Morgunblaðið - 09.12.1962, Síða 10

Morgunblaðið - 09.12.1962, Síða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 9. des. 1962 m „Þjdöfylkingin's styöst viö pdli- itíska lögreglu og sovézkanher Atvinnutækin á að þjóðnýta og stofnsetja f ÁÆTLUN sinni um valda töku Kommúnistaflokksins hér á landi með atbeina „þjóðfylkingarinnar“, sem sagt er frá á forsíðu blaðs- ins í dag, lýsa kommún- istar ráðagerðum sfnum um að setja hér á stofn ríki með kommúnisku skipulagi á þessa leið: „Það hefur því jafnan verið, og er, aðaltakmark Sósíalistaflokksins að skapa og tryggja alþýðu- völd á íslandi, afnema auð- valdsskipulagið og koma á sósíalisku þjóðfélagi. Allt starf hans verður að þjóna þessu markmiði og öll Istefnumið hans í einstök- um málum að miðast við þetta lokatakmark.“ Kommúnistar eru sér þess hins vegar meðvit- andi, að af eigin ramm- leik muni þeir ekki geta komizt hér til valda á lýð- ræðislegan hátt. Og valda- töku sína með vopnaðri byltingu telja þeir ófram- kvæmanlega, eins og mál- um er nú háttað, einkum þar sem allt skipulag flokks þeirra sé í molum, megin- þorri íslenzku þjóðarinnar hafi andúð á ofbeldi og þjóðfélagsástandið á ís- landi sé gjörólíkt því á- standi, er ríkt hefur í þeim löndum, þar sem komm- únistar hafa náð völdum með beinni valdbeitingu. Með hliðsjón af þessu 8 telur íslenzki Kommún- istaflokkurinn, að „megin- atriði sé að koma á þjóð- fylkingu.“ Og að þeirri „þjóðfylkingu“ eigi að standa „öll lýðræðisöfl í landinu", sem valdatöku- áætlunin kveður aðallega vera Kommúnistaflokk- inn sjálfan, samherja hans í Alþýðubandalaginu, Framsóknarflokkinn og Þjóðvarnarflokkinn. Síðan segir: „Bak við slíkt pólitískt samstarf þarf að kosta kapps um að koma á skipu legri og náinni samvinnu milli allra samtaka alþýð- unnar, s.s. Bandalagi starfs manna ríkis og bæja, Al- þýðusambandsins, sam- vinnufélaganna, bænda- samtakanna, svo og þjóð- arsamtaka eins og Sam- taka) þarf að stefna að því Slík víðtæk samfylking (þ.e. fyrrnefndra stjóm- málaflokka og félagssam- taka þarf að stefna að því að ná meirihluta á Alþingi til þess að framkvæma sam eiginlega stefnuskrá, og það þarf að leggja ríka á- herzlu á, að þau samtök fólksins, er að samfylking- únni standa, verði sem virkust til þess að tryggja djarfa og undansláttar- lausa framkvæmd þessarar stefnu“. í beinu framlhaldi af þessu segir síðan: „Meginatriði er að kwna á þjóðfylkingu, sem stendur svo faðt saman um stefnuskrá til langs tíma og framkvæmir Ihana svo afdráttarlaust, að hín eigi aðeins haldi trausti, sem fólkið hefur sýnt henni, heldur njóti vaxandi trausts, takist með verkum sinuim að vinna öruggt fylgi yfirgnsef- andi meirihluta landsmanna, 'þannig að tryggt sé, að ekká komi til þess, að hún missi völdin í miðjum kMðum“. • Pólitísk lögregla verði sett á stofn. En kommúnistar gera sér grein fyrir því, að „traust“ þjóðarinnar á „þjóðfylkingar- stjórninni" mundi ekki vara lengi. Því telja þeir nauðsyn- legt að gera „hreinsun" í nú- verandi lögreglu og embættis- mannaliði og koma hér á fót pólitískri lögreglu, „aiþýðu- lögreglu", að austrænni fyrir- mynd. Um þetta atriði segir m.a. í áætluninni: „Lögregla og embættis- mannalið verður að vera skip- að á þann veg, að ekki ein- ungis geti alþýðan treyst þess- um aðilum í þeim átökum, sem fyrrverandi yfirstétt kynni að efna til og tryggt sé, að þeir torveldi ekki fram- kvæmd sósíalismans, heldur verður að leggja ríka áiherzlu á, að til þessara starfa veljist trúir fulltrúar fólksins og dugandi menn, sem leggi sig alla fram í baráttunni fyrir sósíaliskri nýskipan þjóðfél- agsins". _____ ★ Sovézkur her á að tryggja „þjóðfylking- unni“ völdin. En eitt af meginskilyrð- unum — og hið þýðingar- mesta — „fyrir alþýðuvöld um og sósíalisma á íslandi“ — þ.e. því, að „þjóðfylk- ing“ kommúnista og banda manna þeirra haldi völd- um sínum — telja komm- únistar hernaðarmátt Sovétríkjanna. Um þetta atriði segir: „Pessar nýju aðstæður í heiminum (þ.e. aukinn hern- aðarmáttur komm.únistaríkj- anna) mundi geta tryggt það, að sósíaliska alþýðustjóm á ís Iandi fengi að vera í friði“. Og ermfremur: „Dæmi Kúbu er bezta sönn- unin fyrir því.“ Það er þannig beinMnis játað, að áframhaldandi völd „þjóðfylkingarstjórn- arinnar“ á íslandi eiga að styðjast við hernaðarmátt Sovétríkjanna og annarra kommúnistaríkja með til- heyrandi sovézkri hersetu. Sovézku vopnavaldi er þannig ætlað að tryggja valdaaðstöðu „þjóðtfyliking- arinnar" til frambúðar, hvað sem liði vilja íslenzku þjóðarinnar sjálfrar. „Þjóðfylkingin“ í framkvæmd. En hvers konar þjóðskipn- lagi yrði komið á hér á landi með valdatöku „þjóðfylking- arinnar?“ Þeir, sem nú hafa tekið völd in í Kommúnistatflokknum, hinir kommúnisk skóluðu með limir leynifélags SÍA, lýsa því svo vel í skýrslu sinni til formanns flokksins, Einars Ol- geirssonar, sem birtist hér í blaðinu á sl. vori, að ekki samyrkjubú verður á betra kosið. Þar er tframkvæmd „þjóðfylkingar- hugsj ónarinnar“ í því ríki, Austur-Þýzkalandi, þar sem þeir eru flestir „aldir upp“, og þeir sækja fyrirmynd sína til, lýst á þessa leið: „Látum nú á valdaskipting- una og lýðræðið hér í landi. Því er haldið fram hér og atf ýmsum félögum í Vestur- Evrópu, að í þýzka alíþýðu- lýðveldinu sitji samsteypu- stjórn fimm flokka og ým- issa óháðra félagssamtaka, byggð á lýðræðisgrundvelli. Þessir fiokkar og félög haíi gert með sér bandalag og bjóði sameiginlegan Usta fram í kosningunum. Þessi samsteypa er kölluð „Die Nlationale Fromt“, eða þjóðfylkingin. Allir flokkar og ýmis fjöldasamtök eiga fulltrúa í ríkisstjórninni enda þótt í mjög ójöfnum mæli sé. Allir eiga þeir sín málgögn en misjöfn að stærð og upp- lagi. Þetta Mtur prýðilega út í fjarska.En þegar betur er að gáð er hér aðeins um sýnd- arleik að ræða. Við munum nú rökstyðja það nánar. Það þarf engum að koma á óvart, að það er SED (þ.e. austur- þýzki kommúnistafletkkur- inn), sem frá upphafi þessa bandalags hefur haft tögl og hagldir í hendi sér. Þegar þessi sambræðsla var gerð 1949 lá ekki fyrir nein vitneskja um styrkleikahlutföll flokkanna, þar sem engar almennar kosn ingar höfðu farið fram, SED réði mestu um mótun sam- starfsflokkanna, enda hafa þeir allir sósíaliska forystu. Það virðist líka svo sem mál- gögn þessara flokka séu frek- ar málgögn SED en sjálf- stæðra stjórnmálatflokka. í blöðum 'hér verður aldrei vart ágreinings um leiðir að marki, og ákvörðun miðstjórnar SED virðast einnig vera ákivarð- anir þessara flokika. Svo er gengið til kosninga tfjórða hivert ár, sameiginlegur Msti er lagður fram aðeins með jaínmörgum fulltrúum og kosnir verða. SED er mestu ráðandi um skipun manna á listann, þótt það sé formlega samkomulagsatriði. Á fram- boðsfundum eru engar deilur um stefnur eða banáttuaðferð- ir. Kosningabaréttan er aðal- lega fólgin i því að fá sem tflesta til að mæita á kjördegi, enda þótt það sé viðurkennt, að sú athöfn sé aðeins forms- atriði. í þessa sérkennilegu smölun fer óhemju undirfoún- ingur og vinna, enda þarf eigi Mtið til að fá 99% atkvæðis- bærra manna ti'l að ganga til toosninga, sem þegar eru ráðn- ar. Mjög er lagt að mönnum að greiða atlkvæði fyrir opn- um tjöldum, enda gera það flestir. Með þessu móti er reynt að gefa toosningunum svip borgarlegra kosninga, enda þótt hér sé byggt á allt öðr- um grunni. f augum alls fjöld ans hlýtur þetta að lita út sem skrípaleikur einn, en atf hálfu stj ór narvaldanna er þessu slegið upp til að sýna einhuig- inn að baki, — einkum gagn- vart V-Evrópu. AlUr vita, hrvernig til tekst. En jafntframt þessu er hamrað á því, að hér ríki betra og fullkomn- ara lýðræði." ■jc Hóta vopnaðri valdbeit- ingu, ef.... En þó að kommúnistar lýsi því þannig yfir, að þeir kjósi helzt að komast hér til valda með tilstyrk annarra stjórn- xnálatflotoka og félagssamitaka og „að sú valdataka eigi að geta farið fram með friðsam- legum hætti á þingræðisvisu", 'þá virðast þeir telja beina valdlbeitingu óhjákvæmilega til þess að þeir nái hér völd- um, ef þessar ráðagerðir þeirra fara út um þúfur — og sér- staklega, etf íslendingar ger- ast aðilar að efnahagssam- starfi vestrænna þjóða. Þess- axi valdaránsáætlun sinni lýs- ir flokksþing Kommúnista- flokksins á þessa leið: „Hvort þetta (þ.e. að valda- takan „fari fram með frið- samlegum hætti á þingræðis- vísu“) tekst er hins vegar mjög komið undir úrslitum þeirrar stjórnmálabaráttu, sem nú er háð á fslandi... Hins er þó að gæta, að yfir- stéttir afsala sér ekki völd- um og auði af fúsum vilja og þvi ill nauðsyn á, að al- þýðan beiti fullri varúð og sé við öllu búin. Ef fsland yrði opnað fyrir útlendu auðmagni og landið innlimað í Efnahagsbandalag auðvaldsrikja, og ef aftur- haldssamasta hluta auðmanna stéttarinnar tækist í skjóli er- lendra auðhringja að koma á í vaxandi mæli stjórnarhátt- um, þar sem stjórnað yrði með bráðabirgðarlögum óg þing- ræðinu vikið meir og meir til hliðar, en alþýðumni og öðrum framsæknum öflum tækist ekki að koma í veg fyr- ir slíka óheillaþróun, þá gæti svo farið að endurtaka yrði þjóðfrelsisbaráttuna að nýju, losa landið úr nýrri ríkjaheild og þjóðina við einræðisstjórn innlends og erlends auðvalds. Ef lýðræðið á íslandi yrði af- numið og harðstjóm inn- lendra umboðsmanna erlends valds tæki við, þá breyttust viðhorfin. Þá væri íslenzkri alþýðu varnað að heyja bar- áttuna eftir leikreglum borg- aralegs lýðræðis og þingræð- is. “ if Þjóðnýting og áætiunar- búskapur. Kommúnistar ræða um það Eramhald á ols. 17. Ef áform „þjóðfylkingarmanna" tækjust mundi fsland lenda austan járntjalds.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.