Morgunblaðið - 27.10.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.10.1962, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐ1Ð Laugardagur 27. október 1962 Sextugur í dag: Emil Jdnsson, ráöherra EIN N af mikilhæfustu stjórn málamönnum þjóðarinnar, Emil Jónsson, félagsmálaráðherra, á í dag sextugsafmæli. Hann er fæddur í Hafnárfirði 27. okt. ár- ið 1902. Voru foreldrar hans Jón Jónsson, múrari, og kona hans Sigurborg Sigurðardóttir frá Mið-Engi á Vatnsleysuströnd. Emil Jónsson var strax í bernsku afburða námsmaður. Hann lauk fullnaðarprófi í barna skóla tólf ára, þegar slíku prófi var yfirleitt lokið fjórtán ára. Fór hann í Flensborgarskólann og vakti þar athygli fyrir náms- gáfur, sérstaklega í stærðfræði. Hann hóf síðan nám í Mennta- skólanum í Reykjavík, las 5. og 6. bekk utanskóla á einum vetri og lauk stúdentsprófi með góðri einkunn á 17. ári. Hefur bann orðið yngstur stúdent við Menntaskói' nn í Reykjavík allra nemenda skólans. Að loknu stúdentsprófi hélt hann til Kaupmannahafnar og hóf nám við tækniháskólann. Lauk hann þar verkfræðiprófi árið 1925 og stundaði síðan um eins árs skeið verkfræðistörf í Danmörku. Árið 1926 var Emil Jónsson ráðinn bæjarverkfræðingur í Hafnarfirði. Fjórum árum síðar var þar fyrst ráðinn sérstakur bæjarstjóri, og var Emil Jónsson kosinn í þá stöðu. í bæjarstjórn Hafnarfjarðar var hann kosinn árið 1930 og átti þar sæti til árs- ins 1962, eða í 32 ár samfleytt. Emil Jónsson hefur gegnt fjöl- mörgum trúnaðarstörfum í fæð- ingarbæ sínum. Auk þess að eiga sæti í bæjarstjórn hefur hann setið í fræðsluráði, skóla- nefnd barnaskólans og Flens- borgarskólans, í útgerðarráðí og í 22 ár átti hann sæti í stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar. Árið 1937 varð Emil Jónsson vitamálastjóri og tók við því starfi af Thorvald Krabbe, sem hafði gegnt því frá árinu 1905. Gegndi hann starfi vitamála- stjóra í um það bil tuttugu ár, að undanteknum þeim tíma, er hann var ráðherra á þessu tímabili. Árið 1957 varð Emil Jónsson bankastjóri við Landsbankann og gegndi því starfi, þar til hann varð ráðherra að nýju. í miðstjórn Alþýðuflokksins hefur hann átt sæti síðan árið 1930. Þegar Haraldur Guðmunds- son varð sendiherra í Osló árið 1956 var hann kosinn formaður Alþýðuflokksins og hefur verið það síðan. Hann var fyrst kjör- Slökun ocr eðlileg fræðing, ný bók eftir Huldu Jensdóttui ÚT er komin bók er nefnist „Slökun og eðlileg fæðing" eftir Huldu Jensdóttur, ljósmóður. — Eins og nafnið bendir til fjallar bókin'um fæðingar og eru fjöldi leiðbeininga til verðandi mæðra í bókinni ásamt skýringarmynd- um. Höfundur bókarinnar, frk. Hulda Jensdóttir er yfirljósmóð- ir Fæðingarheimilis Reykjavíkur __ og er löngu landskunn fyrir brautryðjendastarf sitt á sviði afslöppunar og sársaukalausra fæðinga. Að afloknu námi hér fylltist hún miklum áhuga á kenningum Dr. Reeds, sem fyrst- ur kom fram með afslöppunar- fæðingar, fór hún utan til náms og aflaði sér framhaldsmenntun- ar á því sviði. Árangur þessarar menntunar og eigin reynslu af henni er syo sú bók, jem hér er komin á markaðiná. — Prent- smiðja Guðm. Jóhan»ssonar hef- ur séð um útgáfuna. Eigandinn mætti þjóf- unum í bankanum inn á þing árið 1934 og hefur átt þar sæti óslitið síðan, ýmist sem þingmaður Hafnfirðinga, lands- kjörinn þingmaður eða þingmað- ur hins nýja Reykjaneskjördæm is. Árin 1956—1958 var hann for- seti Sameinaðs Alþingis. Emil Jónsson hefur,átt sæti í fjórum ríkisstjórnum, Hann varð fyrst samgöngu- og iðnaðarmála- ráðherra í ríkisstjórn Ólafs Thors, nýsköpunarstjórninni, ár- in 1944—46. Síðan varð hann samgöngu- og viðskiptamálaráð- herra í stjórn StefánS Jóhanns Stefánssonar á árunum 1946— 1949. Haustið 1958 myndaði hann minnihlutastjórn Alþýðuflokks- ins og varð forsætisráðherra hennar, en sú ríkisstjórn sat eins og kunnugt er til haustsins 1959. í núverandi ríkisstjórn fer Emil Jónsson með sjávarútvegs- og félagsmál. Emil Jónsson hefur mjög látið málefni iðnaðarins til sín taka, bæði á Alþingi og innan samtaka iðnaðarmanna. Hefur hann ver- ið forgöngumaður um ýmis iðn- aðarfyrirtæki í Hafnarfirði. Emil Jónsson kvæntist árið 1925 Guðfinnu Sigurðardóttur og eiga þau sex mannvænleg börn, sem öll eru uppkomin. Emil Jónsson er prýðilega gáf- aður maður, hið mesta prúð- menni í allri framgöngu og hinn gervilegasti maður. Má óhikað telja hann í röð fremstu stjórn- málamanna samtíðar sinnar. — Enda þótt hann sé maður skoð- anafastur, mun það þó allra máT, er með honum hafa unnið, að hann sé samvinnuþýður og geri sér far um sé skilja og virða skoðanir annarra. Hann er ágæt- lega máli farinn, flytur mál sitt skipulega en æsingalaust. Mun tvímælalaust mega telja hann meðal beztu ræðumanna Al- þingis. Morgunblaðið óskar þessum merka stjórnmálamanni til ham- ingju með sextugsafmælið og mikið og heillarikt lífsstarf. f FYRRAKVÖLD var brotizt inn í herbergi í heimavist Stýri- mannaskólans og stolið baðan bankabók með 16 bús. kr. inn- stæðu, 500 kr. seðli og liðlega 7 þús. kr, ávísun útgefinni á Ut- vegsbankanm. Kl. 10 í gærmorgun fór eig- andinn, sem hafði þá uppgötvað stuldinn, í Austurbæjarútibú Út- vegsbankans til þess að látá vita um þjófnaðinn og greiða ekki ávísunina né af innstæðu bókar- innar. Vildi þá svo til að á sama tíma komu tveir ungir menn í útibúið til þess að selja ávís- unina. Ekki fara sögur af fagn- aðarfundunum, en lögreglan kom og hirti þjófana báða. Ekki höfðu þeir eytt 500 kr. seðlinum, en 60—70 krónum, sem þeir höfðu stolið úr öðru herbergi í heima- vistinni. Við yfirheyrslur hjá rannsókn- arlögreglunni í gær játaði annar piltanna á sig innbrot í skrifstof- ur Olíuverzlunar íslands aðfara- nótt sl. sunnudags en þar hafði hann stolið 3 vindlakössum og nokkrum vindlingakveikjurum. Leiðbeiningobók og kvikmynd til Neytendasnmlaknnna NEYTENDASAMTÖKIN í Banda ríkjunum — Consumers Union — hafa enn sýnt systursamtökunum íslenzku þá rausn að senda þeim upplag af leiðbeiningabók þeirra um vöruval, er þau gefa út ár- lega. Er þar úrdráttur úr grein- um um niðurstöður saman- burðarrannsókna á neyzluvörum hvers konar, er birzt hafa í mán- Háskólahátíðin á laugardag HÁSKÓLAHÁTÍÐ verður haldin fyrsta vetrardag, laugardag 27. okt. kl. 2 e.h. í Háskólabíói. Þar verða fluttir þættir úr há skólaljóðum Davíðs Stefánssonar við lög dr. Páls ísólfssonar: kór undir stjórn tónskáldsins syngur, frú Þuríður Pálsdóttir syngur ein söng. Háskólarektor, prófessor Ármsnn Snævarr flytur ræðu. Tvöfaldur kvartett stúdenta syng ur stúdentalög undir stjórn Sig urður Markússonar. Háskólarekt or ávarpar nýstúdenta, og veita þeir viðtöku háskólaborgarabréf um. Einn úr hópi nýstúdenta flyt ur stutt ávarp, og nýstúdentar syngja stúdentalag. Háskólastúdentar og háskóla- menntaðir menn eru velkomnir á háskólahátíðina. Veður og bilanir tefja innanlflug VEÐURGUÐIRNIR hafa að und- anförnu verið Flugfélagi ís- lands erfiður ljár í þúfu varðandi innanlandsflugið, og hafa ferðir oftlega tafizt mik- ið og jafnvel fallið niður Vörpuíu 4 kg. stein- um inn um giuggana BOLUNGARVÍK, 25. okt. — Að- fararnótt sl. laugardags, líklega um fjögurleytið, voru spellvirkj ar hér á ferð og brutu samtals 24 rúður í mannlausum bygging um víðsvegar um staðinn. Varð barnaskólinn verst úti, en þar voru brotnar 16 rúður. Spellvirkjarnir notuðu grjót til skemmdanna, og það ekki af taginu því sumir stein 3—4 kg. Var þeim smærra anna voru fleygt af miklu afli og má m.a. geta þess að stórum steíni var varpað af þvílíku afli inn um rúðu á annari hæð skólahússins að liann nam ekki staðar fyrr en á vegg hinu megin stofunn- ar, um fjóra metra frá gluggan- um. Dældaðist veggurinn við höggið. Málið hefur verið í rannsókn og tugir -ianna yfirheyrðir, en spellvirkjarnir eru ófundnir enn. — Fréttaritari. aðarritum samtakanna á hverju ári. Einnig eru þar almennar leið beiningar um vöruval í hinum ýmsu vöruflokkum. Bókin, sem er nær 400 bls. að stærð, er því eins konar handbók fyrir neyt- endur, en þess ber að gæta, að hinar sömu vörur eru að nokkru leyti ávallt hér á markaði. j Meðlimum Neytendasamtak- anna gefst nú kostur á að fá bók- ina á skrifstofu samtakanna i Austurstræti 14 fyrir aðeins kr. 25,-, sem er þriðjungur útsölu- verðs í Bandarikjunum. Skrif- stofan er opin alla virka daga kl. 5—7 e. h. nema laugardaga. Meðlimasími samtakanna er 1 97 22. Þá hafa Neytendasamtökin í Bandaríkjunum sent samtökun- um hér litkvikmynd, sem gerð var í tilefni 25 ára afmælis hinna bandarísku, en þau eru hin lang- elztu í heimi og brautryðjandi 4 þessu sviði. Neytendasamtök eru annars ung hreyfing, en af þeim 16 samtökum, sem aðild eiga að Alþjóðastofnun neytendasam- taka, eru hin þriðju elz'I'i. Snemma á næsta ári eru liðin 10 ár frá stofnun þeirra hér. Kvik- mynd hinna bandarísku Neyt- endasamtaka verður sýnd hér í Reykjavík og víðar um land á næstunni á útbreiðslu- og kynn- ingarfundum Neytendasamtak- anna hér. Sl. viku bættust þeim 325 nýir meðlimir. (Frá Neytendasamtökunum). Ég reikna4 vegna slæmra veðurskilyrða. Og ekki er ein báran stök því að í gær brá svo við að þrjár vélar félagsins í innanlandsflugi biluðu og töfðust ferðir af þeim sökum. Viðgerðum á vélunum þremur lauk í gær enda munu þær hafa verið smávægilegar, en nógar til þess að ferðum seinkaði allveru- lega. Svo sem kunnugt er hefur FÍ sett sér mjög strangar öryggis reglur og er ekki flogið af stað nema allt sé í fyllsta lagi, allt niður í smáatriði. Veðrið hefur að undanförnu og valdið miklum erfiðleikum og töfum í innanlandsflugi félags- ins. Einn daginn brá svo við að ekkert var hægt að fljúga innan- lands vegna veðurs nema til Vestmannaeyja og er það mjög fátítt, jafnvel einsdæmi. Nokkuð hefur borið á óánægju fólks vegna tafa í. innanlands- fluginu, en félagið gerir allt, sem í þeirra valdi stendur til þess að halda innanlandsfluginu í horf- inu. Ófyrirsjáanlegar bilanir og slæmt veður valda meiri áhyggj- um og höfuðverk hjá félaginu sjálfu en hjá viðskiptavinum þess, sagði talsmaður félagsins Mbl. í gær. í HaUST kom út á vegum Rík- isútgáfu námsbóka ný reikning* bók, eftir Jónas B. Jónsson, fræðslustjóra. Bókin heitir: ,,Ég reikna“. Hún er litprentuð og prýdd mörgum myndum, teikn uðum af Bjarna Jónssyni list- málara. Bókin er 48 bls. að stærð og er ætluð 7 ára börnum. Efni henn ar er í samræmi við fyrirmæli námsskrár um námsefni þessa aldursstigs. — Ætlast er til, að börnin reikni í bókina sjálfa jafnhliða því, að þau telja og lita myndir af hlutum og dýrum. 30 fyrstu blaðsíðurnar eru æf ingar í samlagningu og frádrætti með tölunum 1—10, síðan kem- ur samlagning og frádráttur með tölunum 1—20. Ætlunih er að gefa út aðra bók, til að nota, áður_ en byrjað er á þessu 1. hefti „Ég reikna". Þar verður kennt um gildi talnanna 1—10, skrift tölustafa og algeng ustu orð og hugtök um stærðir og fjölda. Bókin miðast því við, að búið sé að kenna þessi atriði. Athugið! að borið saman við útbreiðslv er langtum ódýrara að auglýsa i Morgunblaðinu, en öðrum blöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.