Morgunblaðið - 11.12.1962, Page 15
Þriðjudagur 11. desemUer 1962
MORGUNBLAÐIÐ
15
StefánG.
Þormar
AÐ MORGNI 3. þ. m. lézt í
sjúkrahúsinu á Egilsstöðum
Stefán Guttormsson Þormar frá
Geitagerði í Fljótsdal, hálf átt-
ræður að aldri.
Stefán var fæddur á Eiðum 12.
ágúst 1887, sonur Guttorms Vig-
fússonar skólastjóra og síðar
alþingismanns, og konu hans,
Sigríðar Sigmundsdóttur, stúd-
ents Pálssonar, bónda á Ljóts-
Stöðum í Skagafirði.
Vorið 1894 fluttust foreldrar
Stefáns frá Ströna í Skógum að
Geitagerði í Fljótsdal. Þar ólst
Stefán upp til fulltíða aldurs, í
hópi margra systkina
Rúmlega tvítugur að aldri tók
Stefán að leita sér náms utan
heimilisins. Við Eiðaskóla stund-
aði hann nám veturinn 1908/9
og á Seyðisfirði næsta vetur í
skóla, sem Hákon Finnsson hélt
þá þar. Nokkru síðar sigldi hann
til Danmerkur og var árlangt á
stórbúi á Falstur til að kynna
sér danskan landbúnað.
TJT Danmerkurförinni hvarf
Stefán heim aftur að Geitagerði
til foreldra sinna og vann á búi
þeirra þar til faðir hans lézt í
árslok 1928. Síðan vann hann að
búi í Geitagerði með Vigfúsi,
bróður sínum, sem ábúð tók á
jörðinni eftir foreldra þeirra.
Stefán var áhugamaður um
búskap, einkum hafði hann mik-
inn áhuga á ræktun sauðfjárs og
glöggt auga fyrir þrifum þess.
Hafði hann og að mestu á hendi
alla umsjón þess og gæzlu þess
á vetrum. Hestamaður var hann
einnig og átti góða reiðhesta. —
Áhuga sinn og alúð batt hann
við heimilið og búskapinn í
Geitagerði alla tíð.
Stefán var meðalmaður á
vöxt, vel á sig kominn að áliti
og atgervi. Hann var glaður og
ræðinn. Þar var aldrei dauflegt
aem Stefán var annarsvegar,
hvort sem var í einmæli eða
fleiri saman.
Talsvert miseldri var okkar
Stefáns. Ég kynntist honum í
nppvexti og einnig eftir að hann
var fullmótaður. öll mótuðust
kynni okkar af samúð og hlý-
leik. Feður okkar höfðu alizt
upp í Fljótsdal samtímis, og
höfðu bundizt vdnaböndum, enda
fiákomnir að frændsemi. Stefán
bar nafn föður míns og það var
eérstök taug okkar í milli í allri
kynningu okkar og viðskiptum.
Með Stefáni Þormar er horf-
tnn af sviði lífsins góður dreng-
«r og eftirminnilegur. Fráfall
hans vekur söknuð og trega ná-
kominna ættingja, frænda og
vina, og allra sem höfðu af hon-
um náin kynni.
Halldór Stefánsson.
— Með Valtý
Framh. af bls. 6.
hans og vandvirkni sýnir, hvert
komast má.
Ritað er um danskt og íslenzkt
lundarfar, leiklist o.fl., og það
kröftuglega undirstrikað, að allt,
sem er list, það lifir.
Þá les ég með athygli minn-
ingarnair um hinn fyrsta safnara
íslenzkra listaverka, um framtaks
semi hans, áhuga og dugnað, ást
hans á list og listrænni fegurð.
Ég dáist að áræði og kjairki hins
stórvirka manns.
Valtýr getur skrifað um alit,
getur t.d. leiðst út í músíkalskar
hugleiðingax í viðtali við unga
stúlku, sem telur sér það jafn
eðlilegt að leika á hljóðfæri eins
og að gangíu
Þá er lýsing á blaðamemnsku
Einars H. Kvaran og fróðlegur
kafli, er nefnist „Sólarhringur við
Morgunblaðið“, ritaður fyrir 24
árum, og þar lýst hinu skipu-
lagða annríki. Er hér skemmti-
lega sagt frá margþættu starfi
þeirra, sem sjá um, að Morgun-
blaðið veki menn af svefni.
öll er bók þessi hin vandaðasta,
prýdd mörgum myndum, frá-
gamgur allur og prentim í bezta
lagi.
Síðasti kafli bókarinnar er um
nótt á Þingvöllum, er hátíðin var
haldin 1930. Bókin endar með
þessari setningu: Hátíðin er að
byrja.
Mér hefir verið það sönn
ánægja að lesa þessa bók og
heilsa þar góðum vintun.
Ég er viss um, að við lestur
þessarar bókar komast menn
hið bezta skap, og segja oft, er
þeir le9a hina ýmsu kafla: Hátíð-
in er að byrja. Bj. J.
Guðmiindur
Eyjólfsson
Fæddur 1. ágúst 1876.
Dáinn 30. nóvember 1962.
Æskuvor að Á á Síðu
Lenti þessi vinur minn.
Lengi brátt í ljúfu ag stríðu
l'étti smaladrengurinn.
Ungan heim að Brekkum bar
Bæ með konu reisti þar.
Sambúðin var sómi beggja.
Sögu reifa var þá létt.
Iljaði mörgum innan veggja
alúð þín og handtak þétt.
Þó að örbirgð þrengdá sveini
þá var gesti veittur beini.
Ýmsar raunir að þér hnigu
ungra barna er misstir sár.
Áfram þungu árin si'gu,
eljan jöfn þó gisni hár.
Öilu lífi að þú hlúir
og á mátt hins góða trúir.
Oft við náttfall aftan kyrrðar,
afli heyja er bóndans raun,
axlaðir þínar ævibyrðar,
enda hlauzt þú sigurlaun:
manndómsríka og merka sonu,
mannhylili og virta konu.
Árum saman sat í myrkri
sæmdardrengur: Guðmundur.
Handllék nál í hendi virkri,
hann var að sauma ábreiður,
til að bjarga búi ef giæti.
Breitt var yfir stakk og sæti.
Nú er stirnuð höndin haga.
Hljótt er yfir bæ í Steig.
Trúmennsku og dygigð um daga
Drottánn sjálfur bindiur sveig.
Á. Guðs-vegum aftur sjónin
ykkur gleðji sænjdarhjónin.
Einar J. Eyjólfsson.
Jólahreingerning
Tökum að okkur jóla-
hreingerningar. — Fljót og
vönduð vinna, helzt stór
verkefni, t. d. skólar, sjúkra-
hús og félagsheimili.
Tilboð sendist afgr. Mbl.,
merkt: „Ódýrt — 3052“.
ATLAS
Crystal Kiny
ÞEIB EBU KONUNGLEGIB!
i( glæsilegir utan og innan
hagkvæmasta innrétting,
sem sézt hefur: stórt hrað-
frystihólf með sérstakri
..þriggja þrepa“ froststill-
ingu, 5 heilar hillur og
grænmetisskúffa, og í hurð
inni eru eggjahiUa, stórt
hólf fyrir smjör og ost og
3 flöskúhillur, sem m. a.
rúma pottflöskur
if sjálfvirk þíðing
i( færanleg hurð fyrir hægri
eða vinstri opnun
★ nýtízku segullæsing
i( innbyggingarmöguleikar
i( ATLAS gæði og 5 ára
ábyrgð
* eru þó LANG ÓDÝBASTIB
Ennfremur ATLAS Crystal
Queen og Crystal Prince.
Góðir greiðsluskUmálar.
Sendum um aUt land.
1ÖNIX
Q. KORNERUP-HANSEN
Sími 12606 — Suffurgötu 10.
Verzlunarfólk
Verzlunármannafélag Reykjavíkur efnir til félags-
fundar í Iðnó, fimmtudaginn 13. des. n.k. kl. 21.00.
Bætt verður um framkomna tillögu
um lengingu afgreiðslutíma verzlana.
Verzlunarfólk er hvatt tii að mæta vel
og stundvíslega.
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur.
• ••o
'u*-*
Eiginmenn
léttið konunni heimilsstörfin
með því að gefa henni
Progress
hrærivél fyrir jólin.
Þær eru sterkar og öruggar.
Æ9' fú.
VESTUBGÖTU2
IAUGAVEGIK)
6IMI20900
JÚLAGJÖF HEIMILISINS
HEIMILISTRYGGINGAR
M BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS
LAUGAVEGI 105
SÍIVll 24425
Tryggingin kostar miðað við að verðmæti innbúsins sé 100.000 kr.:
í steinhúsi ....................... kr. 300,00
í timburhúsi....................... kr. 500,00
Arður ársins við endurnýjun
Óska hér með að kaupa heimilistryggingu.
Verðmæti innbús tel ég vera kr.................
..............................................
Nafn
..............•••••••*•••••••••••••••••••••••••••••••••••»•#
Heimilsfang Sími
Sendið beiðnina til aðalskrifstofunnar eða næsta umboðsmanns.