Morgunblaðið - 28.10.1962, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 28.10.1962, Qupperneq 13
T Sunnudagur 28. október 1962 MORCFIVBT 4TtlÐ 13 Ekki hlífði hlut- leysið Indverjum INDVERJAR hafa tebið sér for- ystu meðal hinna hlutlausu þjóða. Þeir eru mannmargir, halda uppi öflugum her og Ind- landsskagi er skýrt afmarkaður frá öðrum hlutum Asíu.. Til enn frekara öryggis hefur Indlands- stjórn löngum gætt þess að reita ekki til reiði þá, sem líklegastir eru til árása. Hún hefur oftast verið hliðholl Sovétstjórninni, lokað augunum eða a.m.k. munn inum fyrir ávirðingum kommún- ista en verið óspar á að gagn- rýna Vesturveldin. Þá hefur stjórn Indlands sýnt kommún- istastjórninni í Kína sérstaka velvild, og beitt sér fyrir að hún fengi sæti Kína hjá Sameinuðu þjóðunum. Ekkert af þessu hefur dugað til þess að hlífa Indlandi frá árás kínversku kommúnistastjórnar- innar. Hið hliðholla hlutleysi indversku stjórnarinnar hefur bersýnilega verið skilið sem Þessi mynd er tekin úr Þjóðviljanum sl. fimmtudag. Hún sýnir, að Isiand er ekki talið meðal árásarstöðva á Sovétríkin gagnstætt því, sem Magnús Kjartansson hafði fuilyrt daginn áður. REYKJAVIKUR3REF Laugard. 27. okt ——————— veikleikamerki og egnt kommún istastjórnina í Kína til að senda hersveitir sínar inn á indverskt iandssvæði. Einungis fyrir ör- fáum mánuðum virtust Vestur- veldin árangurslaust ganga eftir indversku stjórninni til að kaupa af þeim vopn Indlandi til varn- ar. Þá taldi stjórn Indlands sér betur henta að treysta á Sovét- stjórnina í þeim efnum. Nú tel- ur Nehru sér lífsnauðsyn að fá vopn frá Bretlandi og Bandaríkj unum og er þegar sýnt, að þau verða helzt til siðbúin. Hvorki Svíar né Svisslendingar telja sér skjól af hlutleysinu f Evrópu hafa engar þjóðir lengur notið hlutleysis en Svíar og Svisslendingar. Hvorug þess- ara þjóða hefur látið sér til hug- ar koma að treysta á orðin ein til verndar hlutleysi sínu. ■ Þær eru báðar betur vígbúnar en nokkrar aðrar þjóðir af svipaðri stærð. Á þann veg sýna þær svo að ekki verður um villzt, að þær ætla sér að verja lönd sín, ef á þau verður ráðizt. Hlutleysi þeirra ber ekki vitni um veik- leika, heldur að þær telja sig nógu styrkar til að geta varizt um sinn, þangað til aðrir komi þeim til hjólpar. En þrátt fyrir það, þó að Sví- um og Svisslendingum hafi tek- izt að halda hlutleysi í eina og hálfa öld, búast báðar þjóðirn- or við, að svo kunni að fara, að það Verði ekki virt. Þess vegna hafa þær öflugri almannavarnir en okkrar aðrar. Engir eyða meira fé í því skyni en Svíar gera á mann hvern. Fyrir skemhastu var og frá ^því skýrt, að Svisslendingar hefðu tekið á- kvörðun um að útbúa á næstu árum loftvarnarbyrgi fyrir alla fbúa landsins. Þessar ráðstafanir sýna hvert mat þær þjóðir, sem lengst hafa notið hlutleysis og bezt hafa tryggt það, hafa á varnargildi þess, ef í harðbakka slær. Lega landsins >ar hættu skapí a aras Fyrir okkur Islendinga er það raunar óþarft að leita út fyrir landsteinana til lærdóms um haldleysi hlutleysisins. Þann lærdóm fengum við sjálfir að reyna, þegar land okkar var her numið í maí 1940. Sem betur fer var landið þá tekið af þeim, sem fremur skyldi; ella eru allar lík- ur til, að það hefði verið hremmt af herskörum Hitlers. Síðan hafa allir skyni bornir íslendingar gert sér ljóst, að hlutleysið er með öllu gagnslaust til verndar landinu. Kommúnistum er þetta ekki síður ljóst en öðrum. Þegar fyrir hernámið gengu kommúnistar manna ötulast fram í því að vekja athygli á, að þjóðin þyrfti á raunverulegum vörnum að halda í stað innan- tóms hlutleysis. Undir stríðslok- in 1945 vildu þeir ekki láta við það sitja, að við höfðum 1941 samið við Bandaríkjamenn um varnir íslands, heldur heimtuðu kommúnistar að fsland segði Þýzkalandi stríð á hendur og gerðist þar með beinn ófriðar- aðili. Þá fullyrtu þeir, að slík stríðsaðild tryggði bezt framtíð- aröryggi þjóðarinnar. • • Oflugar varnir eru bezta trygg- • • e • p mgin iyrir moi Krafan um ófriðaryfirlýsingu íslendinga var sprottin frá Stal- ín. Þess vegna fylgdi flokksdeild hans hér á landi þeirri kröfugerð eftir því, sem hún þorði. Aðrir neituðu henni hins vegar með öllu og nú vilja kommúnistar ekki lengur kannast við stríðs- æsingar sínar þá. Þeir vona, að þær falli í gleymskunnar dá, vegna þess að þeir hafi hvergi látið þann hug óskorað uppi, nema á lokuðum fundum Al- þingis. Engu að síður er of mörg- um kunnugt um þetta frumhlaup þéirra til þess, að um það verði þagað. Á það er minnt nú, af því að það varpar ljósi yfir heil- indin, sem búa bak við hlutleys- istal kommúnista. Flestir íslendingar eru jafn fráhverfir því að segja nokkurri annarri þjóð stríð á hendur sem þ^í að láta okkar eigið land vera varnarlaust. Hvort tveggja er jafn fráleitt. Okkur skortir í senn vilja og getu til að fara með ófrið á hendur öðrúm. Og hvað sem viljanum líður skortir okkur getu til þess að verja okk- ur sjálfir. Það getuleysi eyðir hins vegar engan veginn þörf- inni á því að ísland sé varið eins og önnur þjóðlönd. Varnir eru ekki einungis nauðsynlegar okk- ar sjálfra vegna, ef til ófriðar kemur, heldur eru þær einnig þáttur í því, sem enn meira er um vert, að hindra, að ófriður brjótist út. Varnarleysi íslands gæti verulega ýtt undir árásar- aðila um að láta verða úr sínum illu áformum. Gistivinur Cast- ros segir sinn hug Það er engin nýjung, að komm únistar hóti íslendingum með ógnarvopnum Sovétstjórnarinn- ar, ef ekki sé lótið að vilja henn- ar hér á landi. Mönnum eru enn í fersku minni hótanirnar um að atómsprengju yrði varpað á ís- land, ef íslenzka þjóðin gerðist svo djörf að láta land sitt ekki standa opið og óvarið. Yfirgnæf- andi meirihluti þjóðarinnar hef- ur látið þær hótanir sem vind um eyru þjóta og hvað eftir ann að staðfest fylgi sitt við það, að íslendingum beri að leggja sitt fram til þess að friður mætti haldast. En lubbamennska komm únista lætur §kki bugast. Mið vikudaginn 24. október 1962 stóð þessi klausa í forystugrein Þjóð- viljans,- sem undirrituð var af m, sem sagt er merki Magnúsar Kjartanssonar, Kúbufara: „Kúba er sjálfstætt ríki og ekkert annað veldi hefur rétt til að skipta sér af innanlandsmál um þess. Fengi ofbeldi Banda ríkjanna staðizt, væri Sovétríkj unum jafn heimilt að setja í her- kví öll þau ríki í Asíu og Ev- rópu, umhverfis öll landamæri Sovétríkjanna, sem hafa léð land undir bandarískar herstöðvar og eldflaugar, sem beint er að borg- um Sovétríkjanna; þá hefðu Sovétríkin sömu heimild til að raða flota sínum umhverfis ís- land, skoða hvert skip sem til landsins kæmi eða sökkva þeim ella.“ Gistivinur Castrós er sannar- lega ekki að skera utan af því. Hann segir glöggt, hvert hugur- inn stefnir og fullyrðir, að á ís- landi séu „eldflaugar sem beint er að borgum Sovétríkjanna.“ Söiinunargagnið vitnar gegn vini Castros Daginn eftir að Magnús Kjart- ansson setti fram heimboð sitt til Sovétstjórnarinnar með því að skrökva því upp, að hér séu eld- flaugar, sem beint sé að borgum Sovtéríkjanna, birti Þjóðviljinn kort, sem á að sanna, hvernig Bandaríkin hafi slegið hring um Rússland. Kortinu fylgir m. a. þessi skýring af hálfu Þjóðvilj- ans: „Kortið, sem hér er birt, er tekið úr bandaríska vikuritinu „U.S. News & World Report“, Þar er því gefið heitið „Hringur- inn umhverfis Rússland“. Á kort inu eru sýndar nokkrar helztu kjarnorkuárásarstöðvar Banda ríkjanna og staðir á hafinu, þar sem flugvélamóðurskip og kjarn orkukafbátar eru á sveimi að staðaldri." Sennilegt er, að Þjóðviljinn hafi komiát yfir kortið fyrir milligöngu Tass-fréttastofunnar, eða a.m.k. sé það birt hér fyrir atbeina útsendara Sovétstjórnar- innar, því að án þeirra íhlut- unar þorir Þjóðviljinn ekkert að segja um utanríkismál. A.m.k. birtir Þjóðviljinn ekki orðrétt- ar skýringar hins bandaríska vikurits á kortinu, heldur lagar þær í hendi. Hvað sem um það er, þá er það harla athyglisvert, að á þessu sönnunargagni Þjóðvilj- ans fyrir þrengingum Krúsjeffs, er engri „kjarnorkuárásar- stöð Bandaríkjanna“ fenginn staður á íslandi, sem og er rétt, því að hér á landi er vissulega engin kjarnorkuárásarstöð, held- ur einungis lágmarks varnir. Þetta veit Magnús Kjartansson ofur vel. — Engu að síður er ofstækið svo hatrammt, að hann espar sig upp í að réttlæta fyr- irfram ofbeldisaðgerðir Sovét- stjórnarinnar gegn sínu eigin föðurlandi með því að jafna ís- landi við Kúbu. Á íslandi er stjórn sem styðst við löglegan meirihluta kjósenda í lýðræðis kosningum og þjóð, sem engum ógnar en vill láta verja land sitt eins og allar þjóðir aðrar. Á Kúbu hefur hópur ofstækis- manna hrifsað völd og ekki þor- að að leita stuðnings kjósenda með löglegum hætti. í stað þess hafa þeir fengið erlenda ein- ræðisherra til að vígbúa landið, að því, sem nú er upp komið, ekki því sjálfu til varnar, held- ur til árása á þjóð í næsta nágrenni. Margt ljótt hefur mátt lesa í Þjóðviljanum, en fátt ljótara en þegar Magnús Kjartansson vísar Sovétríkjunum að tilefnislausu á ísland sem væntanlega árásar- stöð. — Af hver ju hótar Castro að skjóta á rannsóknar- nefnd? Það er mál fyrir sig, hvort Bandaríkjastjórn hefur rétt fyr- ir sér í því, að Sovétstjórnin hafi þegar komið upp eða sé í þann veginn að koma upp flug- skeytastöðvum á Kúbu, sem geti lagt í eyði flestar stærstu borgir vestanhafs. Kennedy Bandaríkja forseti fullyrðir, að hann hafi öruggar sannanir fyrir máli sínu. Hann hefur birt gögn, sem virðast styðja þá fullyrðingu óvefengjanlega. Hér er um á- kveðnar staðreyndir að ræða, sem enginn vafi þarf að vera um. Öruggasta ráðið til þess að fá úr því skorið, er, að hlutlausir að- ilar kanni hvað rétt sé. Banda- ríkjamenn lýstu sig og þegar í stað reiðubúna til þess að hlíta slíkum úrskurði. Kennedy gerði sjálfur tillögu um, að Samein- uðu þjóðirnar fylgdust með eyð- ingu árásarstöðvanna. Aðrir hafa borið fram tillögu um, að hlut- lausar þjóðir sendu þegar í stað rannsóknarnefnd til Kúbu til að kanna, hvort ásakanir Kennedys væru réttar. Svar Castros við þeirri tillögu var þetta: „Hver sem ætlar sér að koma til Kúbu ætti að vera við því búinn að berjast.“ Ef þar væru engin árásarvopn á borð við þau, sem Bandaríkja- menn fullyrða, hefði Castro átt að taka því fegins hendi, að hlut lausir aðilar sönnuðu, að Kenn- edy hefði farið með fleipur eitt. Stóryrði Castros gefa til kynna, að svo sé því miður ekki. Til hins sama bendir eindregið, að Zorin, fulltrúi Sovétstjórnarinn- ar í Öryggisráði, mótmælti í frumræðu sinni þar ekki einu orði tilvist slíkra vopna í Kúbu. Ekki verður heldur séð, að aðr- ir málsvarar Sovét-stjórnarinn- ar hafi komið fram með ótvíræða neitun á þessu. Vefengja ekki rétt Kúbu til varna Ef skoðun hlutlausra aðiia sannaði, að ásakanir Kennedys um árásarundirbúning á Kúbu séu- tilhæfulausar, myndi Castro vinna sinn stærsta sigur. Kenn- edy væri þá ber að einstæðu frumhlaupi og það því fremur sem hann • hefur viðurkennt nú sem fyrr rétt Kúbumanna til að koma upp vörnum í landi sínu. En hinu hefur hann marglýst yfir, að Bandaríkin mundu ekki þola, að árásarstöð yrði sett upp í hlaðvarpanum hjá þeim. Það er ekki Kennedy einn, sem þessu hafa haldið fram, heldur hafa önnur ríki Norður- og Suður- Ameríku ekki alls fýrir löngu gefið þá yfirlýsingu, að þau mundu ekki þola slíka árásar- stöð í sínum heimshluta. Sú af- staða er engin nýjung heldur í fullu samræmi við Monroe-kenn inguna, sem nú hefur gilt í nær eina og hálfa öld. Sovétstjórnin hafði sjálf við- urkennt þessa afstöðu með því að fullyrða hvað eftir annað, að hún hvorki vildi né þyrfti á því að halda að koma slíkum árásar- stöðvum upp utan sinna eigin landamæra. Ekki er lengra síð- an en á fimmtudeginum 18. okt., nú fyrir tíu dögum, að utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, Grom- yko, staðfesti þetta heitorð Sovét stjórnarinnar á skrifstofu Kenn- edys i Hvíta húsinu. Heiðarleiki í al- þjóðaviðskiptum Kennedy fullyrðir, að hann hafi haft sannanir fyrir hinu gagnstæða, þegar Gromyko gaf þessa yfirlýsingu. Hún hafi því verið vísvitandi röng og bein- línis gefin í því skyni að blekkja. Sú ásökun er svo alvar- legs eðlis, að engum ætti að vera annarra um en Sovétstjórninni að úr því fengist ótvírætt skor- ið, hvað rétt er. Engum ætti að vera annara um þetta en Sovét- stjórninni, — ef kommúnistar Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.