Morgunblaðið - 28.10.1962, Side 2

Morgunblaðið - 28.10.1962, Side 2
2 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 28. október 1962 Viö hreinsum tii á Kúbu og þið í Tyrklandi, segir Krúsjeff Moskvu, 27. okt. (AP). KRÚSJEFF forsætisráðherra So- vétrikjanna tilkynnti Kennedy Bandarikjaforseta í dag að hann væri reiðubúinn til að flytja heim frá Kúbu „vopn þau, sem for- setinn nefnir árásarvopn“, ef Bandaríkjamenn flytji heim eld- flaugar sínar frá Tyrklandi. í orðsendingu sinni til Kenne- dys forseta, sem útvarpað var frá Moskvu í dag, segir Krúsjeff að hann geti falíizt á að flytja frá Kúbu „vopn þau, sem forset- inn (Kennedy) telur árásarvopn" og gefa yfirlýsingu hjá Samein- uðu þjóðunum um að það yrði gert. En hann sagði að það væri ósanngjarnt að ætlast til þess að Sovétríkin flyttu vopn sín frá Kúbu meðan eldflaugar frá bandarískum herstöðvum í Tyrk- landi væri beint gegn Sovétríkj- unum. Lausnin lægi í því að báðir aðilar flyttu vopnin heim, Bandaríkjamenn frá eldfiauga- stöðvum í Tyrklandi og Rússar frá Kúbu. Ef samningar nást um brott- flutning vopna frá Kúbu og Tyrk landi, segir Krúsjeff, geta full- trúar frá Öryggisráði SÞ ferðast til beggja landanna og fylgzt með því að báðir aðilar standi við heit sín. Segir Krúsjeff að Kennedy telji sig hafa rétt til að setja aðflutn- ingsbann á vopn til Kúbu, vegna þess að eldflaugastöðvar þar séu hættulegar öryggi Bandaríkj- anna, en hann viðurkenni ekki sama rétt Rússum til handa. Bandarikin hafi flutt eldflaugar, sem þeir sjálfir nefni árásarvopn, til Tyrklands, rétt við landamæri Sovétríkjanna. Svar frá Washington Eftir að þessari orðsendingu Krúsjeffs hafði verið útvarpað, en áður en orðsendingin hafði borizt til Washington, var skýrt frá þvi í Hvíta húsinu að orð- sendingin fæli i sér öryggisað- gerðir utan Vesturálfu. En það væri eingöngu Vesturálfu, sem stafaði ógnun af vígbúnaðinum á Kúbu. Það er þessvegna frum- skilyrði fyrir umræðum um þess ar nýju tillögur Krúsjeffs, segir í yfirlýsingu Bandaríkj astj órn- ar, að vinna verði stöðvuð við eldflaugastöðvar á Kúbu, árás- arvopnin þar gerð óvirk og all- ur frekari vopnaflutningur til eyjunnar stöðvaður. Allar þessar aðgerðir verði undir öruggu al- þjóðareftirliti. Að því er varðar öryggi þjóða; utan Vesturálfu, segir ennfrem- ur í yfirlýsingunni, hafa Banda— rlkin og bandalaigsr.lki þeirra? lengi haft forustu um að koma; raunuim má halda áfram strax og bundinn hefur verið endir á yfirstndandi hættuástand við Kúbu Birgir ísl. Gunnarsson HeámdalBar- fundur um Kúbumálið HEIMDALLUR F.U.S. efnir til almenns umræðufimdar félags- manna, í Valihöll n.k. þriðju- dagskvöld 30. október kl. 8.30, um Kú'bumálið. Frummælandi verður Birgir ísL öunnarsson Fundur hjá Lands- málafélaginu Fram HAFN ARFIRÐI — Landsmála- félagið Fram heldur fund í Sjálfstæðishúsinu annað kvöld (mánudag) kl. 8,30. Frumimæl- andi verður Hafsteinn Baldvins- son bæjarstjóri og ræðir hann bæjarmál. — Er þetta fyrsti fundur Fram eftir að Sjálfstæðis fLokkurinn tók við stjóm bæjar- ins, og er því fróðlegt áð heyra hvað Hafsteinn hefir að segja um bæjarmálin. — Eru allir vel- komnir á fundinn meðan hiús- rúm leyfir. á takmörkunum á vígbúnaði all- ra viðkomandi aðila. Þessum til— Bæn um frið BISKUP beinir þeim tilmæl- um til þjóðarinnar að hún • sameinist í bæn til Guðs um ' það, að þeirri hættu, sem nú ógnar heimsfriði og þar með ‘ lifi mannkynsins, verði bægt j frá. Mælist hann tii þess að : þessa verði sérstaklega minnzt | í guðsþjónustum kirkjunnar í ‘ dag. i — Olíuskipið Framhald af bls. 1. Það voru ekki nema nokk-j ur hundruð metrar milli skip-: anna, þegar tundurspillirinnl beygði skyndilega frá og lét olíuskipið sigla inn í sundið milli Kúbu og Haiti. Nokkru áður sáum við úrj nálægð, hvar olíuflutninga-í skip var á austurleið. Robert; Shutz tók einnig myndir af því. Reyndist það bera nafnið „Oriente“ og vera frá Hav- ana. Skipið hafði stóra kassa á dekki. Nokkrir af áhöfn sá- ust ofan þilja. hdl. Þær aðgerðir Sovétstjórnar- innar að setja árásareldflaugar búnar kjarnorkuvopnum á Kúbu bafa vakið ugg og reiði fólks um allan heim. Hér er ekki um að ræða mál sem snertir aðeins Amerikuríkin, heldur allar þjóð- ir heims. Stjórn Heimdallar hefur því talið rétt að efna til umræðu- fundar um mál þetta og er ekki að efa að Heimdellingar muni fjöjmenna é fundinn til þess að ræða þessar ögrandi aðgerð- ir Sovétstjórnarinnar. Listkynning Mbl. Kristjan Daviðsson KRISTJÁN Davíðsson, listmál ari, sýnir um þessar mundir máiverk á vegum Iistkynning- ar Morgunblaðsins í sýning- arglugga blaðsims. Eru það myndir málaðar með þekjandi vatnslitum. Málverkin eru máluð á árunum 1959 og 1960. Þau eru öil til sölu hjá af- greiðslu blaðsins eða lista- manninum sjálfum, en heim- ili hans er að Unuhúsi í Garða Deyfilyf finnast við húsrannsökn EINS og skýrt hefur verið frá éður í Morgunblaðinu var fyrir skemmstu fyrirskipuð rannsókn vegna neyzlu deyfilyfja, en mál þetta hafði borið nokikuð á góma í blöðuim. í sambandi við þessa rannsókn var nú í vikunni gerð húsrann- eókn hjá manni einum hér í bæ, sem legið hefur undír grun um að hafa slík lyf í fórum sínum, og jafnvel að hafa seit þau. Við húsrannsðkn þessa munu hafa_ fundist um 1000 töflur af amfetamíni og auk þess nokkuð magn af öðrum veikum deyfi- lyfjum. Þá munu einnig hafa fundizt sprautuglös (amipúlur). Mál þetta er nú í rannsókn hjá sakadómaraembættinu í Reykja- vík, en emhættið hefur ekki vilj- að láta bafa neitt eftir sér opin- berlega um mál þetta meðan það er enn á rannsóknarstigi. __ stræti. Kristján Daviðsson, listmál- ari, hefur áður sýnt verk siná vegum listkynningar Morgun- blaðsins. Hann er einn af hin- um þekktari yngri málurum okkar. Hann hefur haldið margar sjálfstæðar sýningar á verkutn sínum og oft hlotið ágæta dóma. Síðasta mál- verkasýning hana var í Boga- salnum sumarið 1961. — Háskólahátið Framlh. af bls. 24. stóðu. Þennan atburð mætti telja hinn merkasta, þar sem þetta hefði verið fyrsta raunvísindaráð stefnan, sem menn frá mörgum þjóðum hefðu sótt hér. Kvað rektor það von sína að fleiri slíkar fylgdu á eftir. Rektor sagði að ráðstefnan héfði örugglega örvað áhuga manna og skilning á því hér á landi, hversu mikið átak þyrfti til að skapa náttúruvísindamönn- um vorum rannsóknarskilyrði við þeirra hæfi og hversu brýn þörf væri á að efna hið fyrsta til kennslu í náttúrufræðum við há- skólann. Af hálfu skólans hefðu þegar verið lagðar fram tillögur um það efni, og sagði rektor að þær hefðu mætt góðum skiln- ingi hjá menntamálaráðherra og ríkisstjórn. Rektor sagði það von sína að unnt yrði að hefja slíka kennslu þegar á næsta ári. Þá greindi rektor frá að laga og viðskiptadeild hefði nú verið greind í tvær deildir. Þá minntist rektor á að brýna nauðsyn bæri til að efla stórlega tannlæknadeild háskólans. í því sambandi ræddi rektor hinna merku og víðtæku rannsókna á tann og munnsjúkdómum lands- manna, sem tannlæknadeild Aiabamaháskóla hefði fram- kvæmt um margra mánaða skeið að undanförnu í samráði' við læknadeild háskólans. Kvað rektor þetta vísindastarf stórum þakkarvert og minntist sérstak- ! lega dr. Volker, forstöðumanns tannlæknadeildar Alabamahá- | skóla og prófessors John Dunbar, sem unnið hefur að rannsóknum hér. Þá gat rektor gjafa, sem há- skólanum hafa borizt. Stofnaður hefði verið minningarsjóður um háskólarektor dr. Þorkel Jóhann esson til að stuðla að rannsóknum og fyrirlestrahaldi um ísl. sagn- fræði. Þá hefði háskólanum verið afhentur minningarsjóður um Pál Melsted stúdent til þess að styrkja kandidata til náms erlend is. f þessum mánuði kvað rektor hafa borizt rausnarleg og mikils- háttar bókargjöf frá dr. Alvar Nelson prófessor í Lundi og konu hans. Er það mikið safn bóka, einkum í klassískum fræðum. í gjöfinni eru um 4,500 bindi og kvað rektor þetta einhverja mestu bókagjöf, sem skólanum hefði borizt. Þá afhenti stjórn Hins ísL kvenfélags í upphafi skólaárs rausnarlega peningagjöf sem framlag til Háskólasjóðs. Þá gat rektor þess að Bandalag háskólamanna hefði á afmælis- hátíð skólans afhent ritið Vís- indin efla alla dáð með tabula gratulatoria, þar sem á voru rit- uð nöfn 530 háskólamanna. Kvað rektor stjórn bandalagsins nýlega hafa afhent skólanum hagnað þann, sem orðið hefði af riti þessu, 130 þús. kr. Væri það ósk bandalagsins að þessum hagnaði yrði varið til að bæta aðstöðu stúdenta til félagsiðkana, t. d. til væntanlegs félagsheimilis stú- denta. Þakkaði rektor góðair gjaf ir. Þá minntist rektor á afhend- ingu gömlu Loftskeytastöðvarinn ar til handa háskólanum, er.Ing- ólfur Jónsson, samgöngumálaráð herra, tilkynnti skólanum um með bréfi 14. okt. sl. Sagði rektor að háskólinn mæti þessa gjöf mikils. Þá ræddi rektor Handritastofn un íslands og skýrði frá því að prófessor Einari Ólafi Sveinssyni hefði verið veitt embætti forstöðu manns hennar. Þá skýrði rektor frá því að rík isstjórnin hefði sýnt háskólan- um þá miklu vinsemd og skiln- ing að taka til greina á fjárlaga- frumvarpi allar óskir skólans. Þá rakti rektor rannsókna- starfsemi háskólans. Minntist hann í upphafi á samningu ís- lenzkrar orðabókar, sem unnið hefði verið að frá 1944. Kvað hann 100 þús. kr. viðbótarfjár- veitingu hafa fengizt til starfs- ins. Á rannsóknastofu háskólans í meinafræði sagði rektor að unn- ið hefði verið að rannsóknum á krabbameini í maga. í eðlis- fræðistofnun háskólans hefði ver- ið unnið að segulmælingum og mælingu á geislavirkum efnum í matvælum. Þá gaf rektor að venju yfirlit um tölu nýskráðra stúdenta sem nú eru 238 og hafa aldrei verið fleiri. Eru stúdentar í háskólan- um alls nú um 800 talsins, þar af 19 erlendir stúdentar. Nýskráðir stúdentar svo á deildir: skiptast Guðfræðideild ., .. 3 Læknisfræði .. ,. 32 Tannlækningar .... 11 Lyf jafræði lyfsala .. 7 Lögfræði 20 Viðskiptafræði .. .. 28 Islenzk fræði .. .. 14 Heimspeki 27 Nám til B.A.-prófa 61 Verkfræði 16 Tala brautskráðra kandídata á háskólaárunum 1960—61 Og 1061 til 1962 var þessi eftir deildum. (síðari talan á við síðara áriðj: Guðfræði .. .. .. 3 3 Læknisfræði 24 26 Tannlæknisfræði .. 4 Lögfræði 8 10 Viðskiptafræði .... 8 4 íslenzk fræði .. .. 2 Meistarapr. í ísl. fr. 1 B.A.-próf 10 14 Verkfræði 6 5 Samtals 66 65 Þá minntist rektor á framgang raunvísindastofnunarmálsins og sagði orðrétt um það mál: „Annað, sem ég vil benda á, er raunvísindaráðstefnan, sem haldin var í Háskólanum í ágúst 1961 að frumkvæði menntamála- ráðherra. Sú ráðstefna tók tíl meðferðar skipan rannsóknar- mála í raunvísindum til frambúð ar hér á landi, bæði hagnýtar rannsóknir og rannsóknir í undir stöðugreinum. Sú ráðstefna tókst mjög vel og var vekjandi ög markverð. M. a. virtist það vera ríkjandi viðhorf, að Háskólinn- ætti fyrst Og fremst að hasla sér völl, þar sem eru undirstöðu- rannsóknir. Af hálfu Háskólans voru gerðar tillögur um þetta verkefni skólans veturinn 1961, og vöru þær hugmyndir m.a. til umræðu á ráðstefnunni og virt- ust njóta þar mikils byrjar. Eftir að Háskólanum barst hin mikla gjöf Bandaríkjastjórnar á afmæl- ishátíð fyrir ári síðan, hafa ver- ið samdar nýjar tillögur, er að þessu lúta og sniðnar eru með það fyrir augum, að hið fyrsta sé unnt að reisa raunvísindastofnun fyrir handbært fé. Nú nýlega hef ir menntamálaráðherra heimilað Háskólanum að hefjast handa um að koma stofnuninni á fót, og er sú heimild mjög mikilvæg og mikilsmetin. Er það von mín, að nú verði hægt að gera veru- legt átak í raunvísindum hér við skólann, því að þau mikilvægu fræði hafa ekki notið þeirxar að- Stöðu, sem skylt er hér á landi, þegar litið er til híns ‘ síáukha gildis þeirra fyrir vísindalegar og efnahagslegar framfarir.“ Loks ræddi rektor húshygginga mál skólans og sagði áætlanir nú uppi um byggingu bæði lækna- deildarhúss og raunvísindastofn- unar. Sagði rektor að einnig væri æskilegt að reisa á næstunni hús, er rúmaði nokkrar kennslustof- ur, vinnuherbergi kennara, nokkr ar rannsóknastofnanir í hugvís- indum auk semínarstofa og vænt anlega einnig sérlestrarherbergja fyrir stúdenta. Meðal mála mál- anna kvað rektor einnig vera byggingu bókasafnshúss, og kvað nauðsynlegt að skriður kæmist á það mál þegar á þessu háskóla- ári. Ræðu sinni Iauk rektor svo: Ég þakka ánægjulegt samstarf við hæstvirta ríkisstjóm, og eink um þá tvo ráðherra, er ég mest skipti hef átt við, hæstvirtan menntamálaráðherra og hæst- virtan fjármálaráðherra. Ég þakka Alþingi fyrir glöggan skiin ing á þörfum Éáskólans. Ég þakka fyrir ánægjulega sam- vinnu við Háskólaráðsmenn og aðra samkennara mína, svo og prýðilegt samstarf við háskóla- stúdenta. Megi heili og gæia fylgja Háskólanum. _

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.