Morgunblaðið - 24.11.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.11.1962, Blaðsíða 24
f RÉTTASIMAB MBL. — eftir loknn — Erlendar fréttir: 2-24-85 Innlendar fréttir: 2-24-84 / Kaupmannahöfn MeS hverri Faxa-flugferð til K.- hafnar kemur MBL. samdægurs i Aviskiosken, i Hovedbanegárden „Stjórn“ ASÍ „kjörin" KI>. að g-anga tólf í gærkvöldi var kosið til hinnar svokölluðu „stjórnar“ ASÍ næstu tvö árin. Jón Sigurðsson lýsti >vi yfir fyrir hönd sexmenninganna, sem gáfu út yfirlýsinguna í fyrradag um að þeir teldu gjörðir þingsins eftir að fulltrúum LÍV var mein- aður atkvæðisréttur ólöglegar, að þeir myndu engan þátt eiga í væntanlegu stjómarkjöri, sem væri ólögmætt. Eðvarð Sigurðsson lýsti því næst uppástungum kjörnefndar. Urðu allir „sjálfkjörnir“, sem nefndin stakk upp á, því að eng- inn varð til mótframboða. 1 hinni svonefndu „stjórn" eiga þessir sæti: „Formaður“: Hannibal Valdimarsson. „Ritari“: Jón Snorri Þorleifsson. Aðrir „miðstjórnarmeðlimir": Snorri Jónsson, Helgi S. Guðmundsson, Margrét Auðunsdóttir, Sveinn Gamalíelsson, Einar Ögmundsson og Óðinn Rögnvaldsson. Fjórir varamenn voru settir í „stjórn“ þessa: Benedikt Davíðsson, Hulda Ottesen, Markús Stefánsson og Páll Eyjólfsson. Það vakti at- hygli, að einn þeirra varamanna, er „meirihlutinn" stakk upp á, Markús Stefánsson, er fulltrúi LÍV. Þá var stungið upp á þessum í „sambandsstjórnir‘‘ fyrir fjórð ungana, varamenn í svigum: Fyr ir Vestfirði Karvel Pálmason og Bjarni H. Finnbogason (Pétur Hjólbarðar sprungu í lendingu KeflavJkurflugvelli, 23. nóv. >AÐ óhapp varð kl. 16 í dag, er ein af DC 6 fflugvélum Loft- leiða var að æfa lendingar á Kefiavikurfflugvelli, að báðir hjólbarðar fflugvélarinnar á vinstri hjólasaimstæðu sprungu. Flugvélin staðnæmdist á flug- brautinni, og urðu ekíki á henni frekari skemmdir. Plugfbrautin mun verða lokuð, þangað til viðgerð hefur farið fram á flug- vélinni. .Þetta mun þó ekkert tefja ffluigumferð um völlinn, þar sem flugbraut 07-26, sem lokuð heifur verið sl. ár vegna við- gerðar, var tekin í notkun eftir hádegi í dag. — B.Þ. Hjól valt á glugga Á SJÖUNDA tímanum í gær- kvöldi ók vörubifreið niður Digraneslhæð að norðanverðu. Þegar hann var kominn nokkuð niður brekkuna brotnaði hásingar stútur á öðru afturhjóli, með þeim afleiðingum, að tvöfalt aft urhjólið skoppaði undan honum. Lá leið hjólsins síðan að glugga kjallaraíbúðar, að Ásbraut 5, og fór glugginn í mél. Ekki fór hjól ið samt inn um gluggann. Loftleiðir l sænska sjónvarpinu í KVÖLD munu koma hingað með flugvél Loftleiða að minnsta kosti tveir sjónvarps menn frá sænska sjónvarpinu. Erindi þeirra hingað stendur í sambandi við SAS—Lotleiða málið. Munu þeir taka hér sjón varpsfréttamynd af starfsemi Loftleiða. Ennfremur koma hingað um helgina þrír sænsk ir fréttamenn, í þeim tilgangi að kynna sér starfsemi Loft- leiða hér. 1 fyrrakvöld var fluttur í norska útvarpinu í fréttaauka viðtal, sem fréttamaður norska útvarpsins hér hefur átt við Sigurð Magnússon. Pétursson og Jón Magnússon). Fyrir Norðurland: Björn Jónsson og Valdimar Sigtryggsson (Gunn ar Jóhannsson og Sigurður Jó- hannsson). Fyrir Austfirði: Sig- finnur Karlsson og Guðmundur Björnsson (Davíð Vigfússon og Hrafn' Sveinbjarnarson). Fyrir Suðurland: Sigurður Stefánsson og Herdís Ólafsdóttir (Björgvin Si'gurðsson og Óskar Jónsson). Stungið var upp á tveimur endur skoðendum og einum til vara, þeim Guðjóni Jónssyni, Hilmari Jónssyni og Jóni B. Guðammds- syni. Hilmiar Jónsson skoraðist eindregið undan ,ykjöri“, en Björn Jónsson, sem stýrði þing- inu, virtist ekki taka það til greina. Togaramenn hafa sennilega höggvið á sæsímastrenginn VERIÐ er nú að leggja seinustu hönd á þann hluta sæsímastrengs ins til N-Ameríku, sem liggur frá Nýfundnalandi til Græn- lands. Kom í Ijós, að á einum stað var strengurinn slitinn, og á fjórum stöðum þar í nánd hafði hann orðið fyrir hnjaski. Verið er nú að prófa strenginn frá Grænlandi til Islands. Tvö sæsímaskip, Neptun og Lord Kelvin, hafa að undan- förnu unnið að viðgerð og síðan að mælingum á sæsímastrengn- um milli Nýfundnalands og Grænlands. Kom í ljós, að strengurinn var á einum stað slitinn í sundur og hafði orðið. fyrir hnjaski á fjórum stöðum á svipuðum slóðum. Lítur einna helzt út fyrir, að togari hafi tek- ið strenginn með sér upp í vörp- unni, en úkipverjar síðan höggvið á strenginn til að losna við hann. Útilokað mun vera, að togari geti slitið strenginn með vörp- unni, því hann er svo léttur, að Aðalfundi Óðins f restað Áður auglýstum _ aðalfundi málfundafélagsins Óðins hefur verið frestað um óákveðinn tima hann kemur fyrr upp, tjáði Jón Skúlason, yf irverkfræðingur Landssímans, Morgunblaðinu í gær. Ennfremur eru engar líkur fyrir því, að hafís hafi klippt strenginn, vegna þess hve hann liggur sunnarlega. Það hefur komið fyrir áður, að togarar fái sæsímastreng upp með vörpunni, og viðbrögð tog- aramanna munu þá oftast vera á þá leið, að höggva á strenginn. Fjórir róa frá Flateyri FLATEYRI, 23. nóv. — Héðan eru nú gerðir út fjórir bátar. Aflinn hefur verið misjafn, eða- frá þremur og hálfri lest upp í rúmar átta lestir. í fyrradag lestaði Tröllafoss hér skreið, saltfisk og fiskimjöl frá þremur fiskverkunarstöðvum. Er þetta í fyrsta skipti, sem skipið kemur hér, og auk þess stærsta skip, sem hér hefur komið að bryggju. Undanfarið hefur veður verið milt, og snjó tekið mikið upp. Vegir eru orðnir vel færir inn- an fjarðar, og enn fremur er fært yfir Gemlufallsheiði í Dýra- firði. — Kristján. Kennedy ræöir við ráðgjafa um Kúbu Fundur Kennedys og Macmillans boðaður Hyannisport, New Yor<k, 23. nóv. — AP-NTB. KENNEDY, Bandaríkjaforseti, átti í dag viðræður við nokkra af fulltrúum öryggisnefndar Bandaríkjanna. Komu fulltrúarn ir flugleiðis frá New York. Einn nefndarmanna, John Mc- cloy, sagði eftir viðræðurnar, að forsetanum hefðu verið fluttar fréttir af gangi Kúbumálsins. Tiltkynnt var í New York í dag að varautanríkisráðherra Sov- étríkjanna, V. Kuznetsov, hefði skýrt frá því við fréttamenn, að lögð hefði verið fram við Banda ríkin formleg samningaáætlun um endanlega lausn Kúbudeil- unnar. Þá tilkynnti blaðafulltrúi Kennedys í dag, að sennilega myndu þeir Maomillan, forsæt- isráðiherra Breta, og Kennedy koma saman til fundar á næst- unni. Ekki vildi blaðafulltrúinn neitt um það segja nánar, hvar eða hvenær fundiurinn yrði hald- inn. Hins vegar taldd hann lík- legt, að umræðuefnið yrði al- þjóðamál, þar á meðal Kúbu- deilan. Viðgerð á strengnum er nú lokið, og verið er að mæla hann. ^.ord Kelvin vinnur nú að því að athuga strenginn milli Græn- lands og íslands. Allharður árekst- ur í Flóanum KLUKKAN hálf sex í gærkvöldi varð all harður árekstur skammt austan við Selfoss. Vörubifreið ók austur frá þorpinu og mætti Dodge Weapon bifreið á brú, er var heldur í þrengra lagi, með þeim afleiðingum að bifreiðarnar skullu saman. Engin slys urðu á fólki, en hliðin fór úr Dodge-bif- reiðinni. Kirkjukvöld í Kristskirkju í TILEFNI af almenna kirkju- þingþinginu í Róm verður haldið kirkjukvöld í Kristskirkju í Landakoti sunnudaginn 26. nóv- emiber n.ik. kl. 6 eftir hádegi. Öllum er heimill aðgangur. Lúðrasveitin Svan- ur fer í skóla- tónleikaför Lúðrasveitin Svanur fer nú aðra skólatónleikaför sína aust- ur fyrir fjall. Fyrri tónleikarnir voru haidnir að Hlíðadalsskóla í ölfusi, en að þessu sinni verða þeir að Laugardagsskóla n.k. sunnudag. Hljómsveitin mun leit ast við að velja verkefni við bæfi skólafólksins. Hljómsiveitin hef- ur nú starfað í 32 ár. Starfandi félagar hljómsveitarinnar eru nú 26. Stjórnandi hljánmsveitarinnar er Jón G. Þórarinsson. — Ég mun sjá í hundsaugum allra annarra eiginmanna hug arlétti við að nýr fangi er orr- inn hluthafi í smán þeirra. Rúrik Haraldsson við upptöku á síðasta hluta af Menn og ofurmennj. Nánari frásögn er á 3. sáðu. (Ljósm. Sv. Þ.) r Arnesingar ánægð ir með skóg- ræktarmál Selfossi, 23. nóv. í HAUST keypti Skógrækt rik isins hluta af jörðinni Ásólfs- stöðum í Þjórsárdal. Það land, sem keypt befur verið, er skóg- lendi Ásólfsstaða. í náinni fram tíð mun skógræktin planta þarna barrtrjám og er það von manna hér eystra að þarna rísi í fram- tíðinni nytjaskógur. Skógræktar menn hér í Árnessýslu eru mjög ánægðir með skipan þessara mála. — Ó. J, Bazarmunir Hring sins sýndir KVENFÉLAGIÐ HTÍmgurinn hefur gluggasýningu í daig og á mongun í verzluninni Álafosa í Bankastræti. Sýndir eru baz- armunir, sem seldir verða sunnu daginn 2. des. í Pósthiússtræti 9 (Almennum tryggingum). — Ágóði renmur óskiptur í Barna spítalasjóð. Togarasala TOGARINN Surprise seldi ! Cux hafen í gær 138 lestir fyrir 98.343 mörk. Varðarkaffi l Valhöll i dag kl. 3—5 siðdegis 1800 tn. í kasti Akranesi, 23. nóv. AGÆTT veiðiveður er nú á síldarmiðunum undan Jökli. Fregn flaug fyrir um það í dag, að síldin þar væri komin upp á 8 faðma dýpi. Guð- mundur Þórðarson fékk 1800 tunnur í einu kasti. 30 gagnfræðaskólanemend- ur hér í bæ unnu í dag við að skipa freðsíld út í Selfoss. — Oddur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.