Morgunblaðið - 28.10.1962, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.10.1962, Blaðsíða 23
Sunnudagur 28. október 1962 MORGVN BL AÐIÐ 23 AUSTUR Kúba ATBURÐIR síðusfcu daga Ihafa leitt eitt 1 ljós, öðru fremur. Rúsaar og bandamenn þeiira, Ibvar, sem vena skal í heimin- um, fylgja ákveðinni stefnu. Þeir ganga eins iangit í tilraunum sínum til að ná tökum á ein- stökum löndum, eða heimshlut- um, og þeir telja sér óhætt. I þeirri viðleitni sinni beita þeir öllum ráðum, sem þeir álíta væn le.g til árangurs; janvel þeim sem stórihæfctuleg eru. Til þess að tryggja sig gegn afleiðingum gerða sinna, a.m.k. að nokkru leyti, beita þeir tækni þess manns, sem alizt hefur upp í andrúmlofti kalda stríðsins: slægvizku. Þeir ganga jiafnvel enn lengra; þeir hafa raunveru- lega endurbætt það hugtak. Hver er ástæðan? Er hún af- leiðing (kommúnismans, eða eðli- leg afleiðing þess, sem fram fer í heila þeirra, sem af góðu viti draga ályktanir af afstöðu and- stæðingsins, eins og þeir telja hana vera? Evrópumenn ættu að þekkja til þess, hvað gerizt, þegar af- staða andstæðingsins er talin vera önn-ur en hún raunverulega er. Her er ikjarni málsins. Krús- éff hefur aldrei skilið afstöðu Vesturveldannna. Sérhverja til- raun til málamiðlunar, til að leita friðsam^egrar lausnar, ti^ að komast að einlhverskonar sam komuiagi, hefur hann talið vott hugleysis og undanhalds. Dæm- in eru mýmörg. Kannski allt ©f mörg. Eitt slíkt dsemi er innrásin á Kúbu. Krúséff hefur marg- sinnis lýst því yfir í viðtölum við Vesturlandabúa, að hanh skildi ekki afstöðu Kennedys Bandaríikjaforseta, varðandi inn rásina á Kúbu, sem mistóikst svo herfilega. Krúséff hefur sagt, að hann mundi hafa skilið afstöðu Kenne dys, ef hann hefði ákveðið að Skipta sér alls ekki af Kútou þá. Sömuleiðis segist hann mun- du hafa ákilið stefnu forsetans, ef hann hefði látið hreinlega til dkiarar skríða og hertekið Kúbu, eins og hann hefði auð- veldlega getað á þeim tíma. Hann segist einnig mundu hafa skilið það, ef Bandarikiin hefðu gripið inn í, þegar uppreisnin var gérð í Ungverjalandi. Hitt segist hann ekki getað ekilið, (hvers vegna Kennedy hafi láitið það viðgangast, að gerð væri innrás á Kúbu, án þess að henni væri fylgt eftir. Hér liggur ástæðan fyrir því, að Krúséff hefur talið Vestur- veidin veiklunduð og hikandi. Þetta hefur greinilega komið fram í samskiptum hans við Kennedy. Krúséff reyndi að nið- urlægja hann, er þeir hittust í Vínartoorg í maí 1961. Krúséff hefur jafnivel gengið *nn lengra. Hann hefur fullyrt við fjölda vestrænna manna, sem *ótt hafa hann heim í Moskvu, að Bandaríkin myndu ekki berj- •st, jafnvel þótt um stórhags- muni væri að ræða. >vi hóf hann að senda eld- flau_ar, sem borið geta kjarn- orkuvopn til Kúbu. Eldflaugar, sem ógna tilveru stórs hluta Vesturiheims. Sú ráðstöfun Krús éffs var prófsteinn. Stjórnmála- menn í Washington telja, að hann hafi fyrst og fremst haft tvennt í huga, er hann gerði þessa ráðstöfun. í fyrsta lagi taldi hann miklar líkur til þess, að Kennedy myndi ekki telja það nóga ástæðu til stóraðgerða. Færi svo, gæti hann sýnt, að óhætt væri að bjóða Bandaríkjunum byrginn í Vest- urheimi, með slíkri ráðstöfun, og skapa sér þannig sterka að- stöðu til útbreiðslu kommúnis- John F. Kennedy mans í Suður-Amerífcu. í öðru lagi, kæmi til þess, að Bandaríkin risu upp gegn kúb- anskri herstöð, þá gæti bann snú ið sér trl Sameinuðu þjóðanna og haldið því fsam, að það, sem Rússar hafa nú gert, væri ná- kvæmlega það sama, sem Banda- rífcjamenn hefðu gert í Tyrk- lanli og víðar. Kennedy hefur ebki brugðizt við á þann hátt, að samræmist áætlun Krúséffs. Hann hefur hvorki horft fram hjá þeirri stað reynd, að eldflaugar eru nú á Kútou, né lagt út í styrjöld, við Kúbu. Fyrsta skref hans, hver sem síðari kunna að verða, var mitt á milli; hann lýsti yfir að- flutningsbanni í árásarvopnum til Kúbu. Viðbrögðin urðu betri en flesta óraði fyrir. Samtök Amérikuríkjanna hafa lýst einróma fylgi sínu við að- gerðir forsetans. Atlantshafs- bandalagsrífcin hafa tekið ákveð- na afstöðu. Viðbrögð Rússa hafa jafnvel verið veikari en flesta grunaði. Kom það vel fram s.l. föstudagskvöld, er Krúséff féllst á að beina sovézkum skipum frá Kúbu, þótt aðeins væri um stundarsakir. Innan Bandaríkj-. anna sjálfra ríkti nær alger ein- ing. Gallup-skoðanaiköiin'un sýndi, að 90% bandarísku þjóðar innar virðist styðja forsetann í stefnu hans. Euiiltrúar beggja flokka hafa einnig lýst yfir stuðn ingi sínum, þrátt fyrir það, að kosningar eru á næsta leiti. >að eina, sem á milli bar, er fulltrúar beggja flokka ræddu við forsetann, er hann hafði tek- ið ákvörðun sína, var, að nokkr- um pólítískum andstæðingum fannst hann ekki ganga nógu Krúséff hefur ekki gert sér grein fyrir þessari einingu. Allt frá þvi heimsstyrjöldinni gíðari laufc, 'hafa Bandaríkjamenn geng ið til samkomulags, hversu ófús- ir, sem þeir hafa virzt til þess, í Kóreu, Vietnam, Laos, Austur- Evrópu og víðar. Þannig hefur sáttastefnan ver ið ráðandi. Bandarríkin héldu því ekki til streitu, að Kóreu- stríðinu yrði haldið áfram, þar til fullur sigur væri unninn, en gengu í þess stað til samninga. Rússar hafa sömuleiðis fylgt sama sjónarmiði, þótt uppruna- leg afstaða þeirra stæði að baki þess, að í óefni kom, þannig, að semja verð til að forða styrj- öld. Þannig hefur ríkt jafnvægi, a.m.k. að vissu marki. Nú hefur hins vegar verið gepgið of langt. Krúséff hefur gengið feti framar en hann mátti. Er Kennedy hélt blaðamanna- fund sinn um Kúbu, < septem- ber, lýsti hann því yfir, að sovézfc vamarvopn á Kúbu væru ekki þess eðlis, að Jhlutunar væri þörf. Hins vegar gat hann þess, að ef svo færi, að herbúnaður Kúbu tæki á sig eðli árásar, þá myndi verða gripið til sérstakra að- gerða. Strax á eftir fylgdi yfirlýs- ing frá rússneskum ráðamönn- um um það, að þau vopn, sem Rússar hefðu sent til Kúbu, væru aðeins varnarvopn. Þeirri yfir- lýsingu var haldið til streitu, og er enn. Á því leikur enginn vafi, að Krúséff og a/ðrir ráðamann í Moskvu hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir því, að Banda- rfkjamenn fylgdust með þvi, sem var að gerast á Kúbu, og það myndi fyrr eða síðar koma á daginn, hvers eðli hertoúnað- ur Kúbu er. Hefði Kennedy ekkert gert, ihvers virði hefðu þá yfirlýsing- ar Bandaríkjanna um bá afstöðu, að þeir myndu standa vörð um öryggi Vesturheims, öryggi Ber- línar, verið? Afstaða Kennedys nú, er sér- stök. Hann hefur vikið úr vegi, ef svo mætti segja, til þess að lýsa þvi yfir, á hvern hátt hann myndi bregðast við árás eða ógn- «n við þær þjóðir, sem hann hafði heitið stuðningi. Þar hef- ur því verið slegið föstu af hálfu Bandarílkjamanna, að þeir sýna ekfci aðeins vilja til að berjast, 'heldur, að þeir muni berjast, ef gengið verði. á rétt þeirra landa sem Bandaríkin eru skuldbund- in með samningum eða banda- lagi. Þessi afstaða Kennedys er fyililega sambærileg við þá af- stöðu, sem Malinovski tók í maí 1960, er hann lýsti því yfir, að gerð yrði áiás á hvern þann stað, sem flugvélar, er ryfu loft- helgi Sovétrlkjanna, legðu upp frá. Það er efcíki lengra síðan en í fyrra, að Krúséff lýsti því yfir, að Kúlba væri ekfci sósialiskit ríki, og að engir samningar ihefðu verið gerðir milli Kúbu og Rússlands. Þvi sáu Rússar ekki ástæðu til að gera árás á Bandaríkin, er lofthelgi Kúbu var rofin. Vegna þess, hve tengzl Kúbu og Rússlands hafa aukzit síðan, verð ur athyglisvert að fylgjast með því, hver viðbrögðin verða fram- vegis við njósnaflu'gi Bandaríkja manna yfir Kúbu. Á þvi lék enginn vafi, að Bandaríkin myndu grípa til að- gerða, er ljóst var, hvert stefndi á Kúbu. Sömuleiðis var ljóst, að ef Rússar hefðu ætlað sér að grípa til meirháttar aðgerða gegn V-Berlín, þá hefði komið til mótaðgerða Vesturveldanna. Þeirrar skoðunar hefur gætt síðustu tvo daga, að átökin um Kúbu sé fyrsta skrefið í meirí- háttcir uppgjöri stórveldanna, uppgjöri, þar sem Berlín kunni að verða brennipunktur. Allt bendir til þess, að átök um Ber- lín, sem liggur á ajþýzku lands- svæði, yrðu mun hættulegri en átökin um Kúbu. Enginn getur sagt, hverfc fram- Nikita Krúséff haldið verður. Það er undir því, komið, hvoit Krúséff skilur af- stöðu Kennedys; ákvörðun hans um að krefjast þess, að eldflauga stöðvarnar á Kúbu verði fjar- lægðar; ákvörðun Bandaríkj- anna um að standa við yfirlýs- ingar sínar og skuldbindingar. Indland og Kína ALLiAR frjálisar 'þjóðir heims vona, að Indverjar muni ekki bíða ósigur í landamærastyrjöld sinni við Kínverja, sem nú virð- ist vera að taka á sig nýjan og óhugnanlegan blæ; blæ stórstyrj aldar. Rússum er það ekki minna ábugaefni en vestrænum þjóð- um. Á næstunni munu þeir fá Indverjum orustuþotur af beztu gerð, MIG-21. Rússar gera sér grein fyrir þvi, að Kína, með gífurlegri fólksmergð sinni, nýtízku hern- aðartaðkni, og kjarnorkusprengj- um innan tíðar, verður mesta ógnun, sem Vesturlönd hafa kynnzt. Er Kínverjar fengu í sinn hlut 'heiming Kóreu, sem laun fyrir árás sína, var sú afstaða harð- le-ga gagnrýnd af mörgum. Einn af þeim, sem ekki vildu leggja slíkri gagnrýni eyru, var Nehru, forsætisráðherra Ind- lands, og landvarnaiáðherra hans, Krishna Menon. 1951 var þeirri skoðun vifcið að Nehru, á blaðamannafundi, að óráðlegt kynni að vera að láta Kínverja komast svo langt, því að það myndi aðeins hvetja þá til frekari landvinninga. Þá sagði Nehru: „Þið skiljið ekki hugsanagang Kínverja. Menon hefur verið að tala við þá. Það er lítill vafi á því, að eina ástæðan til þess, að þeir skárust í leikinn, var sú, að þeim fannst sér ógnað. Kínverjar eru ékfci árásarþjóð. Þeir hafa of ' mikið að gera heima fyrir“. Fyrir rúmri viku sagði Krishna Menon við fréttamenn: „Enginn hefur reynt meira til að skilja Kínverja en ég“. Og hann bætti við: „Stefha Kín- verja fer nú að verða ljós. Þeir biðja um samningaviðræður til friðsamlegrar lausnar, og nota tímann til að undirbúa stórárás á land okkar“. Ástæðan fyrir skilningsleysi Indverja fram til þessa kann að vera sú, að á þessum tímum, þeg ar Vesturlönd voru að læra sína lexíu um aðferðir kommúnis- mans, voru Indverjar önnum kaf nir við að berjast fyrir sjálf- stæði sínu. Þetta er ástæðan fyrir hlut- leysstefnu Indverja. Nú veit Nehru, að sú hlutleysisstefna, sem mælir með undanlátssemi, til að halda friði, leiðir aðeins til frekari árása. Nehru óttast nú, að Kínverjar ætli að leggja undir sig Ind- land. Takizt þéim það, þá rís spurningin: Hvar munu Kínverj- ar gera næstu árás? Hugmyndin um hlutieysi hef- ur nú leitt ógæfu yfir Indland. Hversu margar fórnir á að færa vegna trúarinnar á það? — Reykjav'ikurbréf Framhald af bls. 13 fylgdu sömu siðareglum og aðr- ir. Munurinn er sá, að höfuð- kempur þeirra hafa kennt, að orð eigi ékki síður að nota til að biekkja heldur en að segja meiningu sína. Allir góðviljaðir menn vona, að frá styrjöld verði forðað að þessu sinni og héðan í frá. Hitt mega menn aldrei láfca sér úr huga falla, að á meðan yfirdrottnunarsýki og undirferli ræður í miklum hluta heims, hlýtur friðurinn ætíð að verða harla ótryggur. Stefna Krúséffs í Kútoumál- iangt. Þeir vildu- ráðast inn inu hefur oyggzt á þessari skoð- Kúbu og rífa miður eldflaug; iw. —-— J stoðvarnar umsvifalaust. Breiðfirðingabúð Dansað kl. 3—5 Twist Ö1 og gosdrykkir Rock Hljómsveit Björns Gunnarssonar Söngvari: Anna Vilhjálmsdóttir. Dansleikur uppi kl. 9 Hljórasveit Björns Gunnarssonar Söngvari: Anna Vilhjálmsdóttir. TWIST ROCK TWIST ROCK TWIST ROCK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.