Morgunblaðið - 24.11.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.11.1962, Blaðsíða 1
24 síður með BarnalesboK 49 árgangur 264. tbl. — Laugardagur 24. nóvember 1962 Prentsmiðja MorgunblaSs!n» Þessi mynd er af einni af DC7C fiugvélum SAS, sem notaðar yrðu, kæmi til þess, að flugfélagasamsteypan hefji ferðir yfir Atlantshaf á lágum fargjöldum. — (Nordisk Pressefoto). Forseti ASÍ berað ósannindum Bréf ritara danska alþýðusambandsins til LÍV staðfestir það SASvil DC-7C I notkun Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá London (AP) og Stokkhólmi (TT) FORSTJÓRI Noregsdeild- ar SAS, Johan Nerdrum, skýrði frá því í dag, að fé- lagið hefði mikinn hug á að taka í notkun vélar sín-» ar, af gerðinni DC-7C, með lágum fargjöldum, á Norð- ur-Atlantshafsleiðinni, til þess að mæta samkeppni Loftleiða. SAS hefnr ekki getað selt þessar flugvélar sínar og hafa þær verið notaðar innanlands í N-Noregi. — Ekki var skýrt frá því, hvaða vélar yrðu teknar í notkun þar í staðinn. í>á var frá því skýrt, að á blaðamannafundi, sem SAS hafði efnt til, hefði það kotmið fram, að félagið vilji ekki koma í veg fyrir flutninga Loftleiða með núverandi far- Ígjöldum, heldur vildi SAS aðeins keppa á sama grund- velli. Ummseli um fargjalda- samning IATA, Alþjóðasam- bands flugfélaga, af hálfu tals- Framihald á bls. 2. Kongressflokkurinn hafnar tillögum Kínverja Nýja Dehli, 23. nóv. — NTB. Þingfulltrúar indverska Kongress flokksins komu í dag saman til fundar og ræddu tillögur Kín- verja um vopnahlé. Komst fund urinn að þeirri niðurstöðu, að ekki væri hægt að ganga að tillög unni. Áður höfðu fulltrúarnir kynnt sér, hverjar verða myndu afleiðingar, yrði gengið að tillög- unum, og herirnir dregnir til baka. I SKÝRSLU þeirri, sem þá- veramdi forseti Alþýðusam- bands fslands, Hannibal Valdi marsson, flutti á þingi ASl í gær, bar hann formann Lands sambands ísl. verzlunar- manna, Sverri Hermanmsson, þungum sökum, og í ræðum sínum á þinginu hefur Hanni- bal veitzt persómulega að Sverri mörgum sinnum. Hafa orðið harkaleg orðaskipti milli þeirra. M.a. bar Hanni- bal Sverri þeim sökum, að hann hefði lýst sig lygara á erlendum vettvangi. Hefði Sverrir sagt, að ummæli Hanmibals við erlenda aðilja um deiluatriði LÍV og ASÍ væru ósönn. Vegna þessa fór Sverrir Hermannsson fram á það við formann danska verzlunar- m.sambandsins, að hann afl- aði staðfestra upplýsinga um umsagnir forseta ASf, Hanná- bals Valdimarssonar, við er- lenda aðilja um málefni LÍV. f gær barst Sverri hraðbréf frá Danmörku, þar sem ritari danska alþýðusambandsins, Jems Riisgárd Knudsen, ber vitni um það, hvernig forseti ASÍ, Hannibal Valdimarsson, afflytur mál íslenzku verika- lýðshreyfingarinnar við er- lenida aðilja. f bréfi sinu segir ritari d a n s k a alþýðusambandsins m. a. „ ég vil hér með stað festa yfirlýsingar minar um það, að þær upplýsingar, sem forseti Alþýðusambands fs- lamds, Hannibal Valdimars- son, gaf mér í sumar, er ég dvaldist á íslandi, um hina nefndu deilu (þ. e. deilu ASf og LÍV), eru langt frá þvi að vera í samræmi við þær upp- lýsingar, sem ég hafði áður fenigið frá danska verzlunar- mannasambandinu. Ég vil enn fremur taka fram, að þær upplýsingar, sem ég fékk frá öðrum að- iljum á íslandi g-erðu mér al- veg ljóst, að upplýsinigar Hannibals Valdimarsson- ar geta ekki talizt í samræmi við staðreyndir. Aftur á móti fékk ég það fullkomlega stað- fest, að þær upplýsingar, sem ég hafði áður fengið frá danska verzlunarmanmasam- bandinu, voru fullkomlega réttar“. Á fundi ASÍ-þings í gær kvaddi Guðmundur H. Garð- arsson, formaður Verzlunar- manmafélags Reykjavíkur, sér hljóðs utan dagskrár og las upp bréfið í heild. Óskaði hann eftir, að það yrði bókað. Með þessum bréfum er skor- ið úr um það og færðar sönn- ur á, hver hafi farið með rétt mál og hver rangt við er- lenda aðilja. Hannibal Valdimarsson svar aði þessu svo, að gott væri, að bréfin hefðu komið fram, svo að hægt væri að ramm- saka, hvað hæft væri í þessum málum, en það væri ekiki á valdi erlendra samtaka að dæma í „okkar“ málum. 56 farast í 3 flugslysum 14 aðrir slasaðir, sumir lífshættulega Mikið fylgishrun ihaldsflokksins í aukakosningum í Englandi Töpuðu í þremur kjördæmum af fimm, en öll höfðu þau áður verið talin góð vígi flokksins París, New York, Lissabon, 23. nóv. — AP-NTB. 56 MANNS létu í dag lífið í þremur flugslysum. Auk þess særðust 14 aðrir, flestir lífs- hættulega. Slysin urðu, er portúgölsk herflugvél sprakk í loft upp fyrir vesturströnd Afríku, ungversk farþegaflugvél fórst í lendingu í París, og banda- rísk farþegaflugvél hrapaði i Marylandríki í Bandaríkjun- um. — Fyrsta slysið gerðist, er portú- gölsk herflugvél af Skymaster- New York, 23. nóvemiber — Bandiaríkjaimenn héldu í dag hátíölega „Thaníksgivinig" eða uppskeruhátíð. Miikil um- ferð var á öillum vegum, og slys meiri oig tíðari, en verið hefur þennan da.g u/m langt skeið. A.m.'k. 283 höfðu látið lifið í ýmsum slyisum, er síð- ast íréttist gerð, á leið til Portúgal, sprakk í loft upp nærri eyjunni Sao Tome við vesturströnd Afríku. í því slysi létust 18, en 14 fundust á lífi í flakinu, sem féll niður á eyjuna. Meðal látinna voru 5 leikkonur, er voru að koma frá Angola. Annað slysið varð, er ung- versk farþegaflugvél af gerðinni llyushin, byggð í Rússlandi, hrapaði tdl jarðar í lendingu við Le Boiu-get-flugvöllinn í París. Vélin var að koma frá Búdapest, með 21 innanborðs, 13 farþega og 8 manna áhöfn. Allir, sem í vélinni voru, fórust, enda kom þegar upp eldur, er hún rakst á jörðina. Þriðja slysið varð svo síðari hluta dags í gær, er Viscount- flugvél frá United Airlines féll til jarðar í Marylandríki í Bandaríkjunum. Með henni voru 17 manns og létu allir lífið. Vél- arbilun varð, og féll vélin til jarðar í skóglendi. Varð þá sprenging og gaus upp eldur. — Viscount-vélin var á leið frá Newark til Washington. London, 23. nóv. — AP-NTB. í AUKAKOSNINGUM þeim, sem fram fóru í fimm kjör- dæmum í Englandi.og Skot- landi í gær, tapaði íhalds- flokkurinn tveimur þingsæt- um til Verkamannaflokksins. Sigur íhaldsflokksins í hin- um þremur kjördæmunum var mjög naumur. Öll þau kjördæmi, sem nú var kosið í, voru áður talin góð vígi íhaldsmanna. Þykir ósigur- inn mikill, og benda til þess, að Macmillan, forsætisráð- herra, megi búast við mikl- um erfiðleikum, er að því kemur, að næstu þingkosn- ingar fara fram, en það verð- ur ekki síðar en 1964. 1 Woodside í Glasgow bar Verkamannaflokkurinn sigur úr býtum, og sömuleiðis í South Dorset, en þar hafði sigur íhalds- manna verið talinn viss. 1 South Northhamptonshire sigraði íhaldsflokkurinn nú með 900 atkvæða meirihluta, en hafði 6000 atkvæða meirihluta við síð- ustu kosningar. Enn meira varð fylgishrunið 1 Central Norfolk, en þar var meirihluti sá, sem íhaldsmenn fengu, aðeins 220 atkvæði, en var 6.600 atkvæði við síðustu kosningar. Sömuleiðis var sigur íhaldsflokksins í Chippenham naumur, en þar fékk hann 1588 atkvæða meirihluta. Talsmenn Verkamannaflokks- ins segja að reikna megi með því, að fylgistap íhaldsflokksins nemi um 7%, að meðaltali í öllu landinu. Myndi það nægja til að veita Verkamannaflokknum 100 þingsæta meirihluta í neðri deild- inni, væri kosið nú.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.