Morgunblaðið - 09.12.1962, Síða 13

Morgunblaðið - 09.12.1962, Síða 13
Sunnudagur 9. des. 1962 MORCVNBLAÐ1Ð 13 Þegar „Jónas“ kom v til Sauðárkróks ^ í hinni nýju bók Valtýs Stef- ánssonar er m.a. frásögn, sem hann ritaði sumarið 1929 af því, þegar hann þá skömmu áður fór í fyrsta skipti með bíl frá Borg- arnesi norður í land. Jónas Kristjánsson í Borgarnesi átti bilinn og hafði hann prentað „Jónas“ með stórum stöfum framan á bílrúðuna. Þetta var á þeim tíma, þegar Jónas Jónsson bar ægishjálm yfir aðra á landi hér og nafn hans var á hvers manns vörum.'Æskulýður Sauð- árkróks hélt því að þarna væri sjálfur Jónas kominn og hefði prentað nafn sitt á farkostinn. Valtýr lýkur frásögn sinni svo: „En tmgmenni staðarins ráku upp stór augu, er út úr bílnum kom Jón á Reynistað. Ekki tók betra við, er Magnús Guðmunds- son sýndi sig. Næstur kom ólaf- ur Thors. Þá runnu á sumt unga fólkið tyær grímur, hvort þetta myndi ekki geta verið ráðherr- ann. Nógu var hann fjári valds- mannslegur. En hann kom þarna í fyrra og þekktist fljótt. Sein- astur kom ég út úr bílnum. Heyrðist þá hvískur og pískur um hópinn. Þarna er hann, sögðu börnin — unz þau fengu að vita Valtýr Stefánsson skrifaði Reykjavíkurbréfið í fjölda ára. j REYKJAVÍKURBRÉF —————«——v-——— Laugardagur 8. des. —————————— sem var, að þetta var hvergi nærri Hriflu-ráðherrann, heldur „Fjólupabbinn sjálfur“.“ Afskiptasamur um hagi og störf listamanna Fæstir hinna yngri manna gera sér grein fyrir hversu atkvæða- mikill Jónas Jónsson var í þjóð- lífi fslendinga á þessum árum. Hann var e]fki einungis valda- mestur íslendinga í stjórnmálum, heldur lét hann flest, sem við bar, til sín taka. Hann gerði sér t. d. mjög títt um listamenn og störf þeirra. Áhrif hans í þeim efnum vöruðu miklu lengur en í sjálfum stjórnmálunum. Aðrir forystumenn flokks hans höfðu lítinn áhuga á fögrum listum og keyptu sér því frið fyrir Jónasi með því að selja honum í hend- ur völd yfir þessum — að því, er þeim fannst, — annarlegu efn- um. Jónas naut af heilum hug þess- ara leifa fyrri vegsemda, enda var listaáhugi honum engin upp- gerð. Enginn efi er á, að honum var verulega annt um framgang íslenzkra lista og vildi bæta hagi íslenzkra listamanna. Sjálfur hafði hann mjög ákveðnar skoð- anir um, hvað væri list og hvað ekki, hverjir listamanna dygðu og hverjir væru ónytjungar. En honum var það framandi, að listamennirnir vildu vera frjálsir og ekki lúta fyrirmælum annarra um verk sín. Þess vegna enduðu viðskipti Jónasar og margra listamanna, sem hann þó hafði verið velviljaður, í lítilli vináttu. Fór svo að lokurn, að flokks- bræður Jónasar töldu sjálfum sér hættulegt að ofurselja lista- mennina lengur valdi Jónasar. „Klesst með asnahala“ Allt er þetta löngu liðin saga, en þó lærdómsrík enn í dag. í frjálsu þjóðfélagi tjáir jafnvel mikilhæfum og umhyggjusömum manni ekki að ætla að segja listamönnum fyrir í starfi þeirra. Flestir skilja, að gildi listarinnar er ekki sizt því háð, að hún fái að vera frjáls. Hver og einn verður að starfa svo sem hugur hans sjálfs segir fyrir um. Tím- inn einn fær úr því skorið hvað varanlegt gildi hefur. 1 einræðisþjóðfélögum er þessu allt öðruvísi háttað. Þar er það einvaldurinn, eða yfirráðaklíkan, sem ákveður hvernig starfa megi að listum eins og öðrum efnum. Fyrir nokkrum dögum gerðist það austur í Moskvu, að opnuð var málverkasýning, þar sem sýnd voru nokkur nýtízkumál- verk, þó ekki róttækustu teg- undar. öllum fannst mikið um það frjálsræði, sem í þessu lýsti sér, og var fregnin simuð út um allan heim til sönnunar um hinn nýja anda, sem nú ríkti austur þar. Fljótlega bárust þó fregnir um, að hætt hefði verið við að opna aðra sams konar sýningu yngri manna, en því bætt við að frestunin hefði orðið af „tæknilegum ástæðum.“ Hin- ar sönnu skýringar þurftu þó ekki lengi að bíða. Krúsjeff hafði verið leiddur á þá sýning- una, sem búið var að opna án þess að vita, hvað í vændum var. Viðbrögð hans urðu snögg. Dómur hans var hiklaus: Ný- tízku málverkin voru eins og á léreft hefði verið „klesst með asnahala“. Forsíðuleiðari Pravda Krúsjeff hafði skömmu áður látið uppi þá skoðun sína, að öll rússnesk blöð væru drepleiðin- leg. Það var rétt eftir að mál- gagn hans hérlendis hafði tekið á sig nýja mynd, eftir því, sem ætlað var, eitthvað líflegri en áður. Leiðindin hafa því þótt ná til fleiri kommúnískra blaða en þeirra einna, sem gefin eru út í Rússlandi. Nú brá Pravda skjótt við og birti forsíðuleiðara, þar sem krafizt var, að flokks- félög stéttarsamtök, blöð og al- menningur tækju saman hönd- um í undanlátslausri baráttu gegn öllum frávikum frá Sovét- hugmyndum um listina sem á- róðurstæki fyrir kommúnista- flokkinn og ríkið! Ekki er ólíklegt, að gamli maðurinn frá Hriflu velti fyrir sér, að einhver munur sé á að eiga svo öruggt aðalmálgagn, þótt lítt skemmtilegt sé, sem Krúsjeff eða hafa átt við það að búa, að allt upplag Tímans var brennt til að koma í veg fyrir, að skrif formanns Fram- sóknar birtist fyrir almennings- sjónir, eins og Jónas átti við að búa. Ekki skorti hann þó orð- heppni á við Krúsjeff og lista- smekkur beggja er furðanlega líkur. Engu að síður er eðlilegt, að menn velti fyrir sér, hvort leiks- lokin muni ekki verða hin sömu. Sjálfræðinu verður haldið niðri um sinn, en ekki til eilífðar. Eft- ir meira en 40 ára einræði eru í Sovétríkjunum að verki öfl, sem valdhafarnir standa framandi gegn. Kúgunin er samt svo mögnuð, að hún kann að geta haldið þeim í skefjum enn um langan tíma, en frjáls hugsun verður aldrei deydd til fulls á meðan mannkynið lifir. Vanþakklætið til Brynjólfs f Moskvu velta menn í leyni fyrir sér viðfangsefnum og úr- lausnum á allt annan veg en ein- valdsherrunum líkar. Þessi við- leitni heldur áfram, þó að menn þori ekki að láta á henni bæra nema þegar þeir af misskilningi halda, að frjálsræði sé ögn meira en áður. En viðbrögð Krúsjeffs sanna einnig, að einræðishugur- inn er hinn sami og áður. Blíð- mælum um friðsamlega sambúð og samkeppni er varlega takandi á meðan svo stendur. Því miður er það valdið eitt, sem einræðis- herrarnir virða og óttast. Kúbu- málið er aðeins eitt merki þess. Það sannar einnig hversu frá- leitt er að ætla, að Sovétstjórnin vilji nokkuð leggja í sölurnar fyrir leppa sína, þegar hún tel- ur sjálfri sér hætt. Kaldrifjuð valdastreita ræður öllum hennar gjörðum. Á íslandi hampa kommúnistar sams konar list og listamönnum, sem gerðir eru út- lægir í Sovétríkjunum. Kald- hæðnislegt er, að listamenn, sem mundu sæta allsherjar ofsókn í Sovét-Rússlandi, skuli í föður- landi sínu gerast talsmenn Sovét stjórnarinnar. Er vont að sjá, hvor örlög yrðu ömurlegri, þeirra eða Brynjólfs Bjarnason- ar. Brynjólfur er náttúrugreind- ur og mannskapsmaður að upp- lagi. Hann afvegaleiddist í æsku vegna samblands af tryggð og stirfni í hugsun og hefur hann aldrei viljað sjá villu síns veg- ar. Af því að hann er ekki nógu snúningalipur og hefur enn ekki sannfærzt um, að Krúsjeff sé meiri maður en Stalin, — slítur ekki símasambandinu við sinn gamla lærimeistara — þá er hann nú samkvæmt skipun frá Moskvu sviptur völdum og áhrif- um í þeirri flokksdeild, sem hann hefur af meiri óeigingirni en nokkur annar eytt kröftum sín- um fyrir. Miimir á meðferð- ina á Jónasi Þjóðviljirm segir, að það sé svo sem engin nýjung, þótt átök verði um hverjir eigi að vera í flokksstjórn. Þetta er alveg rétt. Slíkt gétur alls staðar borið við. Það sérstaka, sem gerðist á flokksþingi kommúnista hér, var annars eðlis og hefðu það þó ætíð þótt tíðindi í meira lagi í hvaða flokki sem er, að slíkur forystumaður sem Brynjólfur Bjarnason væri rekinn úr mið- stjórn með smán. Hér á landi er naumast annað dæmi sambæri- legt, en þegar Jónas Jónsson var fyrst óvirtur og síðan hrakinn úr Framsóknarflokknum. Báðir höfðu gert ámóta mikið fyrir flokka sína. Það einstaka um Brynjólf er, að fall hans á ekki innlendar or- sakir. Þar er það klofningurinn í alheimshreyfingu kommúnista, sem úrslitum ræður. Valdabrölt Lúðvíks Jósefssonar skýrist ekki nema að nokkru af hans eigin eðli. Upplagið er að vísu hið sama hjá honum og Hermannd Jónassyni og Eysteini Jónssyni. Allir eru þeir tækifærissinnar, þó að Lúðvík sé þeirra hálast- ur. En hann hefði engu komið áleiðis gegn Brynjólfi af eigin rammleik. Eins og á stendur er hann sá, sem Moskvumönnunum hentar bezt. Þess vegna gengu SÍA-piltarnir, nýkomnir úr upp- eldisstöðvunum austan járn- tjalds, í bandalag við hann. Und- irlægjuhátturinn við hið erlenda valdboð hefur aldrei orðið ber- ari en að þessu sinni. Það er slík skilyrðislaus þjónkun við hina erlendu húsbændur, sem gerir kommúnista ósamstarfs- hæfa. Framsókn gekk undir jarSarmen Einmitt þegar svo stendur á, búa Framsóknarbroddarnir sig undir nánari samvinnu við komm únista en áður. Á Alþýðusam- bandsþingi neyddust þeir í þjón- ustusemi sinni við kommúnista að ganga undir það jarðarmen, að gera að engu í framkvæmd löglegan dóm, sem þeir í orði kveðnu höfðu ekki þorað annað en viðurkenna. Þeir mega þó eiga, að þeir skammast sín ber- sýnilega fyrir þá frammistöðu. Þess vegna leita þeir einnar skýr ingar eftir aðra á sínu skamm- arlega athæfi. Hin síðasta er sú, að verzlunarmannafélagið í Hafnarfirði hafi ekki haldið nógu marga fundi til þess að fé- lag þeirra gæti sent löglega kjörna fulltrúa á Alþýðusam- bandsþing! Hvernig mátti slík vangá eins verða til þess að ó- gilda umboð allra hinna? Og hvernig er með fundahöld í sumum félögum, sem sendu Framsóknarmenn á þetta sama Alþýðusambandsþing? ÞögnTímans Fölsunin á ummælum Áka Jakobssonar er sama eðlis, hún á að draga hugi manna frá því sem máli skiptir, en verður að- eins til að opinbera innri veik- leika og skömmustutilfinningu Framsóknarbroddana. Ofan á þetta bætist nú að flokksþing kommúnista sýnir, að það er ágreiningur í alþjóða- hreyfingu þeirra en ekki íslenzk mál, sem úrslitum réði. Þessi staðreynd gat ekki birzt á óþægi- legri tíma fyrir Framsókn. Við- brögð hennar eru einfaldlega þau, að þegja um tíðindin, láta eins og þau hafi ekki átt sér stað. Þegar nokkuð er frá liðið á hinsvégar að telja mönnum trú um, að úr því Brynjólfur Bjarna- son og félagar hans séu úr sög- unni, þá sé við þjóðholla íslend- inga að eiga. Þá á að vera gleymt hvenær og með hverjum atburð- - um byltingin í kommúnistadeild- •inni gerðist. Slíkur fréttaflutn- ingur gæti blessazt, þar sem Framsókn ein réði öllum frétta- stofnunum, en í frjálsu þjóðfé- lagi verður hann einungis til at- hlægis þeim, sem gera sig seka um slíkt. Framsókn gerði Alþingi óstarf hæft r m M f i tvo ar Til afsökunar makki sínu við kommúnista nú vitnar Fram- sókn mjög til nýsköpunarstjóm- arinnar, en hún gleymdi að segja frá aðdraganda þeirrar stjórnar- myndunar. Vegna reiði sinnar út af óhjákvæmilegri smábreyt- ingu á kjördæmaskipuninni 1942 hindraði Framsókn í tvö ár, að lögleg þingræðisstjóm væri mynduð. Hún bar ábyrgð á því, að Alþingi gat ekki ■ látið lög- mæta þingræðisstjórn vera við völd, þegar lýðveldi var endur- reist á árinu 1944. Framsókn vildi sanna, að án sinnar forystu sykki Alþingi í algera niðurlægingu. Vitanlega var það neyðarúrræði að taka kommúnista í stjórn haustið 1944, en með því forðaði Alþingi sér frá þeirri niðurlæg- ingu, sem Framsókn hafði búið því. Hinir lýðræðisflokkarnir voru á verði gegn skemmdar- áformum kommúnista. Þeir fengu engu ráðið, þegar til úr- slita kom, í utanríkismálum og öðrum efnum er úrslitaþýðingu höfðu, og sÖgðu stjórnarsam- vinnunni slitið vegna óánægju sinnar. Kommúnistum óábyrgari Á árinu 1958 ætluðu Fram- sóknarmenn enn að leika sama leikinn. Forystumennirnir fóru þá ekki dult með, að lærdómur- inn af vinstri stjórninni væri í þeirra augum sá, að kommúnist- ar væru ósamstarfshæfir. Þeir héldu, að án sjálfra sín væri ó- mögulegt að mynda stjórn, sem gæti ráðið við það öngþveiti efnahagsmálanna, er Hermann Jónasson lýsti eftirminnilega í uppgj af aræðunni alræmdu 4. desember 1958. Þess vegna töldu Framsóknarbroddarnir sig geta sett öðrum skilyrði. Frumskilyrðið var það, að engin breyting væri gerð á löngu úreltri kjördæmaskipun. Um hana vildu þeir einungis halda áfram að tala og tala, neituðu hverri raunhæfri lausn, sem var borin fram. Þeir höfðu t.d. árum saman haldið því fram, að þeir myndu styðja skiptingu landsins í einmenningskjördæmi. Þegar á reyndi voru þeir þeirri lausn jafn fjandsamlegir eins og hverri annarri. Einmenningskjör- dæmin virtust helzt í þeirra huga eiga að leiða til þess, að Reykjavík fengi ekki nema einn þingmann. Þeir menn, sem vóru jafn starblindir í eigingirni, voru sannarlega sjálfir ósam- starfshæfir. Við þá varð engu tauti komið. Þess vegna varð að semja við kommúnista um lausn kjördæmamálsins, enda höfðu Framsóknarmenn sízt á móti samningum við kommúnista um það. Sjálfir vonuðust þeir i lengstu lög eftir að geta með baktjaldamakki við einstaka kommúnista hindrað framgang málsins, jafnvel með svikum eft- ir kosningarnar 1959, ef svik- ararnir hefðu orðið nógu marg- ir, sem ekki varð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.