Morgunblaðið - 24.10.1962, Síða 3
I
Miðvikudagur 24. október 1962
MORC l ISBL4Ð1Ð
S55S -. ■■ ' •.vyw.srt- •.v.Ws - VV.W. %w.v w w y . w%y wwww,w//wtyw*iyiymAWMwwwAywv^,aa- V.AWA^V{^r4^|
I
i
I
Steypti
vegurinn
lengist
STEYPTI spottinn af Kefla-
víkurveginum teygði sig nú
um helgina suður á Hvaleyrar
holt. Af því tilefni brugðu
blaðamaður og ljósmyndari
frá Morgunblaðinu sér suður
eftir, til að líta nánar á fram-
kvæmdirnar.
Steypti búturinn er nú orð-
inn 3,4 kílómetrar á lengd, og
verkfræðingar íslenzkra Aðal*
verktaka gerðu ráð fyrir að i
þessari viku bættust enn við
600 metrar, ef tíðin héldist
hagstæð.
Hjá vegamálastjórninni feng
Steypan er sett á bílana úr „sílói“. Steypan er það þurr, að það
er hægt að flytja hana á vanalegum bílum.
Hér er steypistöðin, sem blandar steypuna í Kef lavíkurveginn. Steypiefnið er malað á staðnum.
Steypistöðin blandar að jafnaði 460 rúmmetra á dag, þá daga, sem steypt er. Það magn dugir
í um 260 metra langan kafla. Vegurinn er IVt metri á breidd og þykkt steypunnar 20 cm.
Ljósm.: Sv. Þorm.
ust fréttir af undirgöngunum,
sem ætlunin er að gera
hjá læknum. Tillöguuppdrætt-
ir hafa verið gerðir, en ekki
<? ................................................................................................................................................................................................................................. '•••'•• • •••■••■•:■■•• .......................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................
verður hafizt handa um fram-
kvæmdir á þessu ári. Ætlunin
mun hins vegar vera að gera
görrgin á næsta sumri.
Ekki hefur ennþá viðrað til
þess að fylla í raufarnar, sem
myndast þar sem steypan er
söguð Til þess að það sé hægt
verður að vera þurrt veður
og helzt frostlaust. En vegur-
inn verður tekinn í notkun
smám saman, eftjr því sem
raufarnar eru fylltar og geng-
ið verður frá köntum.
Væntanlega verða síðar
byggð fleiri undirgöng og
göngubrýr, eftir því sem
byggðin austan megin vegar-
ins eykst. Hafnarfjarðarbær
mun nú þegar hafa í fórum
sínum skipulagstillögur fyrir
þetta svæði, svo og tillögur
um lausn umferðarvandamáls-
ins þar.
nyiMmiWMi
Friðarhöll byggð í Japan
ÞANN 22. þ.m. var hátíðdega
opnuð höll mikil í Odawara í
Japan fyrir Siðvæðinguna í
Asíu. Rúmar hún um 1000 manns
og stendur á fögrúm stað 80 km
frá Tokíó.
IKEDA forsætisráðherra Jap-
ans framkvæmdi opnunina. Fyr-
ir mannvirki þessu stóðu marg-
ir af forystumönnum japönsku
þjóðarinnar, þar á meðal KISI,
fyrrverandi forsætisráðherra
frægur stjórnmáilamaður í Asíu.
Jafnframt opnunni er þarna
haldinn fjölmenn alþjóðleg ráð-
etefna Siðvæðingarinnar. í boðs-
bréifi til þessara hátíðahalda
etendur, að forystumenn í Japan
hafi ákveðið að bygigja þetta
höfuðsetur „til þess að leggja
^rundrvöli að heimsfriði og sam
eina Asiu.“
Þessi einstaka ,,friðarhöil“ Asíu
er bygigð fyrir samskotafé Yfir
10 þúsund einstaklingar og á
annað hundrað félög hafa gefið
fé tU framkvæmdanna. Gjafir
hafa borizt víðs vegar að, og
einnig frá löndum, sem Japanir
herjuðu í síðustu styrjöld. Þann-
ig gáfu menn í Ástralíu öll hús-
gögn, sem þurftu.
Ungverskur fiðluleik-
ari leikur með Sin-
fóníuhljómsveitinni
2. tönleikar vetrarins á morgun
ANNAÐ kvöld, fimmtudags-
kvöld, verða aðrir tónleikar
Sinfóníuhljómsvéitarinnar í
Háskólabíói. Hljómsveitar-
stjóri er William Strickland
en einleikari með hljómsveit
inni verður ungverskur fiðlu
leikari, Bela Detraköy, sem
búsettur er í Danmörku.
Sala áskrifta að tónleikum
hljómsveitarinnar hefur geng
ið mjög vel, og var áskriftar
skírteini nr. 500 afgreitt í
gær.
Á efnisskrá hljómleikanna
verða að þessu sinni Sinfónia nr.
104 í D-dúr, Lundúna-Sinfónían
eftir Joseph Haydn; Symphonie
Espagnole f. fiðlu og hljómsveit
eftkr Edouard Lalo og loks Sin-
fónía nr. 5 op. 50 eftir Carl Níel
sen.
Bela Detraköy er fæddur í
Búdapest og stundaði nám í Tón
listarháskólanum þar í borg frá
tíu ára aldri. Hann fluttist til
STAKSTEIM/VR
Sovétríkin munn
bregðast hart víð!
Magnús Kjartansson ritstjóri
Þjóðviljans er sem kunnugt er
nýlega kominn heim frá Kúbu.
Hann lýsir því yfir í gær í blaði
sínu að Sovétríkin „muni bregð-
ast mjög hart við ræðu“,
Kennedys Bandaríkjaforseta og
þeim öryggisráðstöfunum, sem
Bandaríkin hafa gert vegna þess
að Rússar hafa gert Kúbu að víg-
hreiðri sínu í Vesturheimi. Kemst
Moskvumálgagnið á íslandi m. a.
að orði um þetta á þessa leið:
„Ræða Kennedy var haldin
svo seint um kvöldið að Evrópsk
um tíma, að ekki höfðu borizt
fréttir um viðbrögð við henni,
þegar blaðið fór í prentun. Full
ástæða er að búast við að Sovét-
ríkin og, ekki þau ein, muni
bregðast mjög hart við ræðu
hans, enda eiga þær ráðstafanir,
sem hann boðaði sér ekki nokkra
stoð í neinum lögum. En það má
þyí ganga út frá þvi sem vísu
að Sovétríkin neiti með öllu að
leyfa bandarískum herskipum
leit í sovézkum kaupförum og
muni ekki hika við að beita
vopnavaldi til að tryggja frjálsar
siglingar skipa sinna. Ljóst er að
slíkir árekstrar gætu hæglega
orðið sá neisti, sem kveikti ófrið
arbál um allan heim“.
Friðarhöll Siðvæðingarmanna i Japan í byggingu.
Danmerkur árið 1945 og hefur
búið þar síðan .Hann hefur í 10
ár leikið með hljómsveit Kon-
unglega leikhússins í Kaupmanna
höfn og leikið einleik með öllum
hljómsveitum Danmerkur við
mjög góða dóma gagnxýnenda.
Hann hefur ennfremur leikið
með sinfóníuhljómsveitinni í
Malmö, í Svíþjóð.
Leikur einnig fyrir útvarpið
Detraköy sagði í stuttu viðtali
við fréttamenn í gær, að aðsókn
að tónleikum í Danmörku hefði
mjög minnkað frá því fyrst eft
ir heimstyrjöldina síðari. Hefði
svo verið oft undanfarin ár, að
jafnvel víðkunnir hljómlistar-
menn léku fyrir hálftómum hús
um. Var hann etaki frá því, að
sjónvarpið hefði átt þarna í
nokkurn þátt. Á hinn bóginn
taldi hann þetta horfa til hins
betra því að áihugi yngri kynslóð
arinnar virtist mikill og vaxandi
Auk þess að leika einleik með
Sinfóníiuihljómsveitinni annað
kvöld, mun Detraköy leika fyr-
ir Ríkisútvarpið sónötu fyrir
fiðlu, án undirleiks, eftir Bela
Bartók. Er sónatan næst síðasta
verkið, sem Bartók samdi (frá
1944, og hið síðasta er hann
lauk við að fullu. Pianókoncert
nr. 3 tókst honum ekki að ljúka
endanlega, áður en hann lézt.
Fiðlusónatan, sagði Detraköy
að væri talin eitt erfiðasta ein-
leiksverk, sem samið hefði verið
fyrir fiðlu. Væri hún tónsmíð,
sem tæki heila ævi að læra —
°g dygði þó vart, hún væri svo
margslungin og krefðist svo fjöl-
breyttra eiginleika flytjanda, að
á fárra færi væri að gera henni
þau skil, sem vert væri.
Sinfónían nr. 5 op. 50 eftir
Carl Nielsen er nú flutt hér-
Framhald á bls. 8.
Kúbufarinn, ritstjóri Moskvu-
málgagnsins á íslandi er þannig
búinn að taka afstöðu fyrir Krú-
sjeff. Hann segir að Sovétríkin
muni halda áfram að flytja vopn
til Kúbu og muni fara í stríð við
Bandaríkin ef þau reyni að
hindra þessa vopnaflutninga!
Víll hann hækka
kjarnfóðrið?
Halldör bóndi á Kirkjubóli er
öðru hvoru að ávarpa Mbl. í sam-
bandi við landbúnaðarmál. S.l.
laugardag ritaði hann all langa
grein um niðurgreiðslu á kjarn-
fóðurverði og fleira í Tímann.
Helzt er á honum að skilja að
það sé bændum síður en svo hag-
kvæmt að verð á erlendu kjarn-
fóðri skuli haldið niðri með þvl
að greiða það niður, hafa frakt-
imar mjög lágar og sem enga
tolla. Er hann með bolla-
leggingar um ýmsar óheppi-
legar afleiðingar af óeðlilega
lágu kjarnfóðurverði. En
myndi ekki hafa kveðið við
annan tón hjá honum og öðrum
Framsóknarmönnum ef verð á
kjarnfóðri hefði verið hækkað til
fulls í samræmi við gengisbreyt-
inguna er viðreisnarráðstafan-
irnar voru gerða á sínum tíma?
Kjarni málsins er sá, að svo
mikil og snögg verðbreyting sem
orðið hefði án sérstakrar ráðstaf
ana, var líkleg til þess að verka
sérstaklega illa á mjólkurfram-
leiðsluna og íþyngja bændum.
Vaiasamur áróður
En það er vafasamur áróður
nú, frá sjónarmiði bænda, eftir
erfitt heyskaparsumar um mik-
inn hluta landsins að taka upp
baráttu gegn lágu verði á inn-
fluttu kjarnfóðri.
Innflutningsgjöld á dráttarvél-
um er annað mál, sem að vísu
hefur áhrif á verðgrundvöll land
búnaðarvara, eins og kjamfóður-
verðið. Tollskráin er nú í endur-
skoðun, þ. á. m. innflutnings-
gjöld af dráttarvélum eins og öðr
um tækjum til framleiðslustarfa,
bæði í landbúnaði og sjávarút-
vegi. Er vitanlega eðljlegt að sam
ræmi sé milli aðflutningsgjalda
af framleiðslutækjum, hvort sem
þau eru flutt inn í þágu sjávar-
útvegs eða landbúnaðar.