Morgunblaðið - 22.11.1962, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.11.1962, Blaðsíða 5
Fímmtuclagur 22. nóv. 1962 MORGUNBLÁÐIÐ 5 | Keflavík — nágrenni Hrossakjöt nýtt, reykt, salt að, hakkað. Dilkakjöt 2. verðfl. Rúllupylsa ósoðin. Munið fostud. og laugar- dags sendingamar. Faxaborg, Smáratún. Sínai 1826. Keflavík — nágrenni Jólaeplin komin, fínn strásykur og hveiti í sekkjum. Fæ ekíki meira fyrir jóCL. Jakob, Smáratúni. Simi 1>82i6. Frú Nancy Jörgensen, sem var næsti þátttakandi eftir hina óheppnu frú Jensen, gerir hér sina tilraun til að bjarga heiðri danska kvenbílstjóra. Sú tilraun tókst með prýðL Umferðaþáttur í danska sjónvarpinu DANSKA sjónvarpið tók í haust upp þátt, þar sem bíl- stjórar eru látnir aka um Kaupmannahöfn á meðan sjón varpsupptökutæki eru látin fylgja hverri hreyfingu bif- reiðastjórans og bifreiðarinn- ar. Stjórnandi þátarins lofaði þátttakendum fyrir fram, að hvað sem fyrir kynni að koma, þá skyldi ekki koma til þess að þeir misstu nokkur réttindd sín. Það kom samt fljótlega á daginn, að þótt hann hefði loforð lögreglunn- ar fyrir þessu, gat hann á engan hátt staðið við það. Fyrsti þátttakandinn var karlmaður, sem stóð sig með prýði, og sló sér auk þess upp á að setja mikið út á þær kringumstæður, sem hann varð að aka undir. Engir hlið- arspeglar voru á bílnum, og sjónvarpsútbúnaðurinn skygg- ði að öllu leyti á , allt útsýni aftur fyrir bílinn. Nsesti þátttakandi var kona, 2® ára gömul hagfræðinemi frá Hjörring, Rita Jensen. Hún mætti vígreif til leiks, en þeg- ar hún fór að aka með bif- reiðasérfræðing sér við hlið og sjónvarpsútbúnaðinn aftan Frú Rita Jensen horfir á sjónvarpið þegar næsti þátttak- andi ekur. á bílnum, fóru taugarnar að bila. í hvert skipti, sem hún átti að gera eitthvað, gerði hún ýmist þveröfuigt, eða hún gerði hreint ekki neitt. Hún ók löngum á vitlausri vegarbrún, fór ekki eftir um- ferðamerkjum, hún ók inn í götur á vitlausum vegarhelm- ingi, enda þótt gatnamótun- um væri skipt með „eyjum', og margs sinnis varð kennar- inn sem fylgdi með að grípa í bremsuna. Fólkið sem horfði á þenn- an sjónvarpsþátt, reis upp, og Kaupmannahafnarblöðin urðu samstundis full af mót- mælum gegn því, að þessi kona hefði áfram ökuleyfi. Lögreglan hótaði að svipta konuna ökuleyfiinu, éf hún gengi ekki aftur til prófs, Sjálf neitaði hún að snerta bifreið aftur fyrr en hún hafði fengið að ganga undir próf, og stjórnandi þáttarins gat lítið annað gert en að bjóða henni að kosta þá öku- kennslu, sem hún þyrfti tii að ná aftur prófi. Umferðaröryggisnefnd, lög- reglustjórar og jafnvel dóms- málaráðuneytið tóku afstöðu til málsins, og almenningur talaði ekki um annað. Næsti þátttakandi, sem líka var kona, lýsti því yfir, að hún legði ökuleyfi sitt að veði í sjónvarpsprófinu. Loks endurtók frú Jensen ökupróf sitt með prýði sama dag og akstri næ-sta þátttak- anda var sjónvarpað. Kópavogur — Reykjavík 2ja herbergja íbúð óskast til leigu nú þegar, eða sem fyrst. Tvennt í heimili. Vinsamlegast hringið í síma 3 40 42 eftir kl. 7,30 í kvöld. Afgrei öslus tarf Áreiðanleg stúlka með góða framkomu óskast til afgreiðslustarfa og símagæzlu í sérverzlun. Um- sóknir sendist Morgunblaðinu fyrir 26/11 1962 merkt: „Framtíðarstarf — 3733“. Bátur til leigu Vil leigja 36 tonna bát sem er í góðu ásigkomulagi. Upplýsingar í síma 51297 og 50456. TEU ypp i m Hollenzku 50 ára er í dag Þorgerður Björnsdóttir, Hólmgarði 6. Nýlega voru gefin saman í hjónaband ungfrú Sigurjóna Halldórsdóttir og Örn Zebitz. Heimili þeirra er að Hlíðargerði 12. (Studio Guðmundar). f dag verða gefin saman í hjónaband ungfrú Elísabet Val- geirsdóttir og Vilhjálmur Einars eon, sjómaður. Heimdli þeirra verð’ur að Langholtsvegi 105. Barnaskórnir með innleggi, teknir upp t dag SKÓHÚSIÐ Hverfisgötu 82 — Sími 11-7-88 Pottablóm — Pottablóm Komið og lítið í gróðurhús mitt. Allir vegir eru greiðfærir og gróðurhús mín eru yfirfull af hinum fögru og sérlega ódýru blómum. Skreytið heimili yðar og gefið vinum yðar blóm frá PAXJL V. MICHELSEN Hveragerði. K A L l i » Ein klukka sló og kvaddi fólk til dýrðar, kærleikans guð bauð allri þjóð til sátta, útlagasálir vlgðu vatni skírðar, veröldin skein í tárum ljósra nátta. Pá hófust tindar, það var morgunroði, þeyrinn varð hlýrri, jörðin ljós og betrl. Kominn af himni krýndur sendiboði, kallið bar hátt, nú lýkur fimbulvetri. KARL HALLDÓRSSON. Nýlega voru gefin saman í hjónaband ungfrú Ása Péturs- dóttir og Birgir Sigurðsson. Heimi-li þeirra er að Ásvall-agötu 33. (Ljós-m. Studio Guðm.). ) Enn ein visa Dagbólkinni hefur að undan förn-u borizt talsvert af vís- um, sem hagyrðingar um allt lan-d hafa orkt eftir umræðu- þáttinn um andalækningar í útvarpinu. Hér birtum við eina, sem okkur barst norðan úr landi. Dungal er með harðan haus honum ber við steininn kalda segist vera sálarlaus sem að mér er nær að lialda. Maður að norðan + Gengið + 17. nóvember 1962. Kaup Sala 1 Enskt pund .. 120,27 120 57 43.06 1 iiandarík.iadollar .... 42,9F 1 Kanadadollar 39,84 39,95 100 Danskar krónur .. . 620,21 621,81 100 Norskar krónur 600,76 602,30 100 Sænskar krónur .. . 832,00 834,15 100 Pesetar .... .. 71,60 716,0 100 Finnsk mörk ... .. 13,37 13,4C 100 Fianskir cr. 876,40 878,64 100 Belffisk • fi 86.28 86,50 100 Svissnesk. frankar 995,35 997,90 100 Vestur-þýzk mörk 1.071,80 1.074,56 100 Tékkn. krónur .. 596,40 598,00 100 Gyllini 1.192,84 1.195,90 Tekið d móti tHkynningum frá kl. 10-12 f.h.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.