Morgunblaðið - 28.10.1962, Page 6
6
MORCVNBLAÐIÐ
Sunnudagur 28. október 1962
Magnús Á. Árnason og' eitt nsálverka hans.
Afeð anraan fótinn
i síðustu öld
Ásgerður Búadóttir við vefstól sinn.
Vinnustofunni
breytt í sýningarsal
¥ GÆR kl. 2 var sýning á
yerkum Magnúsar Á. Árnasonar
opnuð í Bogasal Þjóðminjasafns-
ins. Verða þar til sýnis 54 olíu-
málverk, og tvær höggmyndir,
og stendur sýningin til 4. nóv-
ember nk.
Magnús Á. Árnason, listmálari,
sagði í viðtali við blaðamann
Morgunblaðisins, að hann sýndi
eingöngu nýjar myndir að þessu
sinni, landslagsmyndir frá suð-
vesturlandi og fimm andlits-
myndir. Margar myndanna væru
frá Snæfellsnesi.
Ekki kvaðst Magnús vita,
hversu margar málverkasýningar
hann hefur haldið samanlagt, en
þetta væri þriðja árið í röð, sem
hann sýndi verk sín, bæði mál-
verk og höggmyndir. Máiverk
hans eru öll „natúralistísk“. Ég
er með annan fótinn í síðustu
öld,“ sagði hann, „og býst ekki
við að oreyta til héðanaf.“
AKUREYRI, 20. okt. — Mikið
hefur borið á óspektum unglinga
hér á kvöldin. Hefur ýmislegt
brak og drasl verið fært inn á
umferðargötur og umferðar-
merki verið beygð og brotin.
Sökudólgarnir hafa náðst og
eru þetta mest unglingar á aldr-
inum 16—19 ára. Vitað er, að
— Arekstrar
Framh. af bls. 3
að gefa neinar sannanlegar
skýringar, en óneitanlega
hvarflar að mönnum, að ekki
sé alltaf viðhöfð sú varúð,
sem æskileg væri. Of hrað-
ur akstur er algeng orsök
slysa, en þó alls ekki sú eina.
Óvarkámi ökumanna getur
lýst sér á margan annan hátt,
svo sem þann, að afka of ná-
lægt bílnum undan, að taka
fram úr á gatnamótum eða
þegar önnur bifreið kemur
á móti o.s.frv.
Ókurteisi og þrjóska ein-
kennir líka akstur margra
og veldur mörgu slysinu.
Þegar gangandi menn eiga
í hlut, bera þeir oft engu
minni ábyrgð á slysunum.
Ógætni vegfarenda er mjög
áberandi t.d. á aðalgötum
miðbæjarins. Er þar oft
hvorki sinnt umferð né um-
ferðarljósum, en stormað beint
í veg fyrir bílana og treyst
á hemla og hæfni ökumanna.
Það væri því ekki úr vegi
að bílstjórar og aðrir veg-
farendur tækju nöndum sam-
an og reyndu að koma hér
á dálítilli umferðarmenningu,
enda er það tímabært.
þeir, sem stóðu að skemmdum á
umferðarmerkjum, eru menn,
sem hafa það að aðalatvinnu að
aka bifreiðum á daginn.
Á einum stað í innbænum vái
brotin útihurð hjá gömlum
manni af prakkaraskap.
— St. E. Sig.
ÁSGERBUR Búadóttir opnaði í
gær kl. 4 sýningu á þrettán list-
Ofnum teppum í vinnustofu
sinni, Karfavogi 22. Sýningin
verður opin daglega milli 2 og
10, fram til þriðjudagskvölds
hins 6. nóvember.
— Það er verst að þurfa að
halda sýninguna svona úr al-
mannaleið, sagði frú Ásgerður.
Enn sem komið er, er ekki til
neinn lítill sýningarsalur hér í
bæ, þar sem iistafólk getur kom-
ið á framfæri einhverju smáveg-
is.
— En kemur sýningin ekki til
með að raska öllum heimilis-
háttum?
— Ég var í fyrstu svolítið kvíð
in því, en drengirnir mínir tveir
eru orðnir hálfstálpaðir og þeir
hafa lofað að vera með engin
ólæti. Og ég vona að þetta fari
allt vel.
Sýning Ásgerðar Búadóttur
mun vera hin fyrsta hérlendis á
myndvefnaði einvörðungu. Hún
hefur áður tekið þátt í sýningum,
erlendis og innlendis og hlaut
gullverðlaun á alþjóðlegu listiðn
aðarsýningunni í Múnchen 1956,
Teppin, sem hún sýnir að þessu
sinni, eru ofin úr íslenzku bandi
(sem er það eina sem fáanlegt
er hér), bæði sléttur vefur og
flosvefnaður. Hún hefur unnið
að þeim sl. tvö ár og hafa þau
aldrei komíð fram áður, nema
ÞÓú.
Untylíngar ú Ækur-
eyri meö óspekiir
VELVAKANDI sneri sér
til eins af varðstjórum lög-
reglunnar út af hinum tíðu
umferðarslysum, sem orðið
hafa nú að undanförnu. —
Sverrir Guðmundsson varð-
stjóri í umferðardeild svar-
ar hér í fáum dráttum spurn
ingunni um það hvað helzt
væri hægt að gera til úr—
bóta í þessum málum.
— Það er eins og það sé
árátta á okkur íslendingum að
okkur skortir tillitssemi í um-
ferðinni og gildir það bæði um
ökumenn á bifreiðiun, hjólum
og öðrum farartækjum og einn
ig um gangandi fólk.
k Einblínið ekki á réttinn
Umferðarrétturinn getur ver
ið ágætur og er sjálfsagður, en
menn verða að gæta þess að
einblína ekki á hann. Mörg at-
vik geta verið þannig að sá sem
á réttinn verði að víkja. Það
eru t. d. mörg nærtæk dæmi er
sýna að hemlar bifreiða, eða
annar búnaður, hefir bilað og
ökumaður hefir ekki getað
spornað gegn því að aka í veg
fyrir þann, sem samkvæmt
hinum almennu reglum á rétt-
inn. Það er eins og mönnum
gleymist sú ófrávíkjanlega öku
regla, sem gefin er sem frum-
regla öllum ökumönnum, „að
þeir eigi að geta stöðvað bif-
reið sína á % þess hluta veg-
arins, sem er hindrunarlaus
framundan“,
Það er þessi regla, sem menn
verða að hafa í huga og svo
hin almenna tillitssemi og nán-
ast kurteisi við aðra vegfar-
endur. Það er til máltæki, sem
hljóðar eitthvað á þá leið að
það kosti ekkert að sýna
kurteisi. Það kostar heldur ekk
ert að sýna ofurlitla tillits-
semi jafnvel þótt maður eftir
ströngustu reglum geti farið
fram með frekju. Ef þessi til-
litssemi yrði hér í vaxandi
mæli er ég þess fullviss að um-
ferðin færi mun betur fram og
þá drægi jafnframt úr slys-
unum.
k Virðið þó ökuréttinn
Samfara þessu er það tals-
vert ríkt í mönnum að virða
ekki umferðarréttinn til hlít-
ar. Þeim gleymist að sinna bið-
skyldu, þar sem hennar- er
krafizt og grípa þá hæpin tæki
færi, sem leitt geta til árekstra.
Einnig er misbrestur á því að
menn sinni stöðvunarskyld-
unni þar sem hennar er skil-
yrðislaust krafizt. Þetta hefir
þó í seinni tíð farið batnandi.
Þá eru stenfuljósin enn tals-
vert vandamál hér hjá okkur.
Þau eru að sönnu tiltölulega
ný, en notkun þeirra þó ekki
það flókin að mönnum ætti
ekki að vera hún fyllilega ijós.
Það er kennt í ökuprófum að
ökumanni beri að gefa stefnu-
Ijós 50 m. áður en hann breýtir
stefnu, en á þessu vill verða
mjög almennur misbrestur, þar
sem menn gefa stefnuljósin of
seint. Samfara þessu ber mönn
um að sjálfsögðu að fylgjast
vel með umferðinni fyrir aft-
an sig með því að líta í hliðar-
spegla eða baksýnisspegla bif-
reiðarinnar og aka ekki snögg-
lega í veg fyrir bifreið, sem er
fast á eftir. Þetta kemur einna
mést fram þar sem akreina-
skipting er á vegunum. Fjöldi
ökumanna skiptir um akreinar
án alls tillits til umferðarinn-
ar. Hér gildir að sjálfsögðu
sem annars staðar í umferðinni
tillitssemi við aðra vegfarend-
ur. —•
Skuggsýni og snjókoma
Nú fer í hönd skammdeg-
ið með myrkri og snjókomu
samfara hálku á vegunum. Þá
verða ökumenn að gæta þess
sérstaklega vel að rúðurnar á
bílum þeirra séu jafnan hrein-
ar og auðar svo vel megi sjá
út um þær. Það er góð regla
fyrir ökumann, sem er að setja
bifreið sína í gang að morgni,
að fara út í bifreiðina og ræsa
hana og þrífa rúður, en láta
hana síðan ganga meðan hann
skreppur inn og drekkur morg
unkafíið sitt. Þá hefir bifreið-
in hitnað og rutt sig á með-
an. Þá verða menn að muna
að hafa þurrkurnar í lagi og
eins verða þeir að hafa tæki til
að þurrka af rúðunum að inn-
an. Til þess fást litlar hand-
hægar sköfur, sem ættu að vera
í hverri bifreið. Á þessu vill
verða mikill misbrestur og ótal
slys hafa einmitt orðið af því að
menn hafa ekki gætt þess sem
skyldi að b.’einsa vel rúðurnar
í bifreiðunum.
Gangandi fólk verður
líka að gæta varúðar
Gangandi fólk verður einn
ig að gæta tillitssemi og var-
úðar í umferðinni. Nú, er
skyggja tekur, verður það að
gæta þess að ganga á móti um-
ferðinni, einkum þar sem göt-
ur eru illa lýstar, svo og verð-
ur það að virða ljósmerkin þar
sem þau eru og ganga ekki út
á umferðargötur án þess að
hafa fullvissað sig um að öllu
sé óhætt.
Þá verða menn að leggja sér
það ríkt á hjarta að aka jafnan
við þær aðstæður, sem eru á
hverjum stað og hverjum tíma.
Hámarkshraði er yfirleitt 35
km hér innan bæjar, en það
þýðir ekki að alltaf sé hægt að
aka með þeim hraða. Veðrið
leyfir það ekki í dag, þú ert
að fara fram hjá skóla við
næstu götu og á enn öðrum
stað er verið að gera við göt-
una.
Það er því frumskilyrðl
hvers vegfaranda að sýna til-
litssemi og laga sig eftir þeim
aðstæðum sem fyrir eru. Hafi
menn þetta ríkt í huga má
vænta batnandi umferðar og
minnkandi umferðarslysa.