Morgunblaðið - 24.10.1962, Side 2
2
MORGUNBLAÐ1Ð
IVTiðvikudagur 24. október 1962
>Mi
■Ma
i ii%
<»>!» Wl«
Kveðja til lesenda
Morgunblaðsins
íro. Willy Brandt borgarstjóra V - Berlínar
Willy Brandt
í TILEFNI a£ dvöl fréttarit-
ara Morgunblaðsins í Berlín
um miðjan september síðast-
liðinn hefir Willy Brandt,
borgarstjóri sent lesendum
blaðsins eftirfarandi kveðju.
Berlín-Shöneberg 17. okt. ‘62
Ég þakka bréf yðar, sem
þér senduð mér er bér voruð
staddur í Þýzkalandi. Eink-
um þakka ég yður þann á-
huga er þér látið í ljós um
örlög og vandamál sundur-
slitinnar höfuðborgar Þýzka-
lands.
íbúar hins frjálsa hluta
Berlínarborgar kunna vel að
meta og þakka samúð þá og
stuðning, sem þeir njóta svo
víða um heim. Við vitum hve
mjög þróun mála á þessum
blettj álfunnar er undir þeim
skilningi komin, sem menn
utan Berlínar og Þýzkalands
íhafa á vandamálum okkar.
íbúar hins frjálsa hluta klof-
innar höfuðborgar Þýzka-
lands, Vestur-Berlínar, efla
traust sitt á framtíðinni við
þá samúð, sem þeir skynja
frá frið- og frelsiselskandi
fófki um allan heim; sjálfir
vilja þeir einungis fá að búa í
friði og frelsi við frjálst
stjórnmálakerfi þingræðis,
eins og þeir hafa sjálfir kos-
ið sér.
Um leið og ég óska þess,
að sífellt fleiri þjóðir, sem
sjálfcir ráða samfélagsformi
sinu og ríkisstjórnir þeirra
skilji naöðsyn samvinnu,
sendi ég yður og lesendum
Morgunblaðsins vinarkveðj-
ur frá Berlín.
Willy Brandt
□ • □
í greininn, „Smánarmúr-
inn 1 Berlín" sem birtist
her í blaðinu fyrir skömmu
voru engar tölur nefndar. Það
er nú upplýst, að 30 menn
hafa verið drepnir við múr-
inn, frá því hann vair reisst-
ur fyrir rúmu ári.
í Bandaríkjunum er nú tal-
ið að Krúséff hafi boðað til
fundar með Kennedy forseta
í Vínarborg í maí 1961 til.
þess að kynna sér afstöðu
hans, áður en hann gæfi sam-
þykki sitt til þess að Ulbricht
og menn hans fengju að reisa
smánarmúrinn Nú er Krú-
séff aftur á ferðinni og er
mælt að hann vilji fá að
hitita Kenndy á nýjan leik
í Waáhington nú í nóvember.
Kennedy er sagður fús til
þess að taka á móti Krús-
éff í Washington, en hann mun
líta svo á að fundur þeirra til
þess að ræða alvarleg mál,
sé tilgangslaus eins og sakir
standa. SMkur fundur gæti
jafnvel gert illt verra, þar
sem hann gæti leitt til þess
að þeir skildu reiðir.
1 Washington er á það bent,
að 9 klst samræður, sem
Gromikof, utanríkisráðherra
Rússa átti fyrst við Kennedy
forseta og síðan við Rusk utan
ríkisráðherra, í vikunni sem
leið, hafi í engu breytt af-
stöðu Bandaríkjanna og Rússa
til Berlínarmálsins. Það sem
fyrst og fremst ber á milli
er, að Rússar vilja að Vest-
urveldin flytji her sinn frá
Vestur-Berlín, en Vesturveld-
in telja sig hafa skýlausan
rétt til þess að hafa þar heri
sína og segjast hvergi munu
'hvika fiá þeim rétti.
Sunnudaginn 21. október
fluttist Willy Brandt
borgarstjóri ræðu á fundi
sósialdemokrata í Berlín og
sagði þá, að ljóst væri, að
Krúséff hefði nú loks gert sér
grein fyrir því, að Banda-
rí'kjamönnum væri það full
alvara að láta heldur sverfa
til stáls, heldur en að hvika
frá rétti sínum í Berlín. Hafa
þessi ummæli borgarstj órans
vakið athygli víða um heim.
Það er athyglisvert hve ná-
in samskifti hafa verið milli
Bandaríkjamanna og Vestur-
þýzkra stjórnarvalda á und-
anförnum vikum. Upp úr
miðjum september fór Willy
Brandt vestur um haf og
dvaldi þar í viku. Skömmu
síðar fór Sohröder, utanríkis-
ráðherra Bonnstjórnarinnar
til Washington, hitti þar
Kennedy forseta og Rusk ráð
herra. Þó að vitað sé að nokk
ur ágreiningur sé á milli
Bonnstjórnarinnar og Banda-
ríkjastjórnar í einsta'ka mál-
um, þá mun þó Sohröder hafa
sannfærst um að Bandaríkja-
menn eru staðráðinir í því
að standa við gefin loforð í
Vestur-Berlín .Og í byrjun
næsta mánaðar, eða strax eft-
ir kosningarnar í Bandaríkj-
unum, heldur dr. Adenauer,
hinn aldni kanzlari Vestur-
Þýskalands, af stað til Was-
hington.
Á hinn bóginn hefir Gom-
úlika, forsætisráðherra Pól-
verja nýlega verið í Austur-
Berlín og hefir það komið
nokkuð á óvart, að hann hef-
ir lýst yfir stuðningi við þá
kröfu Krúséffs að vesturveld-
in verði á burt með heri sína
úr Berlín.
Fólkið i Vestur-Berlín horf
ir að sjálfsögðu með nokkrum
kvíða á þessi geigvænlegu á-
tök milli austurs og vesturs.
Því líða fólki þessir atburðir
ekki úr minni á meðan það
hefir smánarmúrinn fyrir ut
an gluggan sinn.
Þau tíðindi gerðust nú um
helgina, að fólfc í Vestur-
Berlín veitti því athygli, að
rússneskir hermenn höfðu
tekið sér varðstöðu við múr-
inn í Bernauerstrasse, í stað
austurþýzkra hermanna, sem
voru þar áður. Sumir hyggja
jafnvel gott til þessarar breyt
ingar, þar sem hún er talin
benda til þess að Rússar geri
sér ljóst að það sem gerast
kann f Berlin, er fyrst og
fremst á þeirra ábyrgð.
Pól.
Kínverjar fara fram á samninga-
viðræður við Indverja
Aður dragí herir beggja sig til baka um 20 km.
BREZKA útvarpið skýrði
frá því á miðnætti í nótt, að
Pekingstjórnin hefði lagt til,
að Indverjar og Kínverjar
drægju heri sína til haka um
20 km á landamæravígstöðv-
unum og samningaviðræður
færu fram í Peking eða Delhi.
Sagði útvarpið, að talið væri,
að Kínverjar hefðu borið
þessa tillögu fram eftir að
Nehru, forsætisráðherra Ind-
lands, hefði svarað tilmælum
Krúsjeffs, forsætisráðherra
Sovétríkjanna, Nassers, for-
seta Arabíska sambandslýð-
veldisins, og Tugmans, for-
seta Líberíu, um málamiðlun
á þá leið, að Indverjar myndu
ekki ræða við Kínverja á
meðan kínverskir hermenn
væru á indverskri grund.
— Rússar
Framhald af bls. 1.
árásáröflum, sem ógna frelsi
þeirra og sjálfstæði.“
„Sovétríkin hafa alltaf verið
trú grundvallarreglum stofnskrár
Sameinuðu þjóðanna, hafa stöð-
ugt stefnt að því að tryggja og
efla friðinn. Allur heimurinn
veit um þær umfangsmiklu til-
raunir, sem Sovétríkin hafa gert
til að draga úr spennunni í heim-
inum....“
Yfirlýsing Sovétstjórnarinnar
lýkur með því að skora á allar
ríkisstjórnir heims að mótmæla
gjörðum Bandaríkjastjórnar, og
segist Sovétstjórnin munu gera
allt til að koma í veg fyrir fyrir-
ætlanir árásaraflanna í Banda-
ríkjunum.
Nýju Delhi, 23. okt. — NTB-AP
• HARÐIR bardagar geisuðu
enn á landamærum Indlands og
Kína í dag. — Kínverjar sækja
fram á norðausturvígstöðvunum,
en Indverjum hefur tekizt að
stöðva framsókn þeirra í Ladak-
héraði, að sögn varnarmála-
ráðuneytis Indlands. Kinverjar
segja hins vegar, að hermönn-
um þeirra hafi einnig vegnað
betur í Ladakhéraði.
• Forseti Indlands sagði í
ræðu í dag, að Indverjar yrðu
að efla herlið sitt á landamær-
unum og ná aftur landsvæðun-
um, sem Kínverjar hafa tekið.
• Pekingstjórnin hefur sagt
hermönnum sínum, að þeir þurfi
ekki að takmarka sig við hin
umdeildu svæði á landamærun-
um, er þeir ráðast á Indverja.
• Macmillan, forsætisráðherra
Breta, tilkynnti Nehru í dag, að
Bretar væru reiðubúnir að selja
Indverjum vopn.
Sex vígstöðvar
Bardagarnir á landamærum
Indlands og Kína hafa enn
breiðzt út og er nú barizt á sex
vígstöðvum, að þvi er fréttir
Pekingútvarpsins herma. Fjór-
um vígstöðvum í Ladakhéraði i
Kasmír og tveimur á norðaustur-
landamærunum.
Kínverjar sækja fram til borg-
arinnar Twang, sem er verzlun-
armiðstöð á svæðinu milli Butan
og Tíbet, 80 kílómetrum fyrir
sunnan landamæralínu þá, sem
Indverjar víðurkenna. Talið er í
Nýju Delhi að Kínverjar ætli að
taka borgina og svæðið um-
hverfis hana og ná um leið yfir-
ráðum yf-ir leiðinni til Nam
Yong-dalsins, sem liggur í suð-
vestur gegnum Butan að Brama-
putrasléttunni.
| NA /5 hnútar 1 SV SÖ hnutar ¥ Snjókoma t 06 i 7 Skúrír E Þrumur 'W.z, KuUoM H Hml L Lmo»
Kínverjar hafa einnig sótt
fram við Kibitoo, austast á
landamærunum rétt við Burma.
Ofursti úr „indverska hernum,
sem flaug yfir vígvellina í Lad-
akhéraði í dag, sagði, að þar
Mfefði Indverjum tekizt að stöðva
framsókn K'nverja, en Kínverj-
ar sendu aukinn herstyrk til víg-
stöðvanna.
Fréttastofan Nýja Kína til-
kynnti aftur á móti, að Kínverj-
um hefði vegnað betur á þess-
um vígstöðvum.
Kínverjar vildu ekki
samningaviðræður
Forseti Indlands, Radhalsrishn-
an, flutti ræðu í dag og sagði
hann, að indverska þjóðin ætti
ekki annárs úrkosta en styrkja
varnir sínar, verja land sitt og
ná aftur þeim svæðum, sem Kín-
verjar hefðu tekíð. Sagði hann,
að Kínverjar hefðu vísað kulda-
lega á bug tilboði Indverja um
samningaviðræður, og gert árás
á Indland.
Blöðin í Peking skýrðu í dag
frá yfirlýsingu ríkisstjórnarinn-
ar þess efnis, að landamæraher-
sveitir Kínverja þyrftu ekki að
takmarka sig við hin umdeildu
svæði við MacMahon-línuna.
Indverjar hefðu ráðizt inn i Kína
og hefði árásin verið lengi í und-
irbúningi.
Vilja miðla málum
Krúsjeff forsætisráðherra lagði
það til við Nehru, forsætisráð-
herra Indlands, í bréfi, sem hann
sendi honum í dag, að hafnar
yrðu viðræðyr um lausn landa-
mæradeilunnar. — Áður höfðu
Arabíska sambandslýðveldið og
Líbería lagt það sama til.
Bretar senida vopn
Macmillan forsætisráðh. Breta
'hét Nehru forsætisráðherra .Ind-
í GÆR var fremur stillt
veður og úrkoroulítið um
mestan hluta landsins, en á
Vestfjörðum gerði um morg-
uninn talsverða snjókotmu,
sem stóð þó stutt. Út af Vest-
fjörðum var hins vegar ANA-
hvassviðri og snókoma. Lægð
in suður af Grænlandi, sem
er til komin úr fellibylnum
Ellu, stefndi hingað, og voru
allt upp í 10 vindstig nalægt
lægðarmiðju.
lands því í dag, að Bretar myndu
selja Indverjum vopn og annað
er þeir þörfnuðust til að verjast
Kínverjum. Lýsti hann samúð
brezku þjóðarinnar með Ind-
verjum á þessum erfiðu tímum.
Það var tekið skýrt fram af
opinberum embættismönnum í
London, að vopn þau, sem Bretar
létu Indverjum í té, væru ekki
gjöf. Ástæðurnar til þess væru,
að enginn varnarsamningur væri
í gildi milli Bretlands og Ind-
lands — þess hefðu Indverjar
ekki óskað — og að Bretar gætu
ekki gefið Indverjum vopn, sem
þeir gætu selt öðrum, fyrst og
fremst bandamö mum sínum.
3 verzlanir
á sama stað
VERZLUNIN Drangey hefur ný-
lega aukið húsrými sitt við
Laugaveg. Þrjár verzlanir eru
reknar þar á sömu hæð: Hljóm-
plötudeild, leðurvöruverzlun og
Bólstrun Harðar Péturssonar.
Drangey hóf starfsemi sína ár-
ið 1936. Á síðustu 15 árum hefur
dótturfyrirtæki verzlunarinnar
íslenzkir tónar gefið út .nær 200
hljómplötur 78, 45 og 33 snún-
inga, ýmist danslaga-, þjóðlaga-
og barnaplötur. í hljómplötu-
verzluninni fást einnig margs-
konar erlendar plötur.
í leðurvörudeildinni eru ís-
lenzkar kventöskur frá 5 helztu
töskuverzlunum landsins, ög í
Bólstrun Harðar Péturssonar fæst
mikið úrval húsgagna.
Leiðbeiningar
um matarræði
LÆKNISDÓMAR alþýðunnar
nefnist nýútkomin bók eftir
bandarískan lækni, D. C. Jarvis,
M.D. Gefur þessi bók mönnum
leiðbeiijingar um mataræði og
lifnaðarhætti og niðurstöður
byggðar á athugunum höfundar.
Hefir bók þessi vakið mikla at-
hygli bæði í Bandaríkjunum og
Englandi og einnig verið þýdd á
fjölda tungumála. Höfundurinn.
dr. Jarvis er nú að verða áttræð
ur en stundar enn lækningar af
fullum krafti og hefur auk þess
skrifað margar bækur um holl-
ustuhætti manna og dýra.