Morgunblaðið - 09.12.1962, Side 1

Morgunblaðið - 09.12.1962, Side 1
Kirsten j Flagstad látin Osló, 8. des. AP. HIN heimskunna norska söng kona Kirsten Flagstad lézt á I sjúkrahúsi í Osló í gærkveldi, 1 en þar hafði hún dvalizt síð- k ustu mánuðina. Hún var 67 4 ára að aldri. Kirsten Flagstad kom fyrst fram sem óperusöngkona í Osló árið 1913 og vann sér skjótt frama, sem afburða Wagner söngkona. Hún söng í óperum í SvJþjóð Og Þýzka- landi m.a. á Wagner-hátíðum í Bayreuth. Á árunum 1935— 41 og 1949—52 söng hún við Metrúpolitan óperuna í New York, en auk þess fór hún hljómleikaferðir víða um lönd og söng sem gestur við óperur, m.a. í Vínarborg, Prag, París, Ástralíu og London. Undir lok heimsstyrjaldar- I' innar átti Flagstad í nokkr- um erfiðleikum, því að hún| og maður hennar voru grun- uð um að hafa haft samvinnu við Þjóðverja á styrjaldarár- I unum Hún var þó hreinsuð | af þeim grun eftir ítarlega rannsókn. Síðustu árin hefur Flagstad verið forstjóri norsku óperunnar. Hlýtur sjálfstæði 'Á MIBNÆTTI í nótt verður lýst yfir sjálfstæði Afríkuríkisins Tanganyika. Fyrsti forseti lands- ins verður Julius K. Nyerere. Leyniáætlun um valdatöku kommúnista irJSkSSnna Á HIN U sögulega flokksþingi kommúnista í lok síðasta mánaðar var samþykkt mikil ályktun um „leið íslands til sósíalisma“, þar sem kommúnistar lýsa áætlunum sínum um valdatöku Kommúnistaflokksins hér á landi. Hafði 9 manna nefnd hinna þrautþjálfuðustu kommúnista unnið að áætluninni um fjögurra ára skeið. Áætlun þessi átti að vera leyndarplagg, eins og eðlilegt verður að teljast, þegar efni hennar er haft í huga. Morgunhlaðinu hefur hins veg- ar borizt þessi áætlun, og með tilliti til þess, að hún fjallar úm fyrirhugaða valdatöku kommúnista hér á landi með aðstoð bandamanna þeirra, á hún erindi til allra Islendinga. Þess vegna verður skýrt frá efni hennar hér í blaðinu í dag og birtir nokkrir þættir hennar. Þessi nýja stefnuskrá kommúnista leiðir m.a. eftirfarandi í ljós: Kommúnistar gera sér grein fyrir því, að einir geta þeir ekki náð völdum á lýðræðislegan hátt hér á landi. Þeir telja sig heldur ekki hafa styrk og bolmagn til þess að ná hér völdum í vopnaðri byltingu, eins og nú standa sakir, bæði vegna skipulagsleysis flokks síns, rikjandi þjóðfélags- ástæðna og lýðræðislegs hugarfars meginþorra landsmanna. Þess vegna telja þeir meginatriði áætlunar sinnar til valda- töku það, að stofna hér til „þjóðfylkingar“. sem aðallega byggðist á Kommúnistaflokknum, samstarfsöflum hans í Alþýðubandalaginu, Framsóknarflokknum og ýmsum fé- lagssamtökum, sem kommúnistar og framsóknarmenn ráða, ýmist hvorir í sínu lagi eða sameiginlega, svo sem Alþýðu- sambandið, Samband íslenzkra samvinnufélaga, bændasam- tökin og Samtök hernámsandstæðinga. Ár „Þjóðfylkingarstjórnin“ — þar sem kommúnistar réðu auðvitað lögum og lofum, eins og ætíð hefur verið, er þeir hafa komizt til valda með þessum hætti — á síðan að styrkja sig í sessi með því að koma á fót pólitískri lögreglu, „al- þýðulögreglu“, og pólitísku embættismannaliði, „sem leggi sig alla fram í baráttunni fyrir sósíalískri nýskipan þjóð- félagsins“. Og völdum sínum á hún að viðhalda í skjóli hernaðarmáttar Sovétríkjanna, og nefna kommúnistar hér sérstaklega Kúbu sem fyrirmynd sína. ■Jr Meðal þýðingarmestu verkefna „þjóðfylkingarinnar“ telja kommúnistar svo þau, að standa fyrir víðtækri þjóð- nýtingu, leggja einkarekstur að velli, en styrkja samvinnu- rekstur undir pólitískri stjórn. „Með tilkomu sósíalismans breytir ríkisvaldið alger- lega um eðli“. Og aðalstofnun íslenzka ríkisins, Alþingi, á að breyta í „valdatæki alþýðunnar“, og miklar breytingar á að gera á „starfsháttum“ þess. „Það verður tengt miklu nánar við vinnandi stéttir en þingmannakjörið eitt segir til um“. Gera á landið háð Sovétríkjunum og öðrum kommún- istaríkjum með viðskiptalegum fjötrum, m. a. með töku stórlána í þessum rikjum, og við „sósíalísk lönd hlýtur að verða náin efnahagssamvinna, sem mundi tryggja öryggi islenzks atvinnulífs með hagkvæmri verkaskiptingu á fram- leiðslusviðinu“. Þetta eru nokkur meginatriði hinna óhugnánlegu fyrir- ætlana „þjóðfylkingarmanna“, er halda hefur átt leyndum fyrst um sinn, en eiga að koma til framkvæmda takist þeim að ná meirihluta á Alþingi við kosningarnar á næsta ári. Síðar gefst e.t.v. tækifæri til að fletta enn rækilegar ofan af því, hver launráð íslendingum eru nú búin af „Þjóð- fylkingarmönnum“. Nánari frásögn af þeim atriðum í áætlun kommúnista um valdatöku þeirra hér á landi með tilstyrk „þjóðfylking- ar“, sem hér hefur verið greint nokkuð frá, er á b 1 s. 10. Uppreisn á Norður-Borneo ■ ^ Astandið alvarlegt í helztu olíumiðstöð landsins Kuching, Sarawák og Manila, 8. desember — (AP) — UPPREISN hefur verið gerð á Brunei á Norður- Borneo. Landstjórinn á Sara- wak, Sir Alexander Waddell, segir, að allmargar lög- reglustöðvar á eyjunni hafi orðið fyrir árásum uppreisn- armanna og ástandið sé al- varlegt, einkum í Seria, helztu olíumiðstöð landsins og í héruðunum Kuala og Belait. Á þessu Iandsvæði eru ein- hverjar mestu olíulindir Breta, en olía nemur um 90% útflutnings landsins. t nótt var barizt í höfuð- borginni, Brunei, og féllu a.m.k. sjö menn. Bretar hafa hafið liðsflutninga til Norð- ur-Borneo frá Singapore, en að því er segir í tilkynningu landstjórans á Sarawak, hafa uppreisnarmenn verið hrakt- ir frá höfuðborginni. Einn af leiðtogumn uppredisnar- manna, Shei'k A.M. Azahari, átti fund með fréttamönnum í Man- ila í dag. Sagði hann uppreisn- anmenn hafa myndað stjórn und ir sínu forsæti. Azahari er for- maður Rakyat-flokksins, sem er mjög andwígur sambandd við Malaya. Azahari sagði, að í her upp- reisnarmanna, sem kaldar sig þjóðfrelsisherinn, væru 20 til 25.000 manns. Uppreisnin hafi byrjað kl. fimm síðdegds í gær (ísl. tími) með áhlaupi á nokkr- ar lögregdustöðvar. Hafi alls ver ið teknar herskildi tuttugu lög- reglustöðvar og um 100 starfs- menn þeirra handteknir. Azahari sagði, að grípi Bretar tdl vopna gegn uppreisnarmönnum, muni hann fyrirskipa allsherjar skemmdanstarflsemi á olíustöðv- um í Brunei. Segir hann Breta hafa sýnt beimskulega þrjósku með þvd að nedta staðfastlega kröfum íbúa þessara landsvæða um sjádflsáfcvörðunarrétt. Framhald á bls % Vilja halda tveim varðstöðvum í NEFA Nýju Delhi, 8. desember — AP. NEHRU, forsætisráðherra Ind- lands sagði frá því á þingfundi í Nýju Delhi í dag, að Peking stjórnin hafi greinilega í hyggju að flytja herlið sitt brott frá norðaustur landamærahéruðum NEFA, en þeir krefjist þess að halda þar eftir sem áður tveim varðstöðvum á indversku lands- svæði, — í Dhola og Longju. Nehnx sagði þessar upplýsing- ar felast í svari er honum hefði borizt frá Peking við beiðni sinni um að Kínverjar skýrðu nánar í hverju vopnahléstillögur þeirira væru fólgnar. Ennfremur sagði Nehru Kínverja krefjast þess að halda varðstöðvum í Khinzemane, vestast í NEFA, rétt við landamæri Bhutan og Kibitoo og Walong í eystri hluta héraðsins. Kínverjar hafa haft Dhola á sínu valdi frá því 1959 er þeir tóku stöðina með áhlaupi og felldu þrjá indverska her- menn. Nehru sagði, að Pekingstjórnin hafa ákveðið að flytja herlið sitt 12 Vt mílu norður fyrir McMahon línuna, eins og Indverjar telja hana, enda þótt Kínverjar telji hana sjálfir um 8 km sunnar. ^ 4MI Landvarnaráðuneytið bandaríska birti sl. fimmtudag þessa mynd af sovézku skipi, sem er að leggja úr höfn með 15 flugvélar af gerðinni Iijushin 28.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.