Morgunblaðið - 24.11.1962, Page 20
20
MOR'GVNBl AÐIÐ
taugarðagur 24. nðv. 1962
Marilyn Monroe
eftir Maurice Zolotov WmM
— Læknirinn iæknaði son minn af kvefinu, en nú fær hann
martröð á hverri nóttu.
Þessi örlagaspá Wilders byggð-
ist á fullkomnum misskilningi á
Marilyn. Sjálfsverndin var henn-
ar fyrsta boðorð. Hún hafði van-
ið sig á lifnaðarhætti, sem voru
næstum öruggir gegn mistökum,
af því að hún kunni að gera sér
grein fyrir velgengninni. Bylt-
ingarræður hennar og hin nýja
lífsspeki þýddi alls ekki það, að
hún ætlaði að sleppa því, sem
hún hafði þegar fengið. Stund-
um virtist að vísu, sem hún
væri að hopa á hæl, er hún
reyndi áhættusamar atrennur,
eða bjánalegar deilur, en hún
vann alltaf sigur að lokum.
XXVI.
Hr. Miller kemur aftur í Ijós.
Enginn atburður í lífi Marilyn-
ar Monroe varð tilefni til jafn-
mikilla umiþenkinga og getgátna
sem ástarævintýri hennar með
Arthur Miller. Verulegur hluti
þess, sem sagt hefur verið um
hana á prenti síðan 1956 er úm
„ósamræmið" í sambandi hinnar
nöktu Venusar og gáfumannsins.
í lýsingu sinni af „Brúðkaupi
Marilynar“ segir Botiert Levin:
„Hjónaband fyrirsætu aldar-
innar og fremsta leikritahöfund-
arins virtist ekki ná nokkurri
átt“. Og sumsstaðar var talað
um „samband fremstu fulltrúa
líkama og sálar“.
Til grundvallar svona öfug-
snúnum dómum liggur sú villa
að blanda saman mynd, sem er
almenningseign. annarsvegar og
svo raunveruíeik einkalífsins
hinsvegar. Köna, sem .gerir það
aðallega að starfi sínu að sýna
kynþokka kvenna, hlýtur að vera
kynæst sjálf. Og svo tekur fólk
það, sem gefinn hlut, að rithöf-
undur með mörg verðlaun að
baki hljóti að vera tilfinninga-
laus spekingur.
Vitanlega eru til leikkönur eins
og Ava Gardner, sem lifa sams
konar glæsilífi og konurnar, sem
þær eru að leika. Og auðvitað
eru til höfundar eins og Gir-
audoux, Anöuilih og Shaw, sem
eru fyrst og fremst vitmenn,
enda þótt flestir leikritahöfund-
ar séu það ekki, því að leikrit-
uninni tilheyrir meiri tilfinninga-
semi en flestum listgreinum öðr-
um.
Marilyn er alveg eins fjarri
því að vera kynóð skepna eins og
Miller frá því að vera þjónn
skynseminnar. Þegar Miller var
yngri, var hann mikill knattleika
maður og ennþá hefur hann
ánægju að íþróttum og veiðum.
Og hann er ekki meiri þræll
skynseminnar en svO, að enn
fram um 1940 var hann að undir
rita kommúnistaávörp, þegar
flestir amerískir rithöfundar
höfðu áttað sig á því, að kommún
istaflokkurinn var brella og
Sovétríkin tálmynd. Flestir þeir
höfundar og hugsuðir, sem höfðu
hallazt að kommúnismanum eftir
1930, snerust gegn honum 1939,
þegar Stalin og Hitler réðust á
Pólland í félagi og þegar Rússar
réðust á Finna ári síðar. En það
er árið 1939, sem vér finnum
Miller leggja stund á Marxisma
á námsskeiði í Brooklyn og 1940
sækir hann um upptöku í komm-
únistaflokkinn.
f>au óverulegu álhrif, sem
kommúnistaflokkurinn hafði á
ameríska rithöfunda, hurfu fljót-
lega eftir ófriðarlok, þegar fram-
ferði þeirra í Tékkóslóvakíu
gerði þeim Ijóst, að loforð þeirra
um alræði verkamanna voru
einskis virði. En á árunum 1947
til 1949 finnum við Miller enn,
ljáandi nafnið sitt í sambandi
við Æskulýðshátíðina í Prag,
friðarráðstefnuna í París og aðra
slíka í Waldorf-Astoria í New
York. En svo varð hann viðskila
við förunauta sína eftir 1950, en
ihélt áfram að vera þögull trú-
villingur. Svo seint sem 1956 var
Howard Fast að rita grein í
„Daily Worker", undir fyrir-
sögninni. „Eg sting upp á Arth-
ur Miller, sem höfuðleikrita-
skáldi vorra tíma“. En svo dró
Fast sig í hlé eftir árásarræðu
Krúséfs á Stalín, og ritaði bók
um þessi vonbrigði sín. Þeim
hafði Miller orðið fyrir nokkru
áður, en í allri þessari ó-drama-
tisku ritmennsku er engin sál-
ræn rannsókn á Marxisma, Len-
inisma, Stalinisma, eðli skrif-
finnskunnar í Sovétríkjunum,
gyðingahatrinu þar, né heldur
menningarlegri ógnarstjórn og
andstöðu við alþjóðahyggju. —
Hann virðist ekki hafa vitað af
gagnrýninni, sem komið liafði
fram í riti um Sovétríkin, né
hreinsunarréttarhöldin í Moskvu
eða spænsku borgarastyrjöldina,
allt þetta sem hafði verið tekið
til meðferðar af mönnum eins
og André Gide, Max Eastman,
Victor Serge, George Orwell,
Hemingway, James Farrell,
Sidney Hook, Edmund Wilson.
Miller var fyrst og fremst það,
sem á árunum eftir 1980 var
kallað „sakleysingi". Það var
ekki fyrr en árið 1957, þegar
Sovétríkin buðu honum að rita
ritgerð í tilefni af aldarafmæli
Dostojevskis, að hann réðst gegn
ritskoðuninni þar og hinum
pólitísku fantatökum á allri list.
En af því að hér átti hlut að
máli „frernst fulltrúi andleg ; lífs
í Ameríku", þá kom þetta 'heldur
seint.
I skapi er Miller íþróttamaður
og kraftamaður, eins og tveir
hinir fyrri eiginmenn Marilynar.
Og á sama hátt og Dougherty og
Joe Di Maggio, hefur Miller
reynt að vekja áhuga hennar á
útilífi og veiðum.
Aftur á móti er lestur bóka
um heimspeki, dulspeki og svo
ljóð orðið ævilangur ávani hjá
henni. Hana þyrstir ákaft í fróð
leik, og mundi heldur una sér
í bókabúð en í fínu veitingaihúsi.
Eins og ég hef þegar tekið
fram: Það sem hún fremur í kvik
myndunum — hvað sem Wilder
segir —• er meðvitaður leikur.
Hann er byggður á kvenlegum
líkamsskapnaði og eðlishvöt
karla. Þetta er jafn vandlega
utanaðlærð tjáning eins og
Camille hjá Garbo eða Cabira
hjá Giulietta Masina. Það kann
vel að vera, að Lorelei Lee,
„Stúlkan uppi“ og Cherie gefi til
kynna, að þar sé hún að leika
sjálfa sig — en það er bara ekki
veruleikanum samkvæmt og ef
út í það er farið, þá er það eitt
af einkennum listamannsins að
geta látið fólk halda, að þetta
sé alveg fyrirhafnarlaust — sé
enginn leikur.
í stað þess að telja hjónaband
þeirra Millers einkennilegt,
mætti eins vel segja, að pað
væri óumflýjanlegt. Hvað var
rökréttara em það, að Marilyn
yrði ástfangin af fremsta leikrita
höfundi landsins, sem lifði í
óhamingjusömu hjónabandi —
án þess að vera kynvilltur? Ef
nánar er athugað, er það ekkert
meiri fjarstæða en rétt hvað ann
að, að leikkonan og leikritahöf-
undur taki saman. Enda eru til
þess manna dæmin, þvi að ég
gæti nefnt fjölmarga leikrita-
höfunda, sem hafa verið eða eru
enn giftir leikkonum.
Það er hægt að réttlæta ást
Millers á Marilyn eftir öllurn
hugsanlegum krókaleiðum. Ein
kenningin er sú, að hann hafi
dregizt að „ímynd amerísks kyn
þokka“, til þess að réttlæta sig
í augum landa sinna, eftir auð-
mýkinguna, sem hann hafði orð
ið fyrir í sambandi við rann-
sóknanefndir og rauðliðafélög.
Að því lýtur meðal annars háð-
kvæði eitt, sem „Punch“ birti
um hjónaband þeirra. Önnur
kenningin er sú, að hann hafl
sótzt eftir henni til að svala
metorðagirnd sinni. Það haíi
verið eins konar fullnæging fyrir
karlmannlegan metnað hans að
eiga, löglega, konu eins og Mari-
lyn.
Báðar þessar kenningar eru
hrein fjarstæða. Það sem dró
hann að henni var hinn innri
eldur hennar. Eg minnist þess
að hafa einusinni talað við Frank
Delaney sem hjálpaði Marilyn í
öllum deilum hennar við félag-
ið. Þegar ég talaði við hann,
var nýbúið að varpa honum fyr-
ir borð, sem stjórnarmanni í
Marilyn Monroe-kvikmyndafélag
inu. (Og hann lét þess getið við
mig, að Marilyn myndi líka
varpa Milton Greene fyrir borð,
ef henni byði svo við að horfa).
En hvað um það. Delaney brosti
viðkvæmnislega og sagði, að
þetta ár, sem hann vann fyrir
Marilyn hefði verið spennandi
tími. „Þegar einhver kemst í
samband við ungfrú Monroe“,
sagði hann, „fer eitthvað að ger-
ast. Það fer einhver fjörkippur
um mann allan. Allt verður
dramatiskt. Hún er ólík öllum
öðrum mannverum. Hún er í
meir en líkamsstærð. Og hjá
manni sjálfum fer eitthvað að
gerast, ef maður kemst í sam-
'band við hana“.
Og það var einmitt þetta lífs-
fjör, sem dró Miller til sín. —
Enda þótt kynni þeirra hefðu
verið stutt, árið 1951, fannst
honum tómlegt eftir að þau
skildu. Kona hans, Mary Grace
Slattery Miller, var pólitísk,
bókmenntasinnuð og ákaflynd,
eins og gerðist eftir 1930, og hún
var hugsandi — hún var bein-
línis hugsuðurinn fyrir alla
fjölskylduna. Hún hafði verið
andlegur orkugjafi Millers, örv-
að sköpunargáfu hans og haldið
honum uppi fjárhagslega. Hún
hafði unnið, sem framreiðslu-
stúlka og síðar sem ritstjóri hjá
Harper & Brothers, til þess að
halda honum uppi, meðan hann
væri að ryðja sér til rúms sem
rithöfundur. Úr reynslu föður
hennar — sem var trygginga-
umiboðsmaður — fékk hann hug-
myndina að aðalpersónunni í
„Sölumaður deyr“.
Tvö börn eignuðust þau í
hjónabandi sínu — Joan Ellen,
sem nú er sextán ára, og Robert,
sem er tólf. Mary Slattery var
rómversk-kaþólsk og börnin
voru alin upp án þess að vita
af því, að þau voru af gyðing-
um komin í aðra ættina. Einn
erfiðleikinn í hjónabandinu var
ósættið milli Mary og móður
Arthurs. (Síðar munum við sjá,
að Marilyn leysti tengdamóður-
vandamálið með sinni venjulegu
'herkænsku). Það má fá hug-
mynd um lotningu Millers fyrir
móður sinni af hinum fegruðu
myndum af mæðrunum í „Allir
synir mínir“ og „Sölumaður
deyr“
í þeim tveim leikritum, sem
Miller samdi eftir að hann hafði
kynnzt Marilyn, 1949, þ.e. Deigl
unni og Horft af brúnni má
greinilega merkja persónulegt
sálarstríð. Um það leyti, sem
Deiglan var frumsýnd, var það
almennt álit ritdómara og al-
mennings, að þarna væri aðeins
verið að nota Salem á sautjándu
öld sem umgerð um Tiútíma
„nefndarannsóknir". Það var
ekki fyrr en 1957, þegar Miller
ritaði formálann að leikritasafni
sínu — sem annars er tileinkað
ur Marilyn —að Miller sjálfur
sá kynferðislegan undirstraum i
báðum leikritum.
í hinum tveim leikritum, sem
Miller samdi eftir að hann hitti
Marilyn, tekur hann til meðferð
ar efni, sem hann hefur aldrei
snert við áður. Annað er ást
eldri manns á ungri stúlku. —
Hitt er áhrif ótrúmennsku á
hjónabönd í Bandaríkjunum.
í þríhyrningnum í Deiglunni
eru John Proctor, kona hans
Elísabet og Abigail Williams,
ung stúlka, sem einusinni hefur
verið vinnukona hjá Proctor, en
nú ákærandi margra persóna,
þar á meðal frú Proctor. Hana
ákærir hún fyrir galdra, en
Proctor sjálfan ákærir hún ekki.
Leikritið snýst um sekt — sekt
kvænts manns, sem hefur svikið
konuna sína.
SHlItvarpiö
Laugardagur 24. nóvember.
8.00 Morgunútvarp.
12.00 Hádegisútvarp
13.00 Óskalög sjúklinga (Kristín Annt
Þórarinsdóttir).
14.40 Vikan framundan: Kynning á
dagskrárefni útvarpsins.
15.00 Fréttir. — Laugardagslögin.
1.00 Veðurfregnir.
17.00 Fréttir.
Æskulýðstónleiikar, kynntir af
dr. Hallgrími Helgasyni.
18.00 Útvarpssaga barnanna: „Kusa í
stofunni“ eftir Önnu Cath.-
Westly; IX. (Stefán Sigurðsson).
18.20 Veðurfregnir
18.30 Tómstundaþáttur barna og
unglinga (Jón Pálsson).
18.56 Tilkynningar. — 10.30 Fréttir.
20.00 I>rjú stutt hlj ómsveitarverk:
Konunglega fiiLha rmoníusveitin
í Lundúnum leikur; Sir Thomas
Beecham stjórnar.
20.15 Leiikrit: ,Menn og ofurmenni**
eftir Bernard Shaw; III. kafli.
t>ýðandi: Árni Guðnason. —*
Leikstjóri: Gísli Halldórsson.
Leikendur: Búrik Haraldsson,
Helga Bachmann, I>orsteinn Ö.
Stephensen, Lárus Pálsson o.£L
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Danslög, þ.á.m. leikur hljóm-
• sveit Renalds Brauner.
24.00 Veðurfregnir.
• 01.00 Dagskrárlok.
-K * *
SAGA B E R L I M A R
* * *
Sumarið 1949 var komið að lokum
hemáms Vestur-Þýzkalands. Eftir
frjálsar kosningar varð Konrad
Adenauer fyrsti kanzlari og Theodor
Heuss fyrsti forseti þýzks sambands-
lýðveldis, sem varð senn óháð Vest-
urveldunum, en í bandalagi við þau.
Rússar komu á laggirnar „Deutsche
Demokratische Republik“ (DDR) í
Austur-Þýzkalandi, en þar voru
kosningar ekki frjálsar.
Ulbricht, Grotewohl og Pieck
héldu völdum sínum, fyrir stuðning
rússneskra byssustingja. Vesturveld-
in neituðu að viðurkenna þessa gervi-
stjórn og kröfðust frjálsra kosninga
fyrir allt Þýzkaland. Þessu höfnuðu
Rússar, vegna hræðslu um, að lepp-
um þeirra yrði varpað á dyr. Berlín
varð ekki hluti Sambandslýðveldis-
ins. Hún var áfram undir umsjá
Englands, Frakklands og Bandaríkj-
anna.