Morgunblaðið - 02.10.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.10.1962, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 2. október 1962. MORGUNBLAÐIÐ 13 Hátíðarsamkoma Norræna félagsins NORRÆNA félagið hér efndi sl. laugardagskvöld til hátíðarsam- feomu í Þjciðleikhúsinu í tilefni fjörutíu ára afmælis félagsins þann dag. Var hvert sæti í hús- inu skipað. Meðal gesta félagsins voru forseti vor, herra Ásgeir Ásgeirsson og frú hans, sendi- herrar Norðurlandanna og fjöldi annarra virðingartmanna, er- lendra og innlendra. En sérstak- ir heiðursgestir félagsins voru þau hjónin Anna Borg og Poul Reumert. Samkoman hófst með bví að formaður Norræna félagsins, Gunnar Thoroddsen, fjármála- ráðherra, flutti ræðu um sam- skipti Norðurlandanna fyrr og síðar og rakti hversu samvinnu- hugur og bróðurþel hefði þróazt með þessum þjóðum, einfeum á þessari öld og hversu veigamik- inn þátt Norrænu félögin, hvert í sínu landi, hefðu átt í þessari heillavænlegu þróun. Var ~æða ráðherrans sköruleg og ágætlega flutt, svo sem jafnan er hann tekur til máls. Þegar ráðherrann hafði lokið máli sínu kom fram á sviðið norski óperusöngvarinn Olav Eriksen. Flutti hann kveðju til félagsins frá Norræna félaginu í landi sínu og söng að því búnu sex lög eftir E. Grieg með und- irleik Árna Kristjánssonar. Hef- ur Eriksen glæsilega tenor- bariton rödd. Þá las frú Anna Borg upp hið fagra kvæði „Svanerne fra Nord en“ eftir H. H. Seedorf Pedersen. Naut kvæðið sín frábærlega vel í snilldarlegum flutningi frúar- innar, sem hefur óvenjulega þýða o_ hljómfagra rödd. Þá lék sænski feapelmeistar- inn Gert Crafoord einleik á fiðlu með undirleik Ann Mary Fröir. Flutti hann tónverkið „Fjórar akvarettur fyrir fiðlu og píanó“ eftir sænska tónskáldið Tor Aul- in. Var það skemmtileg músik og ágætlega flutt. Að því loknu las hinn aldni höfuðsnillingur danskrar leik- listar, Poul Reumert, úpp hið áhrifamikla kvæði Ibsens „Terje Viken.“ Flutti Reumert kvæðið af þeirri reisn og innlifun að un- un var á að hlýða, enda er Reumert einn snj.allasti upplés- ari, er Danir hafa átt. Eftir hléið söng Kristinn HaUs son með undirleik Árna Kristj- ánssonar þessi lög: „Kalevala savelma", „Det gáller“ eftir H. Hannikainen, „Sjöfararen vid milan“ eftir S. Palmgren og „Sáv sáv susa“ eftir J. Sibelius. Söng Kristinn öll þessi lög af- bragðsvel með sinni djúpu en þó mjúku og hljómfögru rödd og músikölsku túlkun. Því næst las frú Anna Borg upp hina heillandi smásögu „Sonurinn" eftir Gunnar Gunn- arsson. Las frúin með beim lif- andi innileik og þeirri . list að hún hreif alla áheyrendur sína. Síðasta atriði efnisskrárinnar var flutningur þeirra Reumerts- hjónanna á lokaþættinum úr „Fjalla-Eyvindi“ eftir Jóhann Sigurjónsson. Bæði hafa þau hjónin leikið þessi hlutverk á sviði og var flutningur þeirra Hferk starfsemi Fél- agsmálastofnunarinnar SUNNUD. 7. okt. hefst haust- námskeið Félagsmálastofnunar- innar. Starfsemi stofnunarinnar verður aukin til muna á þessum vetri. Verða þá kenndar fjórar greinar: Fundarstörf og mælska, verkalýðsmál, hagfræði og þjóð- félagsfræði, en tvær þær síðast- nefndu eru nýjar af nálinni. — Innritun fer fram í Bókabúð KRON í Bankastræti og kennslu gjald er 2—3 hundruð kr. Kennarar verða Hannes Jóns- son, félagsfræðingur, sem hefur með höndum alla kennslu nema hagfræðina, en hana kennir Bjarni Bragi Jónsson, hagfræð- ingur. Kennslan fer fram í Gagnfræðaskólanum í Vonar- stræti a sunnudagseftirmiðdög- um, og hvert námskeið stendur 10 vikur. Auk þessara föstu námskeiða, tekur Félagsmálastofnunin að sér að reka námskeið fyrir ýmsar félagsheildir. Má í því sambandi benda á, að á síðasta vetri rak stofnunin námskeið fyrir bankastarfsmenn og sím- yirkjadeild Fél. ísl. símamanna. Rannsóknlr á vegum Félagsmálastofnunarinnar 1 fyrra fór fram allvíðtæk rannsókn á ýmaum þáttum verkalýðs- -og félagsmála, og voru niðurstöður rannsóknarinn ar síðan nötaðar sem uppistaða erinda, sem flutt voru við kennsluna. Nú er verið að prenta úrval þessara erinda, og mun bókin verða notuð við kennsl- una í vetur. Bófein heitir Verka- lýðurinn og þjóðfélagið og kem- ur á markaðinn í byrjun okt. Hliðstæð rannsókn fer fram á efninu Fjölskyldan og hjóna- bandið, og verða niðurstöðurnar notaðar í erindaflokki á nám- skeiði í vor. Félagsmálastofnun- in vinnur einnig að rannsókn á sögu og þróun íslenzku laun- þegasamtakanna, og er gert ráð fyrir að sú rannsókn taki að minnsta kosti tvö ár. Fyrstu nið- urstöðurnar munu þó birtast sem viðbætir við bókina, sem nú er að koma út. Námsskírteini í hagnýtum félagsmálum Félagsmálastofnunin hefur einnig í hyggju að bæta við framhaldsnámskeiði í fundar- störfum og mælsku á þessu vori. Verður þar lögð áherzla á rök- fræði og rökræður. í sambandi við það verður nemendum svo gefinn kostur á að afla sér námssldrteinis í hag- nýtum félagsmálum, sem verð- ur afhent, þegar nemandi hefur lokið öllum þessum fimm náms- skeiðum. Standa vonir til að fé- lagasamtök og fyrirtæki viður- kenni gildi þessa skírteinis. Fljótir að koma til. Hannes Jónsson lagði áherzlu á þá reynslu sína frá því í fyrra, að nemendur væru furðu fljótir að koma ti,l, og að menn hefðu komið þangað, sem aldrei hefðu áður fengizt við ræðu- mennsku, en farið þaðan boð- legir á hvaða fund. Nemendafjöldi í fyrra fór fram úr öllum vonum. Á vor- námskeiðinu voru 105 nemend- ur. í því sambandi benti Hann- es á hversu mikill þáttur þessi starfsemi er á ninum Norður- löndunum. Kvað hann verka- lýðsfélögin þar starfrækja slík námskeið í flestum byggðarlög- um. Hannes Jónsson þakkaði að lofeum Félags- og Menntamála- ráðuneytunum, Alþýðusamband- inu og fræðslustjóra Reykjavík- ur margvíslega aðstoð. með þeim ágætum að ■ hann var vissulega hámark þess, sem þarna fór fram. Listamönnunum öllum var á- kaft fagnað og þeir kallaðir fram hvað eftir annað og hylltir með dynjandi lófataki og fögrum blómum. Að þessu loknu var gestum félagsins boðið til fagnaðar í Krystalsal Þjóðleiklhússins. — Flúttu þar sendiherrar Svía, Danmerkur og Noregs félaginu árnaðaróskir frá löndum sínum og afhentu því blómakörfur. — Ennfremur bárust félaginu heillaskeyti frá Norrænu félög- unum í Finnlandi og Færeyjum. Formaður félagsins, Gunnar Thoroddsen, bakkaði með nokkr um orðum allar þessar kveðjur og lýsti um leið yfir bví að þrír fyrrverandi formenn félagsins hefðu nú verið kjörnir heiðurs- félagar þess, en það eru þeir próf. Sigurður Nordal, Stefán Jóhann Stefánsson, sendiherra og Guðlaugur Rósinkranz, þjóð- leiklhússtjóri. Fyrir var einn ■heiðursfélagi félagsins, herra .Ásgeir Ásgeirsson, forseti. — Þá hyllti Gunnar Thoroddsen heið- ursgesti félagsins, frú Onnu Borg og Poul Reumert, sérstakiega, þakkaði þeim komuna og bann ágæta hlut, sem þau hefðu átt að því að gefa þennan afmælis- fagnað ánægjulegan og eftir- minnilegan. S. Gr. MAMMtMMMkMMMMfeMB Rafmagn í VESTMANNAEYJUM er nú verið að ganga frá lagningu rafstrengja í sam bandi við tengingu Eyj- anna við Sogsvirkjunina. Eins og kunnugt er var í ágúst lagður sæstrengur frá Krosssandi í Landeyj- um í Klettsvík í Vest- mannaeyjum. Síðan hefur verið unnið að því, að setja upp loftlínur upp á Heimaklett og af honum niður á svonefndan Skans, yfir siglingaleiðina rétt ut- an við hafnarmynnið. — Hefur þessi ráðstöfun sætt nokkurri gagnrýni í Vest- mannaeyjum, þar sem menn hafa ótrú á línun- um beint yfir innsigling- unni og vildu allan streng inn frekar lagðan neðan- sjávar inn á höfnina og lagninguna í landi á allt annan veg. Blaðið hafði í gær tal af Raforkumála- skrifstofunni og tjáði Ei- til Eyja ríkur Briem, rafmagns- veitustjóri, að þessi gagn- rýni stafaði sennilega af því, að fegurðarsmekk ein hverra væri misboðið, óg af ótta við að vírarnir kynnu að slitna, en engin hætta er talin á slíku, jafn vel þó að í hávaðaroki sé. — í næstu viku verða hafnar prófanir á nýju raf línunum og munu Vest- mannaeyingar væntanlega fá Sogsrafmagnið um miðjan október. liggur ofan af Heimakletti niður á Skansinn. Móttökustólparnir, sem staðsettir eru á Skansinum. f þessa stólpa er vírinn af Heimakletti tengdur og hefur mikið kapp verið á það lagt, að hafa þá sem traustasta, því að átakið frá strengjunum er mjög mikið. (Ljósm. Sigurgeir Jónasson). Hlutu fimm ára námsstyrki MENNTAMÁLARÁÐ hefur lok- ið úthlutun 5 ára námisstyrkja fyrir árið 1962. Styrkir þessir eru 7, að upphæð 34 þús. kr. hver. Styrkirnir eru ætlaðir ný stúdentum til náms við erlenda háskóla eða við Háskóla íslands. Umsækjendur voru 12 að þessu sinni. Styrkina hlutu þessir stúd- entar. Baldur Símonarson, Oddagötu 12, .Reykjavík, stúdent úr MR., til náms í lífefnafræði við háskóla í Edinborg. Baldur hlaut á stúd- entsprófi I. ágætiseinkunn, 9.10. Björn Ingi Finsen, Vesturgötu 42, Akranesi, stúdent úr MA, til náms í ensku og enskum bók- menntum við Háskóla íslands og háskóla í Englandi. Björn hlaut á stúdentsprófi I. ágætiseinkunn, 9.15. Egill Egilsson, Hléskógum Höfðahverfi, S.-þing., stúdent úr MA, til náms í líffræði í Frei- burg, Þýzkalandi. Egill hlaut á stúdentsprófi I. ágætiseinkunn, 9.27. Gunnar Sigurðsson, Brekku- götu 16, Hafnarfirði, stúdent úr MR, til náms í læknisfræði við Háskóla íslands. Gunnar hlaut á stúdentsprófi I. ágætiseink- unn, 9.09. Leó Geir Kristjánsson, Hafn- arstræti 7. ísafirði, stúdent úr MA, til náms í eðlisfræði við háskóla í Edinborg. Leó hlaut á stúdentsprófi I. ágætiseink- unn, 9.54. Er það jöfn einkunn þeirri hæstu, sem áður hefur verið gefin við MA samkvæmt núverandi einkunnakerfi. Magnús Þór Magnússon, Haga- mel 25, Reykjavík, stúdent úr MR, til náms í rafmagnsverk- fræði við háskólann í Breunsch- weig í Þýzkalandi. Magnús hlaut á stúdentsprófi I. einkunn, 8.92. Þorkell Helgason, Nökkvavogi 21, stúdent úr MR, til náms i stærðfræði við Massacusetts In- stitue of Technology í Banda- ríkjunum. Þorkell hlaut á stúd- entsprófi I. ágætiseinkunn, 9.31. (Frá Menntaniáiaráði Islands)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.