Morgunblaðið - 24.10.1962, Page 23
Miðvikudagur 24. október 1962
MOnCVlSltL AÐIÐ
23
Vilja ekki afnánrs
prestskosninga
Frd héraðsfundi Kjalarnesprófastsdæmis
HÉRAÐSFUNDUR Kjalarness- sama hætti og verið hefur, að
prófastsdæmis var haldinn í
Keflavík sl. sunnudag. Hófst
liann með messugjörð í Kefla-
víkurkirkju. — Séra Kristján
Bjarnason predikaði, séra Bjarni
Sigurðsson og séra Bragi Frið-
riksson þjónuðu fyrir altari. —
Prófasturinn, séra Garðar í»or-
steinsson, setti síðan fundinn og
stjórnaði honum.
Til fundar voru mættir allir
prestar prófastsdæmisins, nema
prestarnir í Vestmannaeyjum,
og 12 safnaðarfulltrúar.
Tillögur kirkjuþings um veit-
ingu prestsembætta, án al-
mennra prestskosninga, var aðal-
mál fundarins. Að loknum um-
ræðum voru tillögurnar“Telldar
með 16 atkvæðum gegn 2, en því-
næst samþykkt einróma, að
prestsembætti verði veitt með
— Öryggisráðið
Framhald af bls. 1.
undir milljóna í efnahagsaðstoð
við önnur ríki.
— Ég hef oft velt því fyrir
mér, sagði Stevenson, hvernig
heimurinn væri í dag, ef aðstað-
an í stríðslok hefði verið öfug —
ef Bandaríkin hefðu orðið fyrir
eyðileggizigum og sundrungu
styrjaldarinnar, og Sovétríkin
ósnert og ein átt kjarnorku
sprengjur og voldugasta her
heims. Hefðu Sovétríkin fylgt
sömu stefnu og einbeitt sér að
því að tryggja friðinn í heiro-
inum?
Aðgerðir Sovétríkjanna
Stevenson sagði að árásir Sov
étríkjanna á Bandaríikin hafi
hafizt jafnskjótt og sjá mátti
fyrir ósigur nazista 1945. Rakti
hann útþenslustefnu Sovétrí'kj-
anna frá því stríðinu lauk, her-
námi Austur Evrópu og aðgerð-
um þeirra í Grikklandi, Tyrik-
landi, Suðaustur Asíu, Kóreu og
Berlín. Sakaði hann Sovétríkin
um að hafa rofið gagnkvæma
griðarsamninga við Eystrarsalts
löndin og Finnland, og um að
neita löndunum í Austur Evrópu
um sjálfsákvörðunarrétt. Hann
benti á að Sovétríkin hafi brot-
ið bann við tilraunum með kjarn
orku og hafi 100 sinnum beitt
neitunarvaldi í örýggisráðinu til
að hindra framgang mála
Grundvallarhvöt Rússa
Enginn hefur sagt það betur
en Krúséff, sagði Stevenson að
reynslan sýnir að sáttmálar, samn
ingar, loforð og siðalögmál al-
þjóða samskipta voru Stalín eng
in vegatálmi. Sagði Sevenson
að enginn vafi væri á því að
Krúséff hefði mörgu breytt. En
einu hefði hann ekki breytt, og
það væri grundvallarhvöt Rússa
til að afmá þann heim, sem
byggður væri á sbofnskrá Sam-
einuðu þjóðanna. Hinsvegar
ságði hann að Bandaríkin væru
ttireykin af því að hafa barizt
fyrir frelsi þjóðanna. „Við höfum
aldrei neitað að semja .. Við
ttiÖfum neitað að láta draga okk
ur út í aðgerðir er gætu leitt til
styrjaldar .. þrátt fyrir ögranir
eins og innilokun Berlínar, aðra
eins smán gaignvart mannkyni og
er Rússar bældu niður bylting-
una í Ungverjalandi, hryðjuverk
eins og byggingu skammarmúrs
iris til að löka inni Austur-Þjóð-
verja, sem flúið höfðu í stórhóp
um til Vestur-Þýzkalands.
Stevenson sagði að nú væri
tími til kominn fyrir Öryggis-
ráðið að taka ákvörðun um það
hvort gera beri alvarlega tilraun
tii að koma á friði í heiminum,
eða standa aðgerðarlaus og horfa
* aðgerðir kommúnista,
som vona að ekkert eitt atvik sé
nægilega þýðingarmikíð til að
hinn frjálsi heinMir snúist til
varnar.
undangenginni kosningu, en
kosningalögunum verði breytt
til samræmis við lög um aðrar
almennar kosningar. — Tveir
fundarmanna greiddu atkvæði
með tillögu um það, að prests-
kosning skyldi ekki fara fram,
ef % safnaðarstjóra væri ein-
huga um einn umsækjanda eða
um köllun prests.
Tillögur þessar höfðu áður
verið bornar undir safnaðar-
fundi í sóknum prófastsdæmis-
ins og yfirleitt hlotið svipaða af-
greiðslu þar.
Þá var og þessi tillaga sam-
þykkt einróma á héraðsfundin-
um: „Fundurinn lýsir yfir
bryggð sinni vegna niðurlæg-
ingar og vanhirðu Viðeyjar-
kirkju og skorar á biskup, að
hann beiti sér fyrir því, að hið
bráðasta verði gjörðar á henni
nauðsynlegar endurbætur".
Á fundinum var kosin þriggja
manna nefnd, er í samráði við
prófast kanni möguleika og
gjöri áætlun um byggingu sum-
arbúða á vegum safnaðanna inn-
an prófastsdæmisins.
Rætt var um endurreisn hins
forna Kálfatjarnarprestakalls
með Kálfatjarnar- og Njarðvík-
ursóknum. Talc’i fundurinn ekki
tímabært að gjöra ákveðna til-
lögu um breytingu frá því sem
nú er, en samþykkti eftirfarandi
tillögu: „Fundurinn skorar á
kirkjustjórnina, að koma nú
þegar á fastri prestsþjónustu á
Keflavíkurflugvelli fyrir þá ís-
lenzka starfsmenn, sem þar
dveljast, og skyldulið þeirra“.
Prestshjónin í Keflavik buðu
fundarmönnum til kaffidrykkju
á heimili sínu og sóknarnefnd
Keflavíkursafnaðar bauð þeim
til kvöldverðar að fundi lokn-
um. —
Frumvarp uin
kornrækt
TVEIR þingmenn Framsóknar
flokksins í efri deild hafa flutt
frumvarp um kornrækt. Fluttu
sömu þingmenn, Ásgeir Bjarna-
son og Páll Þorsteinsson, frum-
varp sama efnis á síðasta þingi,
en það hlaut þá ekki samþykki.
Leggja flutningsmenn m. a. til
í frumvarpi sínu, að þeim aðilum,
sem mynda með sér félagssam-
tök um að gera kornrækt að
framleiðslugrein, þar sem bygg,
hafrar eða aðrar korntegundir
eru ræktaðar svo, að þær nái
þroska, skuli gefinn kostur á sér-
stökum stuðningi.
INDIA ^
, 300 MILES ,J
— Herskip
Framh. af bls. 24.
um slóðir. Flest öll herskip, sem
bækistöðvar höfðu í Florida, eru
sigld þaðan, sennilega til að taka
þátt í aðgerðunum gegn Kúbu.
Bannað að lenda
Talsmaður bandaríska utan-
ríkisráðuneytisins sagði í dag að
viðbrögð annarra ríkja við ræðu
Kennedys í gær hafi verið betri
en unnt var að vona. Sérstak-
lega sagði hann að ánægja ríkti
í Washington yfir því að Kanada
hefði bannað rússneskum flug-
vélum á leið til Kúbu að lenda
á kanadískum flugvöllum.
Orðrómur hefur gengið um
það að Krúsjeff forsætisráð
hérra hafi fyrirskipað rússnesk-
um skipum á leið til Kúbu að
halda áfram þrátt fyrir aðflutn-
ingsbannið. —■ Pierre Salinger,
blaðafulltrúi Kennedys, var
spurður að því í dag hvort orð
rómur þessi hefði við rök að
styðjast, en hann baðst undan
því að svara.
IVIclVlahon línan
umdeilda
Landamerkjalínan um-
deilda — Mc-Mahon-línan,
sem um standa heiftugir
bardagar Indverja og Kín-
verja, var ákveðin árið
1914, eins og fyrr hefur
verið frá skýrt í fréttum.
Lína þessi var nefnd eftir
brezkum stjórnarerind-
reka, Sir Henry McMahon,
en hann var einn þeirra,
sem stóðu að samnings-
gerðinni um línuna og átti
hugmyndina að legu henn-
ar. —
Línan á upptök sín, þar sem
ríkin Tíbet, Indland og Bhut
an koma saman, í 10 þús. feta
hæð í Himalayafjöllum. Og
hún liggur um 900 km. leið
eftir fjallgarðinum þar til, er
Indland, Burma og Tíbet koma
saman. Indverjar segja línu
þessa hin einu lögmætu landa
mörk á þessu svæði, en Kín-
verjar neita að viðurkenna
hana.
Sir Henry McMahon lagði
fram uppástungu um þessa
landamerkjalínu á ráðstefnu,
sem fulltrúar Breta, Dalai
Lama í Tíbet og kínversku
miðstjórnarinnar sátu. Full-
trúar þessara þriggja aðila
undirrituðu samninginn, með
fyrirvara, en Kínverjar neit-
uðu síða að staðfesta hann. Nú
krefst Pekingstjórnin 135 þús.
ferkílómetra landsvæðis, suð
ur af línunni.
— xxx —
McMahon línan fylgir vatna
skilunum norður af Brahma
puti--fljóti. Kínverjar halda
því hinsv^gar fram, að línan
ætti með réttu að fylgja fjalls
rótum Indlandsmegin. Enn-
fremur staðhæfa þeir, að ætt-
flokkarnir Mishmi, Aka og
Abor hafi ásamt fleirum viður
kennt yfirráð Tíbets og Bret
ar hafi aldrei haft á hendi
otjórn þeirra landssvæða s„n
ættbálkarnir byggja. Þessu
svar- Indverjar, að fyrrgreind
ir ættflokkar hafi alls engin
þjóðfræðileg tengzl við Tíbeta
og hafi þeir allir svarið ind-
verskum þjóðhöfðingjum holl
ustueiða snemma á 19. öld.
Loks segja Kínverjar, að Mc
Mahon línan h«xi hvergi verið
merkt á brezk kort fyrr en
árið 1836, en Indverjar stað
hæfa að Bretar hafi viljað
bíða með það í þeirri von, að
Kínverjar staðfestu undirrit-
un samningsins frá 1914.
In-,-erjar staðhæfa, að þess
séu engin dæmi fyrr í sögunni
að Kínverjar hafi reynt að ná
yfirráðum eða gert kröfur til
landsvæða á þessum slóðum
— eða þar sem Bretar hafa
jafnan kallað „Northeast
Frontier Agency“ — skamm-
stafa NEFA, en það er aust-
asta landsvæði Indverja.
íþróttir
— Skiptist
Framh. af bls. 24.
finna friðsamlega lausn á Kúbu-
málinu hjá Sameinuðu þjóðun-
um. Talsmenn útgerðarmanna í
Japan hafa lýst því yfir að jap-
önsk skip hafi aldrei flutt vopn
til Kúbu, og muni þeirra skipum
verða beint frá Kúbu í næstu
framtíð.
París: Franska stjórnin hefur
enn ekki gefið út yfirlýsingu
varðandi Kúbu, en talsmaður
stjórnarinnar sagði í dag að full-
trúa Frakklands hjá SÞ yrði falið
að greiða atkvæði með Banda-
ríkjamönnum.
Moskva: Sovétstjórnin sendi í
dag frá sér langorðaða yfirlýs-
ingu, þar sem hún mótmælir að-
gerðum Bandarikjamanna (sjá
annars staðar í blaðinu). Fól
stjórnin varnarmálaráðherran-
um að afturkalla öll leyfi her-
manna og sérstaklega að leysa
ekki frá herþjónustu menn, sem
lokið hafa herskyldu sýjni, en
starfa í eldflauga- og loftvarna-
deildunum og í kafbátaflotanum.
Fylgdu flest ríki Varsjárbanda-
lagsins í fótspor Rússa og birtu
samskonar yfirlýsingar.
Oslo: Halvard Lange forsætis-
ráðherra flutti ræðu í dag þar
sem hann lýsti því yfir að norska
stjórnin teldi aðgerðir Banda-
ríkjanna hafa verið nauðsynleg-
Hvar er R-372?
SKELLINÖÐRUNNI R-372 var
stolið frá Grettisgötu 81 laugar
daginn 13. þ.m.
Hjólið er ljósgrænt að lit af
gerðinni NSU. Smíðaár er 1955.
Þeir sem hafa orðið varir við
hjólið eftir 13. október eru vin-
samlega beðnir að gera rannsókn
arlögreglunni aðvart.
Framh. af bls. 22.
svæðunum á 3—4 klst. ná Stt
ekki niður. Þarria hefur verið
snjór á þessum tíma árs svo
lengi sem skýrslur herma.
Um stökkpallinn sagði Sig-
mund Ruud, hélt Rieder á-
fram, að hann væri betur gerð
ur en Holmenkollen. Pallur-
inn- kostar líka 20 millj. ísL
kr.
— Ég veit það verður tap á
Vetrarleikunum ef bara er
horft á tekjur og gjöld. Gjöld
in vegna bygginga og breyt-
inga verða um 1000 millj. ísl.
króna, en tekjurnar litlar móti
því. Innsbruok fer ekki illa
út úr málunum. Ríkið greiðir
helming gjalda, Tyrol-ríki
25% og Innsbruck 25%. Inns-
bruck sem lifir af ferðamönn-
um fær áreiðanlega sitt. Aust
urríki og Tyrol fá einnig sitt
á löngum tíma. Það er góð
auglýsing lítiili þjóð at standa
vel í stykkinu með að halda
slíka vetrarleika. Við eigum
reynda menn til að stjórna
verkinu og ég er sannfærður
um að Vetrarleikarnir 1964
verða eins vel eða betur skipu
lagðir en nokkuð annað vetr
aríþróttamót sem haldið hef
ur verið.
Þetta sagði Otto Rieder og
bætti við. — Ég vona að það
verði hópur keppenda frá ís
landi á leikunum. Hóx ur nær
lengra en einstaklingar og það
er andi Olympí ..ieika ..ð taka
þátt en ekki sigra. fslendingar
hafa mætt of fáir til slíkra
móta, en þegar þeir hafa verið
flestir hefur „liðið“ staðið sig
bezt. Og vonandi mætir „lið“
frá íslandi. — A. St.
— Ævintýraförin
Framh. af bls. 15
Jeríkó voru skoðaðar rústir
hinna fornu múra sem hrundu
þegar Jósúa lét þeyta hrútshorn-
in um Í300 árum fyrir Krist.
Fyrir ofan Jeríkó blasir við
Freistingafjallið, þangað sem
Jesús var leiddur þegar hann
fastaði úti í eyðimörkinni.
Á leiðinni til Jerúsalem var
ekið um hrjóstrugar en sögu-
frægar byggðir Júdeu, komið
við í Betaníu, þar sem Lazarus
var vakinp til lífsins, og síðan
haldið með hlíðum Olíufjalls-
ins inn í Borgina helgu. í dag
hafa hinir íslenzku pílagrímar
heimsótt Getsemane-garðinn og
Betlehem, sem liggur 17 km frá
Jerúsalem, og loks gengið Via
Dolorosa, píslarbraut Jesú frá
höll Pílatusar til Golgata. Var
sú ganga hátíðleg, því í dag er
föstudagur, og mikill fjöldi píla-
gríma og munka hélt til Gol-
gata með viðeigandi helgiathöfn
um, eins og venja er til á þess-
um degi.
Á morgun verður musteris-
svæðið heimsótt og hinn forn-
kunni grátmúr, en annað kvöld
verður flogið til Kaíró, þar sem
hópsins bíða pýramídar og önn-
ur forn mannvirki. Síðan liggur
leiðin til Rómar og Lundúna, en
á föstudag, 26. okt., lýkur þess-
ari ævintýraferð heima í Reykja
vík. —
Duglegir unglingnr
eðu krukkur
óskast til að bera MORGUNBLAÐIÐ
í þessi hverfi í borginni:
FJÓLUGATA — KLEIFARVEGUR —
BERGSTAÐARSTRÆTI
mpndbliúS