Morgunblaðið - 09.12.1962, Síða 20

Morgunblaðið - 09.12.1962, Síða 20
20 MORGTJNBLAÐIÐ Sunnudagur 9. des. 1962 Marilyn Monroe eftir Maurice Zolotov ra í annari viku upptakanna, varð hún alvarlega veik og missti úr tvo daga. Var þetta af sálrænum ástæðum? Var hún Orðin ófrísk? Eða var það að kenna öllum kavíarnum og kampavíninu, sem hún hafði ver ið að háma í síg? Hún hafði verið að leika kvöldverðaratriðið í myndinni. Það kemur fyrir, þeg- ar Ríkisstjórinn í Karpathíu (leikinn af Olivier), kemur til London til krýningarinnar 1911, og verður hrifinn af töfrum Elsu Maríu, ameriskrar kór- stelpu. Hann býður henni til veizlu í sendiráðinu. Hún kem- ur og býst við einbverjum helj- anmiklum dansleik, en kemst að því, að þetta er bara tyímenn- inigs-kvöldverður með eftirfar- andi forfæringu. Hún er neydd til að drekka kampavin og éta kawíar og' rjómabúðing. Vínið, styrjuhrognin og rjóminn var allt ekta, því að nú var Monroe áhangandi Stanislavskys og vildi ekki gera sér að góðu neitt plat. Kavíarinn köm frá Fortnum & Mason og kostaði tólf dali lítil dós. í tveimur endurtekningum kláraði Monroe kavíar fyrir 60 dali, að ekki séu talin óendan- lega mörg glös af kampavíni. En .... nei.....það gat ekki verið, að maginn í henni væri svo al- múgalegur að þola ekki slíkan mat og drykk. En fyrst hún væri alltaf eitbhvað lasin, jafnvel þótt hún nærðist ekki á öðru en te og kexi, álykaði Olivier, að hér væri um einhverskonar tauga- herferð að ræða af hennar hálfu. Hann fékk þá hugmynd, að Marilyn beitti frú Strasberg fyr ir sig, þegar hún þyrfti að sýna honum einhvern ónot. Oft, þeg- ar hann var að útlista fyrir henni, hvernig hún ætti að segja setningu, var hún til með að stika burt og skilja hann eftir gapandi. I>á gekk hún til frú Strasberg, fékk sér eina eða tvær pillur og svo var ráðgazt í hvísl- ingum. Olivier hafði tekið eftir því, að Monroe gat haft það til að vera fyrst afskaplega hrifin af myndar-sýnishorni, «n svo virt- ist eins og hún talaði við frú Strasberg eða Heddu Rosten og væri að því loknu sáróánaegð með sömu myndina, og færi að kvarta yfir henni. Frú Rosten, sem er eiginkona elzta vinar Millers, var orðin mikil vin- koila Marilynar, og hafði komið með henni, sem einkaritari og félagskona. Hvað sem öðru leið, tók Olivi- er að hata þær báðar, frú Stras- berg og frú Rosten, og gerði gys að þessu „fylgdarliði" stjörnunn- éir. En í þessu fylgdarliði var lika lífvörður hennar, hinn risa- vaxni fyrrverandi fulltrúi í Scotland Yard, Roger Hunt. Frá því að hún fór út á morgnana og þangað til hún kom heim aftur, veik Hunt aldrei frá henni, nema þegar hún þurfti að fara í snyrti- herbergi kvenna! Ljósmyndari frá „Daily Mail“ hafði einhvern- veginn komizt inn í myndaverið í Pinewood, og náð einni mynd af henni. Hunt greip myndavél- ina og gerði plötuna upptæka. Olivier nauðaði á Greene að losá hann við þær frúrnar Stras- berg og Rosten, Og frú Stras- ber.g var send heim í september en hin í október. En þetta kom að engu haldi. „Kvikmyndaverið hélt sig vera sniðugt", segir Car- diff, „en var það bara ekki Marilyn frétti um þetta kænsku bragð Og svaraði því bara með taugaáfalli“. Það tók hér um bil viku, og eftir rifrildi í aðra viku til, var frú StraSberg kölluð heim úr útlegðinni, enda hafði Greene stöðugt verið að telja bæði Monroe og Olivier hughvarf og beðið þau blessuð að klára iheldur myndina og rífast svo á eftir. Einn daginn hafði verið ógur- legur seinagangur á öllu hjá Marilyn, og Olivier hafði eitt- hvað orð á að flýta sér nú svo- lítið. Frú Strasberg sagði: „Þér ættuð ekki að reka á eftir Mari- lyn. Sjálfur Chaplin var átta mánuði með eina mynd“. Olivier leit frá Monröe til frú Strasberg og þaðan á Greene. Hann sagði ekki orð, en svipur- inn á honum gaf til kynna, að þessi samanburður á Monroe og Chaplin væri hér um bil það klígjulegasta, sem hann gæti nokkurntíma átt von á að heyra. í örvæntingu sinni, æpti Greene loksins: „Jæja, við skul- um þá í guðs bænum vera átta mánuði með þessa mynd'. „O, sei sei nei“, svaraði Mon- roe. Hvernig getur þér dottið annað eins í hug. Eg, sem verð að vera komin til New York fyrir jól“. Hef ekkert samlband við Monroe félagið út yfir það, að forseti þess er konan mín. Hef ekkert út yfir venjulegan fjölskylduáhuga á viðskipta- málum konu minnar og sem betur fer ganga þau vel. Orð- rómur um deilu milli okkar Greene er ekki annað en dálkafyllir fyrir innantóma blaðasnápa. Það hefur aldrei komið til mála, að Monroe- félagið kvikmyndaði Horft af brúnni. Er ekki að semja gamanleik, heldur drama Og ef þar reynist vera hlutverk fyrir Marilyn verð ég heppn- asti leikritahöfundur í sög- unni, en get ekki samið með ákveðinn leikara fyrir augum svo að við verðum að bíða og sjá til .... “ Sú hugmynd, að hann gæti ver ið kvæntur Marilyn og samt lif- að skapandi lífi, óháður henni, var auðvitað blekking. Hjá leik- konu er allt einkalífið — ástin, eiginmaðurinn, börnin — auka- atriði við hlið hennar sjálfrar, sem höfuð-raunveruleikans í heimi þar sem allir aðrir eru skuggaverur, sem klappa henni lof í lófa, svikja hana og til- biðja hana. Hún er stjarna í einkalífi sínu, engu síður en í kvikmyndunum. Og stjarna gæti ekki þolað leikritahöfund, sem semdi verk, þar sem aðalhlut- verkið er ekki henni ætlað. Kona, sem gæti gert sér að góðu alræði eiginmannsins, væri meiri kona en jafnframt minni stjarna. Eftir því sem stundir liðu fram fóru athafnir Millers að verða meira en aðeins „fjölskylduáhugi" á „viðskiptamálum" konu hans, og listrænum vandamálum hennar. Eitt vitni þess er auglýsingamað ur í New York,‘ sem var 1 sam- foandi við mynd, sem þá var að auglýsa Monroe og lýsti því einu sinni fyrir mér, hvernig hann hafði komið með nökkrar kyrramyndir til að fá umsögn foennar um þær. Hún bað Miller að taka þátt í ráðstefnunni. — Hann athugaði hverja mynd vandlega og lét síðan í ljós álit sitt á gæðum og auglýsingagildi hverrar einstakrar. Auglýsinga- maðurinn, sem var mikill aðdá- andi verka Millers, varð alveg steinhissa. Honum fannst þessi mikli maður hafa niðurlægt sig. Einusinni kom Milton Greene inn í búningsherbergi Marilynar Og sá, að Miller var að klippa vandlega út úr blöðum umsagnir um hana og líma þær í úrklippu bók. Herbert Kamm, ritstjóri eins aðdáendatímarits, hefur skýrt frá því, að hann hafi, árið 195-8, komið að Miller þar sem hann var að velja úr fjórum sýnishornum af efni, sem Mari- lyn ætlaði að láta sauma sér kjól úr. Á þeim fjórum árum, sem liðin eru frá því að þau giftust, hefur Miller aðeins gefið út fimm verk: smásögu um þrjá rótlausa náunga í Nevada, smá- sögu um strák á gelgjuskeiðinu, og handrit að kvikmynd um glæpsemi unglinga — en öll íþessi þrjú komu út í „Esquire", svo ritgerð um leikritin í Harper’s og viðkvæmnislegt raibb í Life. Ritgerðin var eins konar grind um myndir af Marilyn, sitjandi fyrir — í litum — sem Theda Bara, Lillian Russell, Clara Bow, Marlene Dietrioh og Jean Harlow. „Fegurð hennar“, skrifaði Miler um konu sína, „ljómar alltaf, af því að snilli- gáfa hennar kemur alls staðar í ljós“. Fyrst varð Miller var við, að konan hans heimtaði allt tilfinn- ingalíf hans, í áðurnefndum ágústmánuði 1956, í Englandi. — Dóttir hans varð veik. Hann flaug heim til Bandaríkjanna og bjóst við að dvelja þar vikum saman. Monroe var gripin ör- væntingu. Þetta orkaði svo illa á taugar hennar, að hún gat um tíma ekki mætt til myndatöku. Og henni batnaði ekki fyrr en Miller gerði enda á heimsókn sinni vestur og flaug til. Eng- lands og hennar. Hún varð stöð ugt að eiga forgangsrétt að hjarta hans. Hinn 10. dag októbermánaðar var frumsýningin á „Horft af brúnni“ í Löndon. í nýju út- gáfunni og einfaldari uppsetn- ingu en í Ameríku, vann leik- ritið þegar huga allra leikdóm- ara. Það var geysilega vel heppn- að. En frumsýningargestirnir voru hrifnari af Monroe en Miller. Millerhjónin sóttu frum- sýninguna í fylgd með Olivier- hjónunum. Enda þótt þetta væri fyrsta „stóra“ kvöld eiginmanns hennar í London, var Marilyn ÉÍItltvarpiö Sunnudagur 9. desember. 8.30 Létt morgunlög. 9.00 Fréttir. — 9.10 Veðurfregnir. 9.20 Morgunhugleiðingar um músik: I>ekkið þér Karl Straube? (Árni Kristjánsson). 9.35 Morguntónleikar: a) ,Jíú kom heiðinna hjálpar- ráð“, kantata nr. 116 eftir Bach (Kór Tómasarkirkjunnar og Gewandhaushljómsveitin í Leip- zig flytja. Einsöngvarar: Gerda Scheriever, Hans Joachim Rotz- sch og Theo Adam. Organleik- ari: Hannes Kástner. Stjórnandi Erhard Mauersberger prófessor). b) Kvintett í Es-dúr (K452) eft- ir Mozart (Colin Horsley píanó- leikari og Dennis Brain blásara- kvartettinn leika). c) Victoria de los Angeles syng- ur spánska söngva. d) Sinfónía í g-moll eftir Lalo (Franska útvarpshljómsveitin leikur; Sir Thomas Beecham stjórnar). 11.00 Messa í elliheimilinu Grund (Prestur: Séra Sigurbjörn Á. Gíslason. Organleikari: Gústal Jóhannesson). 12.15 Hádegisútvarp. 13.15 Tækni og verkmenning; VIT. er- indi: Sementsframleiðsla og sem entsverksmiðjan (Dr. Jón Vest- dal verkfræðingur). 14.00 Miðdegistónleikar: a) Bandaríski píanóleikarinn Ann Schein leikur verk eftir Bartók og Ghopin (Hljóðr. á tónleikum í Austurbæjarbíói 16. okt. s.l.). b) „Frá Ítalíu**, sinfónísk fanta- sía eftir Richard Strauss (Ríkis- hljómsveitin í Bayem leikur; Rudolf Kempe stj.). 15.30 Kaffitíminn: — (16.00 Veður- fregnir). a) Lúðrasveit Rvíkur leikur; Páll Pampichler Pálsson stjórn- ar. 16.16 Á bókamarkaðinum (Vilhjálm- ur Þ. Gíslason útvarpsstjóri). 17.30 Barnatími (Helga og Hulda Valtýsdætur): — (18.20 Vfr.). a) „Tommi og ríki maðurinn** eftir H. G. Wells og Thorbjörn Egner; 2. hluti (Jón Sigurbjörns son Les og syngur). b) Leikrit: „Þegar húsálfarnir fóm í frí“ eftir Karl Erik Johanson. c) Framhaldssagan „Dagný og Doddi“; 5. lestur (Höfundurinn. Hersilía Sveinsdóttir, les). d) Lestur úr nýjum barnabók- um. 18.45 Tilkynningar. — 19.30 Fréttir og íþróttaspjall. 20.00 Eyjar við ísland: XVIII. erindi; Eldey (Þorsteinn Einarsson íþróttaf ulltrúi). 20.25 „Þeir spurðu Heimi“: Gömlu lögin sungin og leikin. 21.00 Sitt af hverju tagi (Pétur Pét- ursson). 22.00 Fréttir og veðurf. 22.10 Danslög. — 23.30 Dagskrárlok. Mánudagur 10. desember. 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.15 Búnaðarþáttur: Eyvindur Jóns- son, dr. Halldór Pálsson og Jónas Pétursson spjalla um vetr arfóðmn sauðfjárins. 13.35 „Við vinnuna": Tónleikar. 14.40 „Við, sem heima sitjum“: Svan- dís Jónsdóttir les úr endurminn- ingum tízkudrottningarinnar Schiparelli (18). 15.00 Síðdegisútvarp. 17.05 Sígild tónlist fyrir ungt fólík Flótti til Berlínar var ekki auðveld- «r fyrir bændur, sem komast vildu undan nauðungar-samyrkjubúskap árið 1960. Alþýðulögreglan rannsak- aði lestirnar. Ef í skilríkjum manns stóð: bóndi, mátti búast við, að hon- um yrði varpað í fangelsL En svo margir komust undan, að matarbirgð- ir minnkuðu óðum í Austur-Þýzka- landi. Skömmtun var aftur tekin upp, en fleira fólk flúði þá. 1960 flúðu 200 þúsund manns, fyrri helming 1961: 100 þúsund, í júlí 1961: 30 þúsund. Hrun blasti við Austur- Þýzkalandi, og Krúsjeff ákvað að stöðva yrði útgönguleið þessa. Fyrst hitti hann samt John Kennedy, Bandaríkjaforseta í Vínarborg, en tókst ekki að hrella hann. Þess vegna lýsti hann yfir, að hann mundi gera sérstakan friðarsamning við Ulbricht fyrir árslok. (Reynir Axelsson). 18.00 Þjóðlegt efni fyrir unga hlust- endur (Snorri Sigfússon). 16.20 Veðurfr. — 18.30 Þingfréttir. 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Um daginn og veginn (Lárus Salómonsson lögregluþjónn). 20.20 Tvö nútimatónverk leikin af hljÓmsveit Tónlistarháskólans í París, undir stjóm Georges Tzipnine. a) „Vorið á hafsbotni** eftir Dur ey (Eins.: Denise Duval). b) Prelúdía, fúga og postlúdía eftir Honegger. 20.40 Á blaðmannafundi: Guðlaugur Rósinkranz þjóðleikhússtjóri svarar spurningum. Spyrjendurj Magnús Torfi Ólafsson, Njörður P. Njarðvík og Sigurður A, Magnússon. Stjórnandi: Dr, Gunnar Schram. 21.15 Kórsöngur: Færeyski kórinn Havnar Sangfelag syngur. Söng stjóri: Hans Jacob Höjgaard. 21.30 Útvarpssagan: „Felix Krull“ eft« ir Thomas Mann; XIII. (Kristj- án Árnason). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Hljómplötusafnið (Gunnar Guð- mundsson). 23.00 Skákþáttur (Guðmundur Ara- laugsson). 23.35 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.