Morgunblaðið - 28.10.1962, Side 12
12
MORCUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 28. október 1962
L
Ctgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavik.
Fr- “kvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og atgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 4.00 eintakið.
MENNTUN
ER MÁTTUR
Tlaskóli Islands er stöðugt
að færa út kvíarnar. —
Deildum hans fjölgar og vís-
indastarfsemi hans verður
fjölþættari. Um 800 stúdent-
ar munu á þessu háskólaári
stunda nám við skólann.
■* Fyrir nokkrum árum voru
uppi allháværar raddir
Um það að takmarka bæri að-
gang að einstökum deildum
háskólans, svo sem lækna-
deild og lagadeild. Töldu
sumir að offjölgun væri fyr-
irsjáanleg innan þessara hópa
menntamanna.
Sem betur fer voru þessar
ráðagerðir stöðvaðar. Nú er
svo komið, að tilfinnanlegur
skortur er á læknum hér á
•landi. Allmörg læknishéruð
úti um land eru á ári hverju
læknislaus og læknis- og heil-
brigðisþjónustu fólksins víða
ttm land er orðið verulega á-
bótavant. Er hér tfm mjög al-
varlegt vandamál að r§eða,
sem ríkisvaldið hefur reynt
^að ráða fram úr en engan veg
inn tekizt ennþá.
Okkur íslendinga vantar
einnig fleiri tæknimenntaða
menn á ýmsum sviðum.Ýmiss
konar vísindastarfsemi er hér
of þröngur stakkur skorinn
vegna féleysis. Með bættum
samgöngum gengur þróunin
stöðugt í þá átt, að heimurinn
verður sameiginlegur vinnu-
markaður, ekki sízt að því er
varðar mennta- og vísinda-
menn.
1 hópi íslenzkra mennta-
manna eru nú mörg góð vís-
indamannaefni. Okkur ríður
-tnikið á að geta hagnýtt ökk-
ur starfskrafta þessara ungu
manna, hvers á sínu sviði. —
Óhætt er að fullyrða, að þeir
hafi þegar átt ríkan þátt í
eflingu íslenzkra bjargræðis-
vega. En atvinnuvegimir
verða í stöðugt vaxandi mæli
að njóta aðstoðar vísindanna
til margs konar rannsókna.
Hið gamla máltæki, mennt-
un er máttur, er í dag raun-
sannara en nokkru sinni fyrr.
Sú staðhæfing er löngu af-
sönnuð, að bókvitið verði
ekki látið í askana. Þess
vegna er góð menntun og
fullkomnar skólastofnanir,
æðri og lægri, frumskilyrði
framfara og þróunar í nú-
tíma þjóðfélagi.
Háskóli íslands hefur nú
hafið undirbúning að bygg-
ingu raunvísindastofnunar,
sem í framtíðinni mun gegna
merkilegu og þýðingarmiklu
hlutverki í íslenzku þjóðlífi.
.Verður hún sumpart byggð
fyrir gjöf Bandarikj anna og
sumpart fyrir framlag okkar
sjálfra. Er fyllsta ástæða til
þess að byggja miklar vonir
á þessari nýju vísindastofn-
im. —
Háskóli íslands er ung
stofnun, aðeins rúmlega hálfr
ar aldar gömul. En hann hef-
ur þegar orðið þjóð sinni til
mikils gagns og sóma.
ÖRLAGARÍKAR
KOSNINGAR
j óðaratkvæðagreiðslan,
sem fer fram í Frakk-
landi í dag, er mjög örlaga-
rík fyrir frönsku þjóðina. De
Gaulle forseti hefur lagt til,
að forseti franska lýðveldis-
ins verði framvegis kjörinn
beint af þjóðinni, í stað þess
að hann var áður kosinn af
kjörmönnum. Það er um
þessa tillögu, sem þjóðarat-
kvæðagreiðslan fer fram í
dag.
Það sem fyrir de Gaulle
vakir með þessari breytingu
á stjórnarskipun Frakklands,
er að skapa möguleika á
styrkara stjórnarfari í land-
inu. Reynslan af flokkaglund
roðanum í lok síðari heims-
styrjaldarinnar var vissulega
bágborin. Stjórnarskipti urðu
stundum oft á ári og þegar
de Gaulle tók við völdum
hafði alger glundroði skapazt
í efnahagsmálum þjóðarinn-
ar og borgarastyrjöld vofði
yfir.
De Gáulle og stjórn hans
hóf efnahagslega viðreisn,
sem gerbreytt hefur efnahags
ástandi Frakka. Hann hefur
jafnframt leyst Alsírvanda-
málið eftir 7 ára blóðuga
styrjöld.
Engu skal spáð um úrslit
þjóðaratkvæðagreiðslunnar í
dag. En telja verður líklegt
að tillaga de Gaulle um þjóð-
kjör forseta hljóti verulegan
meirihluta atkvæða, enda hef
ur de Gaulle lýst því yfir að
hann muni segja af sér, ef
hann telji úrslit þjóðarat-
kvæðagreiðslunnar ekki við-
unandi.
Almennar þingkosningar
munu svo fara fram í Frakk-
landi í næsta mánuði.
HEIMSFRIÐURINN
I HÆTTU
Tj^nda þótt nokkuð hafidregið
úr spennunni í alþjóða-
I málum síðustu daga er heims
UTAN ÚR HEIMI
Stelnbeck í
ÞESSI mynid var tekin af
bandaríska ritihöfundinum
John Steinbeck og konu hans,
er þau komu tiil New Yonk,
eftir að sænska Akademían
hafði veitt Steinbeck bók-
menntaverðlaun Nóbels. Stein
New York
beck er sjötti Bandaríkjamað-
urinn, sem hlýtur þessi verð-
laun. Sinolair Lewis blaut
þau 1930, Eugene O’Neil 1936,
Pearl S. Buck, 1938, William
Faulkner 1950 og Ernest
Hemingway 1954.
Eins og skýrt hefur verið
frá var Steinbeck að horfa á
sjónvarp til þess að fylgjast
með fréttum fré Kúbu, þegar
hann heyrði hvern heiður
hann hefði hlotið.
Síðar um daginn 25. okt.
hélt hann til New Yonk ásamt
konu sinni og efndi þar til
fundar með fréttaimönnum.
Magakrabbi tíðari á islairf
en flestum öðrum löndum -
Erlent rit „Spectrum", gerir grein fyrir
niðurstoðum af rannsóknum Dr. Dungals
I LYFLÆKNISFRÆÐIRITINU
„Spectruín", sem gefið er út af
lyfjaverksmiðjunum „Pfizer“, er
vikið að rannsóknum þeim, sem
gerðar hafa verið á magakrabba
hér á landi. Segir m.a. í grein í
ritinu, að í fyrsta skipti hafi
tekizt að sýna fram á beint sam-
band ákveðinna fæðutegunda og
magakrabba. Ber blaðið fyrir
sig rannsóknir dr. Níelsar Dung-
als.
Mbl. hefur borizt umrædd
grein og fer hér á eftir megin-
efni hennar:
Á íslandi hefur í fyrsta skipti
t-ekizt að sýna fram á samband
ákveðinna fæðutegunda og tíðni
magameina af vissum tegunduim.
Kann þetta að leiða til árangurs-
ríkra rannsókna í öðrum lönd-
um.
friðurinn þó ennþá í alvar-
legri hættu. Sú staðreynd, að
Rússar og Kúbumenn halda
áfram byggingu kjarnorku-
eldflaugastöðva á Kúbu, fel-
ur í sér áframhaldandi ógn-
un við öryggi þjóða Vestur-
heims. Sameinuðu þjóðimar
gera allt sem í þeirra valdi
stendur til þess að miðla mál-
um. Bandaríkin hafa krafizt
þess að eldflaugastöðvarnar
verði rifnar. Ella kunni svo
að fara að þau neyðist til
þess að gera ráðstafanir til
Fyrir um það bil 30 árum var
mikið etið af reyktum silungi,
laxi og kindakjöti Var það fyrir
þann tíma, er h’raðfrystitækni
var tekin í notkun, en hún gerði
mögulega dreifingu matvara um
landið. Grunur hefur einnig fall-
ið á saltaðar vörur.
Rannsókn á reyktu lambakjöti
og silungi hefur leitt í Ijós, að
það hefur inni að .haida viss
efni, sem valdið geta skemmid-
um og ýfingu í maga. Þeir, sem
að rannsóknunum hafa unnið,
hefur tekizt að framikalla krabba
í maga karikyns rottna, er þeim
hefur verið gefin slík fæða.
Ólíklegt verður að' teljast, að
reykts físks og kjöts sé neytt
í slíkum mæli í flestum löndum,
að í því feliist hætta, en alimenn-
að gera þær óskaðlegar.
Styrjöld Indverja og Kín-
verja virðist og færast í auk-
ana. — Lítur helzt út fyrir
að Pekingstjórnin hyggist
þjarma alvarlega að Indverj-
um. Enda þótt Indverjar telj-
ist eiga einnar milljón manna
her, eru þeir þó mjög óundir-
búnir stórstyrjöld við ná-
granna sína. Árás Kínverja á
Indland getur því fyrr en
varir haft í för með sér ó-
friðarbál, sem ekki yrði auð-
velt að slökkva.
ingur á Íslandi virðist taka á sig
mikla hættu
Bændur hafa reykt kjöt og
fisk yfir birkieldi. íslenzikir karl
menn, hlutfallslega, hafa orðið
meira fyrir barðinu á maga-
krabba, en konur, enda hafa þeir
iðulega neytt allt að tveimur
pundum af reytu kjöti í einni
móltíð.
Vitað er, að reyktur matur
hefur tilhneigingu til að sitja
lengur í maganum en annar mat-
ur, og svo að lílkur gera ráð fyrir,
að ekki væri eins hættulegt að
eta reyktan mat oftar, en þá í
minna magni hverju sinni.
Á einu svœði á íslandi er
magakrabbi algengari í konum
en körlum. Það er í Vestmanna-
eyjum. Þar er ekkert lindarvatn
til og vatnið, sem neytt er, kem-
ur af húsþökum. Úr því er gert
kaffi, og konur þar eru meira
heima en karlmenn og drekka
því mun meira kaffi. Vatnið
inniheldur sót, sem fellur á hiús-
þökin úr reykháfum,
Annað athyglisvert atriði er,
að magakrabba gætir í yngra
fólki á íslandi frekar en í fiest-
um öðrum löndum Nánari rann-
sóknir munu fara fram á þeirri
falið málsins.
Út af þessari frétt £ „Spectr-
um“ hafði blaðið samband við
dr. Niels Dungal í gær og spurð-
ist fyrir um málið. Hann kvað
þessa frétt í meginatriðum rétta
og mundi hún byggjast á fyrir-
lestri er hann flutti í apríl £
fyrra í Chicago og birtist í banda
rísku læknatjmariti í nóvemiber
•síðastliðnum.
Þá gat dr Dungal þess að hann
Og samstarfsmenn hans héldu á-
fram víðtækum rannsóknum á
magakrabba, sem nú standia yfir,
og ennfremur lifnaðaThóttum
þeirra, sem hafa fengið þann
sjúkdóm.