Morgunblaðið - 24.10.1962, Side 5
Miðvikudagur 24. október 1962
MORCl’NBY 4 Ð 1 Ð
5
«a»%i
MENN 06
= MALEFNIs
Tíðindamaður frá Morgun-
blaðinu hitti fyrir skömni'U að
máli franskan vínkaupmann
og togaraútgerðarmann frá
Bordeaux, Bertrand Peyrel-
ongue. Hvernig á því stendur,
að vínkaupmaður gerist tog-
. araútgerðarmaður, sem hér á
landi virðist hvergi nærri
gróðavænleg starfsgrein, skal
ekki reynt að rekja nánar
hér, en ættin var löngu gró-
in í vínkaupmennskunni áð-
ur en hún byrjaði útgerð
skömimu eftir fyrri heimis-
styrjöldina.
Vínfyrirtsekið hefur gengið
mann frá manni í nokkur
hundruð ár, og sonur tekið
við af föður, og eins er um
stöður í fyrirtæikinu. Fyrir
skömmu lét aðalbókari fyrir-
tsekisins af störfum, 83 ára
gamall. Hafði hann þá starfað
í fyrirtækinu síðan hann var
13 á'ra gamall. Við starfinu tók
sonur hans og nú er sonur
hans byrjaður að vinna hjá
föður sínum. Eins er um önn-
ur störf, það eru alltaf sömu
fjö'lskyldurnar sem eru í vinnu
við fyrirtækið, enda eru starfs
mennirnir orðnir nánast sem
ein stór fjölskylda.
— Það andrúmisloft, sem
þannig skapast, er nauðsyn-
legt til þess að geta búið til
gott vín, því það er eins með
vínið og með börnin, það þarf
natni og aðhlynnimgu meðan
það er að þroskast. Vínið er
undir því andrúmslofti komið,
sem það elzt upp í, og það
miá aldrei knýja það til neins,
sem því er óeðlilegt. Gæði
vínsins eru algerlega komin
undir því, hvort að því sé
farið með gætni eða hvort
það sé knúið áfram með of-
beldi. Vínið óhreinkast, og
það er jafn eðlilegt og þeg-
ar lcrak'ki verður óhreinn, en
þó verður að þrífa það, og
ekki er sama hvernig það er
gert
— Getið þér sagt mér hvaða
aðferðir eru notaðar?
— Flest óhreinindin botn-
falla, og þau hreinsum við
einfaldilega frá með því að
láta vínið renna ofan af í
hreina ámu En sum óhrein-
indin falla ekiki til botns, og
til þess að ná þeim úr, hrær-
um við þeyttar eggjahvítur
saman við vínið í hverri ámu,
og hsegt og rólega sígur eggja-
hvítan til botns og tekur þá
með sér gruggið Þetta er var-
færnislegasta aðferðin, sem til
er, og vínið er ekki beitt neinu
ofbeldi, og missir þess vegna
ekki bragð
Bertrand Peyrelongue og konan hans, þegar blaðamaður Morg
unblaðsins hitti þau á Hótel Sögu.
— En hvernig er svo sag-
an af togaraútgerðinni?
— Hún hófst 1922. Var þá
keyptur einn togari, sem við
gerðum síðan út fram í
seinna strið. Togarinn var til-
búinn til að fara á veiðar,
og átti að fara næsta morg-
un, en Þjóðverjarnir komu
þá um nóttina og tóku hann.
Hann varð þeim samt ekki
sarna happafleyta og okkur,
því hann sökk ári seinna.
— Byrjuðuð þið svo aftur
eftir stríllið?
— 1947 létum við svo smíða
fyrsta togarann okkar eftir
stríðið. Við fengum leyfi til
að láta smíða hann í Banda-
ríkjunum, því frönsku sikipa-
smíðastöðvarnar voru allar ó-
starfhæfar. Hann var samt
teiknaður í Frakklandi,
tengdasonur mannsins, sem
rekur útgerðina hefur teikn-
að hann, eins og þá seinni
Hann er snjall og hugsar mik-
ið um endurbætur
— Hann hefur þá væntan-
lega teiknað fyrir ykkur
fleiri skip?
— Já, 1950 létum við smíða
fyrir okkur togara í Hollandi
Hann var yfirbygigður öðru
megin. Næst léturn við svo
smíða fyrir okkur skip 1958.
Hann var allur yfirbygigður
og mikið af nýjungum í hon
um, en trollið samt upp á
gamla mátann. Þetta var
fyrsti togarinn, sem var þann-
ig gerður, og hann var lika sá
fyrsti sem hafði aðgerðarvél-
ar um borð. Hann er smíð-
aður til að hafa hraðfrysti-
vélar um borð, en við höfum
ek'ki sett þær í ennþá.
— En hafið þið ekki látið
smíða skuttogara?
— Jú, við fylgdumst með,
þegar Þjóðverjar byrjuðu
með þá, en þá féfck tei'knarinn
okkar hugmynd um stórar
endurbætur á honum. Út úr
því kom togari, sem er nýbú-
ið að afhenda okkur, og er
hann talinn vera fullkomn-
asti togarinn, sem ennþá hef-
ur verið smíðaður.
— Getið þér sagt mér nán-
ar frá honum?
— Hann er skuttogari, en
byggður allt öðru vísi. Bygg-
ingarlagið er eins og á flug-
móðurskipi, brúin og yfirbygg
ingin öll staðsett út til hliðar.
Með því móti fáum við mi'klu
meira þilfarspláss. Hann er
um 75 metra langur. Svo að
segja öll vinna fer fram inni
í skipinu. Varpan er tekin inn
og dregin fram á þilfarið, og
fiskurinn síðan látinn um op
niður í skipið, en þar er svo
gert að honum, hann er flak-
aður og frystur. Svo eru marg
ar aðrar nýjungar í skipinu,
því teiknarinn og skipasmíða
stöðin í Nante, þar sem hann
er smíðaður tóku út 35 einka-
leyfi, sem öl'l voru notuð í
hann.
— Hvar eru þessir togarar
svo á veiðum, og hvað eru
þeir lengi í túr?
— Við notum þá náttúru-
lega á fjarlægum miðum, við
Grænland og Nýfundinaland.
Þessi nýjasti fór í fyrstu ferð
ina núna seinast í ágúst og
er ekki væntanlegur í höfn
fyrr en í byrjun desember.
Með hliðsjón af því hvað
hann er lengi úti, hefur hann
verið byggður þannig að þyrla
getur setzt á hann. Þetta get-
ur oft komið sér vel, því það
er dýrt að þurfa að leita hafn-
ar ef maður meiðist, eða eitt
hvað slífct kemur fyrir.
— Er ekki erfitt að fá fólk
til að vera á togara, sem er
svona lengi úti?
— Þetta þykir alls efcki
langt Auk þess hefur fólkið
það eins gott og það getur
hugsað sér. Til dæmis er sér
svefnpláss fyrir hverja vakt.
Nú, það hefur útvarp og fleira
Það er engan veginn erfitt.
Við kvöddum svo þennan
vínkaupmann, sem hefur kom
ið sér upp fullkomnasta tog-
ara, sem enn hefur verið smíð
aður.
H.Í.: Eimskipafélag fslands: Brúar-
foss ér á leið til Keykjavíkur. Detti-
foss ier frá Hamborg í dag til Reykja-
víkur, Fjallfoss fer frá G-autaborg I
dag tiil Gdynia, Goðafoss er á Akur-
eyri, Gullfoss er á leið til Leith og
Reykjavíkur, Lagarfoss er á leið til
Turku, Pietersari, Reykjafoss fer frá
Hul'i i dag til Reykjavíkur, Selfoss
er á leið til NY, Tröllafoss er í Ham-
borg, Tungufoss er á leið til Siglu-
fjarðar, Húsavíkur og Seyðisfjarðar.
H.f. Jöklar: Drangajökuii er i
Reykjavik, Langjökull er i Riga, fer
þaðan til Hamborgar og Reykjavíkur
Vatnajökull fór 22. þ.m. frá Rotter-
dam til Reykjavíkur.
Skipaútgerð rikisins: Hekla er á
Vestfjörðum á norðurleið, Esja er á
Austfjörðum á norðurleið, Herjóifur
fer frá Reykjavík kl. 21.00 í kvöld
til Vestmannaeyja, Þyrill er á Norð-
urlandsJiöfnum, Skjaldbreið fór frá
Tekið á móti
tilkynningum
trá kl. 10-12 f.h.
Reykjavík í gær vestur um land til
Akureyrar, Herðubreið kemur til Rvík
í dag að austan úr hringferð.
Pan. Am. flugvél kom til Kefla-
víkur í morgun frá NY og hélt áfram
til Glasgow. Hún er væntanleg aftur
í kvöld og fer til NY.
Flugfélag íslands h.f.: Millilanda-
fJ.ug: Millilandaflugvélin Hrímfaxi fer
til Glasgow og Kaupmannahafnar kl.
08:00 í fyrramálið.
Innanlandsflug: í dag er áætlað að
fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Húsa-
víkur, ísafjarðar og Vestmannaeyja
Á morgun er áætlað að fljúga til
Akureyrar (2 ferðir), Egilsstaða, Kópa
skers, Vestmannaeyja og Þórshafnar.
Loftleiðir h.f.: Leifur Eiríksson er
væntanlegur frá NY kl. 5. Fer til
Oslo og Helsinki kl. 6.30. Kemur til
baka frá Oslo og Helsinki kl. 24.
Fer til NY kl. 1.30. f»orfinnur Karls-
efni kemur frá NY kl. 6. Fer til
Gautaborgar, Kaupmannahafnar og
Stafangurs kl. 7.30. Snorri Sturluson
er væntanlegur frá Stafangri, Kaup-
mannahöfn og Gautaborg kl. 23. Fer
til NY kl. 00.30.
Hafskip h.f.: Laxá lestar á Norð-
urlandshöfnum. Rangá fór frá Flekke-
fjord 20 þ.m.
Skipadeild S.Í.S.: Hvassafell er í
ArChángelsk, Arnarfell er á Norðfirði,
Jökulfell fór í gær frá Reykjavík
til London, Dísarfell er á Sauðár,
krók, fer í dag til Siglufjarðar, Litla-
fell kenuir til Reykjavíkur* á morg-
un, Helgáfell er í Stettin, Hamrafell
er í Batumi, Polarhav er á Húsavík.
Myndatökur
Fermingar, fjölskyldu, —
barna, brúðar og portrett
í ekta litum.
Stjömuljósmyndir
Flókagötu 45. Sími 23414.
Kona óskar eftir vinnu
fyrir hádegi. Er vön skrif-
stofu- og gjaldkerastörfum.
Tilb. sendist afgr Mbl. fyrir
fimmtudagskvöld merkt:
„Skrifstofustörf — 3655“.
Til sölu Morris 10 ’47
í sæmilegu ásigkomulagi.
Mjög ódýr. Uppl. í síma
19125 og eftir kl. 6 í síma
35234.
Pathe
kvikmyndatæki, tökuvél,
sýningarvél með tali og
tón. Selst ódýrt. Uppl. í
síma 17895 á kvöldin.
Frá Borgarlækni
Frá skrifstofu borgarlæknis: Far- 1
sóttir í Reykjavík vikuna 7.-13. okt.
1962 samkvæmt skýrslum 40 (38) starf
andi lækna.
HáJsbólga ............... 140 (135)
Kvefisótt ............... 179 (147)
Iðrakvef ................. 32 ( 25)
Influenza ................ 27 ( 26)
Mislingar ................. 8 ( 7)
Hettusótt ................. 3 ( 0)
Kveflungnabólga .......... 10 ( 9)
Rauðir hundar ............ 2 ( 3)
Skarlatssótt ............ 7(2)
Munnangur ................. 7 ( 1)
Hlaupabóla ............... 3 ( 5)
KAUPENDUR Morgunblaðsins
hér í Reykjavík sem ekki fá blað
sitt með skilum, eru vinsamleg-
ast beðnir að gera afgreiðslu Morg
unblaðsins viðvart. Hún er opin
til klukkan 5 síðdegis til afgreiðslu
á kvörtunum, ncma laugardaga
til klukkan 1 e.h. Á sunnudög-
um eru kaupendur vinsamlegast
Jseðnir að koma umkvörtunum á
framfæri við afgreiðsluna fyrir
klukkan 11,30 árdegis.
TIL LEIGU
er gott húsnæði. Hentugt
fyrir smábarnakennslu eða
hliðstæða starfsemi. Uppl. í
síma 13094.
íbúð
3 herb. og eldhús til leigu í
úthverfi bæjarins. Hús-
hjálp óskast. Tilb. merkt:
„Húshjálp 3558“, sendist
Mbl. fyrir laugard.
FOBD
Öska eftir Ford fólksbíl
til kaups. Lítil útborgun.
Tilb. sendist Mbl. fyrir
fhánaðarmót merkt:
„Ford 3519“.
Vantar 4ra—5 herb.
íbúð nú þegar. Fyrirfram-
greiðsla. Uppl. í síma 19442
og 13899.
Jón Hj. Jónsson.
2—3 herb. íbúð
í Reykjavík, Keflavík,
eða Kópavogi óskast til
leigu nú þegar. Upplýsing-
ar í síma 14670.
Óska eftir 2—3 herb.
íbúð til leigu. Einhver fyr-
irframgreiðsla. Uppl. í
síma 19125 og eftir kl. 6 í
35234.
Sendill
piltur eða stúlka óskast
í Bókaverzlun ísafoldar.
Bókaverzlun Isafoldar
Atvinna
1—2 duglegar stúlkur óskast nú þegar til verk-
smiðjustarfa. — Uppl. í verksmiðjunni í dag.
Nærfataefna- og prjónlesverksmiðjan h.f.
Bræðraborgarstíg 7.
Beygjnvél ósknst
fyrir allt að 2 mm. þykkt og 140 cm. breitt járn.
Upplýsingar hjá Haraldi Þórðarsyni í síma 22180
og 22183.
STRÆTISVAGNAR REYKJAVÍKUR.
Vonur skriistohunaSnr
Óskum að ráða vanan skrifstofumann strax.
BÆJARÚTGERÐ HAFNARFJARÐAR
símar 50929, 50117.
Ung stúlka
♦
helzt vön saumaskap óskast strax.
Engar upplýsingar í síma.
Eygló
Laugavegi 116.
Acgreiðslustörf
Stúlka vön afgreiðslu óskast hálfan eða allan dag-
inn í tízkuverzlun í Miðbænum. Tilboð ásamt uppL
um aldur og fyrri störf sendist afgr. Mbl. merkt:
„Ábyggileg — 3557“ fyrir laugardag.