Morgunblaðið - 24.10.1962, Side 1
5*4 síiiur
49. árgangur
237. tbl. — Miðvikudagur 24. október 1962
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Blómlegur fjárhagur ríkisins
GreiðsEuafgangur s.l. árs
um 57 millj. kr.
Fyrsta umræða um fjárlaga
frumv^rp ársins 1963 fór
fram á Alþingi í gærkvöldi
og var henni útvarpað. Gunn
ar Thoroddsen fjármálaráð-
herra fylgdi frumvarpinu úr
hlaði, gerði grein fyrir af-
komu ríkissjóðs á árinu 1961,
skýrði frá afkomuhorfunum
í ár og rakti og skýrði ein-
staka liði hins nýja fjárlaga-
frumvarps.
M.a. kom fram í ræðu ráð-
herrans, að greiðsluafgangur
hafði orðið á árinu 1961, er nam
57 millj. kr. Þá eru einnig horf-
ur á greiðsluafgangi á yfirstand-
<mdi ári. Ríkisreikningur 1961
Gunnar Thoroddsen, fjármála-
ráffherra flytur fjárlagaræðu
sína á Alþingi í gærkvöldi
hefur nú verið lagður fram til
samþykktar á Aíþingi og mun
það vera í fyrsta skipti, sem
fullgerður reikningur fyrir næst
liðið ár er lagður fyrir, áður en
fyrsta umræða fjárlaga fer fram
Ekki er gert ráð fyrir hækkun
skatta, tolla eða annarra álaga í
frumvarpinu.
Lausaskuldir voru engar hjá
ríkissjóði í árslok 1961, en námu
í ársbyrjun 42,8 millj. kr. Þá er
það nýmæli í skuldamálum ríkis
sjóðs, að tekjuafgangi ársins var
fyrst og fremst varið til að
greiða lausaskuldir ríkissjóðs.
Þá gat ráðherrann um margvís
legar sparnaðarráðstafanir, er
ýmist væru í undirbúningi eða
þegar væru komnar til fram-
kvæmda, og skipta þær milljón
um króna.
Hér á eftir verður getið nokk
urra atriða úr ræðu fjármála-
ráöherra, en hún verður síðar
birt í heild í Morgublaðinu.
Afkoma ríkissjóðs
í upphafi ræðu sinnar gerði
fjármálaráðherra grein fyrir af
komu ríkissjóðs á sl. ári.
„Tekjur ríkissjóðs 1961 voru
áætlaðar á fjárlögum 1589
millj. kr., en urðu 1672 millj.
kr. og fóru þannig 83 millj. fram
úr áætlun. Liggja til þess tvær
ástæður. Tekju- og eignaskattur
fór verulega fram úr áætlun, en
það stafar einkum af réttari fram
tölum, sem eiga rót sína að rekja
til umibóta á skatta og útsvars-
lögum. Og tekjur rikissjóðs af
innflu'tningi, sem miðast við
hundraðstölu af verðmæti inn-
fluttra vara, urðu meiri en fjár
lög gerðu ráð fyrir. Á hinn bóg
inn urðu tekjur af rekstri ríkis-
stofnana, en þar er Áfengis- og
tóbaksverzlun ríkisins stærsti
liðurinn, um 19 millj. minni en
fjárlög áætluðu."
„Útgjöld ríkisins eru í fjár-
lögum greind sundur í rekstrar
útgjöld og x eignahreyfingar.
Rekstrarútgjöldin, sem voru á-
ætluð 1476,4 millj. kr., reyndust
1509,8 millj. eða 33,4 millj. um
Framhald á bls 8
Síldar-
samnlng-
arnlr
BLAÐIÐ hafði í gær sambandi
við Jón Sigurðsson formann,
Sjómannasambands Islands og
spurðist fyrir um hvernig
samnimgsgerð gengi út af
kjörum sjómanna á síldveið-
unum í vetur.
Ekki hefir enn verið boðað-
ur samningafundur og því
ekkert nýtt í sambandi við '
þetta mál.
Hins vegar munu margir
vænta sér mikils af sáttatil-
lögum Torfa Hjartarsonar
sáttasemjara, sem fram ættu
að koma innan skamms.
1 Þetta er fyrsta myndin frá verskras" flugvélar, sem i
1 átökunum á landamærum varpar niður vistum til her
I Indlands og Kína, og sýnir manna á norðaustur víg- !
hún kínverska hermenn stöðvunum.
fylgjast meff ferffum ind- 1
Öryggisráðiö ræöir Kúbumálið
Stevenson ræðst harðlega á Sovétríkin
Sameinuðu þjóðirnar, —
New York, 23. okt. (AP) —
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
kom saman til aukafundar í dag
til að ræða kröfu Bandaríkjanna
um að árásarstöðvar á Kúbu
verði lagðar niður óg árásarvopn
verði flutt þaðan burt, og kröfu
Sovétrikjanna og Kúbu um um-
ræður um aðgerðir Bandaríkj-
anna í sambandi við aðflutnings
bann á vopn til Kúbu.
Skoraði aðalfulltrúi Bandaríkj
anna, Adlai E. Stevenson, á ör
yggisráðið að grípa til nauðsyn
legra aðgerða nú til að binda
endi á árásarfyrirætlanir Sovét
ríkjanna í sambandi við Kúbu
og fleiri ríki heim.s. Sagði hann
að flutningur Sovétríkjanna á
Rússar mótmæla aðgerðum
en ekki að eldflaugar séu á Kúbu
Moskvu, 23. október (AP)
STJÓRN Sovétríkjanna gaf í dag
út yfirlýsingu varðandi ráðstaf-
anir, sem Xenniedy Bandaríkja-
forseti tilkynnti í gær að gerðar
yrðu varðandi Kúbu. Segir Sovét
stjórnin að aðflutningsbanm
Bandaríkjanna á vopn til Kúbu
sé ruddalegt, hræsnisfullt og
hættulegt, og senidir hún stjórn
Bandaríkjanna „alvarlega aðvör-
im“ um að aðgerðir þessar séu
6 cref í áttina til kjarnorkustyrj-
a idar.
Yfirlýsingu Sovétstjórnarinnar
var útvarpað í Moskvu í dag 14
klukkustundum eftir að Kennedy
f mtti ræðu sína og lýsti því yfir
eð bandarísk herskip mundu
stöðva öll skip, hverrar þjóðar
•em þau væru, er grunuð væru
um að flytja voprn til Kúbu, og
snúa burt ef grunurinn reyndist
réttur. Fer stjórn Sovétríkjanna
nú fram á að Öryggisráð SÞ
verði kvatt til aukafundar til að
ræða það sem hún nefnir brot
Bandaríkjanna á stofnskrá SÞ
og ögrun við friðinn.
Aldrei til árása
í y|írlýsingunni neitar Sovét-
stjórnin hvergi að hafa sent eld-
flaugar til Kúbu, sem unnt væri
að skjóta á Bandaríkin og lönd-
in j Mið-Ameríku. Hinsvegar seg-
ir í orðsendingunni: „. .Hin stór-
virku hernaðartæki, þar á meðal
eldflaugar búnar kjarnorku-
sprengjum, sem Sovétríkin eiga,
eru, eins og allar þjóðir heims
vita úrslitavald til að hindra ár-
ásaröfl heimsvaldasinna í því að
koma af stað gjöreyðingarstyrj-
öld. . . .Kjarnorkuvopn, sem Sov-
étþjóðin hefur smíðað og sem
eru í höndum Sovétþjóðarinnar
verða aldrei notuð til árása.“
Sjórán
Sovétstjórnin segir að ákvörð-
un Bandaríkjanna um að stöðva
erlend skip á reginhafi og gera
leit í þeim að vopnum sé sjórán.
„En hver veitti Bandaríkjumum
heimild til að taka að sér hlut-
verk þess er ræður örlögum ann-
arra ríkja og þjóða“, segir í yfir-
lýsingunni. „Samkvæmt stofn-
skrá Sameinuðu þjóðanna hafa
öll ríki, stór og smá, heimild til
að lifa eins og þeim bezt hentar,
að gera þær ráðstafanir, sem
nauðsynlegar þykja til að tryggjá
öryggi landsins, að snúast gegn
Framh. á bls. 2
eldflaugum, sprengjuþotum og
öffrum árásarvopnum til Kúbu
væri alvarleg ógnun viff Vesfur
álfu og viff friðinn í heiminum.
Ellefu þjóðir eiga fulltrúa í ör
yggisráðinu, og var Valerian A.
Zorin, fulltrúi Sovétríkjanna í for
sæti á fundinum í dag. Tilkynnti
hann fyrst að fyrir lægju óskir
frá Bandaríkjunum, Sovétríkjun
um og Kúbu um að boðað væri
til þessa aukafundar, og væru
óskir þessar ástæða fundarboðs-
ins og eini dagskrárliðurinn.
Zorin sagði að ástæða Banda-
ríkjanna væri algjörlega úr lausu
lofti gripin og aðeins tilraun til
að breiða yfir árásaraðgerðir
sem Bandarikin hafa gripið til
Sagði hann að til umræðu væri
brot Bandaríkjanna á stofnskrá
SÞ og ógnun þeirra við friðinn í
heiminum. Minntist hann ekki
einu orði á ákærur Bandaríkj-
anna á hendur Sovétríkjunum og
Kúbu. Það var ekki fyrr en eftir
að samþykkt hafði verið að heim
ila fulltrúa Kúbu, sem ekki á
sæti í Oryggisráðinu, að sitja
þennan fund ráðsins, án atkvæð
isréttar, að Zorin minntist á kröf
ur Bandaríkjanna. Gaf hann síð
an Adlai Stevenson orðið.
Afvopnun Bandaríkjanna
Stevenson hóf mál sitt með til
vitnunum í ræðu þó, er Kennedy
forseti flutti í gær varðandi eld
flaugastöðvar á Kúbu, sem ógn-
uðu þjóðum í Vesturálfu. Las
hann upp þá kafla ræðunnar,
þar sem skýrt er frá langdrægni
eldflauganna og ráðstðfunum
þeim, er Bandaríkin hafa gripið
til. Benti hann á að í lok síðari
heimstyrjaldarinnar hafi Banda-
ríkin getað orðið að voldugu
herveldi, en þess í stað afvopn-
azt og boðizt til að láta af hendi
kjarnorkuleyndarmál sín. Auk
þess hafi Bandaríkin gefið þús-
Framh. á bls 23.
Portúgulor
skjtttn ú skip
Indónesíu
Jakarta 23. okt (NTB)
FRÉTTASTOFAN Antara til
kynnti í dag, aff Portúgalar
hefðu skotiff á indónesísk skip
frá eyjunni Timor. Einnig
sagffi fréttastofan, aff komiff
hefffi til óeirffa á landamærum
eyjarinnar, en henni er skipt
milli Indónesíu og Portúgals.
Stjórn Indónesíu hefur ekki
staðfest fregnina.
Þaff hefur lengi veriff venja
aff skip frá Indónesiu sigldu
nálægt hinum portúgalska
hluta Timor ,til aff forffast
hættulega straunr.a. Frétta-
stofan skýrffi frá þessu í fregn
sinni og auk þess frá því, aff
Portúgalar hefffu lengi smygl
aff vini og öðrum varningi inn
í indónesíska hlutann af Ti-