Morgunblaðið - 24.11.1962, Blaðsíða 23
Laugardagur 24. nðv. 1962
MORCUIS B1 AÐIÐ
23
Adenauer ver aögeröir stjórn-
arinnar í Spiegel-málinu
Tilkynnti jafnframt, að rannsóknarnefnd
verði sett a laggirnar
Bonn, 23. nóvember (AP-NTB)
KONRAD Adenauer, kanzlari
V-Þýzkalands, hélt sjónvarps-
raeðu í kvöld, þar sem hann
ræddi Spiegel-málið. Lýsti hann
því yfir, að stjórmin hefði ákveð-
ið að setja á laggimar sérstaka
rannsóknarnefnd, er athuga
skyldi nákvæmlega hvað legið
hefði að baki handtóku blaða-
manrsins Conrad Ahlers. Hann
var handtekinn á Spáni, eftir að
Spiegei-málið komst í hámæli.
Elín og Rósa unnu í
tvímennings-
keppni kvenna
TVÍMENNINGSKEPPNI er nú
lokið hjá félaginu, og urðu þess-
er konur hæstar:
1. Elín Jónsdóttir, Rósa I>or-
steinsdóttir, 3621 stig.
2. Eggrún Arnórsdóttir, Guð-
ríður Guðmundsdóttir, 3609.
3. Laufey Þorgeirsdóttir, Mar-
grét Jónsdóttir, 3505.
4. Rósa ívarsdóttir, Sigríður
Siggeirsdóttir, 3495.
5. Sigríður Bjarnadóttir, Krist-
ín Bjarnadóttir, 3486.
6. Steinunn Snorradóttir, Edda
Jóhannsdóttir, 3448.
Sveitakepni hefst mánudag-
inn 26. nóvember.
I ræðu sinni hélt Adenauer þvi
mjög fram, að allar aðgerðir
stjómarimnax í þessu máli hefðu
verið löglegar. Hann kvaðst
halda sér við staðreyndir, þannig,
að fólk gæti fengið tækifæri til
að ganga úr skugga um, hvort
ekki hefði verið farið að lögum.
Þá verður jþað einnig hlutverk
nefndariinnar að ganga úr skugga
um það, hvaða opinberir starfs-
menn það eru, sem framið hafi
trúnaðarbrot með því að afhenda
tímaritinu Spiegel upplýsingar
um vannir V-Þýzkalands.
Adenauer sagði m.a.. „í upp-
hafi vil ég leggja áherzlu á eitt.
í landi okkar er lögum beitt í
öllum glæpamálum. Það hefur
í för með sér, að allar aðgerðir,
sem leitt geta til handtöku, eru
í höndum ábyrgra starfsmanna".
Strauss, landvarnaráðherra, hef
ur játað að hafa haft afskipti af
handtöku Spiegel-mainna. Það
hefur vakið mikla gagnrýni, og
því verið haldið fram, að með
þessu 'hafi ekki verið fylgt þeim
reglum og starft áttum, sem
gilda skulu um mál af þessu
tagi. Adenauer vék ekki að þess-
ari hlið málsins í ræðu sinni.
Þá tilkynnti hæstiréttur V-
Þýzkalainds í Karlsruhe í dag, að
vísað hefði verið frá ákæru
Spiegel, þess efnis, að rannsókn-
in á skrifstofum blaðsins hefði
verið ólögmæt. Komst rétturinin
að þeirri niðurstöðu, að ekki
hefði verið um að ræða brot á
prentfrelsi.
Kvikmyndasýning
Cermaníu í dag
NÆSTA kvikmyndasýning fé-
lagsins Germanía á fræðslu- og
fréttamyndum verður í dag,
laugardag, í Nýja bíói. Verður
þetta væntanlega síðasta kvik-
myndasýningin á þessu ári.
Fréttamyndirnar, sem sýndar
verða, eru frá helztu atburðum
á sl. sumri, nánar tiltekið júlí og
ágúst, þ.á.m. kappsigling, er
fram fór í sambandi við Kieler
Woche.
Fræðslumyndirnar eru þrjár
talsins. Ein er um nýjungar við
uppeldi munaðarlausra barna,
og er sú uppeldisaðferð, sem hér
er um að ræða, mjög til fyrir-
myndar, enda hefur hún gefið
mjög góða raun. önnur þessara
mynda er af dýrgripum konungs
hallarinnar í Múnchen, munum,
sem safnað hefur verið í tíu ald-
ir, og má nærri geta, að þar
kennir margra grasa. Margt er
þar, sem hvergi á sinn líka ann-
ars staðar.
Kvikmyndasýningin hefst kl.
2 e. h., og er öllum heimill að-
gangur, börnum þó einungis í
fylgd fullorðinna.
De Gaulle forseti á kjörstað sL sunnudag.
Kosningar í Frakklandi á morgun
SL. SUNNUDAG fóru fram
í Frakklandi fyrri kosningar
fulltrúa á Frakklandsþing. t
þeim kosningum voru þeir
einir kjörnir á þing, sem hlutu
meira en helming allra at-
kvæða í kjördæmum sínum.
Síðari kosningarnar fara fram
á morgun, og nægir þá fram-
bjóðanda að fá fleiri atkvæði
en gagnframbjóðendur hans.
Alls eru kjörnir 482 þing-
menn, og sl. sunnudag hlutu
96 þingmenn kosningu. Það
sem mesta athygli vakti við
kosningarnar á sunnudaginn
var stórsigur Gaullista, stuðn-
ingsmanna forsetans. Hlaut
flokkur de Gaulle, UNR, nú
5.847.403 atkvæði, eða 31,9%,
en hafði við kosningarnar
1958, 3,9 millj. atkvæða. En
auk þessa hlutu frambjóð-
endur annarra flokka, sem
styðja de Gaulle, um 700 þús-
und atkvæði. Þetta er í fyrsta
skipti í manna minnum, sem
stjórnmálaflokkur í Frakk-
landi fær meira en fjórðung
atkvæða. Og í kosningunum
á sunnudag getur svo farið,
að Gaullistar fái hreinan
meirihluta á þingi, sem einn-
ig er óþekkt fyrirbrigði í
frönskum stjórnmálum.
Franskir kommúnistar
unnu einnig mikið á sl. sunnu
dag og juku atkvæðamagn
sitt úr 18,9% í 21,8%, fengu
3.992.431 atkvæði. Talsvert
vantar þó á að kommúnistar
hafi náð aftur fylgi sínu frá
því áður en de Gaulle komst
til valda, því í kosningunum
1956 fengu þeir rúmlega 5,5
milljón atkvæði.
Fyrrverandi ráðherrar féllu
Tveir fyrrverandi forsætis-
ráðherrar, þeir Paul Reynaud
og Pierre Mendes-France,
féllu strax í fyrri kosningun-
um fyrir frambjóðendum
Gaullista. Reynaud, sem er
84 ára, hefur átt sæti á þingi
frá því 1919, og var forsætis-
ráðherra þegar Frakkar gáf-
ust upp fyrir Þjóðverjum
1940. Nú hlaut Reynaud að-
eins 6.646 atkvæði, en fram-
bjóðandi Gaullista, Jules
Houcke, 21.322. Reynaud
hafði um 30 ára skeið verið
vinur og aðdáandi de Gaulle,
en snerist gegn forsetanum
fyrir stuttu þegar de Gaulle
tókst að fá samþykkta breyt-
ingu á stjórnarskránni, um
að forsetinn skuli framvegis
vera kjörinn með almennum
kosningum, en ekki af kjör-
mönnum.
Reynaud lýsti þvi yfir eftir
að úrslit voru orðin kunn, að
„á löngum starfsferli mínum
hefur það oft verið um mig
sagt að ég hafi haft á réttu
að standa of snemma. Ég vona
að de Gaulle hershöfðingi
skilji, að virðing fyrir þing-
ræðisstjórn er algjört skil-
yrði fyrir frelsi.
Fjórir helztu andstöðuflokk
ar Gaullista, sósíalistar, rót-
tækir, repúblikanar og íhalds-
menn, höfðu nokkra sam-
vinnu í kosningunum . sl.
sunnudag. Fyrir fjórum árum
fengu þessir flokkar samtals
58,5% atkvæSa, nú fengu þeir
aðeins 35,9%. Leiðtogi sósíal-
ista, Guy Mollet, fyrrverandi
forsætisráðherra, var í fram-
boði í Arras og fékk þar færri
atkvæði en frambjóðandi
Gaullista, Jean Dhotel, sem
er nýliði í stjórnmálum. Ekki
hlaut þó Dhotel tilskilinn
meirihluta til að ná kosningu
og mætast þessir tveir fram-
bjóðendur því að nýju á sunnu
dag. En nú hefur Mollet sam-
ið við kommúnista um gagn-
kvæman stuðning við fram-
haldskosningarnar, og bjóða
kommúnistar t.d. ekki fram
gegn Mollet og biðja flokks-
menn sína að greiða honum
atkvæði. Fleiri samningar
hafa verið gerðir milli flokka
um samvinnu gegn Gaullist-
um, og í einstaka kjördæm-
um gengur þetta svo langt að
kommúnistar styðja fram-
bjóðendur íhaldsmanna.
Þriðja bindi Ljóðasafns
Sigurðar Breiðfjörðs
ÞRIÐJA bindi Ljóðasafns Sig-
urðar Breiðfjörðs er komið út.
f þessu bindi eru sex flokkar
ljóða, Glettni og græska, Árnað
heilla, Erfiljóð, Andleg ljóð,
Þýtt og stælt og Ljóð á dönsku,
en síðan er Viðauki. Loks eru
svo athugasemdir og skýringar.
Sveinibjörn Sigurjónsson mag-
ister sá um útgáfuna, og segir
Fiskaflinn í heiminum
87» meiri 1961 en 1960
I FR.ÉTTATILKYNNINGU frá
FAO, matvæla- og landbúnaðar-
stofnun Sameinuðu þjóðanna,
dagsettrl í gær, er skýrt svo frá,
að fiskaflinn í heiminum á ár-
lnu 1961 hafi verið 41,2 milljón
tonn, eða 8% meiri en 1960.
Japan hafði forystuna, eins og
verið hefur síðan 1948, með 6,7
tnililj. tonn. Perú var í öðru sæti
með 5,2 milljón tonn. Þriðja í
röðinni var svo Kína, en FAO
éætlaði að atfli þess muni hafa
verið um 5 miilj. tonn. 4. og 5.
koima Sovétríkin og Bandarikin
með 3,2 og 2,9 miilj. tonn. Næst
er talinn Noregur, síðan Kanada
og Spánn. ísland er 14. í röðinni
með 703 þús. tonn.
Sérfræðingar FAO gera ráð
fyrir, að heildarverðmæti fisks
og fis'kafurða á beimsmarkaðn-
um 1961 hafi numið 1.300 til
1.400 miiljónum dollara, og er
það um 50 millj. hærra en árið
áður.
Þær fisktegundir, sem mesf
veiðist af, eru síld, sardánur og
skyldar tegundir. Síðan kemur
þorskur og ýsa. 4,4 millj. tonn
veiddust af ferskvatnsfiski. 6,7
millj. tonn af heildaraflanum
voru skráð án þess að fiskteg-
und væri tilgreind.
hann m. a. í formála. „í Viðauka
eru prentaðar ólíkar gerðir nokk
urra kvæða, er áður voru prentuð
í 1 bindi eftir Ljóðasmámunum.
Þessar gerðir kvæðanna, sem ein-
att munu eldri en Smámunirnir,
hafa náð mikilli útbreiðslu í
handritum, og virðast ýmsir hafa
saknað þeirra, er kvæðin voru
prentuð á annan veg. Ennfremur
er í Viðauka prentað Andsvar til
Fjölnis, grein í óbundnu máli,
ásamt kvæðum, sem svarinu eru
tengd. — I útgáfu þessa hefur
verið safnað ljóðum Sigurðar,
öðrum en rímum, smáum og stór-
um, er útgáfa þeirra er nú hafin.
Yfirleitt hefur allt verið tekið,
sem samtímamenn SigurðEir og
menn næstu kynslóðar, þeir er
gerst máttu vita, hafa eignað
'honum og mér er kunnugt, nema
nokkur rök mæli gegn....“
Sækja þarf um
leyfi til ára-
mótabrenna
ÞEIR, sem hafa í hyggju að halda
áramótabrennur, verða að sækja
um leyfi til þess hjá lögreglunni,
svo sem áður hefur tíðkazt.
Umsækjendur skulu snúa sér
til lögreglunnar með þessar beiðn
ir í síma 1-4819 og verður beiðn-
unum þar svarað allt til 30. des.
næskomandi.
Umsækjendur skulu lýsa staðn
um og skýra frá, hvar hann er
og hvort þar hafi verið haldin
brenna áður. Einnig skulu þeir
tilnefna einhvern ábyrgan mann
fyrir brennunn. Tilnefndir hafa
verið af lögreglunnar hendi, Stef
án Jóhannsson, varðstjóri, og frá
slökkviliðinu, Leó Sveinsson,
brunavörður, til að meta, hvort
hægt sé að halda brennur á hin-
um umbeðnu svæðum og líta eftir
bálköstunum. Hafa þeir úrskurð
arvald í því efni.
Lögreglan beinir þeirri beiðni
til foreldra, að minna börn sín
á að hafa ekki með höndum nein
eldfim efni í sambandi við hleðslu
bálkastanna og kveikja ekki í
þeim, fyrr en lögreglan veitir
leyfi til þess.
Þá vill lögreglan beina athygli
almennings á því að tiikynna
slökkviliðsstjóra um sölu skotelda
samkvæmt 152. grein brunamála
samþykktar fyrir Reykjavík.
Einnig vill hún beina þeim tilmæl
um til kaupmanna, sem fá leyfi
til að selja skotelda, flugelda og
skrautelda, að þeir geymi þá á
öruggum stöðum. y
Kirkjukvöld í
Hallgrímskirkju
KIRKJUKVÖLD verður í Hall-
grímskirkju í Reykjavík, annað
kvöld, sunnudagskvöldið 25. nóv.
kl. 8,30.
Dagskrá kvöldsins verður all-
fjöl'breytt, eins og raunar oft áð-
ur. í þetta sinn mun Kristinn
Hallsson óperusöngvari syngja
nokkur lög við undirleik organ-
istans, Páls Halldórssonar. Lárus
Pálsson leikari les upp.
Gestur kvöldsins verður sænsk
ur prestur, sem hér er á ferð,
Stig Nyström. Er hann einn af
starfsmönnum lútherska heims-
sambandsins og mun kynna
hjálparstarf kirkjunnar í ýmsum
löndum, þar sem neyðarástand
hefur ríkt á undanförnum árum,
og skýra frá starfi lútherska
heimssambandsins yfirleitt. Hér
er um að ræða mikilvægan þátt
í starfi kirkjunnar á vorri öld.
Hallgrímskirkja hefur nú ver-
ið máluð að nýju, bæði veggir,
predikunarstóll og altarisum-
gjörð.
Allir eru velkomnir á kirkju-
kvöldið.
Gjöfum til kirkjúbyggingar-
innar verður veitt viðtaka við
dyr kirkjunnar, að lokinni sam-
komunni.
Jakob Jónsson.