Morgunblaðið - 24.11.1962, Blaðsíða 13
Laugardagur 24. nóv. 1962
MORGVNBLAÐ1Ð
13
Björn Jónsson ritstjóri
— 50 ára
" Fæddur 8. október 1846,
Dáinn 24. nóveraber 1912.
Islenzkra jökla liátign yfir livarmi
beiðrík og stórfeld lýsti af enni og
brúnum,
logandi eldur byltist dýpst f barmi,
bjarmanum sló á fjölda af huldum
rúnum.
Harðfylginn var hann hverju réttu
máli,
hjartað hans mótað gull i
kærleiksbáli.
G. G.
BJÖRN Jónsson deildi; hann
deildi hart og oít, hliðraði sér
ekki hjá að deila þegar hann
taldi sannleik og réttlæti krefjast
þess, en vakti á hinn bóginn ekki
ýfingar að tilefnislausu. Uim
Björn Jónsson var deilt og á
hann var deilt — deilt á 'hann
harkalegar og af meiri kergju
en á nokkurn mann annan hér
á landi. Um hann má ætla að enn
um sinn verði deilt, því mörg
iverða jafnan sjónarmiðin. En
um það muni aldrei framar verða
deilt af nokkru viti að mikil-
menni var hann. Það er óum-
deilanlegt. Og seint mun nafn
hans mást af spjöldum sögunnar;
svo djúp spor mankaði hann þar
með orðum sinum og athöfnum.
Og aldrei mun hann geta liðið
(þeim úr minni sem hann þekktu
af eigin raun. Má segja að hann
afsannaði algildi hins enska orð-
taks, að ,,no man is a hero to
his valet“ (enginn er garpur í
augum vikadrengs síns); fáir
hiúsbændur voru svo virtir, eða
jafnvel elskaðir, af þjónum sín-
urn og undirmönnum. Sennilega
var hann strangur húsbóndi, en
alltaf nærgætirm og alltaf rétt-
sýnn. ,,Hann atyrti aldrei starfs-
íólk sitt, hvað sem okkur varð
ó; það kom aldrei fyrir“, sagði
maður er lengi hafði verið í hans
jþjónustu, mætur maður og grand
var, en þó þannig um hann hátt
að, að ærið oft mun hann hafa
þurfti á að hanlda umiburðarlyndi
og langlundargeði húsbónda síns.
Bennilegt þykir mér að hann
hafi stundum verið þurr og hrjúf-
ur, enda þótt sjálfur kynntist ég
ekki þeirri hlið skapgerðar hans
—aldrei öðru en frábærri hlýju
og góðvild, allt frá fyrsta degi.
IÞeir sem nú eru undir miðj-
um aldri, munu enga grein geta
gert sér fyrir því, hvílíkt seið-
magn fylgdi nafni þessa manns
jþegar það var nefnt fyrir hálfri
öld. Lifandi söguþekking okkar
tflestra og söguskilningur eru
mestmegnis bundin við reynslu-
minni okkar sjálfra. Mjög fáir
eru gæddir þeirri gáfu að þeir
sjái atburði og persónur sög-
unnar Ijóslifandi fyrir sér. En
við, sem vorum fulltíða fólk í
Œteykjavík síðustu viku nóvem-
(bertmánaðar 1912, getum ekki
gleymt því, hversu okkar litla
höfuðborg með sína tólf þúsund
Sbúa drúpti þá. Öll þjóðin laut
þá höfði. „krjúpið í lotning
hneigið öldung hárum“, bauð
skáldið. Þjóðin gerði það án
nokkurrar skipunnar. Síðan hefi
ég ekki séð bæinn drúpa svo við
lát nokkurs eins manns, nema ef
vera skyldi Haralds Níelssonar
annars geðmikils en veglynds
Ibardagamanns, sem venslaður
var Birni Jónssyni og andlega
mjöig skyldur honum, þó að eng
um blóðböndum væru þeir tengd
ir.
Of mikil væri gleymskan ef
við minntumst dkki Bjöms Jóns-
sonar í dag, á hálfrar aldar dán-
■Lrafmæli hans. Og einkanlega
Iværi það óiviðurkvæmilegt ef
|það blað, sem varð arftaki fsa-
foldar, léti daginn þegjandi fram
hjá sér fara.
Enginn mundi vænta þess, að
I einni blaðagrein yrði gerð til-
raun til þess að segja æfisögu
Björns Jónssonar. Um það efni
verður að vísa til þess, er þegar
hefir verið skráð. Þar er einkum
um þrent að ræða: Æfiágrip hans
eftir Einar H. Kvaran í Andvara
1913; Minningarrit Bjöms Jóns-
sonar sama ár (eftir marga höf-
unda); og loks fslendingasögu
Magnúsar Jónssonar, tímabilið
1871—1903, þar sem merkilega
skýra mynd af manninum er að
finna og greinargóða frásögn af
störfum hans í rnjög stuttu máli.
Æfisagan eftir Einar H. Kvaran
er endurprentuð í Merkum ís-
lendingum Þorkels Jóhannesson-
ar, 2. bindi, og í ráði mun að
hún verði endurprentuð á ný
innan skamms.
ísafold stofnaði Bjöm sumarið
1874, þá nýkominn heim frá ó-
loknu háskólanámi í Kaupmanna
höfn. En þangað hvarf hann aft-
ur áður en mörg ár liði og höfðu
þá aðrir ritsjórnina á hendi, að-
allega þeir Grímur Thomsen og
Eiríkur Briem, unz hann kom
heim alkominn 1883. Varð hún
þá skjótt í höndum hans áhrifa-
mesta blað landsins, enda þótt
þá væru líka önnur blöð stór-
merk og mikilsvirt, eins og Þjóð-
ólfur undir ritstjórn þeirra Þor-
leifs Jónssonar og Hannesar Þor-
steinssonar, er báðir vom stór-
gáfaðir menn, miklir alvömmenn
og ágætavel menntaðir, Fjall-
konan í höndum Valdimars Ás-
mundssonar, og miklu síðar Lög-
rétta Þorsteins Gíslasonar, svo
að nefnd séu nokkur hin helztu
þó að einnig væru önnur harla
merk. Enn jukust vinsældir henn
ar og áhrif, er Björn fékk Einar
Hjörleifsson til að hverfa frá
Lögbergi, í Winnipeg, flytjast
heim og gerast meðritsjóri ísa-
foldar. Blaðið var efalaust
skemmtilegast þau árin sem þeir
stóðu báðir að þvtí. Einar gaf
því þann léttleika sem nokkuð
hafði skort á áður.
Annars verður ekki sagt að
blaðið væri nokkru sinni þung-
lamalegt í höndum Björns. Það
aflaði því hylli að hann var
snillingur að velja sögur í það
og ekki síður snillingur að þýða
þær. Hann var einn hinn mesti
þýðari sem við höfum átt á ó-
bundið mál, og það fyrsta sem
prentað var frá hans hendi, var
þýðing á franskri smésögu. Hún
kom neðanmáls í Baldri Jóns
Ólafssonar 1869, m-eðan þeir vom
enn báðir í skóla (og Jón þó
víst nokkuð lausbeizlaður við
námið). Sjálf er sagan ekki stór-
feld, en ákemmtilegt æfintýri,
sem strax vekur forvitni lesar-
ans og heldur honum föstum tök
um allt til enda. En mál Björns
er þá þegar hreint og meitlað.
Vegna þess að þarna em upp-
tökin að ritferli Björns Jónsson-
ar, ber að endurprenta þessa
litlu sögu, enda líkindi til að svo
verði gert í vetur. Má og hér
ge<ta þess, að hið síðasta, sem
ritað var hans penna, var einnig
þýðing — á smásögu eftir Selmu
Lagerlöf.
Blaðamennsku Björns er prýði
lega lýst í bók Magnúsar Jóns-
sonar. í stjórnmálum. þeim er
að deilmálum urðu, fór hann að
jafnaði hægt á stað og hógvær-
lega, en sótti í sig veðrið og varð
eftir því harðskeytari sem ófrið-
aröldurnar risu hærra og and-
staðan varð hvassari. Fengu mót
stöðumennirnir tíðum þung högg
af þeim bjarnarhrammi sem
hann þá reiddi. Varla mun mega
staðhæfa að þá væri ávalt gætt
fullrar sanngirni, og vitaskuld
var það ekki endilega víst að
hans málstaður væri betri, því
ekki var hann óskeikull fremur
en nokkur annar dauðlegur mað-
ur. Hitt mun ohætt að fullyrða
að aldrei hafi hann gegn betri
vitund haldið fram röngu máli.
Milkill málafylgjumaður var
hann, en um slíka menn vill það
oftast bera við að í viðlögum
þyki þeim sem takmarkið rétt-
læti ráðin, enda þótt ráðin séu
máske ekki í fyllsta samræmi
við strangar kröfur siðgæðisins.
Ekki væri það nema mannlegt
að slíkt kynni að hafa komið
fyrir í málflutningi Björns Jóns-
sonar. Mér þætti það ofur eðli-
legt, nærri því sjálfsagt, en þekki
ekki dæmi þess.
En þó að hann væri harður
og óvæginn í sennum sínum. var
það með fádæmum hve sáttfús
hann var og hve heiftrækni var
honum fjarlæg. Hún var ómjúk
á báðar hliðar sennan sem varð á
milli hans og Eiríks Magnússon-
ar, vegna skoðanmunar é banka-
málum: Þar fóru á báðar hliðar
saman gáfumar og geðríkið, og
Eiríkur þó vanstilltari en Björn,
sem vel kunni að stilla sitt mikla
skap. Báðir voru þeir miklir
mætismenn. Vinslit þau, er af
þessu leiddi, vöruðu lengi og hafa
þó víst báðir harmað þau. Har-
aldur Níelsson, sem var beggja
vinur og feáðum venzlaður, hefir
sagt frá því, að þegar Björn var
í Lund'únum örfáum árum fyrir
dauða sinn, símaði hann Eirífci
og mæltist til að mega heimsækja
hann. Svarið kom um hæl:
„Vertu velko.minn, hvort held-
ur er að degi eða nóttu“. Það
hefir áreiðanlega hvorugur þess-
ara miklu tilfinninigamanna ver-
ið óhrærður þegar þeir hittust
— í síðatsa sinn hérna megin
grafar. Síðasta vorið sem Björn
lifði, og ég var að fara til Eng-
lands, fékk ég sönnun fyrir því,
hve kær Eiríkur var honum og
hvílík't traust hann bar til hans.
En frá atvikum er ebki ástæða
til að greina nánar hér.
Mikilmenni ala aldrei með sér
heift eða eru langrækin. Lang-
ræknin er einkenni dusilmenna.
Það eru stórmennin sem veg-
lyndi hafa til þess að fyrirgefa
mótaðgerðir, jafnvel þótt stórar
séu. Og manndómsmaður er sá
sem tekur frumkvæðið og rétt-
ir fram höndin til sátta eftir að
í odda hefir sborist. Svo gera
ekki vesalmennin.
Björn Jónsson sat á Alþingi
1879, fulltrúi Strandamanna. en
líklega hafa honum ekki alls-
kostar fallið þingstörfin, því al-
drei síðan fékkst hann til að gefa
kost á sér til framlboðs, þar til
í hinni miklu orrahríð um sam-
bandslaga-frumvarpið („upp-
kastið“) 1908. Þá var hann í
kjöri í Barðastrandarsýslu á móti
ágætum héraðshöfðingja og vin-
sælum og var kosinn með yfir-
gnæfandi meirihluta atkvæða.
Aftur kusu Barðstrendingar hann
á þing 1911, og enn með miklum
atkvæðamun, en nú var heilsa
hans svo þorrin að hann gat lítið
setið á þinginu 1912.
Enda þótt Björn lyki stúdents
prófi vorið 1869. fór hann ekki
til Hafnar fyrr en haustið 1870,
til þess að nema lögfræði. Þar
varð hann skjótt handgenginn
Jóni Sigurðssyni, og hefir enda
efalítið verið búinn að kynnast
honu-m eitthvað hér heima, því
að hann var í rauninni skjólstæð
ingur síra Ólafs E. Johnsens á
Stað á Reykjanesi, sem fermt
hafði hann, þá uppgötvað hans
óvenjulegu hæfileika, fengið því
framgengt að hann yrði settur
til mennta, sjálfur að nakkru
leyti kennt honum undir skóla
og á annan hátt veitt honum
stuðning. Unni Björn mjög þess-
um velgerðamanni sinum og
gaf yngri syni sínum nafn hans.
Jóni Sigurssyni duldist ekki hvað
í hinum unga manni fejó. þar á
meðal að hann væri „laglegur
að semja“ (rita). En „laglegur'
táknaði þá „laginn“, og þvi er
það, að þegar bæjarfulltrúar
Akureyrar leggj a til að fengin
sé lagleg stúlka til þess að kenna
þar skrift í barnaskólanum, þá
hafa þeir góðu menn ekki svo
Björn
Jónsson
mjög í huga fríðleika hennar,
heldur hitt, að hún sé hand'lag-
in. Svo eindregið fannst Jóni
Sigurðssyni til um Björn Jóns-
son og hæfileifca hans að í bréfi
til Steingríms Thorsteinssons
segir hann skýrum orðum að
Björn þyki honum vænlegastur
til þjóðarleiðtoga í stjórnmálum
En Steingrímur þótti honurn
fremstur Sbáldanna, og hafði þar
a.mtk. að því leyti rétt fyrir
sér að Steingrímur orti það ætt-
jarðarkvæði sem efalaust orkaði
meiru til þess að efla með þjóð-
inni hugsjón Jóns Sigurðssonar
heldur en öll hin samnanlögð.
Áhrif „Vorhvatar" urðu alveg
einstæð, og það kvæði elskuðu
fslendingar á nítjándu öld áreið-
anlega meir en nokkurt annað
bvæði.
Ekki þarf að efa að fyrir frum
tovæði Jóns hafi það verið að
Björn ritaði hálfþrítugur hina
frægu ritgerð sdna „Um lagaskóla
á íslandi“, sem prentuð var í
næstsíðasta árgangi Nýrra félags-
rita og vel má kalla snildarveik.
Hún varð það vopnabúr sem
segja mátti að sótt væru í öll
rök í baráttunni fyrir framgangi
œná'lsins unz skólinn loks var
stofnaður 1908. Og Mklega átti
hann úrslitalþátt í því, að há-
skólalögin sluppu í gegn á þing-
inu 1909, enda þótt frumvarpið
væri frá hendi Hannesar Haf-
steins. Björn Jónsson var alla
tíð frömuður- mennta og menn-
ingar. Þannig var útgáfustarf-
semi hans merfcileg og á þeirrar
tíðar mælikvarða allmikil. Tíma-
ritið Iðunni stofnaði hann í fé-
lagi við þá Jón Ólafsson og Stein
'grím Thorsteinsson og var for-
leggjarinn. Komu út sjö allvæn
bindi. Iðunn mátti heita valin að
efni, eins og vænta mátti, slíikir
menn sem að henni stóðu. Fer
ekki hjá þvií að fyrr eða síðar
verði gerð af henni ljósprentuð
útgáfa. því hún er enn eins fersk
og hún var er hún fyrst kom
út, á árunuim 1884—89. Að sögn
Jóns Ólafssonar lagfærði Björn
málið á ýmsu því, er í ritinu birt-
ist, einkum þýðingum, og þar
sem merkið -f stendur á eftir
fangamarki þýðandans, táknar
iþað að Björn hafði lagfært málið
Ekkert íslenzkt tímarit hefir
kvatt lífið með sMkum svana-
söng sem Iðunn, þvi að henni
lýfcur á kórsöng hertekinna
kvenna í „Ifigeníu í Táris“, eftir
Euripides, „Skarfur, sem á kletti
klakar“, í þýðingu Gríms Thom-
sens, einu hinu undursamlegasta
tregaljóði á íslenzka tungu.
Frábæran drengskap og höfð-
ingskap sýndi Björn Jónsson
ýmsum snauðum mönnum og um-
Itoamulltlum ter hon-um vintust
líklegir til góðra verka. Að hon-
um látnum sagði Jón Ólafsson
skemmtiiega og fagra sögu af
þvá, hvernig það atvikaðist að
Björn gaf út kvæði Guðmundar
Guðmundssonar, „Guðbjörg í
E>al“ (1902,), sem ekki er þó unnt
að kalla neitt afbragð. Frásögn
Jóns er ítarleg, en ekkert orð í
henni verður rengt, því að bæði
var Guðmundur sjálfur til frá-
sagnar og sömuleiðis frú Elisa
bet Sveinsdóttir, kona Bijörns,
sem vel gat um þetta borið. Sama
árið gaf hann út kvæðasafn Guð-
mundar Friðjónssonar, „Úr
heimahögum“, en þá mun Guð-
mundur ekki hafa átt margra
bosta völ um forleggjara, og átti
það raunar aldrei. æfina út, þó
að nú sé svo komið að ekki er.
Þeir menn, sem á veraldar-
vísu mæla, munu kalla að Sí-
mon Dalaskáld væri auðnuleys-
ingi. Þó er það ærið vafasamt að
um hans daga hafi nokkur mað-
ur glatt eins mörg hjörtu í þessu
landi sem hann. Slíkt var máske
ekki mikil auðna. „Hann hefir
glatt marga sá maður, og hryggt
fáa“. sagði ei-tt sinn sá merki
maður, síra Þorvaldur Jakobs-
son, er tilrætt varð um Indriða
Einarsson, sem þá var enn á lífi.
Mér skildist að með þessu væri
hann að segja, að ekki hefði Ind-
riði til einskis lifað. „Símon Dala
sldáld var merkilegur maður“,
sagði Brynleifur Tobíasson er
þekt hafði hann svo lengi sem
hann mundi eftir sér. og sannar
lega varð niðurstaðan sú sama
hjá Magnúsi prófessor Jónssyni,
er hann flutti útvarpserindi á
aldarafmæli þessa síðasta farand
skálds þjóðarinnar. Ætli ekki að
Björn Jónsson hafi verið sá þriðji
er svona leit á? Altaf átti Símon
athvarf hjá honum, hverniig sem
hann var fyrirkallaður. Hér er
í bænum gagnmerkur maður og
mikils virtur, Húnvetningur kom
inn nokkuð yfir sjötugt, sem sagt
hefir mér frá því, að vor eitt
(líklega um lokin) var hann bér,
þá unglingur, með öðrum sjó-
mönnum niðri á svínastíu, og þó
ekki til þess að drekka, þvi hann
hefir alla æfi verið bindindds-
maður á áfengi. Símon Dala-
skáld var þar, og náttúrlega fuil-
ur. Þetta hafði Björn Jónsson
frétt, og kom gagngert niður á
svínastíu, tók Símon út með sér
Og fór með hann heim til sín.
Finnst ykkur, Iesendur góðir
þessi mikli maður smækka af
þessu tiltæki, eða finnst ykfcur
kannske hann stæfcka af þvi?
Ég bið etoki um svar. En mig lang
ar tii að mega spyrja annarar
spurningar: Getið þið hugsað
ykkur smámenni gera þetta?
Nei, Björn Jónsson var sízt
af öllu smámenni, og hann hugis-
aði aldrei kotungslega. Síðasta
orrahríð hans var gegn vegintim
sem þá var verið að byrja að
leggja þvert yfir Reykjavikur-
tjörn — meðan leiðin frá lækn-
um upp að Skólavörðu þótti enn
all-langur vegur. Honum skildist
ósköp vel að bak við það fyrir-
hugaða mannvirki voru kotungs
sálir. Lengd Tjarnarinnar frá
norðri til suðurs er lítil þegar
hún er borin saman við lengd-
ina á Serpentine í hjarta Lund-
únaborgar, og þó hefir engum
komið til hugar að leggja veg
eða brú yfir það vatn. Nú sér
hvert mannsbarn í Reykjavík að
þarna átti aldrei að gera veg og
skemma með honum þessa bæj-
arprýði. Vegurinn verður ein-
hverntíma numinn brott, enda
man ég ekki betur en að Gunnar
Thoroddsen, alinn upp á bakka
Tjarnarinnar, hefði orð á því í
borgarstjóratíð sinni að veginn
bæri að hreinsa burt. í lifanda
Mfi beið Björn Jónsson ósigur í
Framh. á bls. 14.