Morgunblaðið - 24.10.1962, Page 6

Morgunblaðið - 24.10.1962, Page 6
6 MORGVNBLAÐIÐ VTiðvikudagur 24. október 1962 Reisa stórkaupmenn stórhýsi við höfn'na? FÉLAG íslenzkra stórkailÍJmanna hefur lengi óskað eftir því, að fá lóð við Reykjavíkurhöfn til að byggja hús þar sem yrðu skrif stofur meðlimanna og vöru- geymslur. Nú hefur hreyfing kom ið á málið og fjallar borgarráð um þessar mundir um lóðaúthlut un til félagsins. Morgunblaðið sneri sér í gær til Kristjáns G. Gíslasonar, for- manns Félags íslenzkra stórkaup manna, og spurðist fyrir um mál ið. Kristján sagði, að félagið hefði í nokkur ár sótt um lóð við höfnina fyrir sameiginlegt skrif stofu- og vörxihús og skildist sér að borgarráð fjallaði nú um mál ið. Fjölmargir stórkaupmenn, sagði Kristján, hafa áhuga á að fá inni í húsinu, hafa þar bæði skrifstofur sínar og vöru- geymslu. Það væru mikil þægindi fyrir viðskiptavinina, sagði hann, að geta haft vörugeymslur svo margra aðila á einum stað. Það sparaði vinnu, kostnað og fyrir höfn bæði fyrir viðskiptavinina og stórkaupmennina. Auk þess myndi það létta mikið á umferð inni í miðbænum, ef stórkaup- mennirnir hefðu vörugeymsluxm ar á einum stað, en ekki út um hvippinn og hvappinn. Kristján G. Gíslason, sagði að borgarráð hefði í hyggju að láta félaginu í té lóð nærri höfninni fyrir skrifstofubyggingu og aðra lóð fyrir vörugeymslur, þar sem nýja höfnin á að koma. Félagið gæti fallizt á þá lausn. Að lokum sagði Kristján, að Félag íslenzkra stórkaupmanna hefði kosið nefnd til að vinna að málinu. Formaður hennar væri Jón Jóhannesson. Kunnur brezkur þing- maður flytur erindi á vegum Angliu ANGLIA, félag íslendinga og enskumælandi manna á íslandi •r nú um það bil að hef ja vetrar- starfsemi sína. Aðalfundur félags ins var haldinn 18. okt. sl. og var ný stjórn kjörin. Ætlunin er að hefja starfsem- ina af fullum krafti innan skamms, en hún hefur legið mjög niðri á undanförnum 4 árum. Fé- lagsmenn Angliu eru um 400 talsins. Roy Harris Jenkins, einn þekktasti þingmaður brezka verkamannaflokksins, er væntan- legur hingað til lands næskom- andi fimmtudag í boði Angliu og mun halda fyrirlestur í 1. kennslu stofu Háskólans á föstudag kl. ersydhan Grammar Sdhool og Balliol, Oxford. Hann er þing- maður fyrir Birmingham og hef- ur sinnt mörgum mrkilvægum trúnaðarstörfum fyrir samtök menntamanna rithöfunda og rí'kis stjórnar Bretlands. Jenkins hefur einnig ritað fjölda bóka um ýmis efni, svo sem ævisögu Clement Svipmynd af þinginu. Fremst á myndinni séra Þorgrímur Sigurðsson. Páll Kolka í ræðustóli. Annar fundur kirkjuþings Kirkj'UÍþinig hélt áfram í fyrradag og hófst fundur kl. 13,30. — Tvö mál voru á dagskrá: Kosning í fastanefndir og skýrsla kirkju- ráðs. Fastanefndir eru: löggjafar nefnd, sem fjallar um mál er heyra undir Alþingi, og allsherj- arnefnd, sem fjallar um almenn kirkjumál. Að kosningu lokinni var ákveðið að Hákon Guðmunds son hæstaréttarritari skuli kalla saman löggjafarnefndina, en séra Þorgrímur Sigurðsson á Staðar stað allsherjamefndina. Annar fundur var haldinn eftir kaffihlé, og fjallaði hann um frumvarp um veitingu presta- kalla, sem lagt var fram af bisk upi og kirkjuráði. Var frum- varp þetta afgreitt á síðasta þingi með því að vísa því til héraðs funda. Var því nú vísað til lög- gjafarnefndar. Forseti Kirkju- Attlee og Sögu Verkamanna- flokksins. U-m miðjan næsta mánuð verð- ur fyrsti fundur Angliu haldinn. Formaður skemmtinefndar er Brian Holt, sendiráðsritari. Kvik- myndasýningar munu haldnar fyrir félagsmenn í vetur og sú fyrsta á myndinni „The Great Expectations" eftir bók Charles Dickens verður sýnd fyrir jól. Framhaldsleikritið Glæstar vonir sem leikið vár í útvarpið síðast- liðinn vetur var gert eftir sömu sögu. Bókasafn Angliu með rúml. 2000 bindum er starfandi í brezka sendiráðinu fyrir félags- menn og aðra. Öllum er heimil innganga í Angliu, hvort sem þeir eru ensku mælandi eða ekki. Inntöku nýrra félaga annast einkum þeir Gunn- ar Schram, ritstj. og Haraldur Á. Sigurðsson, xtórkaupm. Vetr- arstarfsemin verður auglýst síð- ar í blöðum. Biskupinn í forsæti. þingsins er biskup fslands, herra Sigurbjörn Einarsson, varafor- seti Hákon Guðmundsson hæsta réttarritari og ritarar þeir séra Þorgrímur Sigurðsson og Þórður Tómasson. Roy Harris Jenkins. 17.30 um málefni Bretlands og Efnahagsbandalags Evrópu, og er öllum heimill aðgangur. Jenkins er í flokki helztu fylgismanna um inngöngu Bretlands í EBE og því einn harðasti andstæðinga Geit- skell innan flokksins. Jenkins er tæpra 42 ára, mentaður í Ab • Biður um lífsnæringu á nóttunni Maður kom að máli við Velvakanda í gær og bað hann mjög eindregið að koma þeirri ósk á framfæri að ‘*hægt væri að hafa einhvern matsölustað opinn eftir miðnætti, sömu- leiðis að hægt væri að fá benzín keypt að nóttu til. — Þessi ungi maður kvað það mjög hvimleitt fyrir ein- hleypa menn, sem ekkert heim- ili eiga, en þurfa oft að vinna að nóttu til, að geta þá hvergi komið til þess að fá sér lífs- næringu. Hann vildi mælast til þess að borgarstjórn beitti sér fyrir að lagfæring fengist í þessu efni. Okkur virðist þétta sann- girniskrafa hjá unga mannin- um. Því hefur löngum verið borið við, að slíkur staður yrði aðsetur fyrir slæpingja og drykkjuróna, sem myndu nota sér aðstöðuna til þess að sitja þar að sumbli. Það er ein- kennilegt, ef ekki er hægt að annast þjónustu sem þessa af ótta við að nokkrir drykkju- sjúklingar eyðileggi gott mál- efni. • Ætti að vera vandalaust að reka slíkan stað Við fáum ekki séð að ekki sé hægt að fá það ötula menn til að annast greiðasölu að næturlagi, að þeir hefðu fulla sinnu á að losa staðinn við flækinga, sem þar eiga ekkert erindi. Okkur hefur einnig dottið í hug að verkamanna- skýlið Sjóbúð væri heppi- legur staður til þessara nota. Staður sem þessi þjónar fyrst og fremst starfandi fólki, en ekki slæpingjum. Mönnum er fullvel kunnugt um fjölda fólks sem starfar að nóttunni og það er einnig kunnara en frá þurfi að segja, að fjöldi þessa fólks hefur ekki aðstöðu til mafcargerðar. Þá er þetta og mjög slæmt fyrir gesti og ferðamenn, sem hingað koma að næturþeli, ferðlúnir og svangir. Það virðist hastarlegt að sjálf höfuðborgin geti ekki boðið ferðamönnum hvorki lífsnæringu né benzín frá því kl. 11.30 að kvöldi og þar til kl. 7—8 að morgni. Velvakandi vill eindregið taka undir óskir þeirra er fara þess á leit að þetta vandamál verði leyst. • Leyfið okkur að leggja þar bilum Kæri Velvakandi! Nú virðast ekki vera horf- ur á því um sinn, að haldið verði áfram framkvæmdum í sambandi við fyrrverandi til- vonandi menntaskóla í Olíu- portinu bak við KFUM við Amtmannsstíg. Vildi ég því biðja þig að koma þeirri á- kveðnu beiðni á framfæri við byggingameistarann, sem hóf ©PIB COPENHAGíH verkið á sínum tíma, eða aðila þá, sem hér eiga hlut að máli, að þeir fjarlægi nú þeg- ar húsgrind þá, sem enn stend- ur á bílastæðinu við KFUM og er okkur bíleigendunum til hins mesta ergelsis, þegar við þurfum að leggja farkostum okkar á stæðið þarna, enda er stæðið lítið og má ekki við því, að það sé skert. Jafnframt vildi ég leyfa mér að stinga upp á því, að yfir- völd borgarinnar slétti nú svo- lítið ónofcaðan „grunninn", sem grafinn var fyrir nefndan skóla, fjarlægi allt draslið, sem þar er, láti setja upp ljós, sem lýsi upp svæðið — og bjóði svo okkur bíleigendunum upp á stæði fyrir nokkra bíla, meðan staðurinn bíðxxr frek- ari ákvarðana um framtíðar- hlutverk sitt. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að í mið- bænum eru oft hreinustu vand- ræði að finna bílum stað, þar sem hægt sé að leggja þeim um stundarsakir, án þess að vígalegir lögregluþjónar komi til skjalanna. Úr því að ég hef stungið niður penrxa og er farinn að tala um bíla, datt mér í hug að minnast á eitt atriði enn, raun- ar óskylt hinum fyrri. Það er hin mesta óprýði á fallegum bíl, ef hann er með skrámað eða skrapað númer. Þetta virð- ist mér liggja í augum uppi, en þó eru þeir ótrúlega margir bílarnir, sem sjá má á götum borgarinnar, sem auðsjáanlega er lagt kapp á að halda hrein- um og fáguðum — en eru með Ijótar númeraplötur, og einatt skakkar, sem eyðileggja hinn fallega heildarsvip bílsins og gera jafnvel nýjan bíl drasl- aralegan. — Bíleigendur! Rétt- ið einkennisskiltin á bílum ykkar, haldið þeim hreinum og málið þau, ef þörf krefurl — S. S.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.