ér þegar orð- inn hávær milli þingmanna á Bandaríkjaþirigi vegna íhlutunar stjórnarinnar. — Á hinn bóg- inn virðist Kennedy eiga öflugan stuðning bbðanna í New York og víðar. Sem fyrr segir hefur mikill fjöldi manna verið tekinn hönd- um. Samkvæmt síðustu fregnum hafa 175 manns verið handteknir og eiga margit þeirra yfir höfð- um sér þunga dóma, allt að 20 ára fangelsi eða 20.000 dala sekt. varð allharður bifreiðaárekstur í brekkunni við Engidal og slasað- ist eldri kona lítið eitt, skarst í andliti. Heitir hún Hallfríður Jóhannesdóttir og á heima að Vesturbraut 1. Bílnum, sem hún var í (rússneskur fólksbíll af Pobeta-gerð), ók kona og voru þær tvær í bílnum. Var hann á leið upp brekkuna þegar stöðv ar bíll (Opel) úr Reykjavík kom á móti. Mun konan hafa misst vald é bílnum, sem skall á hægra frambretti hans og við það fór annað framhjól hins fyrrnefnda undan. Kastaðist hann yfir göt- una og lenti út af veginuim á hægra vegarhelmingi. Konan, sem slasaðist, skall í framrúðuna sem brotnaði og skráimaðist við það í andliti, en öku- konan slapp ómeidd. Einn farþegi var í stöðvarbílnum og slapp hann og bílstjórinn við meiðsli, en frambretti hans beyigl innbrot á Skatt- stofuna AÐFARANÓTT sunnudagsins var fcrotizt inn í Skattstofuna við Hverfisgötu. Var brotin upp hurð á skrifstofu gjaldkera, en ekki varð séð að neinu hefði verið stolið. Þá var brotizt inn í tvo bíla Norðurleiða þessa sömu nótt, og reynt að ná úr þeim útvarps- tækjunum. en án árangurs. Loks var brotizt inn í Bifreiðastilling una að Görðum við Ægissíðu en ekki varð séð að neinu hefði ver ið stolið þar. aðist mjög eins og myndin hér að ofan sýnir. Pobetabíllinn skemmd ist líka nokkuð að framanverðu, en hann kom niður á hjólin. — G.E. Tregur afli hjá togurunum í GÆR var togarinn Narfi vænt anlegur af Vestur-Grænlandsmið um með 200 léstir af fiski. Flestir togararnir eru á heima miðum, þar sem hefur verið tregur afli og ótíð, að því er Hallgrímur Guðmundsson á Tog araafgreiðslunni tjáði blaðinu i gær. Þarf að fá duglega krakka og unglinga, 1 til að bera blaðið til kaupenda þess víðs vegar um borgina og úthverfi hennar. Talið við skrifstof- una eða afgreiðsluna ! strax Sími 22480. Z' NA IS hnútar S SV50hnútar Snjótoma * ÚSi \7 Skúrír EC Þrumur WZjs, KvUaM Zs4 Hitaaki H H.t | L t.maS 1 —:—: t—TK /ooo ; DJÚPA lægðin fyrir sunnan kaldi, víða skúrir. land þokast NA. Á undan skil Breiðafjörður og miðin: All unum, sem á kortinu eru á hvass NA- hægari á morgun, milli Vestfjarða og Græn- víða dálitil rigning. lands var NA hvassviðrið og Vestfiiðir, miðin og norður- rigningin, sem gekk yfir land- mið: Ailhvass NA- rigning. ið á sunnudag. í Vestur Norðurland til SA-lands og Evrópu er suðlæg átt og hlý- miðin: Austan kaldi eða stinn- indi. ingskaldi, rigning. Veðurspáin kl. 10 í gær- Horfur á miðvikudag: kvöldi Austan eða SA-átt, rigning SV-land, Faxaflói og miðin: víða um iand, einkum austan Austan kaldi eða stinnings- lands og sunnan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.