Morgunblaðið - 26.10.1962, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.10.1962, Blaðsíða 16
16 MORGUISBLAÐIÐ Föstudagur 26. október 1962 Islenzk sýningar- deild í Frankfurt HIN ALÆ>JÓöLBGA haustkaup- stefna í Frankfurt am Main í Þýzkalandi var haldin dagana 2.—6. september sl. Þessi kaup stefna er ein hin elztí og merk asta í Evrópu og ieggja margir íslenzkir kaupsýslumenn leið sína suður þangað haust og vor þar sem þar gefst kostur á að ikynna sér fran.leiðsli um það bil 2500 iyrirtækja frá 30 lönd- ucn á einum og sama stað. Fyrir atbeina Ferðaskrifstofu ríkisins og í samvinnu við Flug félag Islands og Loftleiðir var ákrveðið*að efna til landlkynning ar og vörusýningar af íslands Ihálíu. Er þetta í fyrsta skipti sem fslenzkir aðiljar sýna framleiðslu sína >arna. Haustsýningin er einkum helg uð h/erskonar listiðnaði, hand- unnum vörum, vefnaðarvörum og húsbúnaði og var því megin- áherzla lögð á íslen'zkan heimil isiðnað og • listiðnað. Tókst að útvega sérstakan sýningarskála miðsvæðis, við svonefnt „Stræti Þjóðanna", sem hentaði einkar vel sýningu sem þessari. Alls sýndu þama 10 fyrirtæki vörur sínar auk Ferðaskrifstofu ríkisins og flugf liaganna tveggja er höfðu sameigmlega landkynn ingardeild í hluta skélans þar sem veittar voru upplýsingar um land og þjóð og útbýtt þúsund- um fræðslurita og upplýsinga- bæklinga um ferðalög í landinu og þjónustu íslenzkra skipa c J flugvéla. Félögin sem þarna sýndu fram leiðslu sína voru þessi: Sindrasmiðjan hf. stóla af ýmsum gerðum, Glit hf. kera- mik vasa og skálar af nýrri gerð gullsmiðimir Kornelíus Jónson og Jón Dalmannsson, ýmsa list murd úr silfri svo sem armbönd hringa, men, festar og íslenzka eðalsteina, Ultíma hf. ofin glugga tjaldaefni, Leðuriðjan hf. veski, töskur, möppur og aðra muni úr leðri og selskinni, Sportver hf. Nýtt frá HAFRAMJ0L Byrjið daginn með því að fá yður og gefa barninu KELLOGGS-haframjöl — og það á áreiðanlega eftir að njóta sömu vinsælda og aðrar framleiðslu- vörur KELLOG S. Kellogg's HAFRAMJÖLIÐ er að koma. á markaðinn Biðjið kaupmanninn um Keliogg's Þetta er likan af risastökkbrautinni, sem Austurríkismenn eru að reisa fyrir Olympíuleikana. Þar verða áhorfendasvæði fyrir 30.000 manns og fyrirtækið kostar 20 millj. ísl. kr. sportfatnað, íslenzkur Heimilis- iðnaður uliarvöirur ofnar og prjónaðar af ýrnsu tagi. Auk þess voru sýndir handunnir listmun ir nokkurra einstaklinga svo sem Þorleifs Þorleifsson og Bar- böru Árnason o.fl. Það vakti allmikla athygli er íslenzkur vamimgur var sýndur þarna í fyrsta skipti og var sýn ingin tvívegis kynnt í sjónvarpi og útvarpi og farið mjög lofsam legum orðum urn vörurnar og sýninguna í heild. Þess má geta að Ríkissjónvarpið í Hessen flutti ýtarlegan þátt um sýning una og spjallaði við starfsfólkið. Sýningin var opin frá kl. 9—6 eftiir hádegi og jafnan mikill fjöldi gesta og því ærin starfi fyrir strfsfólk að svara spurn- ingum. og veita hverskonar upp lýsingar. Voru þama tvær starfs stúlkur Ferðaskrifstofuninar, þær | Rosemarie Þorlei'fsdóttir og | Ohristel Peters auk Stefáns Hauks Einarssoo'ar .sem 'hafði um sjón með sýningunni. Þótt hér hafi rau|: ar vedið fremur um tilraun og kynningu að ræða en eiginlega sölusýningu reyndist vera mikill áhugi á flestum vörutegundunum og voru gerðar verulegar pantanir einkum á prjónuðum og ofnum ul'larvörum svo og listmunum. Yfirledtt reynóust vörurnar fylli lega samkeppnisfæra'r bæði um verð og gæði. Vilfa bisk- upsstól á Hólum SUNNUDAGINN 14. október var héraðsfundur Skagafjarðarpróf- astsdæmis haldinn á Hofsósi. — Hófst hann með messu kl. 2. Sr. Guðmundur Benediktsson á Barði prédikaði en prófastur sr. Björn Björnsson á Hólum og sr. Árni Sigurðsson þjónuðu fyrir altari. Að messu lokinni var drukkið kaffi í boði sóknairnefndar, að því loknu hófst fundur í Barna- skólanum. Þar voru meðal annars samþykktar tvær tillögur. önnur þess efnis að skora á kirkjuyfir- völd landsins að vinna að því að prestskosningar yrðu lagður nið- ur, en prestsembætti veitt skv. tillögum biskups. Hin tillagan var þess efnis, að unnið yrði að því hið fyrsta að endurreisa bisk- upsstól á Hólum í Hjaltadal, og að þar yrði komið á fót kirkju- legri menntastoinun við hlið bændaskólans. Að fundi loknum sátu fundar- menn kvöldverðarboð prestshjón- anna á Hofsósi. BanasSys af völd um umferðar "Banaslysum af völdum umferðar fjölgar hvarvetna nema í Bandaríkjunum Banaslysum af völdum um- ferðar heldur áfram að fjölga hvarvetna í heiminum nema í Bandaríkjunum, þar sem þeim hefur fækkað. Frá þessu er skýrt í skýrslu Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar. Flest banaslys af völdum umferðar á Norðurlöndum verða í Finn- ISndi, miðað við fólksfjölda. Af 25 löndum í Asíu, Evrópu, Norð- ur- og Suður-Ameríku urðu flest banaslys í Austurríki á ár- Bv. Ólafur Jóliann esson dreginn til Reykjavíkur SEINNI hluta dags í gær kom varðskipið Ægir til Reykjavíkur frá Tálknafirði með bv. Ólaf Jó- hannesson í eftirdragi. Varðskip- ið Gautur kom með togarann inn á innri höfnina. Bv. Ólafur Jóhannesson er nú ríkiseign. — Hann mun fara í Slippinn, þar sem hann verður botnhreinsað- ur. — inu 1960. Á töflunni hér á eftir er sýndur fjöldi banaslysa af völdum umferðar í nokkrum löndum 1950 og 1960 og er mið- að við 100.000 íbúa: 1950 1960 Austurríki (1953) . . 5,9 27,5 V-Þýzkaland (1952 . 14,9 25,6 Ástralía 21,8 25,6 Kanada 16,7 20,8 Bandaríkin 23,1 20,6 Finnland (1952) .... 7,8 17,1 Danmörk (1951) .... 9,8 16,9 Svíþjóð (1951) .... 10,3 14,6 Noregur (19516 .... 5,0 8,4 Island (1951) 6,9 6,3 ★ 1 liði Þ í Kongó 12. september sl. voru 17.973 menn frá 20 lönd- um, flestir frá Indlandi, eða 5,735, frá Danmörku 99, frá Nor- egi 149 og frá Svíþjóð 952. Matvæla- og landbúnaöarstofn- un SÞ, Alþjóðakjarnorkumála- stofnunin, Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin og heilbrigðisyf- irvöld Bandaríkjanna efna til námskeiðs í Cincinnati sem hófst 17. sept. og lýkur 26. okt. Þar er fjallað um áhrif geislavirkra efna á matvæli. Þátttakendur eru 24, m.a. frá öllum Norður- löndum nema Islandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.