Morgunblaðið - 27.10.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.10.1962, Blaðsíða 6
f MORGVNBLAÐ1Ð Laugardagur 27. október 1962 Margt nýmæli í vetr- ardagskrá útvarpsins ÚTVARPSSTJÓRI, Vilhjálmur Þ. Gíslason, kvaddi blaðamenn á sinn fund í gærdag og greindi frá vetrardagskrá útvarpsins sem nú er að hefjast. Útvarpsstjóri kvað ýmisleg nýmæli vera á vetrar- dagskránni en að sjálfsögðu væri þar einnig efni, sem haldið væri frá ári til árs. Mest af efninu væri sett saman og hagrætt af út varpinu sjálfu, og ennfremur væri það jafnan svo að efni væri boðið útvarpinu og það ýmist þeg ið eða því hafnað. Útvarpsstjóri rakti nokkra helztu þætti vetrar dagskrárinnar. Gat hann fyrst er inda en í vetur verða tveir erinda flokkar fluttir. 17 erindi verða flutt í flokknum „Tækni og vek menning“, sem f jalla um orku og auðlindir landsins og nýtingu þeirra. Hefur Verkfræðingafélag íslands og formaður þess, Sigurð ur Thoroddsen, annazt undirbún ing erindaflokksins. 10 erindi verða flutt um íslezka tungu, eðli málsins og sögu. Verður fyrsta er indið flutt af Jakobi Benedikts- syni. Ými“' fleiri erindi af inn- lendum og erlendum vettvangi verða flutt. Á þriðjudaginn hefst leiksagan Lorna Doone. Útvarpssagan verð ur Felix Krull, síðasta saga Thom as Mann, sem Kristján Árnason þýðir og flytur. í tónlistarefnum má m.a. geta þess að sérstaklega hafa verið unnir fyrir útvarpið söngleikirn ir „Paganini", „Oklahoma" og „Sagan um dátann", og 'verða fluttir á íslenzku í samvinnu við leiklistardeild útvarpsins. Um barnatíma er það að segja að sunnudagsþættina munu ann ast þær Anna Snorradóttir, Helga og Hulda Valtýsdætur og Skeggi Ásbjarnarson. Kl. 18 alla mánu daga verður nýr barnatími, sem Ingimar Jóhannsson og Stefán Jónsson rithöfundur annast, en tíminn fjallar um þjóðleg efni fyrir unga hlustendur. Á þriðju dögum verður tónlist fyrir unga hlustendur í umsjá Jóns G. Þór arinssonar og frú Guðrúnaí Sveinsdóttur. Á fimmtudögum verður tími fyrir yngstu hlustend urna í umsjá Gyðu Ragnarsdótt- ur, og á föstudögum barnatími, sem nefnist „Þeir gerðu garðinn frægan“, en þá mun Guðmundur M. Þorláksson ræða um ýmsa þekkta íslendinga síðari alda. Þá er þess að geta að þjóðsöng urinn verður nú aðeins leikinn í dagskrárlok á sunnudögum og há tíðisdögum, en aðra daga leikin ýmis íslenzk lög í stað hans. Hér á eftir fer yfirlit um helztu viðburði í vetrardagskrá útvarps ins: Framhaldsleikrit. Lorna Doone. Leiksaga í 7 þáttum; samið af Ronad Gow upp úr samnefndri sögu eftir R. D. Blackmore. — Þórður Einarsson þýðir — Leik- sjóri: Hildur Kalman. Útvarpssaga. Felix Krull eftir Thomas Mann. Kristján Árnason þýðir og flytur. Ca. 24 lestrar. Húsmæðraþættir. Tveir þætt- ir í viku. Sigríður Thorlacius sér um tvo þætti af hverjum þrem og flytur efni til fróðleiks og skemmtunar. Dagrún Krist- jánsdóttir sér um þriðja hvern þátt og fjallar um heimilisstörf og hagnýtingu á heimili, þættirn ir verða 20 mín. síðdegis. (Enn fremur er ætlunin að hafa fram haldssögur fyrir húsmæður tvisv ar í viku, verður fyrst lesið úr ævsögu Schiaparelli). Gunnar G. Schram — blaðamenn spyrja kunna borgara, fyrst Gylfa R Gíslason, spjörunum úr. Skemmtiþættir. Pétur Péturs- son stjórnar dagskrá (ca. 60 mín.) annað hvert sunnudagskvöld. — Helzta efni: Getraunir, framhalds saga, samin jafnóðum, spámaður, Tríó (Ólafur Gaukur). „Hratt flýgur stund“ — Jónas Jónasson stjórnar þeim þætti einu sinni í mánuði með þátttak endum í útvarpssal. Spurt og spjallað. Sigurður Magnússon stjórnar þeim þætti einu sinni í mánuði. Gunnar Schram sér um þátt, þar sem kunnir borgarar svara blaðamönnum. (Hálfsmánaðar- lega). Spurningaþáttur skólanemenda. Árni Böðvarsson cand. mag, og Margrét Indriðadóttir stjórng þættinum. Sunnudagserindi. Verkfræð- ingafélag íslands stendur að er- indaflokki um tækni og verk- menningu. — Síðar í vetur verð- ur erindaflokkur um íslenzka mál fræði og málsögu. Aðrir erindaflokkar. Dr. Jón Gíslason skólastjóri flytur erindi frá Grikkiandi. Séra Sigurður Einarsson mun senda frá ísrael þætti (efni frá nálægari Austur- löndum) (10 þætti). Hermann Pálsson lektor mun flytja erindi uan Skozka þjóðsöngva, írskar bókmenntir og sjálfstæðisbaráttu fra. Hersteinn Pálsson flytur þætti úr sögu Rotsohild ættarinnar tvisvar í viku. Björn Th. Björnsson tekur sam- an valda þœtti úr segulbanda- safni útvarpsins. Kvöldvökur verða á miðviku- dagskvöldum. Óskar Halldórsson cand. mag. les fornrit: Úr Ólafs sögu helga. f kvöldvökunum verð ur ýmislegt þjóðlegt efni í tali og tónum. Leikriit á laugardlögum m.a. Bernard Shaw: Menn og ofur- menni, Eugene 0‘Neill: Eg mian þá tíð, Nordahl Grieg: Ósigur- in, Frelsunin, Dagbók önnu Frank, Músagildran, Jón Trausti Veizlan á Grund. Ákveðið hefur verið að þjóð- söngurinn verði fyrst um sinn aðeins leikinn í dagsiknárlok á sunnudögum og hátíðisdögum, en endranær önnur íslenzk lög. Söngleikir o.fl.: „Paganini" eft ir Franz Lehár, „Sagan um dát- ann“ eftir Stravinsky, Þorsteinn Valdimarsson þýddi textana, „Oklaihoma“ eftir Rodgers & Hammerstein, Egill Bjarnason þýddd textann. „Þættir úr Odys- Sr Sigurður Einarsson — sendir þætti frá Austurlöndum nær. seifskviðu", tónlist eftir Britten, (Samvinna við leiklistardeild). íslenzkir söngvarar kynna lög Schuberts: Guðmundur Jóns- son og Fr. Weisshappel: Vetrar- ferðin, Þorsteinn Hannesson: Ým is lög, Kristinn Hallsson: Schwan engesang, Sigurður Björnsson og Guðrún Kristinsdóttir: Die Schöne Mullerin, Sigurveig Hjaltested: _ Ýmis lög, Þuríður Pálsdóttir: Ýmis lög. Tónleikar Sinfóníuhljómsveit- ar íslands: (hálfsmánaðarlega) Útvarp frá Háskólabíóinu. Skólatónleikar Sinfóníuhljóm- sveitarinnar: Skólaútvarp æsku- lýðstónleikanna. íslenzkar þjóðlífsmyndir í tali og tónum: Ævintýr, þjóðsögur kvæði og þulur. Þjóðlög og dans ar (Fiðlu-Björn, Dansinn í Hruna Jörfagleði, Hólasöngur, Galdra- Loftur, Slagir og vikivakar, Rím ur og kvæðalög o.s.frv.) Heilagra manna sögur: (í sam- ráði við Andrés Björnsson) Dag- skrá um heilaga Sesselju. Þor- steinn Valdimarsson tekur sam an. Paganini: Björn Ólafsson kynn ir fiðlumeistarann Paganini, leikur Kaprísur hans og segir sögu fiðlunnar og fiðluleiksins. Erindi: Saga tónlistarinnar frá fyrstu tíð. (history in Sound) vikulega, ýmsir flytjendur. Morgunhugleiðingar um músík Árni Kristjánsson (sunnudags- morgna). Dönsk áhrif á íslenzka tónlist: Baldur Andrésson. Metamorfósur Óvíðs með tón- list fyrir óbó eftir Benjamin í kúlnahríð Leigubílstjórar bæjarins áttu ekki sjö dagana sæla í fyrra- kvöld. Þeir gerðu sér í hugar- lund að komin væri stórstyrj- öld. Ekki máttu þeir stöðva svo bifreið sína að kúunahríðin gengi ekki yfir þá. Einn sagði Velvakanda þá sögu að hann hefði þurft að stoppa stundar- kor,- mi á Rauðalæk og bíða þar eftir fólki. Svo var I'ömið málum hans að hann hugði sér ekki annað fært en hann yrði að hverfa á brott, svo mögnuð var kúlnahríðin frá strákun- um, sem ekki fengu við sig ráðið, þegar þessi ágætis snjór barst þeim upp í hendurnar. Skyndilega heyrði bílstjór- inn að strákarnir voru komnir á ráðstefnu aftan við bílinn. Bílstjórinn hreyfði sig ekki en heyrði á tal þeirra. ýk' Me3 talstöð — Við megum ekki skjóta á þennan, það er stöng upp úr toppnum. Hann er með talstöð jg getur kallað á lögregluna, sagði einn strákanna. — Það gerir ekkert, sagði annar, — við skulum bara skjóta niður stöngina á toppnum. — Nei, eru vitlaus það er ekki hægt, sagði annar. Ráðstefnunni lauk með því að ákveðið var að hætta við frekari skothríð á þennan varhugáverða bíl. Nú er sennilega ekki gott við gerðar, fyrst eftir að snjó festir. Strákarnir eru ærsla- fullir og snjóboltarnir girnilegir til sendinga í vegfarendur, bæði bíla og fólk. Foreldrar ættu þó að reyna að brýna fyrir krökk- um hve illt getur hlotist af þessu og hvetja þau heldur til leikja með snjóinn, byggingu snjóhúsa og snjókarla og kerl- inga. Við sáum þess merki í gær við Miklubrautina að þar ríkti hinn rétti andi í móttök- um Vetrar konungs. Britten: Pan, Phaeton, Niobe, Bacchos, Narkissos, Areþusa. Gestir í útvarpssal: Victor Schiöler, píanó, Kim Borg, söng- ur, Sylvia Stahknann, söngur, Wolfgang Sohneiderhan, fiðda, Irmgard Seefried, söngur, Erik Werba, píanó, Béla Detreköy, fiðla, Karel Sneberger, fiðla, Ol- av Eriksen, söngur, Gert Graf- oord, fiðla, Ann Fröier, píanó o.fl. Frá erlendum útvarpsstöðvum Alls konar efni frá Noregi, Frabklandi, Belgfu, Svíþjóð, Þýzkalandi, Tékkóslóvakíu, Finn landi, Monte Carlo og víðar að. Tónleikar innlendra manna i útvarpssal, Tónleikar Tónlistar- félagsins, Musica Nova, Kórsöng- ur. Tónsíkáldakynningar: Við org- elið í Dómkirkjunni (PláiU ísólfs- son). Fastir þættir: Djassþáttur Jóns Múla, Óskalög sjúklinga (Krist- ín Anna Þórarinsdóttir), Dans- lög og danskennsla (Heiðar Ást- valdsson, nýtt úrval), Á frívakt- inni (Sigríður Hagalín), Lög unga fólfcsins (í nýju formi), Harmóníkuþáttur, Tónlistartími barnanna, Hljómplötusafnið (Gunnar Guðmundisson). Óperuþáttur: Þorsteinn Hann- esson. Víkurskólar settir Vík, 20. okt. SKÓLARNIR í Vík í Mýrdal, barnaskólinn og unglingaskólinn, voru settir miðvikudaginn 17. okt. s.l. Yngstu deildir barna- skólans tóku til starfa úm mán- aðamótin sept.—okt., en eldri deildirnar og unglingaskólinn strax eftir skólasetningu. Skóla- stjórinn, Björn Jónsson, flutti setningarræðuna, þar sem hann gerði grein fyrir starfsemi skól- anná og beindi hvatningar- og leiðbeiningarorðum til nemenda. í barnaskólanum verða í vetur 49 nemendur og í unglingaskól- anum 14 nemendur. Þá þakkaði skólastjórinn fráfarandi kennur- um störf þeirra, þeim Kristínu Ragnarsdóttur og séra Jónasi Gíslasyni, og bauð nýja kennara velkomna, þau Margréti Jafets- dóttur, Steinunni Pálsdóttur og sóknarprestinn séra Pál Pálsson. Frú Sigríður Ólafsdóttir stýrði söng nemenda við setningarat- höfnina. — Fréttaritari. „Fröken Klukka'* Ekki man Velvakandi betur en fyrir skemmstu væri kvartað yfir „Fröken Klukku" og henn- ar þjónustu. Við þurfum annað slagið að hringja í þá frægu frauku, en árangurinn er mis- jafn. Síminn er þjóðþrifafyrir- tæki, en mörgum finnst hann dýr og þjónustan takmörkuð sem hann veitir. Eg er enginn fjármálaráðherra Landssímans og ætla ekki að dæma um fjár- þörf hans, hún er eflaust mikil, en eins og öll ríkisfyrirtæki er hann sjálfsagt ver rekinn en væri hann einkafyrirtæki. Dæm in sanna að ríkis og bæjar- fyrirtæki eru ávallt vandræða- fyrirbæri. En sjálfsagt er ekki gerlegt að fá einhverju félagi símann til reksturs, þótt ekki væri það ómögulegt Það þarf mikið fé til uppbyggingar sím- ans í ofckar stóra og strálbýla landi. Og auðvitað, borgum við símnotendur brúsann. Því segja má um símann að ekkert gefur hann, heldur selur hann allt með hæsta prís. En sé,,Fröken Klukka" komin með alvarlega barkabólgu nú í haustpestunum þá væri íúð að lelta henni lækn inga. Á meðan munum við nota okkur að hringja í hinar ágætu frökenar, sem við höfum á Landssímanum, enda eru þær sem jafnan liprar og elskuleg- ar og svara þessari einföldu spurningu fljótt og vel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.