Morgunblaðið - 27.10.1962, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.10.1962, Blaðsíða 17
Laugardagur 27. október 1962 MORGUWBL4ÐIÐ 17 Halldór M. Sigur- geirsson 60 ára L.ÖNGUM hefur það verið álit manna, að Hafnarfjörður sé mjög hlýlegur og kyrrlátur bær, og er það rétt ályktun. Náttúru- fegurð er þar mikil og sérkenni- leg, hamraborgir háar, hraun- bungur og hvammar, holt og gróin tún. Vegna veru minnar í Hafnarfirði, hefi ég komizt að raun um að þar búa einnig hlý- legir borgarar, sem hafa lagt af mörkum mikið starf í frístund- um sínum til að auka á fegurð tíæjarins, í ríkum mæli og not- fært sér góð skilyrði frá náttúr- unnar hendi og gert Hafnarfjörð að unaðslegum kaupstað. Einn í hópi þeirra góðborgara sem þar á hlut að máli, Halldór M. Sig- urgeirsson, er sextugur í dag. Hann hefur verið bænum sínum trúr og fyrirmyndar sonur, eink- um viðkomandi fegrun, snyrti- mennsku og réglusemi og unnið jafnhliða að þeim málum sem er prýði hvers manns. Halldór er fæddur í Hafnarfirði 27. október árið 1902 og hefur dvalizt þar allan sinn aldur. Hann er sonur Sigurgeirs Gíslasonar, regluboða og gjaldkera Spari- sjóðs Hafnarfjarðar og konu hans Marínar Jónsdóttur, en þau hjón eru látin fyrir allmörgum árum. Á uppeldisárunum stundaði Hall- dór alla algenga vinnu, en fljót- lega bar á því að hugur hans hneigðist að menntun og innrit- aðist í Flensborgarskólann og lauk þaðan burtfararprófi vorið 1921. Eftir að Halldór lauk skóla- vist sinni í Flensborg stundaði hann verzlunarstörf og gerðist Starfsmaður hjá Kaupfélagi Hafn firðinga hinu eldra. Eftir nokk- urn starfstíma þar, tók Halldór við stjórn kaupfélagsins og vár kaupfélagsstjóri þess í fimmtán ár, eða þar til félagið hætti störf- um. Um tíma var hann gjaldkeri Sparisjóðs Hafnarfjarðar og um sex ára skeið gjaldkeri og bókari hjá útgerðinni Akurgerði, Hafn- erfirði. Síðastliðin tólf ár skrif- stofumaður hjá Sölusambandi ísl. fiskframleiðenda. Hvarvetna hef- ur hann áunnið sér traust og virð ingu í starfi. Halldór er giftur hinni prýðilegustu konu Margréti Sigurjónsdóttur eg er hún einhig fædd og uppalin Hafnfirðingur. Þau hjón eiga yndislegt heimili, þar má líta frábæran smekk á því, sem gefur heimilinu hið líf- ræna og sanna gildi, er skapar friðsælan reit hjá þeim hjónum og þremur dætrum þeirra. Á unglingsárum Halldórs var Samkomur Almenn samkoma Boðun fagnaðarerindisins í kvöld — miðvikudag. Hörgshlíð 12, Reykjavík kl. 8 Hjálpræðisherinn Laugardag kl. 8.30: Samkoma Thorvald Fröytland syngur og talar. Sunnudag kl. 11: Helgunar- oamkoma. Kapt. Ástrós Jónsdótt- ir talar. Kl. 2; Sunnudagaskóli. Kl. 8.30: Hjálpræðissamkoma. Thorvald Fröytland talar. Ken Householder syngur. Lars Kjetland vitnar. Velkomin. Framleiðum: Auglýsingar a bíla Utanhúss auglýsingar og allskonar skilti SKILTAGfRÐIN S.F. Bergþórugötu 19. Sími 23442. það heitasta ósk föður hans að sonurinn yrði alger bindindis- maður og fengu foreldrar hans þá ósk uppfyllta. Þegar Halldór hafði aldur til gekk hann í stúk- una Morgunstjörnuna no. 11 og verið meðlimur hennar síðan. Hann gerði sér það ljóst í upp- hafi, að reglan er sem blómguð björkin, og blöðin tákna sér- hvern.mann. Þó að Halldór sé ekki baráttumaður út á við er hann góður félagsmaður innan veggja Góðtemplarareglunnar og hefur gegnt mörgum trúnaðar- störfum um áratugi með sam- vizkusemi og fórnað miklu af frístundum sínum í þágu reglunn ar. Þá hefur Halldór komið mikið við sögu í Kvæðamannafélagi okkar vinsœla KALDA BORÐ kl. 12.00, einnig alls- konar heitlr réttir. Hádegisverðarmúsik kl. 12.50. Eftirmiðdagsmúsik kl. 15.30. Kvöldverðarmúsik og Dansmúsik kl. 20.00. 9CI. 9 Stúdenta- fagnaður VfiatMl kvöldsins ★ Consommé Ferriére ★ So'ðið heilafiski m/Hollandaise ★ London lamb m/sveppasósu eða rtuff Mustara ★ Eplakaka m/rjóma ★ Borðið" London lamb í Leikhúskjallaranum Sími 19636. Helgi Valtýsson, rithöfundur 85 ára Hafnarfjarðar og er'í stjórn þess. Ljóð eru þonum afarkær, eink- ur.i þau sem eru létt með hæfi- lega orðfimi er skapar gleðinnar stund. Halldót M. Sigurgeirsson hefur lifað mjög hljóðu lífi og virðist svo vera að störf hans fari einnig hljóðlega, sem margra annarra er vinna að mannúðar- málum í kyrrþei, er verða sam- ofin gróðurmætti hinna helgu úyggða og hugsjóna, sem tendr- ast skærast við ýmis tækifæri. Hann hefur laufgað ástsælt og fagurt heimili, björtum geislum hins heilbrigða lífs. Þar endur- speglast minnisstæð ævikvöld, þegar numið er staðar á tíma- mótum. Halldór er mikill gæfu- maður og hefur áunnið sér sæmd og virðingu meðal starfsfélaga og samborgara Af tindi þessara tíma skipta getur Halldór horft glað- ur yfir farinn veg, sem gróinn akur, þar sem þjónustulund, trú- mennska og félagsþroski á góð- um málefnum hafa veríð iðkuð og eru honum sem fagurt pund, er hann nýtur af heilbrigðu og fórnfúsu starfi. í þeim anda hefur Halldór lifað um daga sína, öðrum til fyrirmyndar, sem ekki hafa gengið sömu braut. Að lokum þakka ég Halldóri góða samfylgd og óska honum heilla á þessum merkis degi, og honum auðnist ávallt að vinna að þeim félagsmálum með heil- steyptum huga, eins og hann hef- ur gert á lífsbraut sinni, og horfi mót framtíðarsól, með ljúfum minningum um liðna áratugi og hlýjum blæ um friðsælan Hafn- arfjörð. Guðm. Guðgeirsson rakaram. Hafnarfirði. HAFA þeir ekki hlaupið á sig blessaðir, kom mér í hug s.l. fimmtudag 25. október, er Ríkis- útvarpið birti í hádegisfréttum sínum, að Helgi Valtýsson, rit- höfundur, væri 85. ána daginn þann. Ég hafði nefnilega merkt við 26. nóvember n.k. sem af- mælisdag hans og hafði hugsað mér að minnasf hans að nokkru hér í blaðinu. Ég hafði semsé sótt mitt vit í Kennaratalið, Rvik 1958, bls. 282, en þar er fæðinga- dagur Helga Valtýssonar talinn 26. nóvember. Jafnframt hafði mér sézt yfir leiðréttingarmiða, þar sem segir m.a. að sjálfur teelji hann sig fæddan 25. októ- ber, þó kirkjubókin segi hitt. Það er ekki óalgengt að skekkj- ur séu í kirkjubókum en nóg um það. Þetta verður nokkurs- konar fljótskrif hjá mér því rit stjórnir reka á -ftir. Helgi Valtýsson er sá maður, sem mér. er einna minnisstæð- astur þeirra sem ég hef séð á förnum vegi, vegna þess hve hvikur hann er á fæti. Margur tvítugur mætti þakka fyrir að vera jafn snar og hann. Þegar ég kem til Akureyrar kvíði ég ávallt fyrir að sækja Helga Val- týsson heim, végna þess að hann býr á efstu hæð í hæsta húsi Akureyrar, og en'gin er lyftan í húsinu, en ég hinsvegar þreytt ur í fótum eftir slæmt fótbrot, 15 kindur fundust í Kollumúla HÖFN, Hornafirði, 22. okt. — Nýlokið er fyrstu smölun í Kollu múla, en hún var farin hálfum mánuði síðar en vera átti. Það stafar bæði af óhagstæðu veðri og erfiðleikum að fá menn í göngur. Áður fyrr voru það alltaf 6 menn sem gengu Kollumúla, en'nú eru þeir aðeins þrír. í þessari fyrstu leit fundust 12 kindur útigengnar, þar af þrjár ær með dilkum, svo raunverulega er útigönguféð alls 15. Mikið sáu leitarmenn af hrein dýrum í Víðidal. Taldi Skafti Benediktsson, gangnastjóri, að þau hefðu ugglaust verið á þriðja hundrað. Eina hreinku sá hann, sem var alveg að dauða komin. Hún stóð og hímdi niður við Víðidalsá. Hann taldi það sömu veiki og áður hefur verið getið að nú herjaði á hreindýrin. — Gunnar. tröppurnar eru að mig minnir 82 og þetta hleypur Helgi oft á dag og segist halda sér við á því. En óvíða hefur mér liðið betur en uppi í háloftunum hjá Helga Valtýssyni og þaðan hefi ég farið með hugann fullan af sólskini, og vildi gjarnan vera kominn þangað núna til að sækja mér sumarauka. Helgi Valtýsson er síungur i anda og eldheitur hugsjónamað- ur, frumherji ungmennafélag- anna hér'á landi og ritstjóri Skin faxa um árabil. Helgi Valtýsson á einnig 55 ára rithöfundarafmæli á þessu ári. Fyrsta bók hans, Blýants- myndir, ljóð, kom út árið 1907. Hún er nú orðin fáséð, en öllu minna er þó um norsku útgáf- una af henni frá 1908, en hún hefur að geyma all margar þýð- ingar íslenzkra rúvalsljóða á ný- norsku. Helgi Valtýsson hefur sent írá sér allmargar frumsamdar bæk- ur og margar þýddar. Auik þess 'hefur hann búið aðrax undir prentun, eins og t.d. „Aldrei gleymist Austurland“, safn aust- firskra ljóða, en Helgi er aust- firðingur, fæddur að Nesi í Loð- mundarfirði, en þar bjó um eitt skeið sbáldið Páll Ólafsson, og gerði garðinn frægan. Nú mun engin byggð í Loðmundarfirði, en það er önnur saga. Ég veit að ég tala fyrir mun margra rithöfunda, er ég feeri honum þabkir fyrir framlag hans til íslenzkra bókmennta, og sendi honum jafnfraiint alúðarkveðjur, óska honum allra héilla og bið hann lengi lifa. Reykjavík, 26. október. 1962. Stefán Rafn. Höfum fyrirliggjandi í þessum þykktuni: 3ja, 5 og 6 milliinetra. EINNIG HAMRAÐ GLER og ÖRYGGISGLER. Eggert Kristjánsson & Co. hf. bimar 1-14-00. v

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.