Morgunblaðið - 27.10.1962, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.10.1962, Blaðsíða 11
Laugardagur 27. október 1962 MCRCT’NBLAÐIÐ J. 11 i jwmi/h wriB~iViii-i>l~—‘*‘ - **■ *"***. Kristmann Guðmundsson skrifar um: BÓKMENNT I R Leiðsögn til lífshamingju. Eftir Martinus. Þorsteinn Hallgrímsson þýddi. Prentsmðijan Leiftur. DANSKI dulspekingurinn Martin us mun hafa komið fjórum sinn- um hingað til lands og haldið hér fyrirlestra, svo hann er ýmsum kunnur. I>á hefur einnig nokkuð verið skrifað hér um kenningar hans og margir kunnir menn er- lendis háfa gert þær að umtals- efni. Meðal annarra hefur hinn heimsfrægi rithöfundur og dul- spekingur Paul Brunton farið um þær mjög viðurkennandi orðum og sagt meðal annars, að þær væru siðferðilegar og raunhæfar, en hann sjálfur lifandi ímynd þeirrar vizku, ósérplægni og kær leika, sem myndaði innsta kjarna þeirra. Ekki er þess getið, hvort fyrir- lestrar þeir, ér hér koma fyrir almenningssjónir séu teknar úr ýmsum bókum Martinusar eða hvort þeim hafi verið safnað í eina bók einnig á dönsku. Æski- legt hefði verið, að þýðandinn hefði látið nokkur formálsorð fylgja bókinni eða að einhver annar hefði verið fenginn til að gera grein fyrir henni. Að vísu standa fyrirlestrarnir fyrir sínu og ég hygg, að hver sá, er les þá, muni æskja að kynnast höfund- inum betur. Þeim vil ég benda á verk hans: „Livets bog“, sem er í sex bindum, hvert þeirra á Stærð við biblíuna, og mjög sikil- merkilega skrifað. Martinus var smaladrengur í bernsku og naut lítillar mennt- unar af bókum. Síðan gerðist hann starfsmaður í mjólkurbúi og vann eitthvað á skrifstofu, en þá fékk hann allt í einu hina fyrstu miklu vitrun sína, er skilningur á sköpum alheimsins birtist honum. Það er enginn vafi á því, að hann er innblásinn mað- ur í beztu merkingu þess orðs. Séra Árelíus Nielsson hefur sagt um hann, að hann væri meðal dularfyllstu persónuleika í heimi núlifandi fólks, og það má til sanns vegar færa. í daglegri um- gegni er hann hinn þægilegasti maður, ljúfur og góðlátur, alþýð legur í máli og framkomu. Enda þótt kenningar Martinus ar minni allmjög á austræn duld- ræði, m. a. margt af því, sem stofnendur og framámenn Guð- spekifélagsins hafa ritað, er hann að ýmsu leyti sérstæður. Og inn sæi hans, skilningur og yfirsýn yfir tilveruna er svo gífurlegur, að flestum mun blöskra, er kynn ast verkum hans. Og þetta ágæta fyrirlestrasafn er einkar vel til þess fallið, að vekja áhuga þeirra, sem lítið eða ekkert þekkja til höfundarins. Enda þótt í þeim sé ekki beitt jafn vísindalegum rökum og í stórverki hans „Bók lífsins", þá sýna þeir, hversu ótrúlega vítt kunnáttusvið manns þessa er og hve yfirgripsmikill skilningur hans. Stundum þykir þó gömlum „science fiction" les- endum fulllangt gengið, eins og þegar Martinus mótmælir því harðlega, að menn muni nokkru sinni geta komist á milli stjarn- anna, (Sjá fyrirlesturinn: „Gegn- um tóm himingeimsins“.) Annars er í þeim sama fyrirlestri dável skýrð hin árþúsunda gamla til- gáta um lífið í tómi efnisheims- ins. „Musteri sálarinnar" skýrir frá táknrænni tilhögun hinna gömlu mustera, er voru byggð í líkingu mannssálarinnar. „Vitundin og hamingjan“ er snjöll hugvekja; hið sama má segja um „Örlaga- leik lífsins“ og kemur höfundur þar að þvi, sem mörgum hefur dottið í hug án þess að til kæmi andleg uþpljómun, sem sé, að við menn erum sem leikarar á sviði frá vöggu til grafar, en skiptum um sVið — og ef til vill „rullu", þegar við deyjum, en þó einkum er vér fæðumst aftur á þessa, eða aðrar jarðir. Martinus er fjarska mannlegur, sumir myndu kannske orða það: alþýðlegur í ræðu sinni og rit- mennsku. Öllum er létt að skilja, hvað hann á við, jafnvel þegar hann fjallar um svo háleita hluti sem: Sjálfið og eigin heim þess“. í fyrirlestrinum „Auðmýkt“ skýr ir hann þennan fremur sjaldgæfa eiginleika á meistaralegan hátt, þótt segja megi, að mjög svipað- ar hugmyndir hafi áður komið fram. í „Andleg leiftur“ reynir hann að skýra ihnsæið og fer þar saman reynsla hans og fjöl- margra annarra dulspekinga. En sá er munurinn á þeim velflest- um og Martinusi, að hann lýsir þeirri reynslu í alþýðlegum orð- um. „Óeðlileg þreyta“ er fyrir- lestur, sem á erindi til allra á vorri tíð; einnig hér á íslandi hefur hið illræmda tízkufyrir- bæri: óeðlileg þreyta, piágað margn mann en þarna er sýnt, hvernig læknast má af henni. Málið í bókinni er gott, en þýð- inguna hef ég ekki borið saman við frumtextann. Allur frágangur er snotur og bókin hin eiguleg- asta. * KVIKMYNDIR KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR ★ < ir KVIKMYNDIR * SKKIFAR CM: ★ KVIKMYNDIR ★ Tónabíó: DAGSLÁTTA DROTTINS HÖFUNDUR skáldsögunnar „God’s Little Acre“, sem mynd þessi er gerð eftir, ameríski rit- höfundurinn Erskine P. Caldwell (f. 1S03), hefur um langt skeið verið mikilvirkur höfundur en mjög verið deilt um bækur hans. Einkum hafa ástarlífs lýsingar hans þótt hispurlausari en góðu hófi gegndi, jafnvel svo að gagn- rýnendur hafa brugðið honum um ósiðsemi í bókum sínum. Caldwell hefur einkum sótt efni- viðinn í bækur sínar til Suður- ríkja Bandaríkjanna og lýsir þar li.fi manna og hugsunarhætti af miklu raunsæi. Meðal þekktustu bóka Caldwell’s eru án efa skáld sögurnar „Tobaco Road“, sem kom út árið 1932 og „God’s Little Arce“, sem kom út árið eftir. Eftir „Tobacco Road“ var árið 1933 gert leikrit, sem tekið var á fjórða þúsund sinnum í lotu. forkunnarvel, enda var það sýnt „God’s Little Acre“ hefur komið út á íslenzku undir titilinum „Dagslátta drottins". Myndin gerist í Georgiu í Bandaríkjunum. Segir þar frá bóndanum Ty Ty Walden, sem býr þar ásamt fjölskyldu sinni, tveimur sonum, Buck og Shaw, dótturinni Jill og Griseldu tengda dóttur sinni, sem gift er Buck. Önnur dóttir Ty’s, Rosamunda er gift Will Thompson. Búa þau í borg skammt frá. Hefur Will verið starfsmaður í spunaverk- Bmiðju, sem nú er hætt störfum. Ty gamli á enn einn son, Jim, sem heima á í borginni og er mesti óþokki. Þá koma þarna nokkuð við sögu skrítnir fuglar, Piukó, sem er báiskotinn í Jill og Dawe Dawson, sem er „albinó“, en einmitt þess vegna á hann hlutverki að gegna á veg- um Ty’s. Ty gamli hefur fyrir löngu fengið þá flugu í höfuðið að gull muni vera fólgið í iandareign sinni. Hann hefur því ui.. 15 ára skeið verið haldinn algjöru gull- æði og með aðstoð 'sona sinna sífellt verið að grafa í landinu en gjörsamlega vanrækt búskapinn. Hann hefur afmarkað Drottni sínum ofurlítinn landskika og rekið þar niður járnkross mikinn sem tákn eignarréttar Drottins að skikanum, sem hann nefnir „Dag- slátta drottins“. Gamli maðurinn er reyndar alltaf að fa____þessa „dagsláttu" til og þá auðvitað krossinn líka, því að honum er ekkert um það gefið að gullið finnist í „dagsláttunni". Heimil- ishagir hjá Ty eru ekki sem beztir, enda eru allir þar orðnir meira og minna taugaveiklaðir af þessari löngu og árangurslausu gullleit. Hér við bætist að Gris- elda getur ekki gleymt fornum ástum sínum og Will’s og hann ekki heldur, en Buck eiginmaður hennar er sjúkur af afbrýði- semi. — Átökin milli hjónanna eru því oft hörð en þó einkum átökin milli Buck’s og Will’s. Og svo gerist það að Will fer í spuna- verksmiðjuna seint um kvöld til að seta spunavélarnar í gang og fer Griselda með honum. Varð- maðurinn skýtur Will til bana. Koma þá ný vandamál til sög- unnar, átökin á heimili . Ty’s verða svo hörð að liggur við mannvígum. Allt fer þó betur en á horfðist. Ty gamli sér nú að hann hefur í gullæðinu vanrækt bæði börn og bú. — Því snýr hann sér að því af alefli að rækta jörðina og vinna gull úr henni á þann heilbrigða og lífvænlega hátt Og friður og hamingja ríkir nú á heimili Ty’s gamla. Þetta er vissulega. mikil mynd, létt og brosleg framan af en verð- ur áhrifameiri og sterkari er á líður og áhrifamest undir iokin. Myndin er einnig prýðilega gerð — leikstjóri Aanthony Mann — og leikurinn yfirleitt mjög góð ur, en beztur þó leikur Roberts Ryans í hlutverki Ty’s gamla. Þá er og mjög skemmtilegur leikur Buddy Hacketts í hlut- verki Plútós og Tai Spain, er leikur JilL — Myndin er með íslenzkum skýringartexta. Kópavogsbíó: BLÓÐUGAR HENDUR ÁRIÐ 1952 kom til blóðugrar fangauppreisnar á hinni litlu Brasilíu-eyju Ilha Verde. Upp- reisn þessi vakti heimsathygli og er kvikmynd sú sem hér er um að ræða byggð á þessum atburði. Myndin fjallar á mjög raunsæjan hátt úm uppreisn fanganna og síðan flótta þeirra um hina hættu legu frumskóga Suður-Ameríku. Lýsir myndin á óhugnanlegan hátt hinum mismunandi mann- gerðum meðal fanganna, ofsa þeirra, grimmd og flærð gagn- vart félögum sínum ef svo ber undir og allt að dýrslegu æði. En mest kemur þarna við sögu fyrirliði fanganna, Adriano, sem drepið hefur konu sína í reiði og á það markmið eitt að komast til ungs sonar síns, sem býr hjá móður Adriano’s. Lýkur myndinni með því að lögreglan nær í flesta fangana, en skcw„j.„„^nin vinnur bug á Adriano. Mynd þessi er brazilísk, þ e. tekin í Brasilíu með brasilsk- uin leikurum, en leikstjórinn er þýzkrar ættar. Myndin er mjög vel gerð og vel leikin, en fjallar þvi nær eingöngu um hinn ömur lega fiótta fanganna. Mótatimbur Mótatimbur til sölu. í dag milli kL 2—4. Upplýsingar í Safamýri 39 BiSliardstofur Félagsheimili Sa Eiikomu h lís Útvega billiardborð og hluti til þeirra beint frá verksmiðju. " EIRÍKUR KETILSSON sími 23472, 19155 Garðastræti 2, Reykjavík. Kona 40-45 ára óskast strax til afgreiðslustarfa í vefnaðarvöru- verzlun í Miðbænum. Laun eftir samkomulagL Tilboð sendist blaðinu fyrir 30. þ. m. merkt: „Framtíðarstarf — 3574“. íbúð Oss vantar nú þegar 3—4 herb. íbúö fyrir erlendan vélfræðing í þjónustu vorri. VéSsmiðjðn Iféðinn hf. Sími 24260. Prentarar óskast Viljum ráða strax 2 prentara. Upplýsingar ekki gefnar í síma. ICassagerð Reykjavíkur hf. Kleppsvegi 33. til sölu Rafstöð ásamt túrbínu, mælaborði og regulator til sölu. Stöðin er 50 rið 28 hestöfl miðað við 10 metra vatnsfall. Þeir sem vilja fá nánari upplýsingar sendi nafn og heimilisfang merkt: „Rafstöð Box 404, Reykjavík. hús í Sandgerði Vandað og gott, til sölu. Upplýsingar í sima 7456. Vísitölushuldobréí Ssgsvirkjunurlnnur frú 1959 Samkvæmt tilkynningu frá Sogsvirkjuninni hefur rafmagnsverð í Reykjavík hækkað um 21.27% frá því í nóvember 1959, er skuldabréfin voru gefin út. Hinn 1. nóvember n.k. falla skuldabréf Litra C í gjalddaga og skulu þau innleyst á nafnverði að viðbættri 21.27% verðlagsuppbót. 25. október 1962. SEÐLABANKI ÍSLANDS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.