Morgunblaðið - 24.10.1962, Qupperneq 22
22
MORGUNBIAÐIÐ
Miðvikudagur 24. oktðber 1962
FRÍ heldur serstakar
æfingar fyrir 32 útvalda
Benedikt Jakobsson stjórnar æfing-
unum sem miða oð aukinni getu á
Norðurlandamóti næsta sumar
Á 500. fundi sínum ákvað Frjáls |
íþróttasamband íslands að hefja
nú þegar æfingar meðal topp-
inanna þannig að þeir væru í
góðri úthaldsþjálfun í vetur og
vel undirbúnir er sumrar.
Ræðst stjórn FRÍ í æfingar þessar
með sérstöku tilliti til Norður-
landameistaramótsins í Gauta-
borg næsta sumar, en FRÍ vill
Stefna að því, að þangað fari 10-
12 íslendingar tii keppni
ir Þeir völdu
Fyrsta æfingin samkvæmt
Iþessari áætlun FRÍ var í fyrra-
fevöld í íþróttahú-si Hásfeólans
og stjórnaði henni Ben. Jakobs-
son sem verður með æfingarnar
í vetur, en hann er kunnasti þrek
þjálfari hérlendis au-k þess sem
hann hefur verið landsliðsþjálf-
ari hjá FRÍ árum saman.
Stjórn FRÍ bauð blaðamönn-
I um til æfingarinnar og gaf þeim
upplýsingar um áætlunina. Hafði
Lárus Halldórsson forrn. orð fyr
ir stjórninni og sagði að tilgang
ur FRÍ væri að „toppmennirnir"
fengju þarna aukaæfingu auk
æfinga hjá sínum félögum.
FRÍ hefur valið rúmlega 30
menn til æfinganna Flestir eru
úr Reykjavík, sagði Lárus, en
aðrir víðs vegar af landinu. Við
vitum að þeir geta ekki mætt,
en Benedikt þjálfari mun senda
þeim tilsögn og leiðbeiningar á-
samt æfingum bréflega FRÍ valdi
eftirtalda menn í fyrstu lotu.
Vi'lhjálm Einarsson, Valbjörn
Þorláksson, Jón Þ. Ólafsson,
Skafta Þorgrímsson, Skúla Sig-
fússon, Jón ö. Þormóðsson,
Kristján Mikhaelsson, Björgvin
Hólm og Ólaf Unnsteinsson —
alla úr ÍR. Kristleif Guðbjörns-
son, Einar Frímannsson Þorvald
Jónasson, Kjartan Guðjónsson,
Úlfar Teitsson, Agnar Levy, Frið
rik Guðmundsson, Gunnar Huse
by, Guðm. Hermannsson, Þórð
B. Sigurðsson, Þórhail Sigtryggs
son, Jón Pétursson — aila úr KR,
— Grétar Þorsteinsson, Hallgrím
Jónsson, Arthur Ólafsson og Sig
urð Lárusson alla úr Ármanni
og auk þess utanbæjarmennina
Kristján Stefánsson FH, Erling
Jóhannesson HSÞ, Halldór Jóh-
annsson HSÞ, Guðmund Hall-
grímsson HSÞ, Ólaf Guðmunds-
son Skagafirði, Ingvar Þorvalds
son HSÞ, Hös'kuld Þráinsson
HSÞ
ir Fyrirkomulag
Stjórn FRÍ upplýsti að við val
ið hefði „statistik" verið látin
ráða þ.e.a.s. teknir beztu menn
í hverri grein og fleiri þar sem
afrek eru mörg og jafngóð
— Og við gleymdum heldur
ekki ungu mönnunum, sagði Lár
us formaður. Við lifurn bara
ekki á gömlum stjömum og hin-
ir ungu verða að fá sín tæki-
færi. Við tókum tillit til þess.
Öllum ofanskráðum mönnum
— -~i -i —in
hefur verið sent bréf þar sem
tilkynnt er um valið og viðkom-
andi hvattir til að mæta eða á
annan hátt að sinna bón FRÍ um
góðar æfingar undir stjórn
Benedikts. Mætingar verða skráð
ar og ef með þarf verða þær
mætingarskrár teknar til hlið-
sjónar við endandegt val á Norð
urlandamótið næsta ár.
Auk æfinganna verða fræðslu-
fundir hjá Benedikt. Hefur hann
í- hyggju að taka kastara sér,
hlaupara sér o.s.frv. en hafa auk
þe9s sameiginlega fundi til upp-
ibyggingar góðum liðsanda.
Þrátt fyrir skamman frest var
allvel mætt á fyrstu æfinguna.
Lárus brýndi fyrir íþróttagörp-
unum að leggja sig fram svo
þátttaka íslands á Norðurlanda
miótinu mætti verða glæsiieg.
Benedifct þjálfari tilkynnti pilt
unurn að þessar æfingar yrðu
ekki neinn leikur, heldur þrek-
þjálfun í fullri alvöru Hann
brýndi fyrir þeim stunc.vísi og
ás tundunars emi.
Síðan hófust æfingarnar með
margskyns æfingum tii alhliða
styrkingar Var meðal annars
gripið til 11 kg járnstangar sem
Benedikt notar allmikið til að
þyngja ýmsar æfingar og ná
betri árangri við þær. Fór fljótt
að renna sviti af mönnum, enda
var vel haldið áfram.
— Þetta var létt og aðeins
byrjunin, sagði Benedikt eftirá
er blaðamenn fóru að tala um
að sumum hafi reynzt æfingarn-
ar erfiðar
— Já, flestir frjálsiþrótta-
manna erU löngu hættir að æfa
og það er tiigangur þessara æf-
inga að koma þeim í æfingu.
Agnar Levy varð að taka vel
á stönginni er á leið.
Næstu æfingar verða miklu
þyngri.
Við kvöddum í þeirri vissu að
það er allmiklu auðveldara að
horfa á svona æfingar en taka
þátt í þeim og samt höfðum
við orðið hálfþreyttir á að sjá
Gunnar Huseby í hoppæfingum,
og mjóa og fíngerða arma Jóns
hástökkvara Ólafssonar puða
með 11 kg járnin En það verð-
ur enginn óbarinn oiskup og
þetta er verkefni frjálsíþrótta-
manna næstu 7 mán. og þá tekur
við 3 mán. útiæfingar. Þá kom-
ast 10-12 á Norðurlandamót —
ef þeir verða nógu góðir. En
Þetta er gott verkefni, stælir og
eykur hreysti — A.St.
Ellen Sighvatsson, formaður SKRR, og Otto Rieder á Reykja-
víkurflugvelli í fyrrakvöld.
Utgjöldin 1000 milljónir
— en tekjur kannski 300 milljónir
v/ð Otto Rieder um Olympiuleika o. fl.
Rætt
— Ég kem hingað til að und
irbúa prófritgerð mína en auk
þess vil ég leggja íslenzkum
skíðamönnum lið, sagði austur
| ríski skíðakappinn, þjálfarinn
og olympíunefndarmaðurinn
Otto Rieder. Hann kom hing
að í fyrrakvöld og hefur hér
nokkra vikna dvöl.
Otto Rieder skrifar prófrit
gerð um Loftleiðir. Hann hef
ur lengi starfað að ferðamál-
um, rekur m.a. ferðaskrifstofu
en stundar jafnframt nám við
háskólann í Innsbruck. Rieder
mun kynna sér starf Loftleiða
og prófritgerðin gefur honum
• doktorstitil í heimalandi hans.
Otto Rieder ætlar að hjálpa
íslenzkum skíðamönnum á þá
lund, að meðferðis hafði hann
3 kvikmyndir frá skíðaíþrótt
inni í Austurríki, myndir frá
skíðaskóla, tæknilega mynd
um skíðakennslu og skemmti
lega mynd um skíðaferðir að
sumarlagi í Ölpunum. Skíða
menn íslenzkir fá afnot mynd
anna og verða þær síðar sýnd
ar í Tjarnarbæ. Allur ágóði
rennur til þess að auka þátt-
töku Islendinga í Olympíuleik
unum í Innsbruck 1964.
— Ég ætlaði að hafa eina
mynd enn, sem sýnir hinn
glæsilega undirbúning vetrar
leikanna í heimaborg minni og
Austurríki yfirleitt., En mynd
in var ekki tilbúin fyrr en nú
fyrir nokkrum dögum og varð
að fara til ráðuneytisins áður
en hún fer til dreifingar. En
hún kemur innan nokkurra
vikna og fer þá í hitt safnið
sem sýna skal til ágóða ísl.
skíðamanna.
Otto Rieder hefur áður að-
stoðað íslenzka skíðamenn.
Hann var þjálfari hér 1955 og
1956 og aftur 1961. í millitíð
inni varð hann þjálfari aust
urríska landsliðsins, sem er
eit.t hið bezta og sterkasta í
heimi og sýnir það vel hvers
álits hann nýtur.
Otto Rieder er í Olympíu-
nefnd Austurríkis sem undir
býr Vetrarleikana 1964. Talið
barst því mjög að því stór-
móti og sagði Rieder m.a.
i»nw
Á Mikið unnið.
— í nefndinni starfa 400
fulltrúar á hinum ýmsu svið-
um og auk þess eru sérnefndir
með ákveðin verk. Það hafa
því mörg hundruð eða þúsund
ir lagt hönd að verki síðan
1960 og nú má heita að lokið
sé við ytri ramma leikanna.
ir Það er búið að byggja nýtt
skíðasvæði með tveimur
lyftum.
ic Það er lokið við smíði
stökkpalls en unnið að á-
horfendasvæði við hann,
sem tekur 30 þúsund
manns.
★ Það er verið að leggja síð
ustu hönd að byggingu ís-
vallar, sem kostar 160
millj. ísl. króna.
ic Það er lokið við vinnu og
aðstöðu til símasambands
svo hringja má beint um
hálfa Evrópu án aðstoðar
miðstöðvar.
ic Það er lokið við smíði
brautar fyrir hraðhlaup á
skautum.
★ Það er lokið við smíði 8
tólf hæða húsa, sem rúma
alla keppendur og starfs
menn, en verða síðan
íbúðir.
ir Það er verið að ljúka við
þýðingarmiklar þjóðbraut
ir og bæta umferðamál í
borginni og öll umferðar
mál í sambandi við leik-
ana hafa verið skipulögð
og ákveðin eftir módelum
sem smíðuð voru.
ir Tap — og ekki tap.
Rieder talaði af fjálgleik
um hina einstöku liði þessar
ar glæsilegu áætlunar sem hin
litla austurríska þjóð hefur
gert.
Nýja skíðasvæðið er 20 mín.
ökuferð frá Innsbruck. Það er
byggt í tveim dölum og þarna
hagar svo til, að sunnanvind
irnir, sem eyðilagt geta allan
snjó og allt færi á gömlu skíða
Framhald á bls. 23.