Morgunblaðið - 24.11.1962, Blaðsíða 12
12
MORGVTSBL ÁÐ1Ð
taugardagur 24. nóv. 1962
Otgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavlk.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson
Ritstjóm: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Simi 22480.
Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands.
í lausasðlu kr. 4.00 eintakið.
AÐ TAKA DÓMS-
VALDIÐ í SÍNAR
HENDUR
ITamir Framsóknarmanna
* vegna hinna freklegu lög-
brota, sem þeir frömdu á
þingi ASÍ eru aumlegar, og er
það að vonum. Málunum er
þannig háttað, að engum
frambærilegum vömum verð-
ur við komið af þeim, sem
þátt tóku í ofbeldinu. Þeir
standa ahjúpaðir.
„Rökstuðningurinn" fyrir
því að afgreiða ekki kjörbréf
LÍV var á þann veg, að ekki
væri tími til þess. Ef slík
regla væri viðurkennd, gætu
ofstopamenn á hvaða þingi
sem væri lýst yfir að kjör-
bréf þeirra, sem þeim væru
þóknanlegir, skyldu gild, en
hinna elcki afgreidd. Þannig
hafa kommúnistar líka farið
að við valdarán víða, og er
ekki ónýtt fyrir þá að fá yfir-
lýsingu Framsóknarflokks-
ins um það, að hann telji
slíkt lögmætt.
Ef tíma hefði skort, sem
þó var fjarstætt, því að ein-
mitt gögn LÍV höfðu mán-
uðum saman legið fyrir, þá
var ekki um annað að ræða
en fresta þingi meðan gögnin
voru afgreidd. Allt annað er
lögleysa, enda veit hvert
mannsbarn, að þessi „rök-
stuðningur“ var aðeins tylli-
ástæða, sem aldrei verður
hægt að verja.
En Tíminn rejmir að rétt-
læta framferði sinna manna
með því, að þeir hafi bjarg-
að Alþýðusambandinu frá
klofningi. Sú staðhæfing er
rökstudd með því, að lýðræð-
issinnar hafi ætlað að kljúfa
þingið, ef það hindraði, að
LfV fengi notið réttinda
sinna og bryti þar með gegn
félagsdómnum. Með hliðsjón
af því hefðu Framsóknar-
menn að sjálfsögðu átt að
tryggja það, að dómnum yrði
framfylgt og LÍV fengi „inn-
göngu í Alþýðusambandið
með fullum og óskertum fé-
lagsréttindum", eins og í
dómnum sagði. En raunin
Varð sú, að Framsóknarmenn
beittu lögleysum með komm-
únistum og sköðuðu alþýða-
samtökin svo, að í dag er
ógerlegt að vita, hve langan
tíma það tekur að bæta fyrir
það tjón.
Aðalatriðið er hins vegar,
að með þeim málflutningi,
sem Framsóknarmenn nú
halda uppi, segja þeir í raun
réttri, að heimilt sé að snið-
ganga dóma, ef mönnum
fixmst að önnur niðurstaða
en sú, sem í dómnum er á-
kveðin, sé heppilegri. Þeir
segja aðfarir sínar réttlætan-
legar, vegna þess að annars
hefði ASÍ klofnað.
Eins og áður segir er þessi
málflutningur hrein fjar-
stæða. En hitt er verra, að í
honum felst það, að Fram-
sóknarmenn telji réttmætt að
dæma um dóma. Samkvæmt
þeim hugsunargangi ætti
hver sá, sem finnst á sighall-
að við æðsta dóm, að geta virt
hann að vettugi. Þarf ekki að
eyða orðum að því, hve fjar-
stæðukenndur og um leið al-
varlegur slíkur málflutning-
ur er.
ÓLÖGLEGT ÞING
¥ ýðræðissinnar brugðust
réttilega við ofbeldis-
aðgerðunum á þingi Alþýðu-
sambands íslands. Þeir lýstu
þingið ólögmætt og allar
gérðir þess, eins og raunar lá
í augum uppi.
Afleiðing ofbeldisverka
Framsóknarmanna og komm-
únista er sú, að engin heild-
arstjórn getur orðið í laun-
þegasamtökunum, fyrr en
nýtt og lögmætt þing hefur
verið haldið. Getur því svo
farið, að engin lögleg stjóm
verði í Alþýðusambandinu
næstu tvö árin, þótt vonandi
sé, að samkomulag náist um
það að efna fyrr til nýs þings,
sem haldið yrði með lögmæt-
um hætti.
Ábyrgð þeirra manna er
mikil, sem til þessa vand-
ræðaástands hafa stofnað,
enda munu þeir finna fyrir
þvi næst þegar launþegar fá
tækifæri til að velja sér full-
trúa. Þeir munu þá velja
ábyrga menn, sem bera hag
þeirra fyrir brjósti, en ekki
pólitíska ævintýramenn á
borð við þá, sem eyðilögðu
Alþýðusambandsþingið.
SJÖNVARP
Á ÍSLANDI
17ilhjálmur Þ. Gíslason, út-
" varpsstjóri, ritaði ítarlega
grein í Morgimblaðið í gær
um íslenzkt sjónvarp. Þar
segir hann m. a.:
„En nú eru menn sem sagt
á móti sjónvarpi. Auðvitað
er hverjum einstaklingi það
heimilt að vilja ekki sjónvarp
heim til sín, öldungis eins og
hver maður má vera síma-
laus og útvarpsiaus, blaðlaus
og bókarlaus, ef hann vill.
UTAN ÚR HEIMI
j
„Til Austurheims
vil ég halda“.
í>AÐ var eftirvænting í svip
margra þeirra íslendinga, sem
saman voru komnir á Reykja-
víkurflugvelli laugardaginn 6.
okt. í haust. Framundan voru
dagar með nýrri reynslu og ævin-
týrum. Við áttum að fá að líta
með eigin augum fjarlægan heim
Austurlanda, sem í hugum svo
margra er vafinn töfrum og á
Óperan í Vín.
Einar M. Jónsson
Austurlandaför
ýmsan hátt gjörólíkur hinum vest
ræna. Gullfaxi, þessi vélknúni
fákur loftsins, hóf sig léttilega
til flugs klukkan hálfátta. Veður
var kyrrt og fagurt. Það var gam-
an að horfa niður á hraunbreið-
urnar á Reykjanesskaga og mosa-
þemburnar. Sá litli gróður, sem
þar var, hafði fengið á sig haust-
blæ. Keilir virðist smár á auðn-
inni, séður úr iofti. Og hann líður
burt af sviðinu. Landið kveður
með lognöldu við ströndina.
Hvítir öldutoppar sjást niðri á
haffletinum og mér verður hugs-
að til seglskipanna fyrrum, sem
brutust móti veðri og stórsjó-
um á þessu hafi og áttu allt sitt
undir hagstæðum byr. Nú er
þeyst á gandreið loftsins skýjum
ofar. Hún lyftir sér hærra og
hærra. Flugmaður ávarpar okkur
í hátalaranum, fræðir okkur um
flughæð og hitastig loftsins úti
fyrir. Þar er allmikið frost, þótt
hlýtt og notalegt sér inni. Við
finnum til öryggiskenndar og vel
líðunar, þótt langt sé niður til
jarðar. Við látum fara vel um
okkur, sumir taka sér dagblað
í hönd, aðrir fá sér blund. Þetta
er fjörutíu og tveggja manna
hópur, karlar og konur, auk farar
stjóra og sex manna flugáhafnar.
Nú talar fararstjórinn okkar,
Ingólfur Guðbrandsson í hátalar-
ann. Hann býður okkur velkom-
in í þessa fyrstu Austurlandaferð
Útsýnar, skýrir frá ferðaáætlun
dagsins og gefur góð ráð. Og
áfram er flogið. Það er einkenni-
legt að sjá „himin undir og
ofan á“. Skýin yfir hafinu fyrir
neðan okkur eru eins og ísaþök
En þessi tæki tækni og menn-
ingar eru sama staðreyndin
í þjóðfélaginu fyrir það. Eins
er með sjónvarpið. Það er
orðið staðreynd í nútíma
þjóðfélagi, alveg eins og bíll
og sími. Hver maður gerir
það svo upp við sjálfan sig,
hvort hann vill eða telur sig
hafa efni á að eiga bíl eða
hafa síma. Hitt dettur eng-
um í hug nú orðið að vera
á móti bíl eða síma í sjálfu
sér og engin flokkaskipting
er um þetta.“
Útvarpsstjóri rekur það
síðan, að kostnaður við ís-
lenzkt sjónvarp mundi ekki
vera óviðráðanlegur, og hafa
ítarlegar áætlanir verið gerð-
ar í þessu efni.
Auðvitað kemur sjónvarp
á íslandi og vonandi fyrr en
seinna. Andstaða gegn slíkri
þróun er, eins og útvarps-
stjóri lætur liggja að, álíka
fjarstæð eins og það að berj-
ast gegn útvarpi eða síma.
með vökum á stöku stað. Ég
minnist orða erlendrar stúlku,
sem hafði flogið milli New York
og Reykjavíkur. Hún spurði mig,
hvort það væri næstum samfelld
ísbreiða milli Grænlands og ís-
lands. Og nú bólgna skýin upp
og taka á sig hinár furðulegustu
myndir. Þau verða eins og bólstr-
ar af nýþveginni, íslenzkri vor-
ull. í huga mér kemur fyrsta
þulan, sem ég lærði, um móður
hans Bokka, sem „sat í brunni“.
Hún „kembdi ull nýja“. Var það
ef til vill þessi himneska ull?
Loks sjáum við Skotland fyrir
neðan okkur, vötn, hæðadrög og
firði. Húsin standa í litlum hverf-
um á víð og dreif. Sumsstaðar
EINAR M.
skólastjóri og rithöfundur,
tók þátt í fyrstu Austur-
landaferð Útsýnar í október
s.I., og heimsótti þá flesta
merkustu sögustaði við aust
anvert Miðjarðarhaf, svo
sem Miklagarð, Aþenu,
Delfi, Beirut, Baalbek,
Damaskus, Jeríkó, Jerúsa-
lem, Betlehem, Kaíró og
Rómaborg. Mun hann skrifa
allmargar greinar um þetta
merkilega ferðalag fyrir
Morgunblaðið, og birtist sú
fyrsta í dag.
standa þau í röðum og eru þá
úr háloftunum séð eins og perlur
á bandi og glampar á þau í sól-
skininu. Skákir kom fram af
bleikum ökrum og slegnum tún-
um. Svo fer byggðin að þéttast.
Skógarlundum bregður fyrir. Og
enn á ný koma skýjaborgir og
byrgja útsýni til jarðar. Þær eru
fagrar, en kaldranalegar og bjóða
upp á lítið öryggi, því þær velta
um og hjaðna.
Vélin lækkar flugið og við
verðum að kyngja til að losna við
helluna, sem leggst fyrir eyrun
vegna vaxandi loftþrýstings. Við
svífum niður í Lundúnaþoku og
flugan okkar rennir sér eftir vell-
inum. Við eigum þar klukkutíma
viðdvöl. Það sér ekki til sólar,
en veður er hlýtt. Fólk sést
standa léttklætt og berhöfðað
uppi á flugvallarhótelinu. Svo er
haldið af stað áleiðis til Vínar-
borgar. Við komust á ný upp úr
þokuhafinu og skýjabólstrarnir
líta aftur út eins og jöklajörð.
Það er 17° kuldi í háloftunum.
Ein vélfluga sést í fjarska líða
áfram fyrir ofan skýjaþykknið.
Hún er eins og einmanna dýr,
sem hleypur yfir land snædrottn-
ingarinnar. Og síbreytilegar
myndir skýjanna fá á sig undur-
samlega liti, þegar hallar að sól-
setri. Það er furðulegt að hugsa
sér, hve sjónskynjanir okkar eru
færar um að veita okkur mikinn
unað. Jafnvel þokugulfur og
hrím háloftanna slá þær slíkum
töfrum, að við föllum í stafi. Það
verður ekki annað sagt, en að
þær séu rómantískar í eðr ■!
Til Vínarborgar er )
klukkan 5 — eða 6 á þeura
klukku þar í borg. Allt gengur
greiðlega á flugvellinum og brátt
er ekið með okkur til gistihúss-
ins, sem við eigum að búa í um
stundarsakir. Það heitir Hotel
Prinz Eugen, fyrsta flokks gisti-
hús, og stendur við mikið torg
hjá breiðgötu einni. Vínaróperan
lokkar með söngleik eftir Verdi.
Allmargir úr hópi okkar fara
þangað þetta kvöld og líta síðan
inn á fleiri skemmtistöðum þess-
arar borgar, sem alltaf býður upp
á glaðværð og fjör.
Næsta dag var skoðunarferð
um borgina Það hefði einhvern-
tíma þótt viðburður að koma til
Vínarborgar. En það var eins og
tilfinningar okkar margra hverra
fengju ekki fulla útrás í því, sem
Vínarborg hafði upp á að bjóða
að þessu sinni. Hugurinn stefndl
lengra og fyrirheitin voru bund-
in enn fjarlægari löndum.
Niðri í matsal hótelsins voru
mikil veggtjöld með stríðsmynd-
um. Svipaðar myndir voru líka
á súlum niðri og hingað og þang-
að. Þessar myndir voru af stríðs-
hetjunni Eugen, prinsi af Savoy-
en, sem gistihúsið ber nafn sitt
af. Faðir hans var greifi og her-
foringi í þjónustu Lúðvíks XIV.
En vegna þess, hve Eugen prins
var væskilslegur í útliti, neitaði
FraJkkakonungur honuim um að
taka upp merki föður síns. Hann
gekk þá í þjónustu Austurríkis-
keisara og varð ósigrandi stríðs-
hetja. Sérstaklega varð hann fræg
ur fyrir viðureign sína við Tyrki,
sem sátu um Vínarborg í tvo
mánuði 1683. Þá var Evrópu-
menningunni bjargað af samein-
uðum herjum Austurríkis og Pól-
verja. Flótti Tyrkjanna var svo
alger, þegar að því kom að þeir
létu undan síga að sagt er, að
þeir hafi skilið eftir fjármuni
sína, kvennabúr og kaffi. Haft er
fyrir satt að þá hafi byrjað kaffi-
drykkja Vínarbúa. Höll sú, sem
Eugen prins bjó í, Belvedere, er
skammt frá hótelinu, fögur mjög
og íburðarmikil. Þar er nú lista-
safn, enda var Eugen prins unn-
Framhald á bls. 16.