Morgunblaðið - 22.11.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.11.1962, Blaðsíða 8
8 MOTtGUWnr 4fí!B Fimmtudagur 22. nóv. 1962 Okkur skortir frumskilyrði til að taka ákvorðun um EBE Ur ræðu Olafs Thors, forsætisraðherra á Alþingi i í GÆR héldu áfram í sam- einuðu Alþingi umræður um skýrslu ríkisstjómarinnar um efnahagsbandalagsmálið og var þeim frestað, er venjulegur fund artimi deildarinnar rann út. Gæti verið þjóðinni hættulegt i Forsætisráðherra, Ólafur Thors sagði í upphafi ræðu sinnar, að slíks misskilnings eða missagnar hefði gætt í ræðu Þórarins Þór- arinssonar, sem hann taldi óhjá- kvæmilegt að leiðrétta af þeim ástæðum að sá hugsunariháttur gæti verið þjóðinni haettuiegur „Gylfi Þ. Gíslason viðskipta- málaráðlherra og ég höfum látið að því liggja," sagði ráðherrann, „að svo gæti farið, að íslendingar yrðu utan toll- múranna. Hafði ég orðað það eitthvað á þá leið, að ekki væri víst að við ættum fyrir inn gangseyrinum.“ Eða m.ö.o. að við teldum ökkur ekki fært að ganga að þeim skilyrðum, sem okkur yrðu sett fyrir þeim tengisl um við Efnahagsbandalagið, sem við teldum nauðsynlegt. Kvaðist forsætisráðherrann hafa haft orð á í þessu sambandi, að í þessum efnum yrðum við áreiðaniega að treysta á vináttu bandalags- þjóðanna og skilning á sérstöðu olckar. „Það eru þessar getsak- ít, að ekiki sé víst að við fáum allar óskir okkar uppfylltar, sem ÞÞ vítir okkur fyrir og telur með öllu ómafclegt vantraust og van- trú, eins og hann komst að orði, á leiðtogum Efnahagsbandalags- ins og það er þessi skoðun, sem ég tel hættulegt að láta standa ómótmælta," sagði forsætisráð- herrann. Rifjaði hann upp í þessu sam- bandi, að 1957 hefðu sex þjóð ir Vestur-Evrópu gert með sér samning um víðtæk og gagn- kværn réttindi og skyldur. Reynsl an hefur nú skorið úr um, að þessar þjóðir allar telja sig hafa hagnazt á þessu. Þegar svo er bomið að ýmsar aðrar þjóðir hafa sótt um inngöngu í banda- lagið, og eru liðnir mánuðir og ár, án þess að þær hafa komizt inn fyrir tollmúrana. Og enn veit enginn hvort og hvenær ósfcir þeirra rætast. Af þessu er ljóist, að ekfci er auðleikið að feamast inn fyrir tollmúrana, enda þótt aðilinn bjóðist til að ganga dkilmáflalaust að öllum skilyrðum Rómarsamningsins. Krafa Þórarins í framhaldi af þessu benti for- sætisráðherrann á, að það, sem Þórarinn Þórarinsson krefðist sé, að íslendingar verði aðnjótandi allra fríðinda Efnahagshandalags ins án annars endurgjalds en ein hverra tollalækkana á þeim vörum, sem íslendingar kaupa fré þeim þjóðum bandalags- ins, sem við þó enn ekfci vitum, hvort þær meta að engu eða ekki. Veit hann þó, að enn hefur engin þjóð, að stofnþjóðunum undanskildum, nema Grikkir einir, sem fengið hafa aufcaaðild, komizt inn fyrir múrana, enda þótt fast hafi ver- ið eftir leitað. Krafa þingmanns- ins er sú, að það, sem Efna- hagsbandalagið hefur enn ekíki viljað selja neinni þjóð einhvern Muta af fyrir hátt verð, saman- ber ósk Svía og nokkurra ann- arra þjóða um aukaaðild, og heldiur ekki látið Bretum, Norð- mönnum og Dönum falt fyrir fuila greiðslu, þ.e. að þeir gerð ust aðilar bandalagsins og undir- gengust allar kvaðir Rómarsaiim- ingsins, — eiga þeir nú viðstöðu og skilmálalaust að afhenda okk ur íslendingum fyrir endurgjald sem við a.m.k. enn ekfci vitum hvort þeir meta nokfcurs. Við verðum að gera okkur vandann ljósan Ég tek skýrt fram, að ég ber óskorað traust til þjóða Efnahags bandalagsins og vona, þar til annað reynist, að auðnast megi að ná einhverjum þeim tengsl- um við það, sem ofekur nægja, án skuldJbindinga, sem við getum ekfci gengið inn á, sagði ráðherr- ann. En þrátt fyrir þetta má enginn telja það illmæli í garð Bfnahagsbandalagsins að bera kvíðboga fyrir, að slikir saanning- ar verði ekfci auðfengnir. Við verðum að gera okfcur vandann ljósan, láta okkur skiljast, að örðugt mun verða að ná því, sem við þurfum, án þeirrar end- urgreiðslu, sem við geturn ekkd gengið að. Og að sjálfsögðu er þetta með öllu útilokað, ef fylgt verður ráðum Framsóknarflokks ins um að slíta öllum viðræðum við þessar þjóðir og lofca með því þeirri einustu leið, sem við kunnum að eiga í málinu, en hún er að sfcýra mál okkar til hins ítrasta og skapa með því samúð með málstað okkar. En annars kvaðst forsætisráð- herrann óttast, að íslendingar verði ekki lengi í tölu siðaðra menningarþjóða, ef þeir í öllum viðskiptum við þær temdu sér það, sem kallað er fram- sófcnarhugsunarháttur, en hann er sá, að krefjast alls af öðrum, en láta etekert af sínu í staðinn. Sá hUígsunarháttur er fslending- um skaðleigur og það er líka hæpinn greiði að telja mönnum trú um, að fáum við ekkd allt frá öðrum fyrir ekkert, stafi það einvörðungu af fjandskap í okk- ar arð. Við verðum að nota biðina Þá hélt ÞÞ því fram. að okk ur bæri að bíða átekta og sjá hverju fram yndi í málinu, sem ráðherrann kaldi og skynsam- legt. En ekki ætlaði ÞÞ þó að nota biðina til að útskýra mál- stað okkar og vinna okkur með því skilning og samúð viðsemj- enda, því að þá vildi hann banna allar viðræður. Og ekki átti bið in heldur að notast til að velja milli tollasamninga og aukaað- ildar, þegar fyrir lægi vitneskja uim, hverra kosta við ættum völ eftir hvorri leiðinni um 'Sig, held ur tilfcynnti ÞÞ, að Framsóknar flokkurinn afneitaði aukaaðild.a hvernig svo sem hún væri. en hefði ákveðið að fara tollaleið- ina, með hvaða kjörum sem hún yrði. Rökin fyrir aufcaaðild kvað ÞÞ m.a., að aukaaðild væri aldrei annað en upphaf fullrar aðildar. Kvað forsætisráðherrann hér gæta mikils misskilnings. Enn lægi ekkert fyrir um, að auka- aðild þurfi nokferu sinni að verða fullri aðild, heldur þvert á móti liggur það.fyrir alveg ó- tvírætt, að svo sé ekki. Og varð andi gríska samninginn er það að segja, að enginn hefur orð- að að hann beri að skoða sem fyrirmynd að öðrum aukaaðild- arsamningum en þá þeim, sem gerðir fcunna að verða við þjóð ir. sem svipað er ástatt um og Grikki. Þá hefði ÞÞ vitnað til Lange, utanríkisráðherra Noregs. Kvað forsætisráðlherrann þar einnig gæta missfcilnings hjá ÞÞ — Hitt rétta væri, að ráðamenn Efna- hagsbandalagsins munu hafa tal ið, að iðnþróunin í Noregi væri komin á svo hátt stig, að ekki vœri grundvöllur fyrir Norð- menn að fara fram á sérstakar undanþágur. Um ísland gegnir hins vegar allt öðru máli, því sérstaða okkar er bæði vituð og jljátuð af Etflnahagsbandalaginu, sem fyrir atbeina íslenzku ríkis stjórnarinnar og vegna þeirra viðræðna, sem fram hafa farið um miálið, hafa fengið fullan kunnugleik á málstað íslendinga Vonir okfcar um hagstæða samn inga íslandi til handa eru ein- mitt þyggðar á skilningi Efna- hagsbandalagsins á þörfiun okfc ar vegna smæðar þjóðarinnar annars vegar en hins vegar skiln ingi á því, að sjávarútvegur fs- lands er, ef svo má segja, ofckur fslendingum fátæka mannsins eina lamib. Hvað stcndur til hoða? Loks fór ÞÞ um þaö mörgum orðum, að smáþjóðir my glata sjálfstæði sínu, ef þær hefðu cinhver tengsl við Efna- hagsbandalagið ör.nur en tolla- sar-ninga fyrir milligöngu GATT og fcvað ráðherrann hann byggði þessa raklausu fullyrðingu sína á þeirn misskilningi, að aufcaað- ild sé eitt og hið sama og full aðild. Lofcs kvað ráðlierrann kjarna ■málsins þann, að enn sem komið er getum við alls ekki tekið endanlega ákvörðun í málinu. Til þess skortir okkur frumsfcil- yrðin. Við vitum hvorki. hverju við getum fengið áorkað með tollasamningi né heldur hversu mifclar skyldur við þurfum að táka á okkur með aukaaðild. Fyrr en vitneskja um þetta ligg ur fyrir, er valið og hafnað í al- gjörri bHndni. Um slíkt má eng inn lýðræðisflokur gerast sekur. Ella á hann á hættu að torvelda eða jafnvel eyðileggja málstað þjóðarinnar í einu hennar mesta velferðartmáli, auk þess sem hann fellur sjálfur undir rökstuddan g.run um, að láta stjórnast af annarlegum sjónarmiðum. Háskólafyrirlest- ur um Rousse?u Á ÞESSU ári eru 250 ár liðin frá fæðingu Rousseaus og 200 ár síð an frægasta bók hans, Emil, eða um uppeldið. kom út. Rit þetta marita. tímamót í sögu uppeldis og uppeldisfræ-- og er tvímæla laust eitt merkasta rit allra alda á þvl sviði. Af þassu tilefni mun prófessor Símon Jóh. Ágústss"n flytja erindi um Rousseau n.k. sunnudag hinn 25. nóvember kL 2 stundv::lega í hátíðarsal Há- "kólans. Hun hann fyrst rekja æviferii Rousseaus, síðan drepa á helztu rit hans og þá sérstak- lega á Emil. Jafnframit mun hann ræða ncfckuð um þau á- hi sem Rousseaus hafa haft og gildi þeirra fyrir nútírna- menn. Öllum er heimill aðgangur. Stdrvirkjun við Dettifoss eða Búrfeil helzt talin koma tiE greina Á FUNDI sameinaðs þings í gær svaraði Ingólfur Jónsson raf- orkumálaráðherra fyrirspurnum Karls Kristjánssonar, Jónasar Rafnar og Björns Jónssonar, um hve langt á veg sé komin fram- kvæmd ályktunar Alþingis frá 22. marz 1961 „um að undirbúa virkjun Jökulsár á Fjöllum til stóriðju; hvar hagfelldust út- flutningshöfn yrði fyrir vöru, er unnin yrði fyrir orku þaðan, og fleira. SVAR RÁÐHERRA Ingólfur Jónsson raforkumála- ráðherra kvaðst vænta þess, að svörin sýndu, að þingsályktunin hefði verið tekin til greina og árangur fengizt af því. En hins vegar yrði að hafa í huga, er rætt væri um stórvirkjun með stóriðju fyrir augum, að það ér mjög kostnaðarsamt og því nauð- synlegt að fá sem beztan saman- burð á þeim vatnsföllum öðrum, sem til greina koma, en það eru Þjórsá og Hvítá í Árnessýslu. Kvaðst ráðherrann í svörum sín- um styðjast við þær upplýsing- ar, sem raforkumálastjóri hefði látið sér í té. Kvað ráðherrann langt síðan Jökulsá á Fjöllum hefði orðið fyrir augum manna sem heppi- legt vatnsfall til stórvirkjana á íslenzkum mælikvarða, bæði væri hún mikið vatnsfall og jafn- ara allt árið um kring en flestar aðrar jökuls- eða dalár landsins. En augljóslega liggur þó fallið kringum Dettifoss bezt við til virkjunar. Allra fyrstu mælingar fyrir virkjun við Dettifoss voru framkvæmdar þegar á árunum 1915—1920, er Guðmundur Hlíð- dal, póst- og símamálastjóri, mældi þar fyrir þau firmu, er þá höfðu á hendi vatnsréttindi ár- innar. Kringum 1955 gerði Sig- urður Thoroddsen á vegum raf- orkumálaskrifstofunnar áætlun um fullvirkjun Jökulsár og taldi þá, að aðalfalli árinnar yrði að skipta í tvennt, falli frá Selfoss- b r ú n og niður fyrir Hafragils- foss og hins veg ar það, sem eft- ir væri n i ð u r fyrir eða niður að Löndum í Ax arfirði. — Smá- virkjun væri þó a u k þess hægt að gera við Möðrudal. Sigurður miðaði á- ætlun sína við mjög háa stíflu og á þann hátt fulla miðlun og taldi, að virkja mætti í ánni hálfa millj. kw og vinna í þeim stöðvum um 4 millj. kwstunda á ári, meðalári. Árið 1957 var svo að tilhlutan þáv. raforku- málaráðherra leitað til ameríska firmans Hassa Engineering Company til að fá það til að gera nánari áætlun um virkjun í Jökulsá í samvinnu við íslenzka verkfræðinga með það fyrir aug- um að ákveða með meiri ná- kvæmni en enn hafði fengizt á hvaða verði unnt væri að bjóða stóriðju raforku úr Jökulsár- virkjun eða úr svipuðum stór- virkjunum hérlendis. Til að íá örugga áætlun á skömmum tíma var miðað vdð minnsta rennsli árinnar eða lítið eitt fram yfir það. Niðurstöður þessarar áætlun- ar voru þær, að á þennan hátt mátti fá í Dettifoss-fallinu rúm- lega 100 kw og álíka mikið í neðri hluta fallsins. Virkjunar- kostnaður við Dettifoss var mjög lágur og orka þeirrar vdrkjunar því mjög ódýr, en virkjun neðra hluta fallsins, þar sem vegalend vatnsvega var mörgum sinnum meiri en upp frá, var miklu meiri og orkan til muna dýrari. Síðan þessar áætl- anir voru gerðar, hefur átt sér stað nánari athugun á skilyrðum til þess að koma upp aluminium- verksmiðju hér á landi. í þeim athugunum hefur komið skýrar fram ýmislegt varðandi stærð verksmiðja, aflþörf þeirra og rekstrarskilyrði. í sambandi við þær athuganir hefur nú verið unnið að rannsóknum og áætl- unargerð um virkjunarmögu- leika til að fullnægja aflþörf slíkra verksmiðja eða verk- smiðju. Þessar rannsóknir hafa farið fram samtímis í þremur ám, Jökulsá á Fjöllum, Þjórsá og Hvítá í Árnessýslu. í Jökuls- á er það Dettifossvirkjun, sem kemur til greina í þessu sam- bandi, í Þjórsárvirkjun við Búr- fell og í Hvítá voru athugaðir í Tungufellsvirkjun og Sandár- virkjun upp undir Bláfelli. Að því er tekur til athugunar, sem gerð hefur verið varðandi útflutningshöfn eða hafnir fyrir aluminium eða aðrar vörur, sem yrðu unnin í stóriðju eða stór- virkjanir, skal þetta tekið fram: Sunnan lands hafa komið til greina staðirnir Þorlákshöfn annars vegar og nágrenni Reykjavíkur og Hafnarfjarðar hins vegar, en norðan lands er í rauninni meira vafamál, hvort staðsetja ætti aluminiumverk- smiðju og hefur í því sambandi augum verið rennt yfir land- og sjókort allt frá Eyjafirði og aust- ur á Seyðisfjörð og dregnar fram þær upplýsingar, sem fyrir hendi eru og hægt var að afla á þessum tíma um hafnarskilyrði á þessum hluta strandlengju landsins. Út frá þeim upplýsing- um, sem þannig var hægt að afla og með tilliti til þeirrar hafnar- og landsskilyrða, sem aluminiumverksmiðja krefst, virðist sem Eyjafjörður komi helzt til greina og þá allra helzt svæðið norðan Akureyrar, vest- an vert fjarðarins, í námunda við Dagverðareyri. Hvað snertir samanburð á virkjunarkostnaði Jökulsár annars vegar og við Búrfell í Þjórsá hins vegar, þá er hann ekki tímabær fyrr en áætlanir liggja fyrir, sem nú er von á í kringum áramótin. Karl Kristjánsson (F), Gísll Guðmundsson (F) og Jónas G. Rafnar þökkuðu allir ráðherra svörin. Þá voru hinir fyrr nefndu ekki alls kostar ánægðir með upplýsingarnar, en Jónas kvaðst telja, að miðað við aðstæður hefði vel á rannsóknarmálunum verið haldið, er á það er litið, að fullnaðarupplýsingar liggi fyrir fyrir áramót. Kvað hann eðli- legt, að Norðlendingar fylgdust vel með þessu máli, þar sem slík virkjun mundi mjög lyfta undir atvinnulíf í þeim land3- fjórðungL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.