Morgunblaðið - 24.11.1962, Blaðsíða 14
14
MORGVTSBLAÐIÐ
Laugardagur 24. nóv. 196!
SKALDVERK
Gunnars Gunnarssonar
■ ■.■ •*rrrrr"'ym*---.. NÝ HEILDARÚTGÁFA
f 8 bindum samtais tim 5000
í \ j *&_' ó ' Fram til áramóta seljum við
&í W ~ f heildarútgáfuna með afborg-
|jf unarskilmálum fyrir aðeins
^^J|| kr. 2.240,00. ~ 10% afsláttur
h Eftir áramót verður óhjá-
JfflU ts'Áy4 kvæmilegt að hækka verðið
WfSrn verulega.
*J|L | I*ctta er einstakt tækifæri til
I - að eignast skáldverk eins
t ^ mesta rithöfundar íslands
..tyrr og síðar.
....—...................._____. 4 mm
Almenna bókafélagið ' jPW '
Eg undirritaður hef áhuga á að haupa sháldvcrk Gunnars ALMENNA
Gunnarssonar og óska eftir nánari upplýsingum.
Nafn. ............................ bokafélagið
Heimiii: ......................... TJARNARGÖTU 16
............... Sími: ..... REYKJAVÍK
— Björn Jónsson
Framlh. af bls. 13.
þessari orrustu, en dauður sigrar
hann. Og þeir sigrar eru beztir
sena menn vinna dauðir, því að
þeir eru endanlegir.
f blaðagrein, ritaðri til þess
eins að minna á látinn skörung,
veeri það fásinna að taka til
naeðferðar svo stórt viðfangsefni
sem stjórnmálaferil Björns Jóns-
sonar; það vaeri vonlaust verk.
Þar gekk að sjálfsögðu á ýmsu,
eins og í sögu sérhvers mikils
stjórnimálaleiðtoga. En það er
satt sem þeir báðir sögðu um
hann látinn, Haraldur Níelsson
og Jón Ólafsson, að honum hætti
til að vera um of talhlýðinn vin-
um sínum. „Var því mikið undir
því komið hverjir til þess völd-
ust að vera málvinir hans á ýms
um tímum,“ segir Jón. En svo
finmst mér sem enn í dag megi ís
lenzk þjóð gráta yfir því, að
Bjöm Jónsson og Hannes Haf-
stein, þessir tveir miklu ieið-
togar, skyldu ekki bera gæfu
til þess að vinna saman. Sannar-
lega horfðu þeir þó báðir til
sama takmarksins.
En eitt var það í fari og at-
höfnum Björns Jónssonar, sem
ég get ekki með nokkru móti
látið hjá líða að drepa á, og
það var hans brennandi ást á
móðurmáilinu og þrotlaus við-
leitni hans að vernda það. Þeg-
ar mín skammvinnu en ógleym-
anlegu kynni af honum hófust,
var hann að kalla mátti kominn
út úr þrasi dægurmálanna. Lang
tíðasta, og áreiðanlega kærasta,
umræðuefni hans var þá íslenzk
tunga. Og einatt var hann þá að
hlera eftir þvá og spyrjast fyrir
um það, hvernig fólkið orðaði
þetta og þetta. Sagt er að svo
hafi einnig verið um Konráð
Gislason, og þalð er ákaflega
sennilegt. Svo gerði líka Otto
Jespersen um sitt móðurmád.
Og hin hversdagslegu, en spak-
legu og frægu orð Falklands lá-
varðar, „Þar sem ekki er nauð-
synlegt að breyta, þar er nauð-
synlegt að breyta ekki“, eru um
ekkert algildari sannleikur en
um tungumálin. Þetta, að
hlera eftir málvenjum alþýð-
unnar, er ráðið til þess að
nema þjóðtunguna, því að það
er þjóðin sem skapað hefir hana
og geymir hana. Það hlýtur hver
vitur maður að skilja. En nú er
þetta höfuðvígi íslenzkunnar fall
ið fyrir aulamáli útvarpsins, sem
fólkið apar í þeirri hörmulegu
villutrú að þeir menn, sem þar
eru launaðir af almannafé til þess
að tala á bjöguðu máli, og þar
með troða þjóðtunguna niður í
svað ómenningarinnar, séu betur
að sér en almúginn og að þá beri
því að taka til fyrirmyndar. Og
nú berja skólarnir inn í ungiling-
ana þau málspjöll, sem Bjöm
Jónsson reyndi svo kappsamlega
að uppræta. Þvil'k hörmungar-
saga.
Sjálfur ritaði Björn Jónsson og
talaði fegurra og þróttrneira mái
en flestir aðrir, og þegar hann
talaði, varð það ennþá tilkomu-
meira fyrir hans sterka og
djúpa róm, sem vart átti
sinn Mka. í Minningarriti
hans er mynd af honuotn þar sem
hann talar á „uppkasts“-fundin-
um í Barnaskólagarðinum 2.
júní 1908. Mælt er að þá hafi
mátt heyra tii hans í Austur-
stræti. Sennilega hefir veri stilH-
k>gn og þá var garðurinn ennþá
opinn að norðan og húsin á milli
færri og lægri en nú. En sé
þessi sögn rétt (og fyrir henni
mun alltraust heimild), þá mega
menn skilja, að óvenjuleg manns
rödd mundi það, er svo flutti
langt.
*Þess minnist ég, að Sigurður
Guðmundsson, síðar skóiameist-
ari, kom einn morgun sem oftar
inn á skrifstofu ísafoldar og
hafði kvöldið áður hlýtt á Har-
ald Níelsson flytja erindið „Hví
slær þú mig?“ Sagði hann að
sér hefði þá orðið það ljóst að
þar talaði einn af mestu andans
mönnum þjóðarinnar, en bætti
því við, að leiðinlegt væri að
alíkur maður skyldi vera svona
víxlaður; því ekki gat Sigurður
með nokkru móti hugsað sér líf
eftir dauðann. Því get ég þessa
að Haraldur Níelsson hefir sagt
þá sögu, sem mér hefir alla tíð
fundist lýsa einkar vel viðhorfi
Bjöms Jónssonar til lífsins og
skyldunnar. Hann lá sjúkur á
spítala í Kaupmannahötfn haust-
ið 1899, og Haraldur, eftir níu
ára samfellda dvöl við nám í er-
lendum háskólaborgum, jrmpraði
á því, er (hann fcom þar til hans
að sér hrysi hugur við að hverfa
heim í fásinnið. Björn kvaðst
skilja hann, og bætti þó við:
„En nú hefur skaparinn sett okk
ur niður úti á íslandi og þar er
okkar starfsvið.“ Þessi orð hans
hafa löngum klingt í eyrum mér
núna síðustu árin, þegar ungir
menntamenn, kostaðir til náms
fyrir íslenzkt fé, virðast ekkert
sjá athugavert við það, að taka
sér bólfestu erlendis að nórninu
loknu, bara ef þar bjóðast betri
lífskjör heldur en fátæk ættjörð-
in getur boðið þeim, „Föðurlands
ást þeirra fyrst um það spyr,
hve fémikill gripur hún yrði.“
Þeir líta bersýnilega öðrum aug-
um á lífið og skylduna en Björn
Jónsson gerði.
*Fæstir þeirra manna, er ætþ
má að þetta lesi, sáu nokkru sinni
Björn Jónsson. En Eina-r H. Kvar
an hefir ágætlega lýst þvi,
hvernig hann var ásýndum og
í fasi. Orð hans eru þessi:
„Meðalmaður var hann á hæð.
Hann breyttist mikið með aldrin
um. Fríður sýnum var hann allt
af. Andlitið reglulegt, enn
ið mikið og nefið beint.
augalbrúnirnar óvenjulega
miklar og loðnar. Hár og
skegg dökfct á yngri árum,
en varð hvítgrátt með aldrinum.
Hnakkasvipurinn einkennilega
fallegur. Fyrirmanniegur var
hann með afbrigðum, einkum á
efri árum. Svipurinn að jafnaðd
fremur iharðlegur og fáiátlegur,
en gat þegar minnst vonum varði
fengið viðkvæmnikenndan bMðu-
blæ. Alvarlegur var hann oft-
ast í viðmóti, en átti samt til að
vera kátur eins og bairn, og
komst þá svo langt frá fálætinu
að honum var yndi að þvi að
Ijúka upp huga sínum með barns
legri einlægni. Eins var um
gönigulagið, að sínu leyti. Stund-
um lötraði hann álútur, ofur-
hægt og þreytulega, og eins og
í þungum hugsunum. Stundum
var hann hvatur í spori, þróð
beinn og hinn hermannlegasti
í fasi.“
•
Yfir líkbörum Björns Jónsson-
ar í heimahúsum talaði hinn hóg
láti, góði og spakvitri vinur hans,
séra Magnús Helgason, og mælti
þá þau orð, er Einar H. Kvaran
kvaðst vilja gera að sínum — og
svo mundi margur annar. Bezt
fer á að þau séu látin verða nið-
urlag þessarar brotakenndu hug-
leiðinga. Þau eru þessi:
„Mér finnst hann hafa verið
mestur maður allra þeirra, sem
ég hefi haft kynni af, og einn
af hinum beztu.“ Sn. J
JÓHANNES GUÐNASON
frá Húsavík,
verður jarðsunginn xnánud. 26. þ. m. kl. 1,30 frá
Foss vogskir k j u.
Þeim, sem vilja minnast hans er vinsamlegast bent
á Langholtskirkju.
Sigurborg Sigurðardóttir, Eggert Jóhannesson.
Kveðjuathöfn um móður okkar
AÐALBJÖRGU JAKOBSDÓTTUR
fer fram í Fossvogskirkju þriðjudaginn 27. þ.m. kl. 10,30.
Athöfninni verður útvarpað. — Jarðsett verður frá Eyr-
arbakkakirkju kl. 14 sama dag.
F.h. okkar systkinanna.
Jakob Gíslason.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát
og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu
RAGNHEIÐAR S. JÓNSDÓTTUR
Victor Gestsson, Hulda Gestsson,
Sigurður Gestsson, Rannveig Jónsdóttir,
og sonadætur.
Innilegar þakkir til allra ættingja, og vina er glöddu
mig á fimmtíu ára afmæli mínu 8. nóv. s.l., með heim-
sóknum, gjöfum, blómum og heillaskeytum.
Guð blessi ykkur ölL
Guðmundur Finnbpgason,
Hvoli, Innri-Njarðvík.
Innilegar þakkir til barna, tengdabarna, vina og
annarra sem minntust okkar með gjöfum, kveðjum og
öðrum vinarhótum á gullbrúðkaupsdegi okkar.
Magdalena Pálsdóttir, Jón R. Jónss«n,
Stykkishólmi.
Ég þakka vinir, sóma sýndan mér
á sextíu ára björtum gleðidegi,
það gleymist ei, og ósk mín heitust er,
að auðnan sanna blessi ykkur vegi.
Guðrún Guðlaugsdóttir,
Smáratúni 15, Keflavík.