Morgunblaðið - 26.10.1962, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 26.10.1962, Qupperneq 15
Föstudagur 28. oídóber 1962 MOFCVISBLAÐIÐ 15 Útveg'að hefur verið fé til stœkkunar írafossstöðvar um 1500 kw. stundir. — Fjárlagaræðan Frr.míh. a. bls 2 Milljónir fara árlega í súginn vegna þess hve lélegar og við- gerðafrekar margar bifreiðar og vinnuvélar ríkisstofnana eru. Það er ljóst, að endumýjun get- ur ekki dregizt lengur, og að verja þarf miklu fé til hennar á næstu árum. Sparnaður í viðgerðum á að verða mjög mikill og betri nýt- ing á hverju ainstöku hinna nýju tækja þýðir, að fækka má tækjum en halda þó sömu af- köstum og áður. Undanfarið hafa ríkisstofnan- ir, sem hafa haft mikið af göml- um bifreiðum og vinnuvélum í notkun, neyðzt til að koma sér upp miklum varahlutabirgðum, til að tryggja sig gegn því, að tæki þeirra stöðvuðust hvað eft- ir annað, vegna varahlutaskorts. Slíkar varahlutabirgðir draga til sín óhemju fé, og nema vextir af því, sem liggur í samantöld- um varahlutabirgðum ríkisstofn- ana nokkrum milljónum. Sem dæmi má geta þess, að vara- hlutabirgðir Vegagerðar ríkisins einnar munu nú nema 22 millj. kr. Ef endurnýjun tækjanna fer mátulega ört fram losnar þetta fé að miklu leyti. Jafnframt verður að reyna að samræma og sameina hinar ýmsu varahluta- birgðir ríkisstofnana. Sú athug- un, sem fram hefur farið í þessu efni, hefur einkum snert nokkr- ar ríkisstofnanir, og urðu eftir- taldar stofnanir fyrir valinu, vegna þess að þar er um mestan véla- og birgðakost að ræða: Vegagerð ríkisins, Póst- og síma- málastjórn, Vita- og hafnarmála- stjórn, Vélasjóður ríkisins, Raf- magnsveitur ríkisins, Landnám ríkisins og Flugmálastjórnin. Það hefur m.a. komið í ljós, að hjá þessum stofnunum eru 25 tegundir véla og bifreiða, og af ýmsum árgerðum og stærðum. Bifreiðafjöldi þessara stofnana er 213 og meðalaldur þessara bifreiða var um 12 ár, þar af eru 15 sendiferðabifreiðir 10 ára og, eldri, og 37 vörubifreiðir 15 ára og eldri. Mikill hluti bifreiðanna var keyptur hjá Sölunefnd varn- arliðseigna og aldur þá oft ná- lægt 20 árum. Varahlutir í ýms- ar þessar bifreiðir fást ekki leng ur. Af þessu sést, hversu erfitt er og kostnaðarsamt, að fá vara- hluti í þennan gamla, sundur- leita og úrelta flota. Fyrir við- gerðir og varahluti voru á sl. ári greiddar 9,4 millj. og rekstr- arkostnaður alls um 18 millj. kr. í tillögum, sem liggja fyrir um þetta efni, segir m.a.: „Ef teg- undum yrði fækkað niður í 5—8, jafnframt endurnýjun tækjanna, sést hver reginmunur yrði á fjár festingu vegna varahluta, þar sem vitað er að notkun þeirra er hverfandi lítil, ef bifreiðarn- ar eru endurnýjaðar á 3—5 ára fresti“. Gert hefur verið yfirlit yfir endurnýjun á 35 jeppum, sem ríkisstofnanir þær hafa, sem hér voru taldar. Ef þeir yrðu endurnýjaðir mundi mega spara um 1 millj. kr. á ári í rekstrar- kostnaði, þó að í útgjöldum sé gert ráð fyrir afskriftum og vöxtum af útlögðu stofnfé, sem þessi endurnýjun krefst. Og ef hið sama ætti að gera um aðra bifreiðaeign þessara stofnana, má því gera sér í hugarlund, að þar yrði sparnaður, sem nemi mjög mörgum millj. kr. Þetta mál hefur fengið ræki- lega athugun og verða á næst- unni tilbúnar till. til fram- kvæmda í því efni. Á því er enginn vafi, að rétt er og hag- kvæmt, að ráðast í þessa miklu aðgerð, að endurnýja hinn gamla og úrelta flota eins fljótt og tök eru á. Að sjálfsögðu kost- •ar það töluvert stofnfé, meðan verið er að koma því í fram- kvæmd, en það fé mun skila sér fljótt. Hér Ieikur á mjög miklum fjárhæðum í húsnæðismálum ríkisstofn- ana hefur það m.a. gerzt, að keypt var húseignin Borgartún 7 í Reykjavík, þar sem margar ríkisstofnanir-hafa verið til húsa í leiguhúsnæði. Nú er verið að ljúka undirbúningi undir það, að aðrar ríkisstöfnanir, sem hafa verið annarsstaðar í leiguhús- næði, flytjist þangað. Eftir at- hugun á þessu máli kom það í ljós, að það væri mjög hag- kvæmt fyrir ríkissjóð, að festa kaup á þessu húsi. Ætlunin er að stækka húsið, byggja ofan á hluta þess, en slík bygging yrði heldur ódýrari en nýbygging, þar sem allar undirstöður eru fyrir hendi. í fjárlagafrv. er kom •ið inn á þetta mál í 22. gr. þar sem leitað er heimildar og auk þess kemur þetta fram í vaxta- greiðslu og afborgana í frv. í þessu húsi eru nú m.a. Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins, emb- ætti fræðslumálastjóra, húsa- meistari ríkisins, skipulagsstjóri ríkisins, bifreiðaeftirlit, en gert ráð fyrir að fleiri ríkisstofnanir og skrifstofur geti þangað flutt. Á sl. ári námu greiðslur ríkis og ríkisstofnana fyrir leiguhús- næði 9.4 millj. kr. Með öflun eigin húsnæðis á vegum ríkisins má spara stórar fúlgur. Ríkissjóður á fjölda húseigna, sem dreifðar eru um allt land. Það eru húseignir á ríkisjörðum, prestseturshús, aðrir embættis- bústaðir og ýmis hús sem notuð eru í öðru skyni. Það er eins og þessar eignir og bifreiðar og vinnuvélar ríkisins, sem áðan var á minnzt, að mikið fé fer í súginn, ef viðhald er ekki fram- kvæmt í tæka tíð eða alls ekki. Nú er í athugun betra eftirlit með húseignum þessum og jafn- framt á þeim fjölda skólahúsa, sem einnig eru dreifð um land allt, að vísu ekki að nafninu til í eigu ríkissjóðs, nema sum, en þó jafn mikið í mun að haldið sé eðlilega við„ af því að ríkis- sjóður greiðir stóran hluta af stofn- og rekstrarkostnaði skóla. Hér leikur á mjög miklum fjár- hæðum, og er gleggst að sjá það á því, hve mikið fé er áætlað í fjárlagafrv. til skólahúsanna einna saman. En á því er enginn vafi, að miklu fé þarf að verja á næstu árum, til viðgerðar og við- halds á mörgum þessum húsum ríkisins, sem því miður hafá lent í alltof mikilli niðurníðslu. Boðar vissulega gott í sambandi við þessa starf- semi á sviði hagsýslu, hagræð- ingar og sparnaðar, vildi ég enn nefna árangurinn, sem þegar er sýnilegur af lögunum um ríkis- ábyrgðir og stofnun Ríkisábyrgða sjóðs. Ég ætla að flestum hafi verið ljóst orðið, að stefnt var í óefni með ríkisábyrgðirnar, enda fann Alþingi sig knúið til þess fyrir fáum árum að sam- þykkja þál. um það að æskja gagngerðrar endurskoðunar og lagasetningar um þessi mál. Það er einkum ein breyting í hinum nýju lögum um ríkisábyrgðir, sem þegar er farin að sýna á- hrif sín í sparnaðarátt. Áður fyrr var það aðalreglan, að þeg- ar ríkið gekk í ábyrgð, var það sjálfskuldaábyrgð, sem þýðir, að greiði skuldari ekki á réttum gjalddaga, gat lánveitandinn snúið sér beint til ríkissjóðs, án þess að reyna innheimtu hjá skuldaranum. Með hinum nýju lögum var breytt til þannig, að hér eftir skyldi meginreglan vera einföld ábyrgð, en það þýð- ir, að þegar ríkið hefur gengið í ábyrgð fyrir einhvern aðila og ekki er greitt á réttum gjald- daga, verður lánveitandinn fyrst að reyna innheimtu hjá sjálfum skuldaranum og kanna til þraut- ar, hvort hann er borgunarmað- ur fyrir, áður en hann snýr sér að ríkis^jóði. Frá þeim tíma, í marzlok 1961, sem lögin voru afgreidd frá Al- þingi, hefur þessari reglu verið fylgt, að veita einfaldar ábyrgð- ir. Nú er að sjálfsögðu nauðsyn- legt og óhjákvæmilegt að halda áfram veitingu ríkisábyrgða í mörgum tilfellum, til þess að greiða fyrir ýmsum gagnlegum framkvæmdum sveitarfélaga og annarra aðila. Síðan lögin öðluð- ust gildi, hafa verið veitt lán með einfaldri ábyrgð að upp- hæð 145,6 millj. kr. Nú er komið hálft annað ár síðan, og að sjálf- sögðu hefur nokkuð af vöxtum og afborgunum fallið í gjald- daga á þessu tímabili. En ríkis- sjóður hefur ekki þurft að greiða enn þá einn einasta eyri af þessum ábyrgðarlánum. Mik- ið af eldri sjálfskuldaábyrgðum er í gildi og heldur gildi um margra ára skeið, og þess vegna er viðbúið, að töluverðar greiðsl ur falli á ríkið eða Ríkisábyrgð- arsjóð á næstu árum. En sú reynsla, sem þegar er fengin af breytingunni í einfalda ábyrgð, boðar vissuíega gott og sýnir, að hér var farið inn á rétta braut. Auk hins beina sparnaðarár- angurs, sem leitt hefur af hag- sýsluaðgerðum síðustu ára, er þegar farið að bera á því, að for- stöðumenn ríkisstofnana og aðr- ir starfsmenn þeirra séu farnir að fá og sýna meiri áhuga á skipulagsbreytingum og hagræð- ingu í sparnaðarátt en áður Ýar. Hraðvaxandi skilningi virðist vera að mæta í þessum efnum. Heildarsvipur fjármála ríkisins Núv. ríkisstjórn hefur nú hald ið um stjórnvölinn í nærfellt þrjú ár. í tíð hennar hafa þrenn fjárlög verið samin og þau fjórðu nú lögð fyrir Alþingi. Þeg ar litið er yfir heildarsvip fjár- mála ríkisins á þessu tímabili þá blasa við augum m. a. þessar myndir: í fyrsta lagi: Einn þáttur i við reisnaraðgerðunum í f-ebrúar 1960 var breyting á tekjuöflunar kerfi ríkisins, m.a. með lögfest- ingu söluskatts og lækkun tekju skatts. Síðan hafa verið sett sam an og lögð fyrir Alþingi fjárlaga frumiv. fyrir árin 1961, 1962 og 1963, án þess að hækka nokkra skatta, tolla eða aðrar álögur. f öðru lagi: Hallalaus fjárlög hafa verið lögð fyrir þing og af- greidd fyrir fjárhagsárin 1960, 1961 og 1962, og svo er einnig um frv. fyrir 1963, sem héx liggur fyrir. í þriðja lagi. Bæði árin 1960 og 1961 varð einnig hallalaus ríkisbúskaptir í reynd, en ekki aðeins í fjárlögum. Greiðsluaf- gangur varð bæði árin, og svo verður einnig á því ári, sem nú er að líða. í fjórða lagi. Gagnger endur- skoðun hefur farið fram og verið lögfest á skattalögum með stór- felldum lækkunum fyrir allan álmenning, og heil'brigt skatta- kerfi skapað fyrir atvinnurekst- urinn. f fimmta lagi: Tollar voru lækk aðir verulega í nóvember 1961 á ýmsum hátollavörum, þannig að verð lækkaði á mörgum vöru 'tegundum, að mjög hefur dreg ið úr smygli, og ríkissjóður hef ur fengið meiri tolltekjur af þess um vörum en áður, eins og kem ur fram i því, að á fyrstu sex mánuðum yfirstanlandi árs urðu tolltekjur um 17% millj. meiri en á fyrstu sex mánuðum ársins 1961 að þessum sömu vörum, er tollar voru lækkaðir á sl. hausti. í sjötta lagi. Allt tollakerfið hefur verið endurskoðað og ný “ tollskrá verður lögð fyrir þetta þing með samræmingu tollakerf isins og enn nýrri lækkun aðflutn ingsgjalda á ýmsum vörum. f sjöunda lagi. Unnið er að hagsýslu hagræðingu á fjölmörg um sviðum r í k i s starfsemi n n ar, til þess að lagfæra s'kipulag og vinnubrögð, spana ríkisfé og bæta þjónustu. Þessi starfsemi hefur þegar sparað ríkinu stónfé og á eftir að skila enn meiri árangri, áður en langt 'um líður. í áttunda lagi. Með nýrri lög- gjöf og framkvæmd varðandi ríkisábyrgð og stofnun Ríkisá- byrgðasjóðs erum við nú á góðri leið að losna úr því öngþveiti og þeirri óreiðu, sem fyrirhyggju- litlar ríkisábyrgðir höfðu leitt út i. Hér munar fljótlega tugum milljóna fyrir rílkissjóð. Gg í níunda lagi. Síðast en ekki sízt, hafa almannatryggingar vef ið stórauknar á þessu tímabili- svo að tryggingar á fslandi eru nú mörgum öðrum þjóðum til fyrirmyndar. Herra forseti, ég vildi hér í lok máls míns bregða upp þess- um myndum af fjármálastarf- semi ríkisins á þessu timabili. Ég hef haldið mig við fjárlögin sjálf og fjármál ríkisins, en ekki farið út í önnur mál, eins og efnahagsmál þjóðarinnar al- mennt. Ég hef ekki séð ástæðu til i þessari framsöguræðu, sem á að fjalla um fjárlagafrv. fyrir 1963, að hefja almennar um.r. um þjóðmál, enda gera þingsköp ekki íáð fyrir því, að 1. umr. fjárlaganna sé gerð að eldhús- degi. Ef aðrir ræðumenn gefa til- efni, verður að sjálfsögðu reynt að gefa upplýsingar um önnur mál eftir því sem efni gefast til. Ég vil svo að lokum leggja til, að frv. til fjárlaga fyrir árið 1963 verði vsað til hv. fjárveitinga- nefndar. Defa hreyfilhltarinn með hitastilli er nauðsynlegur á allar vökvakældar vélar. Auðveldar gangsetningu í köldu veðurfari. Hitarinn fæst ísettur hjá: Spindli h.f. við Rauðará. Smiðjubúðiii við Háteigsveg — Simi 10033.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.