Morgunblaðið - 02.10.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.10.1962, Blaðsíða 12
12 MORGVISBLAÐIÐ ÞriSjudagiir 2. október 1962 Ctgeíandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakið. HAGSTÆÐ ÞRÓUN ¥Tm það ætti ekki að þurfa að deila, að þróunin í gjaldeyrismálum hefur síðan viðreisnin hófst verið hag- stæðari en hinir bjartsýn- ustu þorðu að vona. Um langt skeið hafði verið stöðugur halli á viðskiptum okkar við útlönd, sem borinn var uppi af lánsfé og gjafafé, enda var þjóðin orðin stórskuldug og lánstraustið þrotið. Ljóst var að þannig yrði ekki lengi haldið áfram, og Viðreisnarstjórnin sagði landsmönnum umbúðalaust, að hún ætlaði að stöðva þessa þróun, jafnvel þótt það kost- aði nokkrar fórnir, enda ógerlegt að tryggja góð og örugg lífskjör í framtíðinfti nema grúndvöllur efnahags- lífsins yrði treystur. Sem betur fer urðu fóm- irnar minni en boðað hafði verið, og nú þegar eru lands- menn teknir að njóta nokk- urs árangurs af viðreisninni, þótt hann komi auðvitað bet- ur í ljós, þegar ekki er leng- ur talin nauðsyn á að leggja jafnmikið til hliðar til að treysta fjárhaginn út á við. Nú þegar hafa íslendingar greitt að fullu þau yfirdrátt- arlán, sem veitt voru til þess að auka frjálsræði í viðskipta málum og taka upp svipaða efnahagsstefnu og fylgt er í öllum nágrannalöndum. — Þetta hefur verið unnt að gera án þess að þrengja að greiðslugetu bankanna er- lendis, því að gjaldeyriseign- in hefur aukizt jafnt og.þétt. Hið ánægjulegasta er að þrátt fyrir hina miklu spari- fjársöfnun þjóðarheildarinn- ar eru framkvæmdir innan- lands með allra mesta móti, þannig að hvarvetna skortir vinnuafl. Þannig hafa kenn- ingar stjórnarandstæðinga um samdrátt og kreppu ræki- lega afsannazt. AÐ VERA Á MÓTI ki er að furða þótt áróð- ur stjómarandstæðinga sé heldur vesældarlegur, þar sem hann byggist á því að vera á móti öllu því, sem Viðreisnarstjórnin gerir — og þar með þeim mikla ár- angri, sem náðst hefur. Það er auðvitað ekki auð- velt verk að sannfæra menn um, að allt sé hér á heljar- þröm, samdráttur, atvinnu- leysi og bágborin afkoma, þegar hið gagnstæða gefur hvarvetna að líta. En stjórn- arandstæðingar, einkum þó Framsóknarmenn, grípa þá til þess ráðsins að reyna að þegja um fregnimar. Þannig felldi Tíminn t.d. niður úr fréttatilkynningu Seðlabank- ans, sem birtist hér í blaðinu sl. sunnudag, allar upplýs- ingar um bætta gjaldeyris- stöðu, og raunar minnist Mbl. þess ekki, að málgagn Framsóknarflokksins hafi nokkum tíman skýrt frá því, hver grundvallarbreyting hefur orðið til hins betra í gj aldeyrismálunum. En staðreyndirnar breyt- ast ekki, þótt reynt sé að þegja iim þær eða falsa frétt- irnar. Þess vegna geta lands- menn fagnað góðri afkomu, hvað sem líður móðuharð- indavæli Framsóknarmanna. ALÞINGI KEMUR SAMAN A lþingi hefur nú verið kvatt saman og hefjast þing- störf í næstu viku. Þótt þeg- ar hafi verið hrundið í fram- kvæmd mörgum þeim meg- inbreytingum, sem Viðreisn- arstjórnin lofaði að beita sér fyrir, hefur hún enn mörg járn í eldinum. Má því gera ráð fyrir að þetta þing verði ekki síður athafnasamt en þau síðustu. Sérstaklega virðast stjóm- arandstæðingar óttast mjög framkvæmdaáætlunina, sem unnið er að og væntanlega verður mikið rædd á Al- þingi. Er það heldur engin furða, þótt þeim sé illa við áætlunina, því þá mun koma í ljós.'hve mikið er hægt að afreka á skömmum tíma, þegar rétt er stjórnað og efnahagurinn er traustur, gagnstætt því sem var á tím- um „vinstri stefnunnar“. — Ekki er ólíklegt að hart verði deilt á þingi, því nú nálgast kosningar og þá er venjan sú að pólitísk átök fara vax- andi. Það ber líka mikið á milli þeirra tveggja meginfylk- inga, sem takast á. Annars vegar eru þeir, sem vilja halda áfram að byggja upp á grundvelli frjálsræðis og athafna og fylgja þeirri stjómarstefnu, sem bezt hef- ur gefizt í nágrannalöndun- um, en hins vegar eru Fram- sóknarmenn og kommúnist- ar, sem hafa lýst því yfir, að þeir vilji á ný taka upp upp- bótakerfið og allt það farg- an, sem því var samfara. Hlýtur kosningabaráttan mjög að einkennast af þess- um djúpstæða skoðanamun, UTAN UR HEIMI WMaBSi Nokkrir stúdejktanna, sem grófu göngin undir múrinn. 59 tdkst að flýja um göng, sem stúdentar grofu á 18 vikum EINS og skýrt var frá í frétt- um nýlega tókst 29 manna hóp aS flýja frá A.-Berlín til V.Berlínar um göng, sem graf in höfðu verið undir múrinn. Þegar þessi hópur var kom- inn vestur fyrir borgarmörkin var álitið að fleirum myndi ekki takast að flýja um göngin, því að vegna rign- inga hafði flætt inn í þau. Slökkvilið V.-Berlínar gerði tilraun til að dæla vatni úr göngunum og tókst að lækka vatnsborðið það mikið, að 30 mönnum til viðbótar tókst að flýja um göngin. Sumir þurftu þó að vaða vatnið upp undir hendur. Aður hafa nokkrum sinn- um verið grsfin göng undir múrinn, en aldrei hefur jafn mörgum tekizt að flýja um ein göng og hin fyrrnefndu. Það voru stúdentar í V.- Berlín, sem grófu göngin. Voru þau rúmlega 120 metr- ar á lengd. Það tók stúdent- ana 18 vikur að grafa göngin, en alls tóku 24 þátt í starfinu. Unnu þeir í vaktaskiptum frá 8 til 12 klukkustundum í einu. Alls kostaði verkið 3.750 doll- ara eða rúmar 150 þúsundir ísl. króna. Það, sem stúdent- arnir þurftu að kaupa var m. a. bifreið til þess að flytja moldina á brott, rafmagnsbor, lampa eins og námumenn nota o.fl. Stúdentarnir rákust tvisvar á vatnsleiðslur o>g fóru þær báðar í sundur. önnur var inni í A.-Berlín. Var hún nokkru ofar en göngin sjálf og viðgerðarmennirnir, sem gerðu við hana urðu ekki var ir við göngin. Af hreinni tilviljun komu stúdentarnir upp kjallara í A.-Berlín, sem ekki var búið í. Þeir vissu ekki á hverju þeir áttu von og þess vegna var sá, sem fyrstur fór vopn- aður vélbyssu.' Til þess að komast í sam- band við væntanlega flótta- -menn fóru stúdentarnir til A.-Berlínar. Nokkrir þeirra voru útlendingar óg gátu auðveldlega komizt á milli borgarhluta með því að sýna vegabréf sín. Heimsóttu þeir vini og kunningja stúdentanna frá V.-Berlín og sögðu þeim frá göngunum. Um þessar mundir eru V.- Berlínarbúar að grafa fern göng, en þeir sem vilja 'flýja A.-Berlín eru óþolinmóðir og á einum sólarhring fyrir skömmu flýðu 11 mienn eftir öðrum leiðum. Þar á meðal voru tveir a.-þýzkir lögreglu- menn. Norrænt varalið Tillögur um 2000 manna herlið Norðurlanda rætt i október SKÝRT hefur verið frá því í Danmörku að lagðar muni verða fyrir fund landvarnarráðherra Norðurlandanna tillögur, sem gera ráð fyrir 2000 manna her- liði frá Norðurlöndunum, er gegna skuli kalli S.Þ.» gerist þess þörf. Verða tillögurnar ræddar á fundi landvarnaráðherra í Kaupmannahöfn í byrjun októ- ber. Ætlunin mun, að hér verði um að ræða varalið sjálfboðaliða frá Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Verður mönnum gefinn kostur á að láta skrá sig til þjónustunn- ar, þannig, að hver og einn dvelji við sín störf í heimalandinu, en verði þó reiðubúinn að gegna auk þess sem um það verður deilt hvort kommúnistar eigi að hafa oddaaðstöðu í íslenzk um stjórnmálum. Um það dreymir Framsóknarmenn, því að þá telja þeir sig ör- ugga um að öðlast sæti í ríkisstjórn. kalli S.Þ., ef senda þarf herlið til einhvers hluta heims. Þátttakendur munu, er þar að kemur, undirrita sérstakan samn ing, og munu þeir fá einhverja þóknun fyrir innritunina. Svíar munu einkum skrá flug- menn og landvarnaliða, Noreg- ur flugmenn, tæknifræðinga og hjúkrunarliða, en jafnframt munu bæði löndin leggja til flug vélar. Danir ætla sér einkum að skrá til þjónustu menn, er starfa munu við flutningadeild liðsins, auk hjúkrunarliða og herlögreglu þjóna.’ Alls er fyrirhugað að Svíarnir verði 700—800, en Danirnir og Norðmennirnir samtalf 1200, og komi helmingur þeirra frá hvoru landi um sig. Að loknum ráðherrafundinum. í október munu tillögurnar lagð- ar fyrir þing landanna. Fundinn munu sitja Sven Andersson, frá Svíþjóð, Gudmund Harlem- frá Noregi og Poul Hansen, frá Dan- mörku. Sendisveínn óskast á afgreiðslu vora. Vinnutími 9—12 f.h.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.